Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. desember 19761 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 ^Leikhúsin um jólin sspw LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR atburði eftir 1. þátt sem hugar- sýn Kellingar og miðast þá hug- myndaheimur og imyndun hennar við það þjóðfélag, sem hún lifir og hrærist i. Við sjáum allt með hennar augum, jafnt persónur sem umgerð þeirra, leikmyndina. Gullna hliðið sjálft er þannig i mjög þjóð- legum stil og á liklega eftir aö koma ýmsum leikhúsgestum á óvart. Hinir útvöldu ganga lika sumir með axlabönd, sem eru þá að sjálfsögðu öðrum axla- böndum fegurri. Einnig er leitað fanga i þjóðtrú og þjóð- sögur i persónusköpuninni. Þannig er Lykla-Pétur t.d. afar góður karl og meinlaus, en Páll postuli aftur á móti strangur og siðavandur. Tónlistin er með öðru sniði en venja er. Engin hljómsveit leikur og söngvar eru yfirleitt fluttir án undirleiks. Reynt hefur verið að einfalda tónlist- ina og fella hana betur að efninu i stað þess að hún sé sérstakur þáttur i verkinu. Mikill áhugi virðist vera fyrir þessari sýningu Þjóðleik- hússins á Gullna hliðinu, þvi að þegar er uppselt á pokkrar fyrstu sýningarnar. —eös 4 leikrit yfir hátíöirnar Arinu lýkur f Iönó meö sýningu á Æskuvinum Svövu Jakobsdóttur: hér eru þeir þrír Karlar sem skeiöa um sviðiö lengst af, uftast heldur betur sjálfumglaðir. Leikfclag Reykjavikur hefur venjulega frumsýnt meiriháttar verkefni rétt fyrir nýár, en sú frumsýning flyst nú til ellefta janúar vegna afmælis Leikfé- lagsins, sem er þá áttrætt. Þaö er sjálfur Macbeth Shakespear- es sem er á dagskrá og standa æfingar nú sem hæst. Dagskrá Leikfélagsins um jólin er annars á þessa leið: A annan i jólum er sýnd Sauma- stofan eftir Kjartan Ragnars- son, sem hefur náð góðum vin- sældum áhorfenda — á dög- unum var einmitt að koma út plata með söngvum úr þvi verki. Þann 29. desember er sýndur fjármálaskopleikurinn ungverski Stórlaxar eftir Ferenc Molnár. Arinu lýkur i Iðnó með sýningu þann 30. desember á hinu hvassa ádeilu- verki Svövu Jakobsdóttur Útvaldir nota axlabönd Semasta leiksyning ársins: nætursýning á Kjamorku og kvenhylli I Austurbæjarbiói aöfararnótt gamlársdags. (Jón Sigurbjornss, Kjartan Ragnarsson og Ragnheiöur Steindórsdóttir) Jólaleikrit Þjóöleikhússins í ár er hið sivinsæla leikrit Daviðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, Gullna hliöiö. Það veröur frumsýnt aö kvöldi annars i jól- um. Þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einarsson, er leikstjóri. Leik- mynd gerir Björn Björnsson, en hann hefur tvisvar áður gert leikmyndir fyrir Þjóöleikhúsiö, við Sjö stelpur og Ringulreiö Flosa Ólafssonar. Tónlist Páls tsólfssonar verður Ieikin af segulbandi, og hefur Þuriður Pálsdóttiræft og stjórnaö henni. Ilelstu hlut\erk eru i höndum Guðrúnar Stephensen, sem leikur Kerlinguna, Helga Skúla- sonar i hlutverki Jóns bónda og Erlings Gislasonar I gervi Óvinarins. Arni Tryggvason leikur Lykla-Pétur, Briet Héö- insdóttir Vilborgu grasakonu og Gunnar Eyjólfsson Pál postula. Þetta er þriðja uppfærslan á þessu leikriti i þjóðleikhúsinu. Gullna hliðið var flutt þar fyrst árið 1951, og siðan 1956 og 1966. Verkð var hinsvegar frumflutt hjá Leikfélagi Reykjavikur i Iðnó 1941 og sýnt þar aftur 1948. Lárus Pálsson var leikstjóri Nýr blær í túlkun verksins undir stjórn Sveins Einarssonar allra þeirra sýninga, sem veriö hafa á leikritinu i Reykjavik til þessa og lék sjálfur Óvininn i frumuppfærslunni, en þá lek Arndis Björnsdóttir Kerlinguna og Brynjólfur Jóhannesson Jón bónda. t sýningunni 1966 lék Guðbjörg Þorbjarnardóttir Kerlingu, Rúrik Haraldsson Jón bónda og Gunnar Eyjólfsson Óvininn. Gullna hliðið hefur oft verið sýnt úti á landi af ýmsum áhugaleikfélögum. Þá hefur Æskuvinir, þar sem mál er varða stöðu kvenna fléttast á hugvitssamlegan hátt saman við sambúð islendinga við hinn vestræna stórabróöur. Sama kvöld verður miðnætur- sýning i Austurbæjarbiói á gamanleik Agnars Þórðar- sonar, Kjarnorku og kvenhylli. verkið verið leikið á flestum Norðurlöndunum, Skotlandi og flutt i erlendum útvarps- stöðvum viða. — Þetta er liklega það leikrit, sem leikið hefur verið oftast allra islenskra leikrita, sagði Sveinn Einarsson Þjóðleikhús- stjóri á blaðamannafundi, sem haldinn var til að kynna jóla- leikritið. — En það eru 11 ár siðan það var sýnt hér siðast, og ný kynslóð hefur vaxið úr grasi, ^sem á eftir að kynnast Gullna hliðinu. Samvinna leikstjóra, leikmyndateiknara og leikara hefur verið með ágætum. Verkð virðist leikendum mjög hug- stætt og þeim hefur yfirleitt gengið óvenju vel að læra hlut- verkin. Strax á annarri æfingu komu heilu þættirnir utanað, en sliku hef ég ekki orðið vitni að áður, sagði Sveinn. Ýmsir sem nú taka þátt i leikritinu, hafa leikiðiþviáður, en allirleikaþó núverandi hlutverk i fyrsta sinn. Allmiklar breytingar eru i þessari uppfærslu frá hinni „heföbundnu” sýningu Gullna hliðsins og sagðist leikstjóri telja þær ekki siður i anda þess, sem skáldið hugsaði sér, en það form sem algengast væri. Leik- ritið færist að sumu leyti meira „niður á jörðina” en áður hefur tiðkast. Þannig er reynt að túlka

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.