Þjóðviljinn - 19.12.1976, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. desember 1976
Dansandi „glæpamenn” I Bugsy Malone
Konutetur aö nafni Misty Rowe reynir að stæla Marilyn Monroe
AÐVENTUMYNDIR
Það er ekki til siðs i kvik-
myndahúsum Reykjavikur að
sýna góðar myndir rétt fyrir jól.
Enda litlu púðri eyðandi á þær fáu
hræðursem vilja heldur fara i bió
en baka laufabrauð. Háskólabió
bregður þó útaf venjunni að þessu
sinni og sýnir Bugsy Malone,
„skemmtilegustu mynd sem gerð
hefur verið”. Upphaflega mun
Bugsy hafa átt að verða jólamynd
hússins, en svo barst þeim feitari
göltur að flá: Maraþonmaðurinn,
með Dustin Hoffman og Laurence
Olivier, og þá breyttist Bugsy i
aðventumynd. Og nú geta börn á
öllum aldri fengiö úr sér aðventu-
hrollinn með þvi aö bregða sér i
Háskólabió og hlæja hressilega.
Þetta ætla ég a.m.k. að gera ein-
hvern daginn, taka mig upp frá
laufabrauðgsbakstrinum og
skreppa i bió.
í erlendum kvikmyndatimarit-
um getur að lita urmul af hugljúf-
um umsögnum um Bugsy
Malone. Og vissulega er hug-
myndin frumleg: að gera glæpa-
myndþarsemaliter einsog það á
að verá i glæpamynd, nema hvað
hlutverkin eru leikin af börnum,
bilarnir eru fótstignir en ekki vél-
knúnir og úr byssunum kemur
engin kúlnahriö heldur disætur
rjómabúðingur. Sviðið er sigilt:
New York á kreppuárunum fyrir
strið. Atburðarásin er lika sigild:
hún snýst að mestu um strið milli
glæpaflokka. Enginn boöskapur,
engin heimspeki, engin hulin
djúpstæð sannindi — ekkert nema
ómengað grin, eins og þegar
krakkar fá að leika sér i friði, án
afskipta fullorðinna.
Gagnrýnendur fara háfleygum
orðum um leik barnanna sem
flest koma hér fram i fyrsta sinn.
Undantekning er þó Jodie Foster,
sem leikur persónu að nafni
Tallulah. Þrettán ára að aldri er
Jodie orðin fræg og eftirsótt kvik-
myndaleikkona, lék t.d. stór hlut-
verk i þremur myndum sem
sýndar voru á Cannes-hátfðinni i
sumar.
Sem sagt, góða skemmtun!
Liklega er ég orðin of sein til að
sjá myndina um Marilyn Monroe,
Vertu sæl Norma Jean, sem
Laugarásbió hefur sýnt að undan-
förnu. Það var nú verra, þvi að ég
ætlaði endilega aö athuga hvort
gagnrýnandi Films and Filming
hafði rétt fyrir sér þegar hann
hellti úr skálum reiði sinnar yfir
framleiðanda þessarar myndar
fyrir að sýna minningu ástar-
gyðjunnar óviðringu. En goð-
sögnin um Marilyn mun standa af
sér allar árásir i likingu við þessa
mynd, segir hann, og lætur sig
dreyma um að einhvern tima
komi einhver sem hefur nægan
skilning á mannlegu eðli til að
segja okkur söguna af Marilyn
eins og hún var i raun og veru. En
þangað til slikur maður kemur
fram á sjónarsviðið færi best á
þvi að menn létu aumingja Mari-
lyn i friði. Nóg er nú samt.
Sannir kvikmyndaunnendur
leggja auðvitaö frá sér hálfbökuð
laufabrauðin og storma i Fjala-
köttinn i kvöld að sjá Landslag
eftir orrustu, hafi þeir ekki gert
það á fimmtudagskvöldið eða i
gær. Landslag eftir orrustu er eft-
ir frægan pólverja, Andzei Waida.
Það var hann sem gerði myndirn-
ar Aska og demantar, Kanal, og
margar, margar fleiri, og hefur
stjarna hans skinið hátt á pólsk-
um kvikmyndahimni um árabil.
Landslag eftir orrustu er gerö
fyrir nokkrum árum en telst til
hinna nýrri mynda Wajda, efnis-
meðferðin afar ljóðræn og sterk.
Óvenjuleg mynd og nokkuð erfið
viðfangs, en vel þess virði að við
fórnum henni nokkru af okkar
andlegu orku.
Florrie Dugger leikur I Blousey I
Bugsy Malone.
Ný tegund
hrísgrjóna
HONG KONG 14212 Reuter —
Klnverskum vísindamönnum hef-
ur tekist aö rækta nýja tegund af
hrísgrjónum, og var það fram-
kvæmt með kynblöndun. Tilraun-
ir hafa verið gerðar með þessa
nýju tegund I Suður-Kina og er
haft eftir fréttastofunni
Nýja-Kína að hún gefi 20-30%
meiri uppskeru en aörar hris-
grjónategundir á þeim slóðum.
Rækta má þessi nýju hrisgrjón
jafnt I fjalllendi sem á sléttlendi
og fá tvær uppskerur af þeim á
ári.
O P A L h/f Sœlgœtisgerð
Skipholti 29 - SÍMI24466