Þjóðviljinn - 06.05.1977, Side 7
Föstudagur 6. mai 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Hér á eftir veröa fœrö rök fyrir þvi, aö hvorki sé
œskilegt né réttmætt aö eyöa löngum tíma til prófa
viö lok náms i 7. og 8. bekk grunnskóla
Höröur Bergmann,
namsstjóri
*
A að nota lok skóla-
tímans tíl náms eða prófa?
Um daginn kom kunningi
minn til min með blað i hendi.
Það var próftafla i 8. bekk vorið
1977. Hann spurði: Hvað er
eiginlega að gerast i skólunum?
Af hverju fá börnin ekki kennslu
nema 2 daga i mai? Próf frá 5,-
18. og svo allt búið. Hver
stjórnar þessu eiginlega?
Þar sem gera má ráð fyrir aö
margir foreldrar barna i efstu
bekkjum grunnskóla velti álika
spurningum fyrir sér, verður
málið tekið hér á dagskrá. Fyrst
verður leitað svara við spurn-
ingunni: Hver stjórnar þessu
eiginlega? Siðan verður vikið að
þeirri spurningu sem varpað er
fram i fyrirsögninni.
Athugum fyrst hlut alþingis —
ákvæði grunnskólalaga. 1
kaflanum um námsmat segir i
57. gr. „Kennarar skulu gefa
vitnisburði i lok hvers skólaárs
eða námsáfanga. Vitnisburðir
skulu færðir i prófbók skólans
og i einkunnabækur nemenda”.
Vitnisburð má að sjálfsögðu
miöa við niðurstöður prófa, en
lögin leggja raunar áherslu á að
ekki sé einblint á þau og tak-
marka skýrt þann tima sem til
þeirra má verja. 1 56. gr. segir:
„Námsmat fer ekki eingöngu
fram i lok námstimans, heldur
er það einn af föstum þáttum
skólastarfsins, órjiíf’anlegt frá
námi og kennslu. Megintil-
gangur námsmats er örvun
nemenda og námshjálp”. í 60.
gr. er fjöldi þeirra prófdaga
sem „er heimilt að hafa — ” —
„til þess hluta námsmats, sem
framkvæmt er með prófum
lögðum fyrir heila árganga — ”,
takmarkaður sem hér segir: „I
1, og 2. bekk þrjá daga, i 3. bekk
fimm daga, i 4. 5. og 6. bekk sex
daga, i 7. 8. og 9. bekk allt að tólf
daga að meðaltali. Óheimilt er
að fella niður kennslu i þessu
skyni umfram það, sem hér
segir, nema samþykki mennta-
málaráðuneytisins komi til”.
Af þessu er ljóst, að lögin
stefna að þvi að takmarka þann
tima sem varið er til prófa. Þá
vaknar sú spurning, hvort þau
séu komin til framkvæmda aö
þvi er þetta varðar. 1 lögum um
gagnfræðanám frá 1946 stendur
i 19. gr.: „Unglingaskólar eru
tveggja ára skólar og lýkur
námi i þeim með unglingaprófi.
Er það landspróf að öllu leyti
eða nokkru leyti eftir þvi sem
ákveðið er i reglugerð.” Þessi
grein hlýtur að teljast fallin úr
gildi vegna þess að hún stendur i
nánum tengslum við aðrar
greinar sömu laga sem ekki
gilda lengur, s.s. 20. gr. þar sem
segir m.a.: „Unglingapróf
veitir rétt til framhaldsnáms i
miðskólum og gagn-
fræðaskólum.” Nefndar skóla-
’tegundir eru að hverfa og geta
ekki talist starfa lögum sam-
kvæmt frá og með næsta skóla-
ári. Lagalegar forsendur fyrir
svonefndu unglingaprófi falla
þá um leið úr gildi að þvi er best
veröur séð. Þetta var um lögin.
Athugum næst hlut mennta-
málaráðuneytisins. Hvað segir
námskrá, sem það hefir sett „og
kemur til framkvæmda á skóla-
árinu 1976-77 og að þvi leyti sem
við veröur komiö,” um próf-
tima? I ýtarlegum kafla um
námsmat i hinum almenna
hluta námskrárinnar er minnst
á ýmsa þætti i núverandi náms-
mati ,, — sem eru hvað nei-
kvæðastir” og ,, — ætti að draga
úr — M.a er þar minnst á:
„Mikinn tima sem notaður er
til formlegs mats á náms-
árangri nemenda.” Varla fer
milli mála að með formlegu
mati er hér átt viö próf.
Þetta hlýtur að teljast gildur
vitnisburður um afstöðu ráðu-
neytisins. Hins vegar ber að
geta þess, að ráðuneytið sendir
skólunum enn samræmd próf
handa 8. bekk i fjórum
greinum: islensku, dönsku,
ensku og stærðfræði. Ef til vill á
þetta sinn þátt i þvi að flestir
skólar halda enn yfirgripsmikil
próf i bóklegum greinum i 7. og
8. bekk i lok skólaársins þannig
að litið verður um kennslu
siðasta skólamánuðinn.
Athugum næst hlut skóla-
stjóra og kennara. Raunar
ákveða þeir innan ramma gild-
andi laga og reglugerðar hve
miklum hluta skólatimans er
varið til prófa. Margir foreldrar
hafa séð að það er langur timi.
Hver skyldi vera skýringin ?
Ég tel að skýringin sé tviþætt:
annars vegar trú á gagnsemi
prófa, þ.e. nemendur læri á þvi
að taka próf; hins vegar sú hug-
mynd aö ýmsir aðilar óski eftir
þvi aö nemendum sé gefin
einkunn eftir frammistöðu
þeirra á prófum, aðilar eins oa
foreldrar, skólinn sjálfur, fram-
haldsskólar eöa menntamála-
ráðuneytið.
Hér væri freistandi að taka
upp framhald þeirrar umræöu
sem staðið hefur undanfarna
mánuði um réttmæti og hlut-
verk prófa yfirleitt. Það verður
að biða betri tima, en hér á eftir
veröa færö rök fyrir þvl, að
hvorki sé æskilegt né réltmætt
aö eyöa löngum tlma til prófa
viö lok náms I 7 og 8. bekk
grunnskóla.
I fyrsta lagi leyfi ég mér að
fullyrða að nemendur bæti yfir-
leitt ekki við sig umtalsverðri
kunnáttu með próflestri.
Margra ára reynsla hefur sýnt
foreldrum að yfirleitt verður
harla litið úr slikum lestri. Þess
ber að gæta, að markmiö og
viðfangsefni náms i rhörgum
greinum hafa undanfarin ár
breyst á þann veg að nemandi
getur ekki náð þeim með lestri
— árangursvænlegra er að
treysta á það starf sem fram fer
i skólanum.
Ljóst ætti og að vera að
nemendur bæta ekki kunnáttu
sina og færni með þvi einu að
taka próf — þeir sýna með þvi
einungis hvað þeir kunna fyrir,
ef vel tekst til. Nemendur fá
vorprófin ekki aftur meö
skýringum og athugasemdum .
kennara.
Próf i stað kennslu bitna þvi
harðast á þeim hluta nemend-
anna sem þurfa lengstan tima
til að ná tökum á viðfangs-
efnunum — stuðla aö skipbroti
og niöurlægingu þeirra sem
minnst mega sin. Þeir, sem vel
gengur, geta frekar bjargað sér
án kennslu.
Þegar löngum tima er varið
til prófa i bóklegum greinum aö
vori fellur niður nám sem
margir nemendur njóta sin best
I, þ.e. mynd- og handmennt,
heimilisfræöum, Iþróttum og
tónlist. Aö láta allt snúast þann-
ig um bóklegar greinar gengur
algjörlega I bága víð þá sfefnu
grunnskólalaganna að auka og
bæta hlut verknáms.
Ekki verður séð að nokkur
aðili noti niðurstööur prófa i 8.
bekk til neins, a.m.k. hvorki
framhaldsskólar, menntamála-
ráðuneytið né skólarnir sjálfir.
Allir nemendur fá að setjast i 9.
bekk grunnskóla og velja þar
greinar umfram þær sem eru i
kjarna, hvað sem niðurstöðum
prófa liður, og varla biðja for-
eldrar fremur um einkunna-
tölur fengnar á grundvelli
þeirra en námsmati sem er hluti
af skólastarfinu.
Af öllum þessum sökum og
raunar mörgum fleiri tel ég
timabært orðið að leggja niður
samræmd próf i 8. bekk. Það
yrði skref i þá átt að takmarka
þann tima sem variö er til prófa
og mundi þar meö auka tækifæri
þeirra sem minnst mega sin,
bæta stöðu verknámsins, losa
kennara við mikla vinnu sem
ekki kemur að gagni, auka sam-
stööu nemenda og kennara og
eyða hugmyndum þeirra um að
menntamálaráðuneytið eða
aðrir séu að biðja um prófniður-
stöður sem i raun eru ekki
notaðar til neins.
Hreggviður Davíðsson, Tálknafírði:
Slík fátækt og slík vinnu-
þrælkun er frelsissvipting
Það má með sanni segja að
mikil er sú eymd, aö heita iön-
jöfur, útgerðarmaöur, frystihús-
eigandi eöa eitthvaö þvi um likt
hér á voru landi. Þeir sem þessar
stéttir skipa kalla vist ekki yfir
sjálfa sig annaö en eymd og
meiri eymd, ef marka má orö
þessara manna sjálfra.
Hvort við verkamenn hins
vegar samþykkjum eymdarlýs-
ingar þeirra er önnur saga.
Viö sjáum nefnilega I hvers
konar hibýlum þessir menn búa, I
hvers konar farartækjum þeir
aka, og siöast en ekki sist heyrum
viö af utanlandsreisunum þeirra.
Islenskir atvinnurekendur sjást
jafnvel erlendis á þeim stööum
þar sem vikudvöl kostar trúlega
miljónir.
Ég settist fyrir framan sjón-
varpið, þriðjudagskvöldið 19.
aprll, og hlýddi á spekingana,
sem þar fóru finum tökum um
móðurmálið. Það sem mér fannst
ég vinna á þvi að hlýða á þá var
aöallega tvennt, allt hitt
flokkaðist undir gamla góða
stagliö.
Þeir tveir höfðirigjar, sem
þarna voru mættir fyrir hönd
atvinnurekenda til viðræðna um
kjaramál almennings, viöur-
kenndu i rauninni að þegar þá
vantaði aura i vasann færu þeir
ofan I pyngju fóksins, sem lægst
hefur launin, fóksins sem vinnur
hjá þeim, og kröfsuðu þar nægju
sina.
Þetta var góð og timabær
játning.
En þeim bar saman I öðru og
meira máli, aö minu mati, — þeir
voru nefnilega sammála um að
orsök þess, að kaupmáttur launa
er hér almennt meir en helmingi
lakari en gengur og gerist I
nálægum löndum, væri sú, að
landinu sé svo ILLA
STJÓRNAÐ!!
Ég vil taka mér það „bessa-
leyfi” að bjóða þessa tvo heiðurs-
menn, Davlö Scheving Thor-
steinsson og Kristján Ragnarsson
velkomna i raðir okkar sósialista
og annarra stjórnarandstæðinga!
Veriö velkomnir.
Ekki get ég þó leyft mér að
trosna upp I sæluvimu, þótt
máske væri ástæða til þess eftir
svona kærkomnar játningar
þaöan sem slst var von á.
Tal þeirra kumpána um meöal-
laun verkamanna fór lika virki-
iega i taugarnar á mér. Þeir
hömpuðu mjög alls konar tölum
og voru að lokum komnir með
meðallaun verkafólks I kr.
146.000,- á mánuöi.
Eru menn virkilega svo sljóir
aö skílja ekki, hvað t.d. 7. taxti
Dagsbrúnar býður upp á? — Ef
svo er þá get ég upplýst þaö.
Samkvæmt7. taxta verkamanna-
kaupsiris þá hefur verkamaður
kr. 435.50 á hverja unna klukku-
stund, eða kr. 3.484,- á dag, eöa
kr. 17.420,- á viku sem gerir kr,
69.680,- fyrir fjögurra vikna
vinnu. Að fullyröa svo frammi
fyrir allri þjóðinni, að meðalkaup
verkamanna sé kr. 146.000,- á
mánuöi, slikt er gjörsneytt allri
skynsemi, og má kalla siðlaust.
Ég vil spyrja þá Davið og
Kristján: Hafiö þið gert ykkur
ljóst hversu marga yfirvinnutima
verkamaður þarf til að ná
146.000,- króna tekjum á mánuöi?
Er það máske hugmynd ykkar
aö engu máli skipti hvort verka-
fólk þarf að vinna 40 eða 70 tima á
viku til að ná þeim tekjum sem
óhjákvæmilegar eru til að geta
lifað?
Ég vil leyfa mér aö fullyröa að
sé þetta ykkar meining, þá lifiö
þiö á rangri öld. Slikur hugsunar-
háttur gat e.t.v. gengið meðan
danskurinn hélt hér uppi einokun,
en ekki núna.
— Siðan langar mig til að segja
nokkur orð við forystuliö alþýö-
unnar I landinu. Hvernig stendur
á þvi, að kjarasamningar versna
með hverju árinu? Hvernig
stendur á þvi, að yfirstéttin i
landinu er farin að hlæja að
verkalýðssamtökunum? Er eitt-
hvað til I þvi að innan forystuliös
alþýöuhreyfingarinnar sé jafnvel
fariö að bera á „bitlingapólitlk”?
Mér finnst nú satt að segja nokk-
uð til I þvl. Margir forystumenn
eru launaöir á morgum stoðum I
einu, þannig að biliö milli þeirra
eigin kjara, og svo kjara hinna
lægst launuöu, veröur stundum
ærið breitt.
A öðru vil ég vekja athygli. 1
bókinni „Handbók verkalýðs-
félaganna” er kafli, sem ber yfir-
skriftina „Samtök, nefndir og
ráö, sem ASl. á aöild aö”. Þar
kemur fram aö ASt hefur yfir aö
ráða 89 aðalsætum I öllum þess-
um ráöum og nefndum, enfimm
sömu mennirnir skipa hins vegar
21 af þeim 49 sætum sem I boði
eru, og auk þess þrjú varasæti.
Einn og sami maöur situr
reyndar I átta sætum sem fulltrúi
ASl i nefndum og ráðum. Þetta
finnst mér alls ekki eðlilegt.
Mér finnst að mjög hafi dofnaö
yfir verkalýðsbaráttunni siðustu
ár og áratugi. Það rikir oröið
almennt alltof mikill sofanda-
háttur bæði I þjóömálum og
verkalýðsmálum.
Nú eru kjörin hins vegar orðin
þannig að vilji menn halda tryggð
við land sitt, þá eiga menn ekki
kost á öðru en hóflausum vinnu-
þrældómi eða fátækt og eymd.
Hvort sem menn búa við þá
fátækt sem óhjákvæmilega fylgir
70-80 þúsund króna mánabar-
tekjum eöa vinnuþrældóm sem
færir máske 146.000, krónur i
tekjur á mánuði, — þá er um
frelsissviptingu aö ræba. Þetta er
ánauð. Maöur getur þvi ekki verið
neitt hissa á þvi, þótt ýmsir hafi
hreinlega uppi hugmyndir um að
flytja úr landi um sinn, þar sem
kjörin I nálægum löndum eru
yfirleitt helmingi betri en hér.
Hvenær ætlar alþýða manna aö
opna augun fyrir þvi sukki, sem
hér viögengst? Sjá menn ekki að
eitt þjóðfélag getur ekki þrifist
meö þeim hætti að aðeins 15-20%
þjóöarinnar vinni að gjaldeyris-
öfluninni, meöan alltof stór hluti
þess sem aflast fer i óþarfa yfir-
byggingu og eyösluhlt þeirra sem
græöa á annarra vinnu. Og
auðmennirnir flytja jafnvel
arðinn úr landi i stórum stil.
Eöa hver haldið þið að niöur-
staðan yrði, ef t.d. Volkswagen-
verksmiðjurnar létu aðeins 15%
af starfsliöi sinu vinna við fram-
leiðsiuna á meöan 85% af starfs-
liöinu fengist bara við að veita
framleiðslufólkinu þjónustu, og
passa að þaö sé nú ekki að stela
eða freista þess að lifa mann-
sæmandi llfi?
Haldið þið lesendur góðir að
mikið yröi framleitt i sliku fyrir-
tæki?
Haldiö þið lesendur góbir að
mikö yrði framleitt i sllku fyrir-
tæki?
Nei, nú dugir ekki lengur að
fara einhvers konar miliskerja-
leiöir. Ct úr slíku fæst ekkert
frekar en áður. Nú þarf ákveöni
og áræði til að brjótast út úr þeim
lyga- og falsvef, sem þjóðfélag
okkar situr fast I. Sú áræðni þarf
að koma frá fólkinu. Þeir sem
veljast til forystu þurfa jafnan aö
hafa strangt aöhald frá verka-
fólkinu sjálfu, hverjir sem þeir
eru.
20/4 1977
Hreggviöur Davlðsson