Þjóðviljinn - 19.12.1976, Side 19
Sunnudagur 19. desember 1976 — ÞJÓÐVILJINN 19 SIÐA
-
Greinarflokkur unninn af nefnd á vegum \ Landssambands ísl. barnaverndunarfélaga s BYRGJUM BRUNNINN , IANDSSAMBAND ISLENSKRA BARNAVERNDARFÉL AGA
Ekki
aö-
eins
fyrir
auga
Nefndarmenn:
Guðrún
Ásgrímsdóttir
fóstra
Rúna Gísladóttir,
kennari
Þórir S.
Guöbergsson,
félagsráögjafi
Áður fyrr léku börn sér
nærri eingöngu með sand,
steina, bein og þessháttar,
byggðu bæi, bjuggu til
tjarniro.fi. Til allrar ham-
ingju er þessi leikur ekki
alveg úr sögunni. En mörg
borgarbörn hafa litla eða
enga möguleika á að leika
sér þannig, og þvi gegna
leikföngin enn mikilvæg-
ara hlutverki nú en oft áð-
ur.
Aukin fjárráö hafa gert það að
verkum, að börnin fá nú leikföng i
mjög rikum mæli, flest hver. Það
þykir orðið tilheyra jólum,' að
barnið fái svo og svo margar
gjafir, og þá helst leikföng. Og
vist er um það, að ekki er innihald
allra pakkanna undir jólatrénu
jafn gott að endingu eða hefur
eitthvert gildi fyrir barnið. Þó
hefur það kostað gefandann tals-
vert fé, sumt auk heldur verið
mjög dýrt miðað við gæði.
Ýmsir verslunarmenn og heild-
salar hafa tjáö okkur, að orðið
„þroski” virðist vera varasamt ef
ekki hættulegt orð, þegar kynna á
gott leikfang fyrir kaupanda.
Flestir, bæði börn og fullorönir,
forðuðust þann hlut sem kallaður
væri þroskandi leikfang eða
þroska-leikfang. Er þetta rétt?
Hvers vegna — og hvaöan er sá
flótti runninn? Vilja ekki allir
óska barni sinu aukins þroska? Ef
svokallað þroskandi leikfang (eða
uppeldisleikfang) gefur barni
þinu möguleika á sköpun, at-
hafnasömum leik og ánægjuleg-
um stundum, hvað er þá að?
Þroskaheft barn eða seinþroska á
ekki eitt rétt á þroskandi verk-
efnum i tilverunni. Allir eiga að
hafa jafnan rétt til þess að auka
við þroska sinn og hæfiieika sina,
búa sig sem best undir lifið og
það, sem það krefst af okkur. Og
það er hreint ekki svo litið.
„Ég vil ekki láta segja mér,
hvað er þroskandi fyrir barnið
mitt,” hefur heyrst frá móður. Og
faðir hefur látið þessi orð falla:
„Þeir, sem mæla með þroska-
leikföngum sjá ekkert annað en
kubba og aftur kubba endalaust”.
Satt er það, að flestir eru sam-
mála um ágæti kubbanna, enda
má byggja úr þeim ýmiskonar
hús og hallir, girðingar og veggi,
nota sömu kubba sem bila, hesta,
vegi o.fl. Þeir gefa hugmynda-
fluginu lausan tauminn. Og
margar gerðir kubba eru á mark-
aði, svo að allir ættu að finna eitt-
hvað við hæfi. Hafa skal þó hug-
fast, að plastkubbar eru misjafnir
að gæðum.
Séum við á hnotskógi eftir
góðu, þroskandi leikfangi, er til
allrar hamingju um margt gott að
velja. Og ef við erum vel vakandi,
þurfum við ekki að „láta segja
okkur”, hvað þroskandi leikfang
er, eins og móðirin áðurnefnda
komst að orði. Þó er engum
minnkun i að þiggja ráö og leið-
beiningar.
Spurningar, sem rétt er að
hafa í huga við val leik-
fanga:
1. Hæfir leikfangið þroska barns-
ins?
2. Hvaða möguleika gefur leik-
fangið?
3. Er leikfangið hættulaust?
4. Þolir leikfangið hörkulega
meðferð?
5. Er auðvelt að þrifa leikfangið?
Verzlunin Völuskrin I Reykja-
vik hefur á boðstólnum margt
góðra leikfanga, sem bæði mundu
gleðja augað — og ekki siður
skapa athafnasemi. Þar eru m.a.
8-10gerðir tré-púsluspila, sterkra
og skemmtilegra (verð frá um 775
kr.) og ýmsir verðflokkar af ann-
ars konar spilum, t.d. mynda-
bingó og enskukennslu-spil. Tré-
leikföng eru þar I fjöibreyttu úr-
vali, svo sem formakassar, sér-
lega sterklegir og góðir, plast-
stafir, ýmis samsetningarleik-
föng, bæði úr tré og plasti.
Aðrar verslanir hafa einnig
meira og minna góðra leikfanga.
Af þvi sem almennt er á markaði
má nefna leikföng með fram-
leiðslumerkjum eins og Bilo toy,
en það eru trélengjur i ýms-
um stærðum, alsett götum fyrir
plastskrúfur. Þetta er selt i mis-
munandi stórum pökkum, verð
frá kr. 205 og upp úr.
Fisher-price-toys, leikföng á
heimsmælikvarða, enda hafa þau
fengið fleiri en ein verðlaun.
Margs konar leikföng fást með
þessu merki, gerð úr tré og plasti,
hús, bóndabær, menn, dýr o.fl.
með eins árs ábyrgð.
Brio sterk og falleg tré-leik-
föng, máluð i litadýrð. Margs
konar leikföng fyrir litil börn,
keilur, dýr til að draga og ótelj-
andi margt fleira, en spil og
dægradvalir, brúðuhús og fleira
fyrir þau eldri.
Galanite, mjög sterk plastleik-
föng, margar gerðir bila og fleira
er á markaði.
Lego-kubbarnir alþekktu, sem
iengi hafa verið framleiddir á
Reykjalundi. Þvi miður verður
framleiðslunni senn hætt (sem og
annarri leikfangaframleiðslu
þar) og verður þá eingöngu um
innflutning að ræða. Lego-
kubbarnir fást i 2 stærðum og
gefa óendanlega möguleika i
samsetningu.
Ambi toys mismunandi gerðir
leikfanga úr plasti, sterku og lit-
riku fyrir yngri aldurshópana,
svo sem bátur til að hafa með sér
i baðkerið og sérlega skemmti-
lega útbúin klukka, sem auðvelt
er að læra á.
Big.stór plasttæki, t.d. traktor
og stór bill, til að sitja á, sterk og
góð leikföng.
Britains, margar gerðir mis-
munandi landbúnaðarvéla og
vinnuvéla, mjög nákvæmar eftir-
likingar og skemmtileg leikföng
fyrir eldri börnin.
Matchbox, margar gerðir bila
fyrir yngri og eldri börn. einnig
brúður og fylgihlutir fyrir þær,
allt vandað og fallegt. Ýmsar
vörur undir þessu merki eru eftir-
likingar á Fisher-price leikföng-
um, og virðast ekki gefa þeim i
neinu eftir.
Tonka, mjög sterkir og góðir
bilar og fleira.
Action nwna.brúður (menn) og
fatnaður ásamt fylgihlutum af
ýmsu tagi, sterkt og skemmtilegt
leikfang.
A markaði eru nokkur fleiri góð
leikfangamerki, en fleiri verða
ekki talin hér. Þó verður að
nefna, að margskonar góð tré-
leikföng eru á markaði, m.a. frá
Finnlandi, Sviþjóð og Búlgariu.
Rétt er að benda á, að verð á
leikfangi er ekki hið sama i öllum
verslunum.
Margur þarf að hugsa um
budduna, þegr leikfang er valið
og keypt. Að sjálfsögðu verða þá
oft gæði leikfangsins, ending eða
uppeldisgildi að sitja á hakanum
að svo og svo miklu leyti. Er það
mjög miður, þar sem góð leikföng
eru oft i dýrara lagi. — En væri
ekki hugmynd, þegar gefa á barni
afmælisgjöf eða jólagjöf, að t.d.
frændsystkyni barnsins (tvö eða
fleiri )gefi samangjöf, sem geti þá
verib dýrari og um leið vandaðri.
10*
Oft er reynt að hafa pakkana sem
flesta, þar sem „barninu finnst
svo gaman að opna” þá. En það
er skammvinn gleði. Miklum
mun mikilvægari er sú gleði, sem
barnið hefur af góðu, sterku leik-
fangi, sem það getur notað mikið.
Og til hvers er að skapa gleði við
að opna pakka með fallegum hlut,
sem fyrirfram er vitað að dettur I
sundur skömmu siðar og veldur
þá sorg og sársauka. Höfum þetta
i huga nú i desember, þegar við
kaupum öll meira og minna af
leikföngum til gjafa.
Og ekki sakar að geta þess, að
heimatilbúin leikföng eru alltaf
vinsæl. Margir möguleikar eru
til, við getum prjónað, saumað,
smiðað, limt og málað og fleira.
Sannreynum, að barninu mun
þykja hvað vænst um apann, sem
mamma prjónaði eða bilinn, sem
pabbi eða frændi smiðaði.
MENNINGARSJÓÐUR OG ÞJÓÐViNAFÉLAGID