Þjóðviljinn - 29.01.1977, Qupperneq 2
2 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. janúar 1977
□
SKAMMTUR
AF LAUSNARBOÐORÐUNUM TlU
Gylf a Þ. Gíslasyni varð það á, um daginn, á
Alþingi að láta í Ijós þá athyglisverðu skoðun
sína, að ríkisstjórnin væri búin að glata trausti
þjóðarinnar. Líklegt er að hagfræðiprófess
orinn haf i átt við að þjóðarbúið væri ekki rekið
eftir kúnstarinnar reglum og að búandkarl- og
kvenpeningurinn á búi þessu væri upp til hópa
hættur að sætta sig við það lífsviðurværi, sem
húsbændunum þóknaðist að sletta í askana.
Ólafur Jóhannesson, sem stundum hefur
verið kallaður húsfreyja á búi þessu, brást
hinn versti við þessari skoðun Gylf a, enda var
hún byggð á rökstuddum gruni. Má tvímæla-
laust rekja reiði Ólafs til tveggja spakmæla,
sem eftir langa og árangursríka notkun á
tungu feðra vorra hafa öðlast þau forréttindi
framyf ir önnur spakmæli, að vera talin sann-'
leikur.
Sem sagt, að ,,Alltaf er sannleikurinn sár-
astur", og ,,Oft má satt kyrrt liggja".
Og húsfreyjan ólafur (minnugur þess,
hvernig hann (hún) komst uppí flatsængina
hjá núverandi sambýlismanni sínum) lét falla
þau orð á hinu háa Alþingi íslendinga s.l.
mánudag, sem hér skulu eftir höfð óbreytt:
,,....og þess vegna er alveg vonlaust fyrir 9.
þingmann Reykvíkinga (Gylfa) að vera með
þessar ástarjátningar til Sjálfstæðisf lokksins.
Hann kemst ekki uppí bólið á þessu kjörtíma-
bili. Hann verður að húka fyrir framan rúm-
stokkinn"
Ég get ekki stillt mig um að ráðleggja Gylfa
að fara bara í læri hjá Ólafi Jóhannessyni og
fá uppgefið hjá honum, hvaða orðum, æði og
ástarjátningum vænlegast sé að beita, til að
komast uppí hjá Geir Hallgrímssyni. Það veit
Ólafur Jóhannesson auðvitað allra manna
best, því þangað fékk hann þó að skríða í hlýj-
an náðarfaðm Sjálfstæðisflokksins eftir mik-
inn kulda og vosbúð í hrörlegu stjórnarsam-
starfsfleti með kommum og krötum. Láttu
Ólaf kenna þér kúnstirnar, Gylfi, úr því hann
gaf þér upp boltann.
Sagter aðólafur haf i haldiðáfram að þjóna
fyrrverandi rekkjunautum sínum til sængur
löngu eftir að honum var það Ijóst að hann
unni Geir meira en Lúðvík, en það er nú
áreiðanlega varla satt, nema tæplega og að
litlu leyti.
En Gylfi. Hér dugir ekki flört og daður.
Fáðu lykilorðið að íhaldsrekkjunni og lykilinn
að skírlíf isbeltum þeirra sem þar hvíla.
Ég tel mér leyf ilegt að gerast svona djarf ur
í orðum á prenti úr því að Ólaf ur Jóhannesson
fór aðgerast klámfenginn á hinu háa Alþingi,
og svoég bæti nú gráu ofan á svart, þá leyf i ég
mér að láta hér í Ijós þá skoðun mína að af-
f arasælast yrði f yrir þjóðina að leyf a Gylf a að
koma uppí margumrætt ból. Þar fengi hann
kannske að hvíla í f riði til fóta á milli heiðurs-
hjónanna, sem þar eru fyrir. Slikt er kallaður
,,trekant" á máli siðaðra þjóða, skemmtileg
uppákoma, sem úr getur orðið barn í brók.
En þar sem framangreind heiðurshjón
ástunda nú það sem Guðbergur kallar „Ástir
samlyndra hjóna" og með hliðsjón af því, sem
Ólaf ur sagði á Alþingi um að Gylfi fengi ekki
að koma uppí, þá mun ekki geta af þessu orð-
ið. Gylfi verður enn um sinn að húka fyrir
framan himinsæng Sjálfstæðisflokksins, að
minnsta kosti á meðan Ólafur lúrir þar.
En sé það nú rétt, sem æ fleiri íslendingar
hallast að og Gylfi veit, að stjórnin hafi ekki
staðið í stykkinu í efnahagsmálum, heldur
haf t f orgöngu um að hraða verðbógunni og að
stefnt sé að algeru efnahagsöngþveiti, þá
verður að segja Ólafi það til hróss að allar
slikar aðdróttanir hrakti hann, lið fyrir lið, í
tíu lausnarboðorðum (sem ég leyfi mér að
kalla svo). Sem sagttíu afrek, sem unnin hafa
verið nú þegar og ættu að geta leyst ekki bara
allan efnahagsvanda þjóðarinnar, heldur all-
an þann vanda sem að steðjar. Og eftir að
Ólafur hefur birt okkur þessi afreksverk sín
og ríkisstjórnar sinnar i tíu liðum, þá mun
Gylfi biðja ríkisstjórnina um að sitja önnur
tvö kjörtímabil, og allir þeir sem höfðu glatað
trausti á stjórnina fara að trúa aftur.
Og hér koma þá hinir tíu úrlausnarliðir
Ólafs Jóhannessonar, teknir úr þingræðu hans
utan dagskrár á mánudaginn var og til þess
fallnir að leysa vandann.
1. Afplánunarmálið er komið heilt í höfn.
Maðurinn, sem leystur hafði verið úr haldi af
mannúðarástæðum, er nú kominn aftur inn.
2. Guðbjartsmálið er tvíþætt, í fyrsta lagi
handtökumálið og að Haukur Guðmundsson
fær nú bara hálfan hlut, og í öðru lagi að öðru
máli gegndi með Guðbjart Pásson, sem er víst
Framsóknarmaður, en latur að sækja fundi.
3. Guðmundarmálið er þegar upplýst, vegna
þess að allir hafa játað.
4. Geirfinnsmálið. í því máli stendur til að
leggja spilin á borðið og lyfta hulunni af mál-
inu.
5. Klúbbmálið liggur I jóst f yrir, og á ekki ann-
að eftir en að dæma í því í Hæstarétti.
6. Jörgensensmálið (Hér verður undirritaður
aðgera athugasemd, því hvorki hann né neinn
af þeim, sem hann hefur komið að máli við
kannast við þetta mál. Annað hvorthlýtur þaí
að hafa fallið í gleymsku hjá almenningi, eða
þá að átt er við að draga eigi Jörgen
Jörgensen, sem kenndur var við hundadaga,
fyrir rétt þó seint sé). En um þetta gleymda
mál segir Ólafur orðrétt: „Þar verður von-
andi kannað, hverjir eiga hlut að máli".
7. Grjótjötunsmálið. (Orðrétt) „Þar stendur
til að gefa út ákæru".
8. Vátryggingamálið. (Orðrétt) „Flókið og
viðamikið mál".
9. Ávísanamálið. (Orðrétt) „í því máli tel ég
það forkastanlegt ef einhverjum verður sleppt
fyrirfram við rannsókn" (Og lái honum eng-
inn).
10. Alþýðubankamálið. (Orðrétt) „Nýrrarteg-
undar og gæti orðið fordæmismál".
Og þar með hefur Ölafur Jóhannesson fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar í eitt skipti fyrir öll
afsannað þau ummæli Gylfa að efnahags-
málin séu í kaldakoli og áunnið ráðherrum,
öllum sem einum, aftur það traust, sem Gylf i
e.t.v. réttilega hélt að hún hefði glatað.
Enda sagði þingmaðurinn raunar, þegar
hann var að því spurður, hvernig hann færi að
því að halda kjósendunum svona kjörtímabií-
um saman:
„Ef kjósandi spyr um austurátt,
er sá kostur bestur
suður og norður að sýna dátt,
en senda manninn vestur."
Flosi
Á loftinu
Sýning á
verkum
þroskaheftra
I dag verður opnuð á Loftinu að
Skólavörðustig 4 sýning á mynd-
verkum þroskaheftra barna og
unglinga og eru það forráðamenn
Loftsins sem standa fyrir sýning-
unni.
Björg Sverrisdóttir umsjónar-
maður Loftsins skýrði blaða-
manni svo frá að hugmyndin
hefði verið sú að fá myndir frá
öllum þeim stofnunum sem hýsa
þroskahefta og hefði þessi hug-
mynd kviknað i þeim umræðum
sem urðu um málefni þroska-
heftra seint á nýliðnu ári. En eftir
að hafa farið i 4 stofnanir voru
komnar inn yfir 200 myndir og
var þá hætt. En ætlunin er að
halda söfnuninni áfram og setja
upp aðra og stærri sýningu
seinna.
Sýningin verður opin i 3 vikur,
viirika daga kl.9-18 en á laugardög
um kl. 14-18. Aögangur er ókeypis
og öllum frjáls. —ÞH
Fisksölusamningar við Sovét á lokastigi
Kaupa minna
í fyrstu lotu
hvað sem verður síðar á árinu,
segir Eyjólfur ísfeld forstjóri Sh
Nefnd manna frá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna og Sambandi
Félag járniðnaðarmanna:
Stjórnvöld ögra verkafólki með
hóflausum verðhækkunum
A félagsfundi Félags jármön-
aöarmanna sem haldinn var
þriðjudaginn 26. janúar s.l. var
rætt um ástand og horfum i
kjaramálum. Að umræðum lokn-
um var eftirfarandi ályktun
samþykkt með atkvæöum allra
fundarmanna.
„Félagsfundur i Félagi járn-
iðnaðarmanna haldinn þriðju-
daginn 26. janúar 1977 mótmælir
harðlega hinum hóflausu hækk-
unum á vöru og þjónustu sem
stjórnvöld hafa leyft að undan-
förnu. Virðist svo aö stjórnvöld
stefni visvitandi að sem mestri
kaupmáttarskerðingu og ögri þar
meö launafólki og samtökum
þess.
Félagsfundur Félags járniðn-
'aðarmanna telur aö bregðast eigi
við veröhækkunar - ráðstöfunum
stjórnvalda á þann veg aö verka-
fólk efli með sér viðtæka sam-
stööu og undirbúi sem best
samstillta uppsögn kjarasamn-
inga og kröfugerð. Jafnframt, að
hafi ekki náöst samningar um
fullnægjandi kjarabætur áöur en
uppsagnarfrestur kjarasamninga
rennur út, verði hafnar aðgerðir
til að knýja þær fram strax við lok
samningstimans.”
isl. samvinnufélaga er nú i
Moskvu til að semja við sovét-
menn um kaup á fiski frá Islandi.
Að sögn Eyjólfs tsfeld, for-
stjóra SH, er búist við að þessum
samningaumleitunum ljúki i dag
eða á morgun, þar sem þeir virt-
ust vera komnir á lokastig i gær.
Ekki vildi Eyjólfur gefa upp
strax um hve mikið magn væri að
ræða, sem sovétmenn keyptu nú,
en sagði að það væri töluvert
minna en selt var til Sovétrikj-
anna i fyrra. En hann tók fram að
þar með væri ekki sagt að sovét-
menn myndu ekki gera samning
um kaup á meira magni siðar á
þessu ári.
I fyrra keyptu sovétmenn alls
13.800 tonn af fiski frá tslandi og
má geta þess að þar er um að
ræða að stórum hluta fisktegund-
ir, sem við gætum ekki selt til
annarra landa. —-S.dór