Þjóðviljinn - 19.12.1976, Page 27

Þjóðviljinn - 19.12.1976, Page 27
Sunnudagur 19. desember 1976 ÞJöÐVILJINN — SÍÐÁ 27 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir -Lí^rArgöLlj-JiL-____ /lesjkáupsstsið__ 7Jd \A 104 svör bárust viö verðlaunagetraunum 7 Dregiö var 13. desember Getraun 1. Lausn krossgátunnar er þessi: Lárétt: 1. hvutt^, 6. vön, 7. ær, 8. argur, 10. il, 11. æ, 12. sæ, 13. lóð. Lóðrétt: 1. hvals, 2. vör, 3. ungi, 4. tær, 5. ar, 9. ull, 11. æð, 14. ó. Það bárust 31 svar. Verðlaunin fær Halla Jóhannesdóttir, Háteigs- vegi 42, Reykjavík. Getraun 2. Lausn myndagátunnar er: París er höfuðborg Frakklands. Það bárust 43 svör. Verðlaunin fær Sú- sanna Steinþórsdóttir, Stekkjarholti 20, Akra- nesi. Getraun 3. Strákarnir á myndinni voru Jón Oddur og Jón Bjarni með Lárus á milli sin. Frá þessum frægu strákum er sagt í bókun- um Jón Oddur og Jón Bjarni og Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Höfundur bókanna er Guðrún Helgadóttir. Verðlaunin fær: Finnur Einarsson, Efstasundi 61, Reykjavík. Getraun 4. Ráðning gátunnar er sú að grannarnir voru giftir hvors annars dóttur, og Músasaga Einu sinni var lítil mús. Hún átti þrjú lítil músa- börn. Músamömmu þótti afskaplega vænt um börnin sín og vildi allt gera til þess að þeim liði vel. En nú var músa- mamma döpur. Það var enginn matur til í búinu. Veslings börnin voru svo svöng. Mamma sá ekki annarra kosta völ, en að reyna að fara upp í húsið og ná í eitthvað í matinn handa þeim. En vitið þið bara hvað? Það var enginn heima. Ekki einu sinni kötturinn sem sat þó vanalega við músarhol- una og lét sig dreyma um indælis músasteik. Mamma ætlaði nú ekki að sleppa þessu tækifæri. Hún tók svo mikinn mat og ost að það dugði í heilt ár. Síðan lifðu þau öll vel til æfiloka. Kristín Andrea Einarsdóttir, 10 ára, Hrauntungu 37, Kópavogi. því voru þau bara f jögur, þess vegna var eitt egg eftir í hreiðrinu. Verðlaunin fær Berg- Ijót Hreinsdóttir, Þing- hólsbraut 29, Kópavogi. Getraun 5. Myndin var af Barba- papa og Barbamömmu. Verðlaunin fær Hugrún Oiga Guö jónsdóttí r, Garðabraut 4, Akranesi. Þessi heppnu börn fá nýútkomna bók senda f rá kompunni og reynt verð- ur að velja þær miðað við aldur hvers og eins, en flestir sem skrifa Komp- unni láta þess getið hvað þeir eru gamlir. Það er góður siður sem Kompan kann vel að meta. Loks þakkar Kompan öllum krökkunum sem tóku þátt í að ráða get- raunirnar og ekki sist þeim, sem stungu mynd eða sögu með i bréfið. Það kemur allt í næstu Kompum. Hún sendi 100. svarið og fær aukaverðlaunin I þessari viku fékk Kompan nokkur bréf og eitt þeirra reyndist vera með svari númer hundr- að. Þar sem ákveðið var að veita ein aukaverðlaun var kjörið að láta þann sem sendi hundraðasta svarið fá þau. Bréfið var dagsett 2. desember og er svona: Sæl Kompa! Ég hef oft ætlað að skrif a þér, en aldrei orðið úr því. Nú ætla ég að taka þátt í getrauninni. Ég er í Laugagerðisskóla, sem er heimavistarskóli, og ég sé blöðin sjaldan. En lát- um okkur sjá: getraun númer 1 er töpuð og biað- ið týnt. (Hér koma ráðningar á getraunum 3, 4 og 2.). Þá verður þetta ekki meira að sinni. Ég reyni að senda svör við hinum getraununum, ef ég get, og segi þá einhverjar fréttir um leið. Baráttukveðjur úr sveitinni, Sigríður Jóna Sigurðardóttir 11 ára Hraunholtum, Kolbeinstaðahreppi, Hnappadalssýsiu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.