Þjóðviljinn - 19.12.1976, Qupperneq 17
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um barnabækur
Sunnudagur 19. desember 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 17
Saga af tveim drengjum
Saga af tveim drengjum
Fólkið á Steinshóli
Stefán Jónsson
teikn. Jón Reykdal
Isafold 1976 verö kr. 2.520.-
NU er komiö 9. bindi ritsafns
Stefáns Jónssonar f myndarlegri
útgáfu Einars Braga og Isafold-
ar. Fólkiö á Steinshóli hefur ekki
veriö gefin út nema einu sinni
áöur fremur en flestar aörar bæk-
ur Stefáns. Þær voru látnar
þurrkast svo gersamlega út af
markaönum aö heilir árgangar af
börnum fengu aldrei bækur eftir
Stefán Jónsson i jólagjöf. Slikt má
ekki koma fyrir aftur.
Fólkiö á Steinshóli er skrifuö
fyrir röskum 20 árum og gerist 20
árum þar á undan. Þó er eins og
hún sé alveg ný. Nútimalegri
Reykjavikursögur eru ekki skrif-
aöar fyrir stálpuð börn og
unglinga nú til dags.
Aöalpersóna bókarinnar er
Þormóöur Sveinsson, kallaöur
Lilli, laglegur, rauöhæröur lOára
drengur. Sagan er sögö af sögu-
manni sem stendur utan viö sög-
una, en hann segir hana frá
sjónarhóli drengsins og sér I hug-
skothans. Drengnum kynnist les-
andi þvi bæöi hiö ytra og innra en
öörum persónum eins og hann sér
þær og eftir þvi sem þær segja
honum hug sinn. Lilli er um
margt fráburgðinn öörum
persónum Stefáns sem flestar eru
hressar og greindar. Lilli er ekki
mikill bógur. Hann er dreyminn
og ihugull, næmari á tilfinningar
fólks en námsbækurnar sinar.
Hann hefur rika samúö meö ööru
fólki og tekur ósjálfrátt þátt i
raunum þess. Og þeir erumargir
sem búa yfir raunum I kringum
Lilla.
Lilli býr i Reykjavik hjá
foreldrum sinum. Faðir hans ek-
ur sendiferðabil, móöir hans er
húsmóöir. Hann á einn bróöur,
ársgamlan. Foreldrarnireru afar
ólikir aö eölisfari og viöhorfum til
tilverunnar. Faðirinn er upp-
stökkur, óþolinn og óþroskaöur,
móöirin hæglát en ýtin. Hún er
óánægö meö lifiö sem gæti stafaö
af ófullnægju i þvi hlutverki sem
hún gegnir sem eiginkona og
móöir: krefst sifellt meiri lifs-
þæginda af manni sinum en er þó
i rauninni aldrei ánægð hvaö sem
upp úr kröfunum hefst. Sveinn
vinnur seint og snemma til aö
koma til móts viö óskir hennar
um sumarbústað og annað en er
engu ánægöari en hún. Þau kýta
stööugt, eins og viöa vill brenna
viö á bæjum, og það pinir dreng-
inn svo aö honum gengur erfiö-
lega að einbeita sér aö námi.
Einnig þarf hann oft aö gæta
bróöur sins meöan foreldrarnir
þjarka, þaö rænir hann tima svo
að námiö vill oft veröa útundan.
Yfirleitt sýna foreldramir þessu
eldra barni sinu næsta litla ást og
skilning, til þess eru þau allt of
upptekin hvort af ööru bæði I ást-
um og ergelsi: „Drengurinn var
alltaf feiminn, ef hann sá þau
kyssast, en ef þau jöguöust, leiö
honum illa. Hann kunni best viö
sig I hljóðum friöi og jafnvægi.”
(141)
Friöinn og jafnvægiö finnur
hann hjá fólkinu á Steinshóli þar
sem hann er i sveit tvö sumur.
Þriðja sumariö, þaö sumar sem
sagan gerist aö mestu leyti, fær
hann ekki aö fara. Markús bóndi
á Steinshóli reyndist sannspár
þegar hann kvaddi hann haustið
áöur og sagöi: „Maöur fær aö
hafa þessa gemlinga, meöan þeir
eru litlir, en fari þeir aö gera
gagn, veröa þeir strax of góöir
fyrir sveitamanninn.” (21) 1
sveitinni er ekki jagast og rifist,
þarliöur timinn hratt viö heyskap
og skepnuhiröingu. En þar hefur
ekki alltaf veriö svona friðsælt,
þarhefur gerst sorgleg saga, sem
drenginn grunar lengst af en fær
staöfesta undir bókarlok. Hjónin
á Steinshóli eiga son sem þau
hafa viljandi og óviljandi hrakiö
frá sér. Sú saga öll felur i sér
ákveönari boöskap en saga Lilla,
þótt hún sé styttri, enda er þaö
boðaö strax i upphafi bókar:
„Þormóður hét hann, en var allt-
af kallaður Lilli. Ef til vill kemur
þó i sama staö niður, hvað hann
hét, þvi að sagan er ekki um
þennan dreng nema að litlu leyti.
Sagan er um hinn drenginn.” (5)
Saga Trausta frá Steinshóli
segir lesanda hvaö þaö getur
dregiö langan dilk á eftir sér aö
tala ekki hreinskilninslega saman
um það sem gerist og máli skipt-
ir, hvaö þrjóska og stifni eru
háskalegir eiginleikar þegar þeir
ganga úr hófi, og hvaö þaö er
mikilsvert aö sýna skilning og
umburðarlyndi. Þetta
meginþema, sem best kemur
fram i sögu Trausta, er einnig
sýnt i sambúð foreldra Lilla, sem
jagast og sættast, ásaka hvort
annaö og fyrirgefa hvort öðru án
þess aö ræöa nokkurn tima út um
vanda sinn. Þetta kemur einnig
fram hjá stúlkunni Berghildi,
vinkonu Lilla, og Lilla sjálfum.
Hann er hins vegar sá eini sem
meðvitaö reynir aö berjast gegn
áráttu sinni til aö þegja af stifni
og vill vera hreinskilinn og
heiðarlegur. Þaö er lika honum
að þakka aö Trausti snýr aftur
heim ab lokum, hann þorði aö
vera opinskár og krefjast þess
sama af öörum.
Eins og fram hefur komiö fer
tveim sögum fram i bókinni, þótt
lesendur veröi liklega ekki sam-
mála sögumanni um aö saga
Trausta sé mikilsverðari en saga .
Lilla. Þetta gerir frásögnina hins
vegar mun minna spennandi en
ella heföi veriö, dýpri og marg-
ræðari lika. Auk þess er sagan
mjög skemmtileg á köflum, ekki
sist þar sem sagt er frá skólan-
um. Stefán lýsir betur skólalifi i
bókum sinum en nokkur annar
HHðHHM I M
Stefán Jónsson.
rithöfundur. Firnaskemmtilega
er sagt frá þeim atburöum sem
gerast þegar Lilli sér Trausta i
fyrsta sinn — án þess að vita hver
Framhald á bls.26
verogiiai
smu,
og geturfcert ágandanum veglegan
mppdnettisxinning
_ Dregið 10 sinnum um 598 vinninga
að upphceð 20 milljónir króna, ífyrsta skipti 10. febníar njc
Happdrcetásskuldabréfin eru til sölu nú. Þau fdst í Öllum
bönkum og sparisjóðum og kosta 2000 krónur.
(§) SEÐLABANKI ISLANDS