Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 15
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1976 Föstudagur 24. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA i!5 Jólagæla fyrir born Nú er veðrið bjart og blitt, brúnir gyllir sól, myrkrið bráðum búið og blessuð komin jói. Minnumst barnsins sem bar birtu i þennan heim. öll við skulum auðmjúk lúta öðlingi þeim. Þótt nú sé svelluð gata og grund, gleymum ekki þvi að vorsól jafnan vekur viðkvæm blóm á ný. Minnumst barnsins o.s.frv. Ljóssins hátið ljómar senn, liður hjá og dvin Eins og gullinn geisli glampar hann inn til þin. Minnumst barnsins sem bar birtu i þennan heim. öil við skulum auðmjúk lúta öðlingi þeim. Hjörleifur Guðmundsson. Jóla- sveinninn og börnin: Sumir segja, að börn nú- tímans séu bráðþroskaðri en börn fyrir nokkrum ár- um eða áratugum. Þeir hinir sömu segja að vegna aukinnar fjölmiðlunar viti þau sannleikann um ýmis- legt, sem börn hafa tekið sem sannleika, miklu fyrr en áður var. Inní þetta kemur vitaskuld sagan um jólasveininn. Það eru ekki mörg ár síðan börn trúðu á tilvist jólasveinsins í fjöll- unum fram til 10 eða 11 ára aldurs og ekki margir ára- tugir síðan börn efuðust ekki fyrr en um fermingu. En nú er þetta breytt. Hvenær hætta börn nútímans að trúa á tilvist jólasveinsins í f jöllunum? Okkur datt í hug að taka nokkur börn tali og spyrja þau um þetta atr., börn á aldrinum 5 til 11 ára. Þar sem aðeins eitt barn af hverjum aldursflokki var tekið tali má ekki líta á þetta sem neina algilda könnun og að niðurstaða hennar sé endilega rétt, f jarri því. En eigi að síður sér maður við svona litla könnun hvenær börnín taka að efast um tilvist jóla- sveinsins og hvenær þau hætta að trúa því að hann sé til, svona nokkurnveg- inn. Við byrjuðum á þvi að ræða við 5 ára krakka og héldum síðan áfram upp á við til 11 ára aldurs. Bjarki Sigfússon 5 ára „Auðvitað er jólasveinninn til, ég hef séð hann sjálfur.” — Hvar á hann heima? „Hvað er þetta maður, auðvit- að i fjöllunum, veistu ekki að hann á heima þar”? — Ertu viss um að þessi jóla- sveinn sem þú hefur séð sé alvöru jólasveinn? „Auðvitað, ég var alveg uppvið hann. Svo setur hann lika alltaf gott i skóinn minn i glugganum”. — Hvernig getur hann það ef glugginn er lokaður? „Ég passa að hann sé alltaf opinn Svo kemur hann og teygir hendina inn og lætur gottið i skó- inn. Það má ekki loka gluggan- um. Ég var á jólaballi einu sinni og þar var alvöru jólasveinn. En svo eru lika til platjólasveinar. Það eru bara menn sem klæða sig alveg eins og alvöru jólasveinn- inn. Þeir sem voru á Austurvelli um daginn eru svoleiðis jóla- sveinar. — En þeir sem koma i sjón- varpið? „Það eru alvöru jólasveinar.” — Ertu hræddur við jólasvein- inn? „Ég, hneiii. Það eru bara sm'ákrakkar sem eru hrædd við hann. — Hefurðu reynt að vaka eftir honum þegar hann kemur með gott i skóinn? „Nei, aldrei... jú annars, einu sinni en ég sofnaði óvart.” Það þýðir vist heldur ekki neitt, hann kemur ekki fyrr en maður er sofnaður.” Sólveig Sveinbjörnsdóttir 6 ára „Jólasveinninn á heima á fjöllunum, mamma segir það” „Hvað er þetta maður, auðvitað á hann heima á fjöllunum” — Ertu alveg viss? „Já, alveg viss, svo hef ég lika séð hann, tvisvar meira að segja. Hann er voða skrýtinn karl jóla- sveinninn, en hann er ofsa skemmtilegur. Sá sem kom á jólaballið var voða skemmtilegur og ég held að hann hafi verið góð- ur. Veistu hvað mamma þeirra heitir? Hún heitir Grýla og er ljót. — Hvernig getur svona ljót kerling eins og Grýla átt góða krakka eins og jólasveinana? „Það er svoldið skrýtiö, en ætli þeir séu ekki svona góðir af þvi þeir koma á jólunum, þá eiga allir að vera góðir.” — Hefurðu fengið gott i skóinn frá jólasveininum? „Já, alltaf. Ég set skóinn út i glugga og svo kemur hann með gottið þegar ég er sofnuð”. — Hefurðu reynt að vaka eftir honum? „Það þýðir ekki neitt, hann bið- ur alltaf þar til maður er sofnað- ur. Krakkar mega ekki sjá hann á nóttunni, eða kvöldin, bara á jóla- ballinu og á daginn og svoleiðis. — Varstu hrædd við jólasvein- inn á jólaballinu? „Nei, ekki neitt, bara litlu krakkarnir, nema bróðir minn, hann var minnstur af öllum en var samt ekkert hræddur við jóla- sveininn”. Páll Kristjánsson 7 ára — Veistu hvar jólasveinninn á heima? „Ætli það sé ekki i Esjunni, annars er hann ekki til i alvör- unni, það eru bara menn sem leika jólasveina. Ég sá það alveg einu sinni. Þá kom maður uppi skóla og sagðist vera jólasveinn og var i búningi, en hann var bara með venjulegt svart skegg, en ekki hvitt eins og jólasveinar. Og svo var hann ekki einu sinni með neinn poka”. — Hvernig datt þér það i hug að jólasveinninn væri ekki til, var það þegar þú sást þennan með svarta skeggið? „Já, og svo fattaði ég það bara”. — Ertu alveg, alveg viss um að hann sé ekki til? „Já, núna er ég alveg viss, en fyrir jólin i fyrra var ég ekki viss”. — Setur þú skóinn úti glugga? „Neihei, þaö er bara mamma sem setur gott i skóinn og þegar maður trúir ekki lengur að jóla- sveinninn sé til, þá setur hún ekk- ert i hann.” — Heldurðu að allir i þinum bekk trúi þvi að jólasveinninnn sé ekki til i alvöru? „Nei, einn strákur trúir þvi alveg að hann sé til. Við vorum að segja honum að hann væri ekki til, en það var alvég sama, hann trúði þvi”. — Bara einn strákur? „Kannski eru fleiri, það getur verið”. — Fannst þér samt ekki meira gaman meðan þú trúðir þvi að jólasveinninn væri til? „Jú, það var voða gaman, miklu meira gaman en núna þeg- ar maður veit að jólasveinninn er bara plat”. — Vildirðu missa jólasveininn úr sjónvarpinu og af jólaböllun- um í „Nei, það vildi ég ekki, hann verður að koma á jólaballið og i sjónvarpið, annars er ekkert gaman og ekki neitt jólaball held- ur”. Jón Þór Guðmundsson 8 ára „Veistu það að ég held að það séu engir alvöru jólasveinar til, ég held að ég sé alveg viss. Það eru bara karlar, sem klæða sig i jólasveinaföt og leika jólasveina. — Hvernig komst þú að þessu? „Ég bara fór að vita þetta svona. Og svo setti ég einu sinni skóinn úti glugga og svo gat ég ekki sofnað en mamma hélt að ég væri sofandi og kom og setti gott i skóinn og svo voru lika stóru strákarnir að tala um að engir alvöru jólasveinar væru til. — Heldurðu að allir krakkarnir i þinum bekk viti að jólasveinar eru ekki til? „Já, allir vita það, nema kannski tveir, þeir eru stundum að segja að jólasveinninn sé til, en þeir fatta þetta áreiðanlega bráðum”. — Seturðu skóinn út i glugga? „Já, alltaf, en ég geri það bara til að dobbla mömmu um gottiri. Ég sagði henni það ekki þegar ég fattaði að hún setti gott i skóinn, þá hefði hún kannski hætt að gera það. — Finnst þér þá ekki asnalegt að sjá jólasvein á jólaballinu eða i sjónvarpinu? „Nei, það er ekkert asnalegt, það verður að vera jólasveinn ^ jólaballinu og i sjónvarpinu og á Austurvelli, annars væri ekkert gaman”. Lára Há Ifdá na rdóttir 9 ára „Ætli jólasveinninn eigi ekki heima uppá fjöllunum, annars trúi ég þvi ekki að alvöru jóla- sveinar séu til”. — Ertu alveg viss? „Ja, næstum þvi alveg. Ég held að það séu bara menn sem klæða sig i jólasveinabúning”. — Setur þú samt skóinn enn út i glugga? „Já”. — Hversvegna, ef jólasveinninn er ekki til? „Bara. Ætli mamma setji ekki gottið i skóinn, ég hugsa það, hún sagði það lika einu sinni. En ég set skóinn samt út i glugga”. — Hvenær vissirðu að jóla- sveinar væru ekki til i alvörunni? „I fyrra. Aður trúðiég þvi alltaf að þeir væru til”. — Var ekki meira gaman með- an þú hélst að þeir væru til i alvöru? „Jú, og þá trúði ég þvi lika að Grýla væri mamma þeirra. En þótt ég trúi ekki að jólasveinninn sé til i alvörunni, þá vil ég að þeir komi á jólaballið og i barnatima sjónvarpsins”. Arnheiöur Bergsteinsdóttir 10 ára „Auðvitað eru engir alvöru jólasveinar til, heldur þú að mað- ur sé eitthvað smábarn, já ég er alveg handviss um að þeir eru ekki til i alvöru”. — Seturðu skóinn út i glugga? „Já ég geri það” — Er það ekkert smábarna- legt? „Nei, ég geri það bara til að græða gott af mömmu. Ég veit alveg að hún setur gottið i skóinn, ég sá hana gera það einu sinni. Þá hélt hún að ég væri sofnuð, en ég var vakandi”. — Var það þá sem þú hættir að trúa að jólasveinninn væri til? „Já, já, og eins voru krakkarn- ir að tala um að hann væri ekki til i alvörunni. Ætli ég hafi ekki verið 7 ára þegar það var. — En hætti mamma þin ekki að setja gott i skóinn þegar hún vissi að þú trúðir ekki lengur á jóla- sveininn? „Nei, tvar bróðir er svo litill að hann trúir þvi að jólasveinninn sé til og setur skóinn út i glugga og þá getur mamma ekki annað en sett i minn skó lika”. — Finnst þér ekki leiðinlegt að vita það núna að jólasveinninn er ekki til i alvöru? „Nei, ekki þegar maður er orðin svona stór, en það var voða gaman meðan maður hélt að hann væri til og Grýla væri mamma hans og svoleiðis”. Nanna Dröfn Sigurdórsdóttir 11 ára Jólasveinninn getur ekki verið til i alvöru, hann gæti ekki búið á fjöllunum. Það gæti enginn mað- ur lifað þar”. — Hver segir að hann sé ekki til i alvörunni? „Við vitum það bara krakkarn- ir. Svo hef ég lika séð mömmu setja gott i skóinn, þá vissi ég að hann væri ekki til, það er langt siðan það var”. — Heldurðu að fólk sé þá bara að skrökva að krökkunum að jólasveinninn sé til? „Þetta er bara hjátrú i fólkinu auðvitað” — Hvað heldurðu að þú hafir verið gömul þegar þú hættir að trúa að jólasveinninn væri til? „Svona 7 eða 8 ára. Þá vissu allir'krakkarnir i minum bekk að hann væri ekki til i alvöru” — En þú setur nú samt skóinn úti glugga? „Já ég geri það, en það er bara til að fá gott frá mömmu, hún set- ur alltaf eitthvað smávegis i hann”. — Finnst þér þá ekki heimsku- legt að jólasveinn skuli koma á jólaballið og i sjónvarpið og út- varpið og svoleiðis? „Nei, hann verður að koma. annars er ekkert jólaball og engin jólabarnatimi. Svo er lika til svo mikið af litlum krökkum, sem trúa að hann sé til og þau verða að fá að sjá hann. Svo var lika miklu meira gaman þegar maður var litil og trúði þvi að hann væri til, það var ofsa gaman”. Bjarki Sigfússon Jón Þór Guðmundsson Pált Kristjánsson Lára Hálfdánardóttir Arnheiður Bergsteinsdóttir Nanna Dröfn Sólveig Sveinbjörnsdóttir : mw#> Það fer ekki hjá því, að skáld og hagyrðingar fyllist andagift um og í kringum jól og tjái hug sinn til þessarar hátíðar Ijóssins. Þeir, sem gerst þykjast vita, telja að menn hafi gert sér daga- mun um sólstöður til að fagna hækkandi sól, allt frá grárri forneskju. Síðar tóku kristnir menn að fagna fæðingu drengs- ins f rá Nazared og notuðu þá tækifærið og slógu þeirri fagnaðarhátíð sinni saman við jólahald manna um sólstöður. Islensk skáld, eins og skáld annara landa hafa að sjálfsögðu ort um jólin og jólahald um ald- ir. Fátt af þeim skáldskap kunna menn almennt. Þó er þar undantekning á, þar sem eru ljóð fyrir börn, um jólin og jóla- sveinana eftir Jóhannes úr Kötl- um og Ragnar Jóhannesson, en segja má að skáldskapur þeirra um þetta efni sé það eina sem almenningur kann af jólaskáld- skap, að undanteknum nokkrum sálmum sem sungnir eru um hver jól. Okkur datt því i hug, að rifja upp hvað skáld á ýmsum timum hafa sagtum jólin og jólahaldið. Þjóðvisur eru margar til um jól og jólahátiðina. Þannig hljóðar eitt af eldri jólakvæðum islenskum: Hátið ber að höndum ein hana vér allir prýðum lýðurinn tendri ljósin hrein liður að tíðum liður að helgum tfðum. í þessu veraldar veldi veit ég að liöur á komiö er að kveldi kveikja vel má. Herrann skapaði loft og láð, lýði og blómstrið friða. Sá var hagur, sem það kunni að smiða Annað þjóðkvæði hljóðar svo: Æðst allra eika eitt tré ber skjól. Þar vildi ég leika þrihelg jól. Emanúel heitir hann, herrann minn enn kæri með visnasöng ég vögguna þina hræri Grýlukvæði eru oft tengd jól- um, enda jólasveinarnir sagðir synir hennar, þ.e. meðan jóla- sveinarnir voru taldir hrekkja- lómar, jafnvel vondir menn, en ekki fallegir og góðir gamlir menn sem gengu um og færðu börnum gjafir, eins og siðar varð. 1 Grýluþulu segir svo m.a. Grýla kallar á börnin sin þegar hún fer að sjóða til jóla. „Komið hingað öll til min ykkur vildi ég bjóða Leppur, Skreppur Lápur, Skrápur og Leiðindarskjóða, Völustallur og Bjóla”. Látum útrætt um þjóðkvæði, en litum á hvernig Stefán frá Hvitadal yrkir um jól i undur- fögru kvæöi: Þau lýsa fegurst er lækkar sól i blámaheiði min bernsku jól. Er hneig að jólum mitt hjarta brann. í dásemd nýrri hver dagur rann. En ugg á stundum mig yfir brá Og von á mörgu ég vissi þá. Þvi jólasveinar úr jökulgeim tritluðu um fjöllin og tindust heim. Ég aldrei sjálfur þau undur leit. Hann Kertasniki og kveldsins sveit. Ég man, sá lýður i myrkri ólst. Og jólakötturinn jafnan fólst... Ljóðinu lýkur með þessu erindi: Lýstu þeim héðan er lokast brá, heilaga guðsmóöir himnum frá. I ljóðinu „Jólakvöld” segir Sigurður Sigurðsson frá Arnar- holti m.a. Barnsins kvöld — með kóngaljós og jólatré 1 kirkjunni svona vænan blund á móðurhné Engan jólakött. En hjólavagn með innan I og svo gúmmífugl að kreista bi, bl, bi. „Undir jól” eftir Jón Magnússon. Þó að fjúki fönn I skjól, fagnar allt sem lifir HiIIir undir heilög jól hæsta fjallið yfir. Skáldjöfurinn Hjálmar Jóns- son frá Bólu yrkir svo á jólunum 1871: jól Held ég nú loks min hinstu hörmunga klæddur skugga fýkur i gjörvöll frelsis skjól fjöll hylja sól fátt má öreigan hugga... Siðan telur skáldið upp raunir sinar og endar kvæðið þannig: Son guðs, frá þessu segi ég þér, sjálfur þvi liðið hefur allt hvað á jörðu amar mér i eymdum hér eflaust þú huggun gefur. Og i annað sinn kveður Hjálmar á jólum: Lifdaga þvi lækkar sólin, lúrast vinnukraftur minn ekkert til að jeta um jólin jek á nú I þetta sinn. öll eru slitin iöjutólin ellin hrukkar gráa kinn, færa mig i feigðarkjólinn forlög manna skilgetin. Séra Bjarni Gissurarson (1621-1712) segir svo m.a. i kvæði er hann nefnir „Söngvisa á jólahátiðinni” Fögur jól fagra sól færðu I mitt hús. Ég vil glaður játa það minn Jesú þú ert skjól, sæla sól, sanna lif hrós, bótin meina, braut hreina bjarta ljós. Þá eru til nokkrir málshættir tengdir jólum og þá auðvitað stuðlaðir, eins og allir góöir málshættir. „Ekki eru ætið jól” „Far þú vel, svo fóru jólin”. t Ljóðinu „Jólin okkar” eftir Jóhannes úr Kötlum, sem hann yrkir ungur maður segir svo m.a. Nú birtist heiminum heilög sól. Nú heilsa börnunum dyrðleg jól. Nú glaðnar hið innra og ytra, þvi allstaðar Ijósin glitra. Og hundruð þúsunda hjörtu slá i hljóöustu bæn, i æðstu þrá og alheimsins taugar titra... Siðan orti Jóhannes ljóð sem hann nefnir „Jólanótt” Kerti loga, gul og græn og blá —gleðin kemur, eins og skip að landi fullt af þvi sem allir elska og þrá —enginn maður vill aö skipið strandi. Laufabrauðið, litil jólastjarna lýsir hugskot gamalmenna og barna. Jesú Kristur kemur hér i nótt, kannski á ösnu, máski á brúnum hesti. Trúuð hjón, sem tala aldrei ljótt taka á móti hinum þrevtta gesti. Herrann brosir, horfir milt á frúna hann má ekki vera aö slóra núna. Úti heirni er allt i grænum -andskotinn sjo heilum þar löndum ræður. Ljóssins fursti finnur aldrei ró, fyrr en allir veröa góðir bræður, Júðans ríki jóla sinna biður Jesú Kristur út i myrkrið rióur örn Arnarson um jóla- klukkurnar og kvæði byrjar þannig: Jólaklukkur kalla hvelluin hreim. Hljómar þessir gjalla um allan heim. Ómar þessir berast yfir stærstu höf upp til jökulfrera niður i dýpstu gröf.. Við skulum ljúka þessum skrifum með ljóöinu Jól, eftir örn Arnarson, fegursta jóla- kvæði, sem undirritaður hefur lesið. Jól Nú rennur jólastjarna og stafa geislum lætur á strák i nýju buxum og telpu i nýjum kjól. Hve kertaljósin skina og sykurinn er sætur og söngurinn er fagur er börnin halda jól. Og mitt i allri dýrðinni krakkakrili grætur —það kemur stundum fyrir, að börnin gráta um jól— en bráðum gleymist sorgin og barnið huggast lætur og brosir gegnum tárin, sem fifill móti sól. Þá klappa litlar hendur, og dansa fimir fætur, og fögrum jólagjöfum er dreift um borð og stól. Nú rætast margar vonir og draumar dags og nætur. Ó, dæmalaust er gaman að lifa svona jól. Og ellin tekur hlutdeild i helgi jólanætur er heirnur skrýðist Ijóma frá barnsins jólasól. En innst í hugans leynum er litið barn sem grætur og litla barnið grætur að það fær engin jól. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.