Þjóðviljinn - 17.03.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.03.1977, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mars 1977 Fimmtudagur 17. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Afgreiðslur Búnaðar- þings 1 siðustu viku voru lögð fram á Búnaðarþingi tvö ný mál, sem þvi voru send frá Alþingi: athugun á sölu graskögglaverk- smiðjunnar i Flatey á Mýrum og um lausaskuldir bænda. Þá hefur þingið afgreitt eftirgreind mál með svofelldum ályktun- um: Eftirlit með öryggis- búnaði véla. Búnaöarþing telur, að með si- aukinni vélvæðingu á sviði land- búnaðar beri brýna nauðsyn til að auka eftirlit meö öryggisbún- aðivéla og tækja, sem notuð eru við bústörf. Þingið telur eölilegt að þetta verkefni falli undir Oryggis- eftirlit rikisins, og lögum um öryggisráðstafanir á vinnustöð- um (nr. 23 1952) verði breytt þannig, að þau taki til almenns búreksturs. Jafnframt felur þingið stjórn Búnaöarfél. Islands aö hlutast til um framgang þessa máls. Vinnuaðstoð i sveitum. Frumvarp milliþinganefndar Búnaöarþings um vinnuaðstoð i sveitum var afgreitt með smá- vægilegum breytingum frá bú- fjárræktarnefnd. Gert er ráð fyrir i frumvarpinu, að bún- aðarsamböndum sé heimilt að setjaá stofn vinnuaðstoð hvert á sinu sambandssvæði. Tilgangur vinnuaðstoðar er, að bændur geti fengið aðstoðarfólk, þegar veikindi, slys eða önnur forföll ber að höndum. Kostnaöur af störfum aöstoðarmanna greið- ist að 2/3 úr rikissjóði og 1/3 úr . sveitarsjóðum. Áætlað er að einn aðstoðarmaður sé ráöinn fyrir hverja 150 bændur. I ályktun búfjárræktarnefnd- ar var minnt á samþykkt Alþingis frá 1973, þar sem rikis- stjórninni var falið að kanna á hvern hátt megi veita öllum konum i landinu fæöingarorlof og tryggja tekjustofna i þvi skyni. Skyldutryggingar á útihúsum. Búnaðarþing telur nauösyn, að teknar séu upp skyldutrygg- ingar á útihúsum i sveitum. Þvileggurþingið til, að lögum nr. 59, 12 apr. 1954 um bruna- tryggingar utan Reykjavikur verði breytt og 2. gr. laganna orðist svo: „Skylt er að tryggja gegn eldsvoða hjá þeim, sem bruna- tryggingar annast samkvæmt 1. gr. ailar húseignir utan Reykja- vikur, þar með talin öll gripa- hús, hlöður, verkfærahús, verk- stæöi, geymsluhús og aðrar þær byggingar, sem til eru. Einnig skal tryggja hús i smiðum i samræmi við áfallinn byggingarkostnað”. Þá felurstjórn Búnaðarfélags Islands að athuga á hvern hátt megi ná sem hagkvæmustum samningum við tryggingarfé- lögin varöandi þessar trygging- ar. —mhg. Straumrof kemur út Straumrof Halldórs Laxness kemur út á bók hjá Helgafelli nú um leið og ieikritiö er frumsýnt hjá Leikfélaginu. En þetta var oröin sjaldgæf bók, kom út I litlu upplagi 1934 þegar leikritið fór á fjalir i fyrsta sinn, og er eitt fárra verka Halldórs sem hefur ekki veriö endurútgefið til þessa. Eins og fram hefur komiö á blaðamannafundum þótti leikrit þetta djarft á sinum tima og jafn- vel hættulegt góðu siðferði. 1 kynningu á bókarkápu segir: „Vafalaust er að leikritið var á undan sinum tima hérlendis. Nú, meira en 40 árum siöar, er hrein- skilni leiksins og þróttmikill still i fullu gildi, og ljóst er að verkið er ekki timabundiö....” Bókin er 138 bls. Hermóður Guðmundsson 1915-1977 Hann gekk hér um maðurinn meö ljáinn. I þetta sinn var reitt hátt til höggs enda var sá hlynur er hitta skyldi traustari og þó framar öllu þrunginn meiri lifs- orku og starfsmætti en algengt er. Hermóður i Arnesi er hniginn aö velli. Þar hefur orðið héraðs- brestur. Hermóöur Guömundsson i Amesi var fæddur á Sandi I Aðal- dal 3. mal 1915 og var þvi á 62. aldursári er hann lést að kvöldi 8. þessa mánaðar að heimili sinu eftir nokkurra mánaða erfiöa sjúkdómslegu. Hermóður var sonur Guðmundar bónda og skálds á Sandi en Guðmundur var einn þessara undramanna sem hvergi heföi getað fæðst né þroskast til þess sem hann varð nema á tslandi. Sem afsprengi hinna merku Sandshjóna var þess sist aö vænta að Hermóður hyrfi i hóp meðalmennskunnar enda gerði hann það sannarlega ekki. Hermóður stundaði nám I tvo vetur I Héraðsskólanum á Laugum, sat og i bændaskólanum á Hólum og útskrifaðist þaðan sem búfræöingur. Svo sem titt er um skynsama menn mun skóla- ganga þessi fyrst og fremst hafa orðið honum undirstaða til sjálfs- náms á ýmsum sviðum. Snemma hygg ég að hugur Hermóös hafi hneigst til búskapar enda var honum i blóð borin sú starfsorka og starfsvilji i rikum mæli og að auki óbilandi trú á landsins gæði sem hverjum góðum bónda er lifsnauðsyn. Aðaldalur er búsældarsveit og hans landskostir hlutu að heilla ungan mann sem þar var borinn og barnfæddur og búinn þeim kostum sem fyrr er getið. Svo var lika bóndadóttir I dalnum. Sú hét Jóhanna Alfheiöur Steingrimsdóttir I Nesi. Hún er fædd 20. ágúst 1920 og þvi rúmum fimm árum yngri en Hermóður. Þau Hermóður og Jóhanna gengu i hjónaband 4. mai 1940 og hófu búskap I Nesi sama ár. Þetta fóstbræðralag var reist á traustum grunni og entist svo sem best eru dæmi um i Islandssögunni. Þar bar aldrei skugga á. A árunum 1944 og 1945 byggðu þau hjón upp sjálfstætt nýbýli á hálfu Nesi og nefndu Arnes. Er ekki að orðlengja aö þar reis upp á fáum árum eitt allra myndarlegasta býli héraösins enda fór saman stórhugur, kapp og forsjá þessara ungu hjóna. Þeim Arneshjónum varö fjög- urra barna auðið. Elstur er Völundur Þorsteinn, fæddur 1940, búfræðikandidat aö mennt, giftur Höllu Lovisu Loftsdóttur. Þau reistu sér hús i Arneslandi er heitir Alftanes. Næst er Sigriöur Ragney Hildur, fædd 1942, sjúkraliði að mennt, gift Stefáni Vigni Skaftasyni land- búnaðarráðunaut. Þau hafa einnig byggt i Arneslandi og heitir býli þeirra Straumnes. Þriðja barn þeirra er Hildur, fædd 1947, kennari i Reykjavik, gift Jafet Siguröi Olafssyni viöskiptafræðinema. Yngstur er Hilmar, fæddur 1953, giftur As- laugu Onnu Jónsdóttur. Hilmar er bóndi i Arnesi. Hermóöur Guömundsson var maöur félagslyndur og manna djarfastur að beita sér fyrir hverju þvi máli sem hann hafði áhuga á og sem hann taldi að horfði til betri vegar. Það lætur að likum aö marg- visleg félagsstörf hlóðust á þennan mann bæði I sveit og héraöi auk þess sem varöaði landið I heild. Ekki skal hér gerð tilraun til að tina þaö allt til en geta skal þess að 1 stjórn Búnaöarsambands s-þingeyinga var hann frá 1947 til dauöadags eða 30 ár, þar af formaður frá 1949, átti sæti á stéttarþingum bænda um árabil, formaður Landsambands veiðifélaga frá 1973 og til dauöadags. Þá er ótalið það sem trúlega mun halda nafni hans lengst á loftioggerðihann ööru fremur að þjóðkunnum manni i einni svipan. Hér er átt viö forystu hans I varnarbaráttu bændafólksins við Laxá og Mývatn og sem nefnd hefur verið Laxárdeila. Hermóður var frumkvöðull aö stof nun Landeigendafélags Laxár og Mývatns og formaöur þess frá upphafi til sins dánardægurs. Ég sem þessar linur rita kynntist ekki Hermóði I Amesi aö neinu ráöi fyrr en leiðir okkar lágu saman I Laxárstriði. Eg var einn af þeim sem átti þvi láni aö fagna að verða náinn samstarfs- maöur hans innan Landeigenda- félagsins. Þegar ég lit til baka er mér ljóst að sú sameiginlega barátta undir öruggri og sköru - legri forystu Hermóös I Arnesi var dýmæt lifsreynsla, þarflegur skóli. Laxármálum verða ekki gerð nein skil hér I stuttri minningar grein. Til þess eru þau of viðamikil. Það eitt er vist að þau ollu svo miklum timamótum i samskiptum þjóðarinnar viö sitt land, gögn þess og gæöi, að seint veröur fullmetið. Það mun sagan gera á sinum tima. I þvi striði náttúruverndar og mannréttinda gnæfir eitt nafn ofar ööru. Þaö er nafn Hermóðs bónda i Árnesi. Ég skal nú að lokum lýsa manninum þeim i sem fæstum oröum eins og ég kynntist honum i áralöngu samstarfi, samstarfi sem einnig leiddi til einlægrar vináttu og trausts okkar á milli. Fyrst er þess að geta að dugnaður hans og elja var með fádæmum. Hann hafði mjög næma tilfinningu fyrir réttu og röngu og var boöinn og búinn til sóknar og varnar fyrir þá meðbræöur sina er órétti voru beittir. Hann var blessunarlega laus viö smásmugulega sér- hyggju. Hann vildi lyfta bændum og búaliði til vegs og virðingar, snúa vörn i sókn þegar að þeim var sótt úr ýmsum áttum. Hann efaðist aldrei um sigur góðs mál- staðarog sóttialdrei hraðar fram enþegar brekkan var hvaö brött- ust i fangið. Hann var höfðingja- djarfur i besta lagi og sagði höfö- ingjum valdsins ótæpt til synd- anna ef tilefni gafst til en það gerðist oft. Ég held þeir hafi borið óttablandna Viröingu fyrir þess- um skörul. bændaforinga. Hann var rökfastur og lét málefnin ráða afstöðu sinni, drengilegur bardagamaður i sókn og vörn. Ég er hér ekki að draga upp neina glasmynd af þessum horfna félaga okkar, aðeins að bregöa upp I fám dráttum þeim mann- kostum hans er leiddu til þess að hann var sjálfsagður foringi sem vann sér slikt traust óbreyttra liðsmanna að sigur hlaut að vinnast i hverri orustu. En nú er hann skyndilega horf- inn af sjónarsviðinu, löngu fyrir aldur fram og er hart þeim dómi aö hlýta. Nú munu bændur og búalið i þessu héraöi og vitt um þetta land á næstu mánuðum og árum sannreyna það forna spak- mæli aö enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég sendi vinafólki okkar I Arnesi, þeirri stó'ru fjölskyldu Hermóðs bónda, innilegustu samúöarkveöjur okkar hjónanna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur it sama. En orðstir deyr aldregi hveim sér góðan getur. Starrií Garði Að þvi fór nú sem til horfði þeg- ar á haustnóttum að Hermóður Guðmundsson i Árnesi myndi senn gegna kallinu stranga fyrir aldur fram. Það kom þvi litt á óvart sem nú er orðiö. Þó hefur hér bæst við enn ein spurningin, margrödduð og hvöss, til þess sem nefnir menn úr liði þessarar vesalings þjóðar. Ég frétti það fyrst til Hermóðs fyrir þrjátiu árum, að þar væri norður i Aöaldal sonur Guðmund- ar skálds Friðjónssonar á Sandi, þritugur bóndi og tengdasonur Steingrims i Nesi, vigreifastur baráttumaöur gegn erlendri her- setu á Islandi. Persónuleg kynni okkar hófust tólf ár um siöar. Þá fékk ég bréf frá Hermóði, fyrstu ritgeröina sem ég las um það málefni sem nú kallast „vistpóli- tik,” og fjallaöi um hættuna sem landi og lýð stafar af lifsgæða- frekju hjartakalinna tækniglópa. Var það lögeggjan aö ganga nú með i baráttuna gegn ásælni er- lends auðmagns i islensk lands- gæði i afsiðunarkjölfari erlendrar hersetu. Þaðan I frá varð ég að- njótandi þeirrar gleði að fylgjast með pólitiskri hugsun og baráttu Hermóös I Arnesi. Hann var gæddur þvl fágæta hugrekki sem þarf til að trúa þvi sem maöur veit sjálfur vera rétt og þvi heita hjarta og logandi skapi sem þarf til þess að framfylgja réttum málstaö i trássi við álit viöur- kenndra sérfræðinga og liösmun harðskeyttra andstæðinga. Sem aö likum lætur hóf hann baráttu hinnar nýju lifssýnar sjálfur hiö næsta ár.Hér verður ekki rakin saga Laxárdeilunnar, fyrstu uppreisnar stoltra Islend- inga gegn köldu miskunnarleysi reiknistokksins við land og lif. En siðan spurðu bændur.um land allt, er ráða skyldi stórráðum: Hvað segir Hermóður i Arnesi? Ég hef leyft mér að setja fram þá tilgátu i þingræöum er Laxár- málin hefur borið á góma að ekki muni þykja minna vert er frá lið- ur um frumkvæði þingeyskra bænda að umhverfisvernd en um forystuhlutverk þeirra á vett- vangi samvinnumála. Sjálfum var Hermóði ljóst að þar hafði þó aðeins unnist áfangasigur, þvi hin sömu öfl sem bændur við Laxá og Mývatn sigruðust á undir forustu hans i fyrstu lotu myndu nú leita á garðinn annars staðar þar sem þeim virtist hann nú lægri. Okkur hinum er það einnig ljóst aö hefði sá sigur ekki unnist þá ættum viö ekki þá vigstöðu sem viö höfum nú I baráttunni sem framundan er. Þvi ætla ég að ýmsum hafi sést yfir félagshyggjuna I fari Her- móös aö hann var gæddur fágæt- um hæfileika til þess aö gera ljós- an mun á málstaö litilmagnans, sem hann bar fyrir brjósti, og lit- ilmennskunni, sem hann fyrirleit. Hann var með fádæmum vandur að virðingu sinni og gerði býsna strangar kröfur til sæmdar félaga sinna, sennilega torskilin persóna öðrum en þeim, sem lesiö hafa skilgreiningu Siguröar Nordal á heiðnum drengskap. Stundum hefur það borið við þau þrjú ár, sem ég hef setið á Al- þingi aö ég hef undrast það sér- staklega hvl bændastéttin skuli ekki eiga þar — né hafa átt — slik- an fulltrúa, gæddan þess konar vaskleika við hæfi annars at- gerfis. Svarið hefur viljað mótast á þá lund að ég hef veigraö mér viö þvi aö færa þaö i letur. Eitt- hvaö er það fólgiö i markmiðun- um sem veldur þvi að annars kon- ar menn eru valdir til forystu. Undir þá sök eru þó fleiri stétir seldar en bændur einir, og kann sá timi að vera skemmra undan en ýmsa grunar, aö islendingar verði til knúöir að gera strangari kröfur til höfðingja sinna en gilt hafa um skeiö. Þaö var með slikum likindum, — eins og fleira á lifsferli Her- moðs — að hann skyldi eignast Jóhönnu Steingrlmsdóttur að lifs- förunaut, að ég mun ætið sjá þau fyrir mér bæði tvö saman. 1 þetta sinn kýs ég mér af þeim mynd úr mónum á Laxárbakka við Kirkju- hólmakvisl. Þaö var ágústkvöld og blómskrýdd heiðin speglaðist i bláskyggðum og sólgylltum fleti árinnar. Við sátum þarna lengi án þess að segja neitt, — ég gat það ekki, þau sjálfsagt vitað aö það var ekki hægt. Þangaö til Her- móður, sem alltaf varð að gera eitthvað I hverju máli spratt skyndilega á fætur og benti aust- ur yfir ána I upphafinni, orðlausri hreifingu. Ekki veit ég til þess aö hann hafi ort visu. Ég heyrði hann heldur aldrei vitna I ljóö. Slikt er fátitt um þingeyinga, kynni jafn vel að nálgast einsdæmi i þeirri ætt. Nordal Grieg skipaði mönn- um i tvo hópa i ritgerö sinni um breska skáldið Rupert Brook: þá sem yrkja ljóð og þá sem lifa þau. Nú hvarflar að að mér hvort Guömundur á Sandi hafi ekki ort sitt sannasta og mesta hetjuljóð um islenska bóndann I Hermóði syni sinum, — og Steingrimur i Nesi þá samið lagið sem að þvi ljóöi féll, i mynd Jóhönnu. Hann var engum öörum likur sem ég hef kynnst, dæmigeröur um gildi einstaklings i baráttu þjóðar. „Menn koma og fara,” segja þeir stundum geöglaparnir þótt hvorugt geri neinir tveir meö sama hætti. Hvað Hermóö áhrær- ir, þá er það sérkenni sllkra manna og ljóður á ráöi þeirra, hve miklu sjaldnar þeir koma en aörir menn. En þeir bæta lika um fyrir sér með þeim hætti að þeir fara eiginlega ekki. Þetta má vera okkur, ýmsum hverjum, huggun. Oðrum kann aö verða það ihugunarefni. Stefán Jónsson. Minnst Hermóðs frænda míns Þjóöviljinn hefur óskað þess að ég minntist Hermóös frænda mins i Árnesi á þessum degi, þeg- ar hann erborinn yfir landamerki lifs og dauða. Mér er það ljúft að þvileyti, aöég hef siðustu ár met- iö hann mest lifandi frænda minna. Mér er það heldur ekki eins viðkvæmt og annars hefði verið vegna þess, aö ég er gamall maöur og fögnuðurinn végna þess, hvað hann var, er sam- ferða söknuöinum vegna þess, að hann er látinn. En mér dylst það ekki, að von- litiö er, að ég geti gert ykkur það skiljanlegt, sem mér er rikast I hug um þennan frænda minn. Ykkurvar hann maður i fjarlægri sveit, bar svip sinn af henni og var henni svo tengdur, að hann gat ekki átt annars staðar heima. Svo var hann af annarri kynslóð en þiö flest og mjög bund- inn enn fjarlægari tima en aldur hans sagði til. Hann horfði einnig lengra fram en flestum ykkar er eölilegt og tamt, enda er óvist, hvort sá timi kemur nokkurn tima. Þess vegna grip ég til þess ráðs er ég reyni aö gera ykkur þennan frænda minn ykkur skiljanlegan að segja fyrst frá fáeinum atburðum fyrri daga og siðast frá þeim vonum, er hann batt við komandi tima. Þetta eru raunverulega aöeins litil tilbrigöi frá þeirri venju, er flestir hafa, er þeir minnast lát- inna vina og samherja: aö byrja með ættartölu þeirra og enda með þvi aö segja frá þvi, er þeir hafa vænst. Ég segi fyrst frá smámunum sem gerðust á Sandi i Aðaldal 22 árum áöur en Hermóöur frændi minn fæddist. Þá urðu tveir ungir bræöur, er þar áttu heima, skyndilega þjóökunnir menn fyrir óþægð, en þeir sýndu ráðandi samfélagi sinu. Annar þeirra hafnaöi þvi, aö sóknarprestur hans skiröi fyrsta barn hans. Hann vildi ekki, aö þessu barni væri, meöan það væri ómálga og gæti enga grein gert fyrir vilja sinum og skoðunum, skipað i þann hugsunarlausa múg meðal þjóöarinnar sem kallaður var lútherskur söfnuður kristinnar siðabótar. Þetta var uppreisn gegn islenskri prestastétt vegna þeirrar þjónustu sem hún hafði veitt erlendu valdi i 350 ár til þess að ræna islenska þjóð þvlllkum lifsgæðum, aö hér á landi haföi eigi getað lifað nema 2/3 þess mannfjölda, sem hér hafði áður verið, og til þess aö neyða þjóðina til auðsveipni við þetta vald, hafði henni verið kennd hræðsla við djöful og drauga og sú auðsveipni verið kölluö guöhræðsla. Hinn bróöirinn hafði siðar á þessu sama ári haldið fyrsta opinbera fyrirlesturinn, sem haldinn vará Akureyritil að deila á og svara höfuöpresti eyfirð- inga, Arnljóti á Bægisá, fyrir hans málafylgju á vegum kirkju sinnar. Þann fyrirlestur kallaði fyrirlesarinn Skák, og hugöist með honum skáka öllum tafl.- mönnum prestsins út af taflborði hans. Þetta geröi hann af þvilikri mælsku sannfæringar sinnar, að prestinum á Akureyri, þjóöskáld- inu Matthiasi Jochumssyni varð þessi viðurkenning að orði I hrifn- ingu sinni: Aldrei svona I ellinni átti ég von á málsnilli Friðjónssonar flug-andi finnst mér konungs gersemi. \) Sá sem fyrirlesturinn flutti varð siðar faöir Hermóös I Ar- nesi. Arið 1900 hugöist ungur bóndi i Aðaldal, Baldvin Þorgrimsson i 1) Sá misskilningur hefur orðið furöu almennur að Matthias hafi ort um þetta aöra visu þannig: Fellur Dóná freyðandi úr Friðjónssonar stálkjafti, hendist oni Helviti. Hann er konungs gersemi. Sú visa var skopstæling á visu Matthiasar gerö af þessari múg- mennsku er nú hefur gert sjálf- stæðismál þjóðarinnar aö slikri skopstælingu aö kalla stjórn- málaflokk sinn Sjálfstæðisflokk. Nesi flytja til Ameriku. Þá ritaði Guömundur faðir Hermóðs hon- um bréf i bundnu máli. Þaö varð frægast allra bréfa Guömundar og endaði með þessu erindi: Hér ég enda hróðrarskrafiö. En hver á að signa þina móður, þegar hennar son og sjóður sokkinn er I þjóðahafið? Hver á að gæta að grafarrónni, grafa svörð á blásnu leiði, þegar sólin suður i heiði sendir geisla moldarþrónni? Baldvin var kominn til Húsa- vikur og beið þar skips er hann fékk bréfiö. Hann sneri þegar heim að Nesi. Hann varö afi, föðurfaðir, Jóhönnu Alfheiöar, konu Hermóðs. Tveimur eða þremur árum sið- ar en Baldvin i Nesi kom heim aftur frá Húsavikurför sinni að fengnu þessu bréfi, kom ég, sem rita þessar frásagnir, I fyrsta sinn á almenna samkomu. Hún var haldin á Ytra-Fjalli i Aðaldal. Þá léku Framanvötn, vorleysingavötn sunnan af heið- um, um túnið þar á alla vegu. En það var mér minnisstæöast, er Indriði Þorkelsson, bóndinn á Ytra-Fjalli, las kvæði sitt, þvilikt kvæði fannst mér ég aldrei hafa heyrt áður, Mér finnst enn ég heyra hljóminn i fyrstu visunum: Með raunir og baráttu, rústir og flög, með rangsnúin afguðs og menningarlög, með handvlsar nætur og svipula sól þú sveit ert mér kær eins og barninu jól. Og allt það sem mest hefur glatt mig og grætt og grafiö mig, hafiö mig, skemmt mig og bætt, ég naut þess, ég þoldi það, þáöi það hér, og þvi ertu dalur svo hjart- fólginn mér. Og svo þegar hann nefndi Laxá siðar i þessu kvæði sinu fannst mér rödd hans verða jafnvel heit- ari og hlýrri en sumarþeyrinn, er færöi mér Framanvötnin: Og þegar svo Laxáin, gull- áin glæst i giitskrúöi sumars og Isviðjum læst með strengjanna kliði til f jarðarins fer ég finn hve sá hljómur er náskyldur mér. Og æ mun hún veröa sem æskunnar fjör með ástgjafir sinar i þrot- lausriför, á vixl mun hún kynslóöir kveða iblund og kalla til verka, uns lokast öll sund. Indriði á Ytra-Fjalli og faöir Hermóðs voru systkinasynir. Þegar Hermóöi var gefið nafn, fólst í þvi nafni sú krafa, aö hann yröi þrekmikill maður I þeirri baráttu sem fræknustu ættingjar hans höfðu háð fyrir þjóö sina ýmist i uppreisn þeirra gegn þeim öflum, er voru henni til tafar eða miska eða til fylgis þvi, er lyfti henni og bar hana fram til frelsis og hamingju. En umfram allt skyldi hann vera fulltrúi sveitar sinar og þrekmaður I þeirri bar- áttu. Þegar ég minnist þess, sem ég hef þegar sagt og margs fleira, sem ég læt ósagt, finnst mér aö lif og barátta Hermóös og konu hans, Jóhönnu Alfheiðar haf i ver- ið ráðin, er þau voru borin i þenn- an heim. Hermóður var næstyngstur 9 sona foreldra sinna, Guðmundar Friðjónssonar og Guðrúnar Odds- dóttur, þeirra er náöu fulloröins- aldri, en tvær dætur áttu þau hjónin yngri en hann. Foreldrar Hermóðs voru afreksmenn til verka. Þó aö Guömundur faöir hans væri orkulitill maður til likamlegra verka og aldrei heilsuhraustur eftir að hann náöi fullorðinsaldri var áhugi hans slikurað hann skilaöi verkum við búskap sinn I góðu meöallagi og jafnframt þvi geysilega miklu bókmenntastarfi. Guörún móöir Hermóðs var bæði útsjónarsöm og mikilvirk við heimilisstjórn sina. Bújörð þeirra var erfið og skilaöi ekki i neinu miklum úr- kostum, en hún bjó yfir talsvert fjölbreyttum hlunnindum, og þó ekkert þeirra hlunninda skilaði miklu, fylgdi þeim sá kostur, að þau veittu barnmörgu heimili margvisleg verkefni og borguðu að nokkru fyrir hvert verkefni, sem vel var af hendi leyst, þó að ekkert þeirra væri meö miklu greitt. Þaö varð þvi starfssamur barnahópur, sem þar ólst upp, þó að enginn úr hópnum færi þaðan meö fjárhagslegan auð. Ég sem segi frá þessu þekkti ekki allan þennan hóp frændsystkina minna náið, þvi aö ég flutti með foreldr- um minum frá Sandi 13ára gam- all, og þá voru aðeins fjórir bræöranna fæddir og einn þeirra I vöggu. En siðar urðu fjórir bræðranna nemendurminir, tveir tvo vetur og tveir einn vetur, og voru þeir allir mjög sjálfstæöir menn i námi sinu, skoöunum og lifi. Af Hermóöi, næstyngsta bróðurnum hafði ég mikil kynni eftir aö hann var orðinn bóndi og forystumaður i sveit sinni. Þær fréttir fékk ég af Hermóði ungum, að ekki þóttihann nema 1 meðallagi til utanbókarnáms, en heföi veriö kappsamur aö færa allt, er hann lærði til skilnings sjálfs sin og tengja þaö þvi, er hann ætlaöist fyrir. Hann var snemma til þess fullráöinn aö verða bóndi i sveit sinni. Ég minnist hans fyrst sem bónda við jarðarför Indriða Þórkelssonar á Ytra-Fjalli, frænda okkar, þess manns sem hrifiö haföi mig ung- an viö Framanvötn vorleysing- anna með kvæðinu um sveit sina og Laxá. En frá þeim degi minn- ist ég Hermóðs fyrir það eitt, sem ég heyrði frá honum sagt, aö hann væri með best stæðu bændum sveitarinnar. Ég lét I ljós undrun mina yfir þvi vegna þess, að ég Hermóður Guðmundsson. vissi, að hann hafði fyrir fáum ár- um hafið búskap sinn á hálfri jörö, sem tengdafaðir hans haföi fengiö honum i hendur húsalausri og hann haföi byggt hana upp frá grunni. Þeim, er sagði mér frá þessu, þótti þaö ekkert undrunar- efni, þvi að Hermóður hefði byrj- aö ungur aö vinna fyrir miklu kaupi, gætt þess að eyöa þvi aldrei i neinn óþarfa og þvi átt töluvert þegar hann byrjaði bú- skap sinn með þvi að byggja upp jörðina. Mér varð það þegar ljóst af þessari umræöu og varð ljós- ara af hverju ári, er ég kynntist Hermóöi siöar, hve likur hann var fööur sinum. Báðir voru skáld. Hermóöur orti jörð sina jafn- framtvenjulegum búskap, en það sem faðir hans orti heyrði bók- menntunum. Báöir voru þeir feðgar afreksmenn vegna þess, sem þeir ortu i „hjáverkunum” með búskap sinum. Siðar þetta sama ár var ég full- trúi á aðalfundi Búnaöarsam- bands suöur-þingeyinga. Þar vakti það athygli, að Hermóöur mætti ekki, þótt hann væri for- maður búnaðarfélags sveitar sinnar. Það var vegna ágreinings þegar hann vildi fara aöra leið en meiri hluti félaga hans. Þetta varð til þess aö samtök uröu um þaö að kjósa hann i stjórn sam- bandsins. Siðan var hann i stjórn búnaðarsamtaka héraðs sins og formaöur þeirra meöan hann lifði (nema e.t.v. fyrsta áriö, sem ég man ekki hvernig stjórn sam- bandsins skipti með sér verk- um). Alla þann tima var Ames, hálflendan þar sem hann hóf bú- skap sinn á húsalausri jörö, sem eigi hafði verið áöur byggð, stór- myndarlegt höfuðból bændahöfö- ingja suður-þingeyinga. Hermóður varð þó þá fyrst þjóðfrægur maður, er hann gerð- ist foringi þeirra manna, er tóku upp vörn gegn þvi aö fegurstidal- ur Suður-Þingeyjarsýslu væri gerður að vatnsbotni til þess aö þar yröu géymdar minningarnar um mest félagsmálaafrek þing- eyinga, stofnun og reisn Kaup- félags suöur-þingeyinga. I þeim dal haföi stofnundur kaupfélags- ins verið haldinn, þar hafði stofn- andi þess búiö, Jakob Halfdánar- son, og spámaöur þess, Benedikt Jónsson, þar höfðu forystumenn sveitar Hermóðs, hins mikla Helgastaðahrepps, búið, meðan sá hreppur var óskiptur. Þá bar- áttu háði Hermóöur þó eigí aö- eins fyrir metnað héraös sins, heldur lika fyrir Laxá, auð hennar og fegurö, þvi aö fyrir hans sjönum var Laxá ekki að- eins „fegust áa”, heldur var hún einnig mestur auöur héraðs hans á liðnum tima og mundi veröa það um alla framtið. Þessa bar- áttu háöi hann til siöustu stundar sinnar, þvi að hann leit á hana sem baráttu sem aldrei lyki. I stað þess að gera Laxárdal að vatnsbotni þar sem geymdar yröu minningar um afreksverk fyrirrennara hans skyldi þangaö gerður greiður vegur fyrir dýr- mætasta og fegursta fisk landsins upp i Mývatn, dýrlegasta vatn héraðs hans og alls landsins. Það var harmur hans á dauöastund, að hafa ekki notiö þess, að sá vegur opnaöist. A siöustu árum ollu honum fleiri efni harmi og kviða. Meðan hann var heill og hraustur, dreymdi hann mikla drauma um vöxt, sjálfstæöi og menningu þjóðar sinnar. Draumar hans um menningu þjóöarinnar stefndu fyrst og fremst aö þvi, aö henni yxi fyrst og fremst sjálfstæði, skilningur og styrkur gegn hvers konar múgmennsku. En er viö frændur hittumst siöast, fannst mér að honum heföi aukist kviði vegna þess, aö múgmennska væri aö ná vaxandi tökum á þjóðinni okkar, einkum vegna aukins fldcksræðis, sem þróaöist við flokksbundna blaðamennsku. Honum fannst menn vera aö hætta þvi að hugsa og skilja sjálf- ir. Hann nefndi það sem óskap- legastan vitnisburö um þetta, er „Sjálfstæðisflokkur” okkar hefði i þjónustu sinni viö bandarikja- menn Ameriku, sem þá börðust fyrir „lýöræði” Watergatesmáls- ins, fengið nær helming þjóöar okkar til þess I hugsunar- lausri múgmennsku hennar að undirrita og senda þvilikri lýö- ræðisstjóm sem þá réði Banda- rikjunum bænarskrá um herstöð hennar, sem hér hefði alla sina aðdrætti um fjölmennustu byggð landsins, I nafni þess að það væri til verndar landinu og þjóöinni, en augljóst væri, að þessi herstöð væri af bandaríkjamönnum hugsuö til þess eins, aö ef tn þeirrar stórstyrjaldar kæmi, er menn óttuöust, yröi slik herstöö og umhverfi og aðdráttarleiðir hennar fyrir fyrsta kjarnorku- skotinu svo að stórborgum Bandarikja yröi til viðvörunar aö verjast ööru skotinu. Ég sendi frænda minum ofurlitið striðnis- skot gegn þessum kviöa hans, fannst það vera meinlitið á þeirri stundinni: Einu sinni varst þú fréttaritari Morgunblaðsins og varstu þá ekki Sjálfstæöismaður? ,,Ég man þaö ekki”, sagði hann i rólegri alvöru. „Ég trúði þá fööur mlnum, eins og ég geri enn. Þá skildi ég ekki, hvað hann var veikur fyrir fallegum Islenskum nöfnum án þess að glöggva sig á þvi, að þau geta breytt um merk- ingu. En það veit ég og skil nú.” Svo endurtek ég þetta, sem ég hef minnst á um Hermóð minn: Hann var næst-yngstur 9 bræöra I 11 barna systkina hópi, varö af- reksmaður til verka sinna I is- lenskri sveit, sverö hennar og skjöldur sem alþýöumaður og höfðingi i senn. Arnór Sigurjónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.