Þjóðviljinn - 06.05.1977, Side 16
MOÐVIUINN
Föstudagur 6. mal 1977
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima erhægtað ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaðaprent 81348.
@81333
Einnig skalbentá heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans i sima-
skrá.
Bann sett á ýiskeldisstöðina
að Laxalóni:
F ramhald
áratuga
ofsókna
segir Skúli Pálsson eigandi stöövarinnar,
sem krefst þess að erlendir sérfræðingar
verði tilkallaðir að rannsaka meintan
sjúkdóm i fiskum stöðvarinnar
Skúli Pálsson sýnir blaðamönnum og Ijósmyndurum seiðakerin i fiskræktarstöðinni að Laxalóni.
(Ljósm. S.dór).
óiafur Skúlason með silunga-
seiði, og var ekki annað að sjá
en um heilbrigðan fisk væri að
ræða, ekkert sá á seiðum i stöð-
inni. (Ljósm. S.dór)
„Laxa- og silungaseiði frá
fiskiræktarstöðinni að Laxalóni
hafa verið sett i flestar ár á
landinu, þrátt fyrir það að stöð-
inni hafi veriö haldið ein-
angraðri i 26 ár, vegna stað-
hæfingar Fisksjúkdómanefndar
og Þórs Guðjónssonar veiöi-
málastjóra um að regnboga-
silungur stöðvarinnar sé
haldinn smitnæmum sjúk-
dómum, en þessi 26 ár hefur
aldrei orðið vart sjúkdóma i
regnbogasilungi að Laxalóni.
Þetta kalla ég ofsóknir á hendur
mér og ég held þvi fram að þessi
bombufrétt sem flutt var i
útvarpi og sjónvarpi nú i vik-
unni um nýrnasjúkdóm á
silungum að Laxalóni sé aðeins
framhald á þessum ofsóknum;
nú skuli endanlega knésetja
Skúla Pálsson.
En hér á landi eru ekki
aöstæður til að greina sjúkdóma
i fiskum, eins og segir i grein
eftir Guðmund Pétursson lækni
I ritinu Freyr, aprilhefti 1977, og
þess vegna krefst ég þess aö
fengnir verði til landsins
erlendir sérfræðingar i fisksjúk-
dómum til að skera úr um þetta
mál” sagði Skúli Pálsson
eigandi fiskræktarstöðvarinnar
aö Laxalóni, á blaöamanna-
fundi sem hann efndi til i gær
vegna frétta um að nýrnasjúk-
dómur væri kominn upp I fiskum
stöðvarinnar og i kjölfar þeirra
frétta hefur verið sett algert
bann á seiða- og fisksölu frá
stööinni.
Skúli sýndi blaðamönnum
stöðina og séð með augum leik-
manns virtist fiskurinn i
stöðinni heilbrigður, hvorki sá á
honum eða vantaði matar-
lystina, en lystarleysi er höfuð
einkenni sjúkdóma i fiskum að
sögn Skúla.
Þá sýndi Skúli blm. vottorð
frá Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins frá 3. mai sl. þar sem
segir að við rannsókn á frá-
rennslisvatni stöðvarinnar hafi
komið i ljós að svo litið sé af
gerlum i vatninu að það sé hæft
til drykkjar þegar vatnið rennur
frá efri skála til þess neðri og
þegár það kemur úr njeðri skál-
anum, sé gerlafjöldi i vatninu
innan eðlilegra marka.
„Ef hættulegir sjúkdómar
væru i fiskum stöðvarinnar, ætti
það að finnast i þvi vatni, sem
búið er aö renna i gegnum öll
ker fiskeldisins”, sagði Skúli.
Hann benti á að þetta 10 til 30
seiði dræpust daglega i
stöðinni, sem er langt fyrir
neðan það, sem eölilegt má
teljast, þar sem 130 til 140
þúsund fiskar eru i stöðinni.
Þá benti Skúli á að þegar
„sérfræöingarnir” frá Keldum
tóku siðast sýni af fiskinum að
Laxalóni þá tóku þeir aðeins þá
fiska sem lágu dauðir i
kerjum, eða sýndust laslegir.
Þeir tóku innan við 100 fiska eða
seiði, og af þeim segja þeir aö
innan við 20 hafi verið haldnir
þessum nýrnasjúkdómi. Að
sögn Skúla er nýrnasjúkdómur
þessi einstaklingsbundinn, en
ekki smitandi.
„Verði mér neitað um aö fá
erlenda sérfræðinga til
landsins, til að rannsaka fiskinn
hér I stööinni og þetta bann sem
sett hefur veriö á sölu seiða
héðan, látið gilda áfram, svo
maður tali nú ekki um ef allur
fiskur verður drepinn I stööinni
eins og gefiö hefur verið i skyn
að nauðsynlegt sé, verður tjón
mitt á milli 30 og 50 miljónir
króna. Og ég tel það meira en
litla biræfni af mönnum, sem
hafa lýst þvi yfir I blaða-
greinum, að hér á landi séu
næsta bágbornar aðstæður til
greiningar fisksjúkdóma, að
taka svona ákvarðanir, án þess
aö kalla til erlenda sér-
fræðinga”, sagði Skúli Pálsson.
Það er alveg ljóst að þessu
máli er hvergi nærri lokið og
ekki ósennilegt að til stórtiöinda
dragi I þvl á næstunni.
—S.dót
V orsýning Myndlista-
og handíðaskólans
um helgina
Hin árlega vorsýning Mynd-
lista- og handiðaskóla islands
verður opnuö i dag, föstudaginn 6.
mai, kl 2. Hún veður ennfremur
opin á laugardag og sunnudag kl.
2-10. Aðgangur er öilum opinn og
selt verður dýrindiskaffi á staön-
um.
Undanfarin ár hafa sýningar
skólans verið mjög stórar og leit-
ast við að gefa þverskurð af öllu
þvi, sem gert hefur verið I skólan-
um um veturinn.
1 ár verður brugðið út af þessari
venju. Sérhver nemandi dagskól-
ans en þeir eru 170 að tölu velur
sér eitt verk, sem hann óskar að
sýna. Verkunum er komið fyrir
án tillits til deilda- eða bekkja-
skiptinga, en teikningum, mál-
verkum, grafik, nýlist og list-
munum raðað'saman svo að sér-
hvert viðfangsefni myndi
ákveðna heild. Vegna þessa nýja
fyrirkomulags er ekki unnt að
sýna verk þeirra, sem námskeið
stunda, en um 500 manns eru inn-
ritaðir i námskeið á ári hverju.
Þó er opið inn I barnateiknistofu,
sem er i tengslum við kaffistofu
nemenda, en þar selja þeir vand-
aðar veitingar til styrktar ferða-
sjóð sinum.
Hildur Hákonardóttir skóla-
stjórisagöi I samtali við blaðið að
hún væri spennt að vita hvernig
þessi sýning kemur út.af þvi að
hver nemandi velur eittverk og
kæmi þá i ljós smekkur hans.
Uppsetning sýningarnefndar, en
nemendur eru i meirihluta i
'henni, er skotið til nemendafund-
ar svo að segja má að virkt lýð-
ræði riki að þessu leyti I skólan-
um.
Nýjung i starfi skólans er svo-
kölluðnýlistardeild sem er i mót-
un og hefur nú fyrst fengiö á sig
fast form. Þar er gengið út frá
þvi að næstum alltgeti verið efni I
myndlist. Hildur sagði að I þess-
ari deild hefði verið unnið mark-
visst að þvi að finna leiðir á vit-
legan hátt og teldi hún árangur
góðan og betri en i mörgum sam-
bærilegum skólum erlendis.
Þetta stafaði ma. af þvi að islend-
ingar eiga góða myndlistarmenn
á heimsmælikvarða.
Hvað um það? Sjón er sögu rik-
ari um árangur Myndlista- og
handiðaskólans, og er fólk hvatt
til að lita þar inn i dag eða tvo
næstu daga. —GFr
Á meðfylgjandi myndum sjást
nokkur verkanna á sýningunni.
Myndir: Gel.