Þjóðviljinn - 19.12.1976, Side 25

Þjóðviljinn - 19.12.1976, Side 25
Sunnudagur 19. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 2 5 '<$**** Sköpun dýranna Hann hefur ekki lengur þá sköpunarsveiflu sem hann byrjaði á. Fætur yðar veröa tilbúnir fyrir vikulok. I rósa- garðinum Mikil er trú þín kona Við skulum vona, að þetta sé á misskilningi byggt og aö rikis- stjórnin standi eins og klettur úr hafinu gegn hvers kyns undan- þágum. Leiðari i Dagblaðinu. Niður með útnesja- mennskuna! Eins og i góðum bófamynd- um: Bil stolið og hlið ekið niður i ránsferð eftir áfengi. Uppsláttur I Dagblaðinu. Hið fagra stöðuglyndi ís- lendinga Einar sagði, að þeir hefðu : verið með spilaklúbb i 41 ár, en alltaf þætti þeim „lomber” jafn spennandi. Morgunblaðið Frekjan í þessum norðlendingum! Húsvikingar vilja sjá og heyra i Rikisútvarpi. Morgunblaðið. Raunir kapítalismans Brjóstahaldari er þarna i athugun. Eru nú allir bútarnir, sem hann er samansettur úr, nákvæmlega eins á'litinn? I öll- um skotum þessarar merkilegu byggingar eru um 2500 starfs- menn að rannsaka, bera saman, kanna og endurskipuleggja. Morgunblaðið. Gefiðoss Guðlaug aftur! Fórum við hjónin heim af þeirri leiksýningu fremur hrygg i bragði, enda er greinilega af sem áður var, er þetta leikhús þjóðarinnar sýndi uppbyggjandi menningar- og listaverk' og þurfti samt ekki að kvarta und- an þvi, að aðsókn væri litil. Dagblaðiö Aumingja Indriði Still þessarar bókar minnir mig viða á Indriða G. Þorsteins- son, einkum samtöl persón- anna. Þetta er ekki sagt til hnjóös. Timinn Skortur á sérhæfingu Handtekinn fyrir smygl en aðallega ákærður fyrir fjár- málamisferli Dagblaðið Bölvun eignarréttarins An nokkurs dóms eða sáttar strikaði hann tekjur dótturinnar út, sem af kúnum fengust, og færöi þær yfir á soninn, þvi svo framarlega sem hann átti kýrn- ar ,skyldi hann einnig úr þeim mjólkina eiga. Morgunblaðið Og Guð sagði: verði Ijós Mannshöndin snertir efniö aldrei. Kaflar úr erindi Daviðs Sch. Thorsteinssopar uni smjör- likisframleiðslu Fyrirsögn I Morgunblaöi, Nálaraugað þrönga Mér er næst að halda aö sá námsmaður sé hinn eini og sanni námsmaöur, ef hann býr einn i óupphituðu kvistherbergi á fimmtu hæö við Hörmangara- stræti i Kaupmannahöfn og deyr svo úr berklum áður en hann lýkur námi, eins og títt var um slika á timum Jónasar og Bald- vins Einarssonar. Eöa drukkni i Elliöaánum daginn eftir að hann lýkur lokaprófi, á heimleiö eftir að hafa lifað á suru smjöri allan veturinn. Dagblaðið. ADOLF J. PETERSEN: VÍSNAMÁL YFIR HIMINSYGLIBRÁ I visnamálum 28. nóvember, birtist visa sem hvortveggja var, ekki rétt með farin og höfundur sagður ókunnur. Þetta voru leið mistök. Það var fræði- maöurinn Jóhannes Asgeirsson frá Þrándarkoti i Laxárdal sem hringdi til min og sagði mér það rétta, ég þakka honum mjög vel fyrir, hér kemur svo visan rétt og höfundurinn er enginn annar en Hannes Hafstein. Fegurð hrifur hugann meira, ef hjúpuð er, svo andann gruni ennþá fleira en augað sér. Ef Hannes gæti heyrt til min, myndi ég biðja hann afsökunar, til vonar og vara geri ég það nú samt, þá held ég að hann myndi leyfa mér að birta eftirfarandi tvær visur sem mér finnst eiga vel við rikjandi ástand. Aumra smámenna yfirráð aldregi máttu þola. Trú þú aldrei á tuddaráö. Taktu i hornið á boia. Þó;, að hvasst yfir lög og láð leiki sér isköid gola, mundu, ætið er annað ráð en að krjúpa og vola. Nú fer að styttast til jóla, jóla- snjórinn kominn um allt land, þeir sem iðka skiðagöngur hugsa sér til hreyfings, börnin draga fram sleða og snjóþotur, og visnahöfundar yrkja um snjó og skammdegi með dálitið mis- munandi hugblæ. Það er Þormóður Pálsson frá Njálsstöðum, nú i Kópavogi, sem kvað um jólasnjó og skammdegi: Dvelur njóla, fellur fjúk, föiskvar sólarvanga. Felur jólamjöllin mjúk móa, hóla, dranga. Hrannir æða, fannir fjúka, foldar næðir bleika kinn, fjöllin klæðir mjöilin mjúka myrkrið flæðir til min inn. Annað viðhorf til vetrarfanna haföi Jón Jónsson frá Eyvindar- stöðum i Blönduhlið þá hann kvað: Skekur kári skýin grá skellur bára á dröngum Frjósa tárin fölum á fjólu og smáravöngum. Um vetrartök orti Jón Pálmi Jónsson frá Sauðanesi á Ásum. Þó við Grimu grimmdarfeld giugga hrimi tjöldin, samt við skimu af arineld eyði ég tima á kvöldin. Hvergi sakar hugans mátt, hristist þak við gnýinn. Stjörnur vaka á himni hátt huldar bak við skýin. A jólanótt, kvað Þóra Jóns- dóttir frá Kirkjubæ. Nú þaggar alkyrr ótta ysinn fjær og nær. Fellur að moldar feldi flosmjúkur jólasnær. Veðurlýsingu hefur Rósberg G. Snædal á reiöu: Dropasmáar daggir gljá, drúpa strá á völium. Þokubláir bólstrar á brúna háum fjölium. Kaldsamt skammdegisveður, hefur að likum orðið tilefnið að þessum visum Sveinbjarnar Björnssonar (f. 1854) i Narfa- koti á Vatnsleysuströnd: Yfir himins ygiibrá óravegu langa, éljaflókar úfnir á uglum veðra hanga. Vindar svelja, héruð hrjáð hriðar kvelja slögum, Riður helja lög og léð lögum éljadrögum. Sveinbjörn kvað lika um fagr- ar vetrarnætur: Nóttin læðist hljóð og hlý himins upp á salinn rökkur slæðum reifar i rósum skreytta dalinn. Þrátt fyrir umhleypingana hjá veðurguðunum, munu menn hjara til vorsins. Steindór Sigurðsson á Akureyri kvað. Allt vort líf er stormastið stöðug áraun þorsins, við að þrauka hret og hrið og hjara fram til vorsins. Þó að blikni blóm á hól og bráðum frjósi i spori, eg mun geta ort um jól aftur á næsta vori. Sjór, ófærð, hriðarveöur hafa oft fylgst að, og tafið allveru- lega fyrir þeim sem þurftu aö ferðast: Skagfirðingurinn Bald- vin Jónsson Skáldi kvað: Dal i þröngum drifa stif dynur á svöngum hjörðum. Það er öngvum of gott lif upp í Göngusköröum. Annar Skagfirðingur, Lilja Gottskálskdóttir, þurfti að fara á milli bæja, hún lýsti ófærðinni þannig: Færðin bjó mér þunga þraut, þrótt úr dró til muna. Hreppti ég snjó i hverri laut hreint i ónefnuna. Svo þegar jólin koma, þá er nú betra að muna eftir hversvegna þau eru haldin. Kristján N. Július skrifaði i vasabókina sina sér til minnis. Prestinn mig fýsir að finna, fara ég ætla til messu, mundu nú eftir að minna mig á, að gleyma ekki þessu. Fólk sendir hvort öðru jóla- kveöjur, kannski eitthvaö likt og Friörik Hansen og fyrrum kenn- ari á Sauðárkrók gerði meö þessari visu: Jólakveðjan kallar I kirkju óska sinna: Lifðu yndið upp á ný æskujóla þinna. Þarsem Visnamál koma ekki oftar út á þessu ári, sendir höfundur þeirra sinar bestu kveðjur, öllum þeim sem hafa haft af þeim nokkra ánægju, og þessar eftirfarandi visur frá eigin tungutaki. Þegar blundar blær um kvöld, breytist stundar hagur. Rennur undir rökkurtjöld röðuil undur fagur. Sofnar fjóla, sefur gráð, særinn gjólu feldi. llúmuð njóla hjúpár iað, hnigur sólar veldi. A.J.P.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.