Þjóðviljinn - 29.01.1977, Side 10

Þjóðviljinn - 29.01.1977, Side 10
10 — SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. janúar 1977 Laugardagur 29. janúar 1977 ÞJÓDVILJINN — SÍDA — 11 Eðvarð Sigurðsson er í 7 manna nefnd sem vinnur nú að endurskoðun líf- eyriskerfisins i samræmi við samkomulag ASÍ og vinnuveitenda i febrúar 1974. Þjóðviljinn hafði við- tal við Eðvarð og fer það hér á eftir. — Hvernig þjóna lifeyris- sjóðirnir sem stofnaðir voru með samkomulagi verkalýðs og vinnuveitenda 1969 hlutverki sinu núna? — Þeir geta þjónað markmiði sinu vegna þess hve fáir hafa enn áunnið sér réttindi til lifeyris, en það er augljóst að þeir geta það ekki þegar á reynir meðan verð- bólgan er allt að 50% en eðlilegir vextir langt þar undir. — Hvað er hægt að gera til að lifeyrissjóðirnir nýtist i lifeyri handa gamla fólkinu? — Það er frumnauðsyn að lif- eyrisþegar fái verðtryggðan lif- eyri. Núverandi kerfi byggist á sjóðmyndun og sjóðirnir annast lánafyrirgreiðslu. Það er ekkert litilræði sem þeir lána út og er það fyrst og fremst til ibúðar- bygginga. Þaö fé hefur að sinu leyti verðtryggingu fyrir þá sem þess njóta. Til að verðtryggja lif- eyrinn hins vegar dettur manni fyrst i hug að hætta fyrrnefndri sjóðmyndun og nota féð jafnóðum meöan það heldur verðgildi sinu þe. að taka upp svokallað gegn- umstreymi. Þetta er sú hugmynd sem margir aðhyllast og má kannski segja að sé hin eina vit- lega. • En menn reka sig á ýmis konar vanda, bæði sem snýr beint að sjóðfél. vegna þess að lánin sem þeir hafa notið er æði stór þáttur i möguleikum þeirra til að eignast húsnæði og i öðru lagi það sem snýr að sparnaðinum I þjóð félaginu. Nú eru lifeyrissjóðirnir með um 25% af öllum sparnaði i landinu. Ef þessum þætti er kippt i burtu er augljóst að það hefur býsna mikil áhrif á allt peninga- kerfið og yrðu margar eyður sem þyrfti að fylla upp i, ekki hvað sist hvernig ætti að afla fjár og hvar að taka fé til húsnæðismála. Þetta er kannski stærsta vandamálið þegar menn hugleiða að taka upp gegnumstreymikerfi. Inn i blandast margt annað. Sumir sjóðir eru orðnir býsna gámlir og grónir og SAL-sjóðirnir frá 1970 eru einnig orðnir stórir margir hverjir. Hér blandast þvi beinlinis inn i spurningin um eignaréttinn, hvernig á að fara með þau réttindi sem menn eru búnir að kaupa sér meö greiðsl- um til lifeyrissj. Breytingar geta þvi ekki orðið á kostnað áunninna réttinda, heldur verður að taka upp kerfi sem tryggir þau og öðr- um meiri rétt en þeir hafa nú. Þetta er örlitil mynd af þeim vanda sem við er að eiga. — Ert þú fylgjandi þvi að komið verði upp einum lifeyrissjóði fyrir alla landsmenn? — Persónulega er ég þeirrar skoðunar að þennan vanda sem ég yar að lýsa verði að yfirstiga og koma á einu samfelldu lif- eyriskerfi fyrir alla landsmenn. Uppbygging þess gæti oröið með ýmsu móti. — Hvað liður endurskoðuninni sem ákveðin var i samningunum i fyrra? — Samkomulagið frá I fyrra var i tvennu lagi. 1 fyrsta lagi endurskoðun lifeyrissjóðakerfis- ins i heitfl og til þess áttu aðilar að setja nefnd sem skipuð væri þremur mönnum frá hvorum samningsaðila en hún yrði síöan hluti af stærri nefnd sem rikis- stjórnin setti á laggirnar. Það Kjaramál aldraðra eru efst á baugi dróst úr hömlu að þessar nefndir hæfu starf. Þær voru ekki skipaðar fyrr en um mitt sumar. Málið snertir marga og lá ekki i augum uppi hvernig ætti að standa að verkinu. 1 samkomu- laginu var kveðið á um að álit ætti að vera komið fram i september sl. og siðan ætti það að vera i skoðun hjá samtökunum og þau að skila þvi i febrúar. Löggjöf yröi siöan sett á þessu þingi þann- ig að nýtt kerfi gæti tekið gildi 1. jan. 1978. Það er augljóst að þessar tima- setningar hafa ekki staðist og verkinu verður ekki lokiö á til- settum tima. Menn hafa kannski verið fullbjartsýnir að hægt væri að ljúka þvi á svo skömmum tima. — Nú renr.ur bráðabirgðasam- komulagið úr fyrrnefndum samningum út um næstu áramót. Hvað gerist þá? — Já, bráöabirgðasamkomu- lagið átti að gilda þangað til nýtt kerfi tæki gildi. Þaö snerti þá sem hafa rétt til lifeyris skv. lögunum frá 1970. Meö þvi var lifeyririnn verulega aukinn eöa nær tvö- faldaður. — Hvaöan kom það fé? — Lifeyrissjóðirnir tóku að sér aö standa undir þessum auka- kostnaði hver um sig og allir sameiginlega. Þeir greiða Eðvarð Sigurðsson Ljósm.: eik Viðtal við Eðvarð Sigurðsson, formann Dagsbrúnar, um lífeyrismál ákveöna prósentu af ráðstöfunar- fé sinu þessi tvö ár. Það er mikil- vægt að þarna kemur til sam- hjálparsjónarmið. Ef hver sjóður hefði greitt fyrir sig einvörðungu legðist þetta misjafnlega á þá. Sumir eru skipaðir að miklu leyti yngra fólki en aðrir eldra fólki. 1 þessu felst mikilvægur visir að sameiningu. Þetta samkomulag rennur út um næstu áramót ef ekki verður aðgert. Það verður þvi að framlengja. Þá koma til skoðunar ýmis konar endurbætur á þvi. Ég vildi koma hérna inn á sér- stakt vandamál I þessu sam- bandi. Þegar samið var um aukn- ar bætur til þessa fólks i fyrra var einnig samið um að þær frjálsu tekjur sem menn máttu hafa án þess að tekjutrygging skerðist, yrðu hækkaðar. Sú hækkun á lif- eyri sem þetta fólk átti að fá frá lifeyrissjóðakerfinu áttu undir flestum kringumstæðum ekki að skerða þá tekjutryggingu sem það átti rétt á frá almannatrygg- ingum. Hins vegar kom i ljós i sumar vegna þeirra reglna og að- ferða sem almannatryggingar hafa um útreikning og endur- skoðun á tekjum fólks, sem er alltaf eftir á, jafnvel hálfu öðru ári, að veruleg skerðing varð á tekjutryggingu hjá þeim sem höfðu fengið aukið fé frá lifeyris- sjóðunum. Okkur finnst að þarna háfi lifeyrissjóðirnir tekið að sér greiðslur sem hefðu átt að koma frá almannatryggingum. — Er ekki talsvert misræmi innan lifeyrissjóðakerfisins? — Lifeyrir er alltof lágur til margra lifeyrisþega og þar blasir við og er hróplegast að lifeyrir einstaklinga er orðinn alltof lágur. 1 þessum aldurshópi er hlutfallslega mikið um þá og er röskunin mikil hvort sem um ekkju eöa ekkil er að ræða. — Veröa kjaramál aldraðra ofarlega á baugi i komandi samningum? — Það liggur fyrir núna i kom- andi samningum verkalýðs- hreyfingarinnar að þetta mál verður eitt af samningamálunum og þvi verður að ráða til lykta svo að viðunandi sé, bæði varðandi lifeyrissjóðina, bráðabirgðasam- komulagið og annað sem snertir lifeyri aldraöra i gegnum al- mannatryggingar. Ein af sam- þykktum ASt-þings var að taka mál þessa fólks sem liö I kjara- baráttunni. —GFr Rabbað við Jóhönnu Árnadöttur Hvað er Samhand almennra lífeyris- sjóða (SAL)? Stutt spjall við Hrafn Magnússon Þegar samið var um llfeyris- sjóði verkalýðsfélaganna árið 1969 var Ijóst, að eldri félagar verkalýðsfélaganna gætu ekki öðlast fullan rétt á lifeyri. Þess- vegna voru sett sérstök lög um eftirlaun aldraðra I stéttarfclög- um. Sérstök umsjónarnefnd hefur með framkvæmd þeirra að gera og er Jóhanna Árnadóttir starfs- maður hennar. Við náðum tali af henni. — Hvaða skilyrði veröa aldrað- irað uppfylla tilaö fá greittsam- kvæmt þessum ákvæðum? — Þeir þurfa að vera fullgildir félagar i stéttarfélagi innan ASI eða öðrum verkalýðsfélögum, vera fæddir árið 1914 eða fyrr, hafa náð 70 ára aldri og látið af störfum og eiga að baki sér 10 ára réttindatima. Þeir, sem eru orðn- ir 75 ára eiga þó rétt á eftirlaun- um, hvort sem þeir vinna eða ekki. — Hversu lengi veröa þessi ákvæði i gildi? — Til 1985. Þess skal getið, að eftirlaun eru miðuð viö tekjur frá 55ára aldri eöa frá 1. jan. 1955, ef maðurinn er fæddur fyrir alda- mót. — Ná þessar greiðslur til alls aldraðs verkafólks? — Nokkrir eiga ekki rétt hjá okkur og ma þar nefna verkafólk, sem hefur unnið hluta úrdegi, eða hefur ekki 10 ára réttindatima vegna vinnu eftir 55 ára aldur. — Hversu margir fá eftirlaun samkvæmt þessu kerfi? — Þeir fara nú að nálgast 3000. Þeir, sem öðluðust rétt á siðasta ári, ef þeir voru hættir að vinna eru fæddir 1906. — Eru lifeyrisgreiðslur verö- tryggðar? — Já, að hluta. Þær eru alltaf hækkaðar um hver áramót og þá miðaöar við nýjustu úrskurði og á siöasta ári var samiö um sér- staka uppbót á þessi eftirlaun og hækkuðu þau til muna við þá breytingu. — Hvaðan er fjarmagn fengið i þessar lifeyrissjóðsgreiðslur? — Atvinnuleysissjóður stendur undir kostnaðinum aö 3/4 en rikissjóöur aö 1/4 nema hvað varðar uppbótina, sem siðast var rætt um, en kostnaö af henni bera lifeyrissjóðirnir sameiginlega. G.Fr. Jóhanna Arnadóttir. Samband almennra lifeyrissjóöa eru heildar- samtök sem stofnuð voru á grundvelli samkomulags milli ASi og VSÍ vorið 1969. Framkvæmdastjóri sam- bandsins er Hrafn Magnússon og til hans leit- aði Þjóðviljinn til að fá upplýsingar. — Hversu margir eru sjóðirnir innan SAL og á hvaða grundvelli starfa þeir? — Þeir eru nú 20 og allir stofn- aðir 1. janúar 1970 nema Lifeyris- sjóður verksmiðjufólks, sem var eldri en gekk að skilmálum SAL og Lifeyrissjóður Sambands byggingamanna sem varð til úr tveimur eldri sjóðum. Þeir sjóðir geta verið aðilar að SAL sem styðjast við sömu reglugerðar- fyrirmynd,og eru þessir 20 sjóðir þvi allir samræmdir. — Að hvaða leyti eru SAL- sjóðir frábrugðnir öðrum lifeyris- sjóðum? — Hjá öðrum lifeyrissjóðum er lifeyrir ákveöinn eftir verutima i sjóðnum og greiddur eftir ákveðnu hlutfalli t.d. viö meðal- laun siðustu 10 eða 5 ára og i besta falli 1 árs. Lifeyrisgreiðslur úr SAL-sjóðum fara hins vegar eftir stigaútreikningi sem byggist á ævitekjum og er hann réttlátari að þvi leyti að oft eru tekjur verkamanna hæstar um miðbik ævinnar að tiltölu en lækka siðan. Skv. bráðabirgðasamkomulagi ASI og Vinnuveitendasambands- ins frá þvi i febrúar 1976 er lifeyr- ir greiddur i samræmi við 4. taxta Dagsbrúnar og reiknaður út tvisvar á ári. Þvi má segja að lifeyrisgreiöslur núna séu að nokkru leyti verðtryggðar. Annaö sem nefna má er aö þaö tekur aðeins 6 mánuöi að fa rétt til makalifeyris og 3 ár til örorku- lifeyris en i gömlu sjóðunum tek- ur það sums staðar allt að 10 ár. Ennfremur litum við á SAL- sjóðina sem eina heild vegna þess að þó að ekki skapist réttindi hjá einum sjóði þá skapast þau ef þeir eru settir saman. Þeas. maður fær réttindi þó aö maður hafi flust á milli sjóða eins og um einn sjóð hefði verið að ræða. — Verður ekki stundum misbrestur á innheimtu lifeyris- sjóðsgjaldsins? — Þvi miður hefur orðið misbrestur á þvi, en skv. lögum frá I974eröllum launþegum skylt að vera i lifeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps. Vinnuveitendum er skylt að halda Hrafn Magnússon. eftir af launum starfsfólks sins iðgjaldahluta þess (4%) og standa viðkomandi lifeyrissjóði skil á honum ásamt mótframlagi sinu (60%). —GFr. Eftirlaun til aldr- aðra sem ekki hafa réttindi í lífeyrissjóði Norræna dómnefndin að störfum: frá v.: Agneta Hobin (túlkur), Pirkko Hamberg, Finnlandi, Hans Krondahl, Svlþjóð, Ásgeröur Búadóttir, lslandi, Franka Hasmussen, Danmörku, og Aase Frogner, Noregi. Norrœn veflist að Kjarvals- stöðum Sigrún Sverrisdóttir viö myndir sínar á sýningunni. 1 dag verður opnuð að Kjar- valsstöðum- stór sýning á nor- rænni veflist — Nordisk Textil- triennale eins og hún nefnist á skandinavisku. Þetta er i fyrsta sinn sem efnt er til samnorrænnar sýningar á veflist.en ætlunin er að þær verði haldnar á þriggja ára fresti eftir- leiðis. Það eru félög veflistar- manna á Norðurlöndum sem eiga hugmyndina að þessari sýningu og hafa undirbúið hana, en styrks hafa þau notið frá Norræna menningarmálasjóðnum. Auglýst var eftir verkum og skipuð dómnefnd þar sem Asgerður Búadóttir var fulltrúi Islands. Geysimikill áhugi reyndist á þátttöku, þvi alls bárust nefndinni 665 verk. Úr þessum fjölda voru valin 116 verk til sýningar. 16 íslenskir lista- menn sendu verk og hlutu 9 verk 6 listamanna náð fyrir augum dómnefndar. Alls eiga 95 lista- menn verk á sýningunni. Sýning þessi var svo fyrst sett upp i Listasafninu i Alaborg i Danmörku, þaðan fór hún til Hövikodden listamiðstöðvarinar i Osló, þaðan til Listasafnsins i Málmey, næst til Waino Aaltonen listasafnsins i Abo og nú er hún komin hingað. Eftir að sýning- unni lýkur hér á landi verður hún send til Listaskálans i Þórshöfn i Færeyjum. Þar sem sýningin hefur komið hafa gagnrýnendur yfirleitt lokiö upp einum munni um ágæti henn- ar, og að Kjarvalsstöðum hafa ummæli þeirra verið hengd upp á vegg sýningargestum til fróð- leiks. Verkin á sýningunni eru úr margvislegum efnum og unnin með ýmsum hætti. Þær sem unnu að uppsetningu sýningarinnar hér eru Asgerður Búadóttir, Þorbjörg Þórðar- dóttir, Sigrún Sverrisdóttir og Ragna Róbertsdóttir, en þær eiga allar verk á sýningunni. Auk þeirra eru þar verk eftir Sigur- laugu Jóhannesdóttur og Arndisi Ogn Guðmundsdóttur. Sýningin verður opin á venju- legum opnunartima Kjarvals- staða, þ.e. 16-22 virka daga og 14- 22um helgar, fram til 20. febrúar. Þess má einnig geta að Flugieiðir veita fólki utan af landi sérstakan helgarafslátt meðan á sýningunni stendur. —ÞH Frosti og funi eftir Asgeröi Búadóttur. Lifsmynstur konu eftir Þorbjörgu Þóröardóttur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.