Þjóðviljinn - 29.01.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.01.1977, Blaðsíða 14
14 — SÍ,ÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. janúar 1977 Leiðbeíníngar um útreikning tekj uskatts, útsvars og fleiri opinberra gjalda 1977 Leiðbeiningar þessar um út- reikning þeirra opinberu gjalda sem birtast i skatt- og útsvars- skrá, svo og upn úkvörðun ónýtts persónuafsl. og barnabóta, eru fyrst og fremst miðaðar við laun- þega, þó svo að framteljendur með sjálfstæðan atvinnurekstur geti haft þar nokkur not af. Þvi aðeins koma þessar leið- beiningar að notum aö framtelj- andi hafi fyllt út framtal sitt fyrir árið 1977 og lagt saman alla liði þess. Með leiðbeiningunum er eyðu- blað sem framteljandi getur skrifað þær upphæðir á sem um er að ræða við útreikning hvers gjalds. Til hagræðis fyrir fram- teljendur fylgir texti leiðbeining- anna stafliðum eyðublaðsins. Jafnframt fylgja tvö dæmi um útreikning á opinberum gjöldum á eyðublaðinu og eru tekin sem dæmi barnlaus hjón i Reykjavik sem búa i eigin ibúö og einstætt foreldri með þrjú börn, yngri en 16 ára 31 des. 1976. Einstæða for- eldrið á ekki ibúö. Með dæmunum fylgja nokkrar tölulegar skýringar: A. Tekjuskattur eða ónýttur persónuafslatt- ur 1. Hreinar tekjur til skatts eru mismunur tekjukafla framtals- ins, III, á bls. 2 og beggja frá- dráttarkaflanna, IV og V, á 2, bls. framtalsins. 2. Ef framteljandi telur sig eiga rétt til ivilnunar skv. 52. gr. skattalaganna (sjá nánar i Leiðbeiningum um útfyllingu skattframtais 1977) skal hann draga þá upphæö frá hreinum tekjum. (Skattstjóri úrskuröar fjárhæð ivilnunar.) 3. Skattgjaldstekjur eru annað- hvort sama upphæð og hreinar tekjur til skatts eða hreinar tekjur til skatts að frádreginni Ivilnun skv. 52 gr. Skattgjalds- tekjur eru þvi þær tekjur sem skattur er reiknaður af. 4. Þegar skattgjaldstekjur hafa . verið reiknaðar út skal reikna skatt af þeim á eftirfarandi hátt: a) Hjá einstaklingum og hjón- um telji þau fram hvort I sínu lagi: Af fyrstu 975.000. kr. skatt- gjaldstekjum reiknast 20% skattur. Af þvi sem umfram er reiknast 40% skattur. b) Hjá hjónum sem samsköttuö eru og hjá sambýlisfólki sem átt hefur barn saman og óskað hefur eftir aö sameina skatt- gjaldstekjur sinar og skatt- gjaldseign: Af fyrstu 1.381.300 kr. skatt- gjaldstekjum reiknast 20% skattur. Af þvi sem umfram er reiknast 40% skattur. Færið siðan reiknaöan skatt i samtalsreit. Færið inn viðeigandi persónu- afslátt en persónuafsláttur er: a) 157.625 kr. fyrir einstakling og hjón sem telja fram hvort i sinu lagi. b) 235.625 kr. fyrir hjón sem samsköttuð eru, einstætt for- eldri með barn, yngra en 16 ára á heimili og á framfæri 31. des. 1976, og sambýlisfólk sem átt hefur barn saman og óskar eft- ir að sameina skattgjaldstekjur si'nar og skattgjaldseign. Reiknið út mismun reiknaðs skatts og persónuafsláttar. Ef persónuafsláttur er hærri en reiknaður skattur myndast dnýtt- ur persónuafsláttur (sjá siðar hvernig má nota ónýttan per- sónuafslátt til greiðslu útsvars). Ef reiknaður skattur er hærri en persónuafsláttur kemur fram sá tekjuskattur sem framteljanda beraðgreiða. Þóþarf aðbæta þar við 1% álagi til Byggingarsjóðs rikisins er greiöist með tekju- skatti. B. Eignarskattur. Eignir alls i I. kafla framtals- ins á bls. 1, eins og framteljandi á að ganga frá þvi, fela i sér gild- andi fasteignamat húss og lóðar sem tók gildi 31. des. 1976, sbr. Leiðbeiningar um útfyllingu skattframtals 1977. Skv. gildandi lagaákvæðum, þ.e. 26. gr.laga nr. 68/1971, sbr. 12 gr. laga nr. 7/1972, greiðist enginn eignarskattur af 1.000.000 kr. skattgjaldseign. Af næstu 1.000.000 kr. skattgjaldseign greiðist 0.6%,enaf þvi sem þar er umfram greiðist 1%. Við útreiknaðan eignarskatt skv. framansögðu bætist 1% álag til Byggingarsjóðs rikisins. Athygli skal vakin á þvi að ákvæði til bráðabirgöa i lögum nr. 97/1975 og bráöabirgðalögum frá 5. júli 1976, giltu aöeins fyrir álagningu gjaldárið 1976. Skv. ákvæðum bráðabirgðalaga frá 5. júli 1976 var enginn eignarskattur greiddur af fyrstu 2.700.000 kr. skattgjaldseign, af næstu 1.500.000 kr. skattgjaldseign var greiddur 0.6% eignarskattur og af þvi sem umfram var, var greiddur 1% eignarskattur. Við eignarskatt var bætt 1% álagi til Byggingarsjóðs rikisins. C. tJtreikningur útsvars. Útsvarsskyldar tekjur eru reiknaðar út á eftirfarandi hátt: Dragið samtölu IV. kafla fram- talsins á bls. 2, „Breytingar til lækkunar á framtöldum tekjum skv. III”, frá samtölu III kafla framtalsins á bls. 2, „Tekjur árið 1976”. Mismunur sá sem fram kemur er nefndur „ Vergar tekjur til skatts”.Útsvarsskyldar tekjur og vergar tekjur til skatts eru sama upphæðin hjá þeim sem eru eingöngu launþegar og eiga ekki eigin Ibúð. Frá „vergum tekjum til skatts” skal draga reiknaða leigu af ibúðarhúsnæði sem framteljandi notar sjálfur og fram kemur i a- lið 3. töluliðar III. kafla framtals- ins á bls. 2. Framteljandi, sem er eingöngu launþegi og býr I eigin ibúð, hefur nú reiknað út útsvars- skyldar tekjur sinar. Þeir framteljendur sem hafa tekjur af eignaleigu eða útleigu ibúðarhúsnæðis, eiga að skila rekstraryfirliti þar sem fram koma leigutekjur og gjöld. Við framtalsgerð á framteljandi að færa hreinar tekjur skv. sliku rekstraryfiriiti I tekjulið 2 I III. kafla framtalsins eöa, ef tap hef- ur orðið, aö færa tap i frádráttar- lið 12 I V. kafla framtalsins. Vaxtagjöld og fyrningar á gjaldahlið áður getins rekstrar- yfirlits má ekki draga frá leigu- tekjum er útsvarsskyldar tekj- ur eru ákvaröaðar þó að leyfilegt sé að draga þessa gjaldaliöi frá við ákvörðun hreinna tekna til tekjuskattsálagningar. Þessa tvo gjaldaliöi þarf þvi að draga út úr rekstraryfirlitinu við ákvörðun út svarsskyldra tekna. Samsvar- andi leiöréttingu þurfa þeir aðilar að gera sem láta öðrum i té ibúðarhúsnæði án eðlilegs endur- gjalds, sbr. b-liö 3. töluliöar III. kafla framtalsins, og hafa fært þessa gjaldaliöi i 1. tölulið V. kafla framtalsins. Ekki þykir ástæða til þess að lýsa hér heimildum sveitarféiaga til hækkunar tekna til útsvars enda gilda þær heimildir ein- göngu gagnvart framteljendum með sjálfstæöan atvinnurekstur og auk þess notfæra mörg sveitarfélög sér alls ekki þessa heimild. Verður þvi sérhver, sem þessi heimildarákvæði gætu tekið til, að áætla sjálfur um þetta atriði en getur við þá áætlun haft útsvarsálagningu sina frá fyrri árum til hliðsjónar. Þegar framteljandi hefur reiknað út útsvarsskyldar tekjur skv. framansögðu færir hann þá upphæð i 1. tölulið C á eyðublaö- inu og reiknar út útsvarið með þeirriprósenttölu sem hann telur að verði notuð við álagningu árið 1977. (Liklegt má telja að flest sveitarfélög noti sömu prósent- tölu og á árinu 1976 þó að ekki sé óhætt að fullyrða þaö. Ef útsvör voru reiknuð i skýrsluvélum 1976 má finna prósenttöluna á álagn- ingarseöli 1976.) Þeir framteljendur sem telja sig eiga möguleika á Ivilnun skv. 27. gr. útsvarslaganna, verða að ákvarða sjálfir þá upphæð sem til greina gæti komið þvi aö vonlaust er að gefa nokkrar leiðbeiningar um þetta atriði, aðrar en þær að reikna skal 10% af þeirri upphæö sem framteljandi ákvarðar og lækka útsvari um nefnd 10% I 2. tölulið C á eyðublaðinu. (Einhverja hliðsjón gæti fólk haft af ivilnun fyrri ára þó aö um það gildi engin föst regla.) Að lokum skal lækka útsvarið með hliðsjón af fjölskyldustærð á eftirfarandiháttog færa þá lækk- un i 3. tölulið C á eyðublaðinu: a) Um 17.065 kr: Hjá hjónum sem útsvarslögð eru sameiginlega. Hjá ein- stæðu foreldri sem heldur heimili með bami sinu, yngra en 16 ára 31. des. 1976. Hjá karli og konu i óvlðgðri sambúð sem átt hafa barn saman og óskað hafa samein- ingar á skattgjaldstekjum. b) Um 12.190 kr. hjá einstaklingi og hjónum sem telja fram hvort I sinu lagi. c) Um 2.440 kr. fyrir hvert barn, yngra en 16 ára 31 des. 1976. d) Um 4.875 kr. fyrir hvert barn, yngra en 16 ára 31 des. 1976, umfram 3 börn i fjölskyldu. Þessar 4.875 kr. bætast við 2.440 kr. fyrir 4., 5., o.s.frv., barn. D. Aðeins fyrir þá fram- teljendur sem engan tekjuskatt bera en hafa i útreikningi i A-lið fengið ónýttan persónuafslátt 12. mgr. B-liöar 25. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, sbr. 9. gr. laga nr. 20/1976, segir að nemi persónuafsláttur framteljanda hærri upphæb en reiknaður skatt- ur af skattgjaldstekjum, þ.e. ónýttur persónuafslattur mynd- ist, skuli rikissjóður leggja fram féer nemi allt að þessum mun og skuli þvi ráðstafað fyrir hvern mann til greiðslu útsvars gjald- ársins. Sé upphæð útsvars lægri en ónýttur persónuafsláttur f ellur það sem umfram er af ónýttum persónuafslætti niður. A þessu eru þó tvenns konar frekari tak- markanir svo sem hér segir: I fyrsta lagi má aldrei koma til hærri greiðsla úr rikissjóði til greiðslu útsvars framteljanda en sem nemur þeim mismun sem fram kemur annars vegar á full um persónuafslætti (upphæðin i 5. töluliö A-liðar á eyðublöðum) og hins vegar á þeirri upphæð sem út kemur þegar 20% eru reiknuð af vergum tekjum til skatts eftir að frá þeim hafa verið dregnar: a) 406.200 kr. hjá einstaklingi og hvoru hjóna sem telja fram sitt I hvoru lagi. b) 609.300 kr hjá samskattlögum hjónum og karli og konu sem búa saman i óviðgðri sambúð og átt hafa barn saman og ósk- að hafa eftir sameiningu á skattg jaldstek jum. Launþegi færir þvi vergar tekj- ur til skatts (sjá skilgreiningu á vergum tekjum til skatts i skýr- ingum um útreikning á útsvari) i 1. tölulið D og dregur frá þeim i tölulið 3 D þá upphæð sem við á skv. áðursögðu, þ.e. 406.200 kr. hjá einstaklingi og 609.300 kr. hjá samskattlögöum hjónum. Niöur- stöðu færir framteljandi sem er eingöngu launþegi í 4. tölulið D og reiknar 20% af þeirri niðurstöðu, færir þá upphæö sem þá kemur út i sömu linu yst til hægri, en yfir þessari tölu eru á eyðublaðið prentaðar upphæðir persónuaf- sláttar og þarf þvi ekki annaö en að strika út þá upphæð persónuaf- sláttar sem ekki á viö. Niðurstað- an sem út kemur i 5. lið D-liöar eyðublaðsins er það hámark ónýtts peráónuafsláttar sem gæti komið til greiðslu útsvars sem þó takmarkast i fyrsta lagi af upp- hæð ónýtts persónuafsláttar I 5. lið A-liöar eyðublaðsins, I öðru lagi af upphæð útsvars og í þriðja lagi af upphæö takmörkunarút- svars, sbr. næsta lið leiðbeining- anna um takmörkunarútsvar , þ.e. sú talan af þessum fjórum upphæðum sem lægst er, er sú upphæð sem rikissjóður leggur fram til greiðslu útsvars fram- teljanda. 2. töluliður D-liöar eyðublaðsins er eingöngu vegna þeirra sem hafa með höndum sjálfstæöan atvinnurekstur. Skv. tilvitnaðri lagagrein á eyðu- blöðum skal hækka vergar tekjur til skatts hjá þeim sem hafa lægri tekjur af atvinnurekstri sínum en ætla má að orðið heföi ef fram- teljandi hefði unnið starfið hjá öðrum. Astæða þykir til að taka skýrt fram aö þessi hækkun er eingöngu gerð til að takmarka notkun ónýtts persónuafsláttar hjá þessum aðilum og hefur engin áhrif á tekjuskattsálagninguna. Nánari leiðbeiningar um þetta at- riöi verða vart gefnar á þessum vettvangienda er nefnd hækkun á vergum tekjum til skatts háð upphæð hreinna tekna og eðli at- vinnurekstrar viðkomandi fram- teljanda. E. tjtreikningur takmörkunarútsvars 1 öðru lagi, sbr. D-lið leiðbein- inganna, er svonefnt takmörkun- arútsvar sem felst i þvi að rikis- sjóður greiðir ekki hærri upphæð af útsvari gjaldanda, en sem nemur þeirri fjárhæð sem útsvar- ið hefði numiö ef útsvar hefði ver- & & SAMVIRKI í tilefni af Degi iðnaðarins í KÓPAVOGI verður fyrirtækið og framleiðsluvörur þess til sýnis öllum þeim sem áhuga hafa í DAG KL. 14—18 SAMVIRKI & l^ToT'3'' & 3*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.