Þjóðviljinn - 19.12.1976, Side 28
DJOBVIUm
Sunnudagur 19. desember 1976
Abalsími ÞjóOviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til (östu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra
starfsmenn blaösins i þessum simum Ritstjórn 81382,
81527, 81257 og 81285, útbreiösla81482 og Blaöaprent81348.
Einnig skal bent á
heimasima starfsmanna
undir nafni Þjóöviljans i
simaskrá.
Um daginn voru þjóðviljamenn að
ræða við ellilifeyrisþega um hin bágu
kjör, sem samfélagið undir forystu
hægriaflanna býður þeim, og bönkuðu þá
upp á i gömlu húsi við sömu götu og for-
sætisráðherrann býr. Þetta er á Staðar-
hóli við Dyngjuveg og þar býr Agústa
Kristófersdóttir 68 ára gömul. Og Agústa
er engin venjuleg manneskja. Það geisl-
ar af henni lifsorkan og visast mundu
sumir kalla hana kjamorkukonu. „Ég
hef alltaf verið montin af þvi að vera al-
þýðukona”, segir hún, „og mér er sama
þótt forsætisráðherrann búi i næsta
húsi.”
Ef þetta er ölmusa
tek ég ekki viö henni
ÁGÚSTA KRISTÓFERSDÓTTIR ELLILÍFEYRISÞEGI HEFUR ORÐIÐ
Ég er vön þessu
helvitis basli
„Ég er vön þessu helvitis
basli, ól upp fjóra stráka þegar
maöurinn minn dó. Þeir voru þá
7, 9, 14 og 16 ára gamlir. Alls er
ég búin aö koma upp sjö börn-
um.
Núna i september si. hætti ég
aö vinna. Haföi þá veriö i 22 ár
viö húshjálp hjá Reykjavikur-
borg en á ekki rétt á neinum líf-
eyrissjóði af þvi að þeir vildu
aldrei fastráöa manneskjur.
Svo fóru þeir aö spara og breyta
reglunum svo að ég gat ekki
staðið i þessu lengur. Ég haföi
fengiö ellilifeyri I heilt ár en lát-
ið sem hann væri ekki til svo aö
ég lifi enn á þeim foröa aö
nokkru og þarf lengri tima til að
átta mig á hvernig er að lifa á
lifeyrinum einum.
Ef ég verð upp á börnin
komin hætti ég að vera
frjáls
Ég hef undanfarið nótast viö ,
meira en 40 þúsund krónur á '
mánuöi. Komið eftir ár og ’þá
get ég sagt ykkur nákvæmlega
hvernig það er að lifa af ellillf-
eyri. Ég hef alla tið gefiö kaffi
þegar einhver kom til min og ef
maður á að hætta þvi er þétta
lltiö lif. Ég er vist svoleiöis gerö
aö ég ætti bágt með aö viður-
kenna að ég hefði ekki nóg. Ef
manneskjan á ekki að geta lifað
er hún ekki frjáls. Ef ég verð
upp á börnin komin hætti ég að
vera frjáls f fyrsta skipti á æv-
inni slðan ég komst upp. Ellilff-
eyririnn er svo lágur að maður á
ekki að lifa.
Sfðasta áriö sem ég vann hjá
bænum haföi ég 58 þúsund krón-
ur I laun á mánuöi og af þeim
fóru 14 þúsund krónur i skatta.
Manni sárnar þegar maður sér
hvaðfólk sem borgar ekki neina
skatta getur leyft sér.
Vildi láta Guð reyna
hvort ég yrði af aurum
api i ellinni
En mennirnir eru eíns og
Kristur sagði vondir og skap-
aðir meö frjálsan vilja en ekki
eins og kindur. Græögin kemur
alltaf upp.
Og blessuð jólin. Þau eru ynd-
isleg. Þaö er okkur aö kenna aö
viö látum gera okkur aö fiflum.
Ég vildi láta Guö reyna hvort ég
yrði api af aurum I ellinni. Ég
vildi aö hann geröi þaö.
Það lyktar
af þessu
Friöindin fyrir aldraöa eru
þannig aö t.d. afsláttur i strætis-
vagna er háður tima og miöum
meö sérstökum lit. Þaö lyktar af
þessu. Þetta er bragöiö af þvl
þegar ég var aö alast upp. Ef
fólk þáöi af bænum hafði það
ekki kosningarétt. Ég er alin
upp i kjallara vestur i bæ og
man þegar konurnar komu og
voru á sveit. Þaö var voöalegt.
Ég átti góöa mömmu og góöan
pabba sem lifðu I fátækt og dóu i
fátækt.
Ég er svoleiöis gerö að ég vil
ekki kaupa miöa meö sérstök-
um iit. Ef þeir geta ekki látiö
mann hafa strætisvagnamiöa
meö sama lit og aörir mega þeir
eiga þá. Og svo segja borgaryf-
irvöld: „Bærinn er svo góöur,
þú veist. Hann gerir svo mikið
fyrir fólk.”
Það er séö um aö fólk geti ekki
bjargaðsér. Þaö sem komiöer á
ellilifeyri á ekki að tóra. Ég vil
ekki þetta kjaftæði I sjónvarpi
og útvarpi um að eitthvað þurfi
ao gera fyrir öryrkja og aldrað
meðan ekkert er gert.
Mánnréttindi
að eiga ekki bil
Maðurinn minn var stýrimaö-
ur á togara og siöar verkstjóri
viö Reykjavfkurhöfn, mikils-
virtur maöur og ágætur maöur.
Hann var af Mýrarhúsaætt og
þegar hann var spurður af
hvaða ætt ég væri sagði hann að
þetta væri konan sem meö sér
væri. Viö keyptum þessa ibúö
1944 og þá var þetta upp i sveit
og alveg yndislegt. Strætis-
vagnaferðirnar núna eru orðnar
einsog þær voru þá, á hálftlma-
fresti.Strætisvagnakerfið er
alltaf að versna. Það er bara
ætlast til að fólk eigi bila. Þeir
græða ekki á strætisvögnunum
og þess vegna eru þeir gerðir
leiðinlegir. Strætó er eins og
Colombo I sjónvarpinu. Hann er
svo leiðinlegur að fólk með-
gengur. Stundum áður fundust
mér mannréttindi að eiga ekki
bil.
Það minnsta sem mað-
ur kemst af með
Ellillfeyrisþegi má ekki lifa i
þriggja herbergja ibúð. Ég verð
liklega að fara I minna.
Það minnsta sem maöur
kemst af meö á dag er mjólkur-
pottur, hálft brauö, smjörklina,
sem kostar svona 100 krónur á
dag, haframjölslúka, fiskbiti
eða kjötbiti (kostar minnst 200
kr.) Að hella upp á könnuna
kostar 100 krónur. Nei, ég hef
ekki lifað á 40 þús.krónum und-
anfarið. Fasteignagjaldið er 30
þúsund krónur yfir árið.
Ég elska bækur en ég verð aö
hætta aö elska þær þvi að það er
útilokað að kaupa þær. Ég
freistast þó stundum til að
kaupa ódýrar pokketbækur á
ensku. Eitt af þvi sem ég hef
veitt mér er að fara i leikhús og
hef haft fastamiöa I Iönó. Ég fór
um daginn aö sjá Æskuvini eftir
Svövu Jakobsdóttur. Fólk horföi
á mig stórum augum þegar ég
sagöi aö mér heföi þótt leikritið
ofsagott. Eftir þessa voðalegu
manneskju! Þaö er mannúöar-
mál aö öryrkjar og ellillfeyris-
þegar fái leikhúsmiöa fyrir
hálfvirði og geti keypt þá
hvenær sem er, ekki bara rétt
fyrir sýningu.
Já, ég er róttæk
Já, ég er róttæk og flest börn-
in min lika. Þú uppskerð eins og
þú hefur sáð til. Aöur fyrr sögöu
menn umbúöalaust meiningu
sina og þá var klárt hvar menn
stóðu. Þegar ég var ung voru
dagsbrúnarböllin einu böllin
fyrir alþýöufólk og þangað fór
maður en Olafur Friðriksson
eyðilagði þau með þvi t.d. að
koma með mynd af grindhoruð-
um öreiga og sýna á miöju balli.
Ef ég er að leita eftir rétti
minum vil ég ekki fá önugheit.
Ég átti að fá ekknastyrk þegar
ég varð ekkja en fékk engan
fyrr en eftir 10 ár vegna rangra
upplýsinga. Tryggingar og bæt-
ur eru peningar sem alþýðan er
búin að vinna sér inn og á aö fá
hana jafnljúflega og ég kæmi
meö miljón krónur og bæöi fólk
eiskulegast aö þiggja þær. Ef
þetta er ölmusa sem þiö ætlið aö
gefa mér tek ég ekki við henni.
„Rikissjóður er svo fátækur að
maður getur bara grátið. Hugsa
sér hvað hann á bágt.” Svo
hækka þeir við þá hæstlaunuöu
kannski um 100 þúsund krónur.
En engin fjölskylda lifir af 100
þúsund krónum. Og ekki má
stela. Þaö er ógeö aö fólk skuli
vera alið upp I þjofnaði og það
er ógeð að það skuli þurfa að
sjást á manni að hann sé verka-
maður. Meira að segja skurö-
læknirinn getur ekki unniö sin
störf án þvottakvenna.
Þjóðviljinn og önnur
verri blöð
Annars hefur ástandiö batn-
að. Það er aö þakka Þjóðviljan-
um og öðrum verri blöðúm sem
eru frekjuleg og dónaleg og allt-
af að heimta.”
Agústa er greinilega kona
sem veit hver réttur hennar er,
upprétt og hugsandi kona. Hún
ber okkur rjúkandi kaffi og siö-
an kveðjum við þennan höfð-
ingja sem hefur skilað þjóðfé-
laginu drjúgu dagsverki og læt-
ur hana nú njóta þess — eða
kannski hitt þó heldur.
—GFr.
mm r
Wm
i m
Strætó er eins og Colombo í
sjónvarpinu. Hann er svo
leiðinlegur að fólk meðgengur.
Hugsa sér hvað ríkissjóður
á bágt. (Ljósm.: eik)
Ólafur Friðriksson eyðilagði
dagsbrúnarböllin með því
að koma með mynd af grinc
horuðum öreiga.