Þjóðviljinn - 11.05.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.05.1977, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 11. mai 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýdshreyfingar (Jtgetandir* (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar-.Kjartan óiafsson Svavar Gestsson og þjóöfrelsis. Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann. (Jtbreiðslustjóri: .Finnur Torfi Hjörieifsson. Auglýsingastjóri: Oifar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: 'Siðumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Bara í orði, — eða líka á borði? 1 útvarpsumræðunum frá Alþingi i lok april lýsti Ólafur Jóhannesson, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, yfir þvi, að hann væri fylgjandi kröfu verka- lýðssamtakanna um 110 þúsund króna lágmarkslaun, enda gætu menn ekki lifað af lægri launum. Þessi yfirlýsing ráðherrans vakti vissu- lega mikla athygli, og margur maðurinn ályktaði sem svo að nú hlyti að fara að styttast i samkomulag um verðtryggð 110- þús. króna lágmarkslaun og þá sjálfsögðu launajöfnunarstefnu, sem Alþýðusam- band Islands hefur markað. Nú eru hins vegar liðnir 12 dagar siðan Ólafur Jóhannesson tjáði sig samþykkan forgangskröfu verkalýðshreyfingarinnar, en i samningamálunum hefur ekki þokast nokkurn skapaðan hlut og frá rikisstjórn- inni heyrist hvorki hósti né stuna. Svo sem kunnugt er þá mæta verkafólki við samningaborðið fulltrúar tveggja samtaka atvinnurekenda. Þar mæta til leiks fulltrúar Vinnuveitendasambands íslands, sem nær allir eru úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins og þar mæta lika við hlið talsmanna Vinnuveitendasambands- ins fulltrúar frá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja að i Vinnumálasambandi samvinnufélag- anna er Framsóknarflokkurinn alls ráðandi. Þrátt fyrir orð Ólafs Jóhannes- sonar hefur við samningaborðið ekki gengið hnifurinn á milli Vinnuveitenda- sambandsins og Vinnumálasambands samvinnufélaganna allt til þessa, hvað forgangskröfur verkalýðssamtakanna varðar. Eéttri viku eftir fagurmæli Ólafs Jóhannessonar i útvarpsumræðunum sendi Vinnumálasamband samvinnu- félaganna meira að segja frá sér smánar- boðið um rúmlega 3000,- króna kauphækk- un, smánarboð sem atvinnurekendur i heild stóðu að og staðhæfðu að alls ekki væri von á betri boðum. Stjóm Sambands islenskra samvinnu- félaga hefur látið frá sér fara yfirlýsingu, þar sem hlýlegum orðum er farið um for- gangskröfur verkalýðshreyfingarinnar, og i dag er boðaður fundur með fulltrúum SÍS og verkalýðshreyfingarinnar. Þjóðviljinnvill alveg sérstaklega hvetja alla alþýðu til að taka vandlega eftir þvi, hvað fulltrúar SÍS sem til þessa fundar mæta hafa fram að bjóða nú þegar á reyn- ir. Verkalýðshreyfingin hefur ekkert með að gera innantóma skrúðmælgi um ,,samúð” með forgangskröfunum. Hitt væri marktækur atburður, ef fulltrúar SÍS, sém til fundar mæta i dag, kæmu á fundinn með raunveruleg boð i kjara- samningunum, og slitu þannig það band, sem hingað til hefur bundið saman Vinnu- veitendasambandið og Vinnumálasam- band samvinnufélaganna. Það er ekki eftir neinu að biða. Foringj- ar Framsóknarflokksins og forráðamenn SÍS hafa eins og aðrir þekkt forgangskröf- ur verkalýðshreyfingarinnar i nær hálft ár. Þeir hafa fengið nægan umþóttunar- tima. Þess vegna verða þeir að svara strax i dag. Ætla þeir að standa við yfir- lýsingu ólafs Jóhannessonar, eða ætlar Framsóknarflokkurinn hér aðeins að leika tveimur skjöldum með fagurmæli i orði, en fláttskap á borði? A þetta mun verkalýðshreyfingin að sjálfsögðu láta reyna. Vilji framsóknarforingjarnir hjá SÍS i verki standa við yfirlýsingu formanns Framsóknarflokksins um rétt verkafólks til 110 þús. króna verðtryggðra lágmarks- launa á mánuði, — þá segjum við bara: Batnandi mönnum er best að lifa og hróp- um húrra fyrir þeim. Hafi þeir hins vegar litið eða ekkert að bjóða, þegar til fundar kemur i dag, og haldi Vinnmálasamband samvinnufélag- anna áfram fóstbræðralagi sinu við Vinnuveitendasambandið, þá hefðu orð Ólafs Jóhannessonar i útvarpsumræðun- um betur verið ósögð. Það sem verkalýðshreyfingin vill fá að vita er þetta: — Var ólafur Jóhannesson aðeins að tjá eitthvað, sem hann kallar „persónulega skoðun” sina sem fyrrver- andi lagaprófessors? Eða, talaði hann þama sem ráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, þannig að hægt sé að treysta þvi að flokkurinn standi að baki yfirlýsingunni i reynd? Þetta eitt skiptir hér máli, og á þetta mun reyna i dag. Hér má enginn komast upp með að leika tveimur skjöldum. Svo- kallaðar „privatskoðanir” Ólafs Jó- hannessonar koma okkur litið við. Hitt er veigamikil staðreynd, að afstaða Fram- sóknarflokksins gæti ráðið úrslitum i kjaradeilunni, ef flokkurinn og SÍS reynd- ust i raun fáanleg til að skipa sér við hlið verkalýðshreyfingarinnar. —k. Hvar er rœða Sverris? A siðustu starfsdögum alþingis var efnt til almennrar stjórn- málaumræðu sem var útvarpaö. Meðal ræðumanna i umræðunum var Sverrir Hermannsson, siöari ræðumaður Sjálfstæðisflokksins. Sá fyrri var Geir Hallgrimsson forsætisráðherra. Hann bauð verkafOlki af örlæti sinu uppá 6% kauphækkun, en var allur hinn kurteisasti i málflutningi. Var ræða hans þvi birt i heild i Morgunblaðinu þegar i stað. ööru máli gegnir um ræðu Sverris Hermannssonar, hann fOr fram með gassa miklum og hótaði „miskunnarlausri hörku” og „aðgeröum sem duga” ef verka- lýðshreyfingin færi i verkfall. Hann lýsti þvi yfir aö hann hefði á annan áratug sem formaður Landssambands islenskra verslunarmanna aldrei staöiö að verkfallsboðunum. Þessi ræöa Sverris Hermanns- sonar hefur enn ekki verið birt i Morgunblaöinu: Þjóöviljinn fer þess á leit við Morgunblaðið að svo verði gert. Ræöa Sverris er góð heimild um afstööu Sjálf- stæðisflokksins til verkalýðs- hreyfingarinnar. Ræða þessi gengur nú manna á milli i ljósriti eins og neöanjarðarrit i Sovét- rikjunum, atvinnurekendur laumast meö ljósritin um gang- ana á Hótel Loftleiöum. Til að spara þeim ómakiö er hér meö skorað á Morgunblaðið að birta ræðuna, neiti ritstjórarnir, er Þjóðviljinn reiðubúinn til að birta úr henni valda kafla. Sverrir Hermannsson Til marks um ótta framsóknar við fylgistap Yfirlýsingar Ölafs Jóhannes- sonar um stuöning við kröfur ASl um lágmarkslaun — 110.000 kr. á mánuði — hefur vakiö athygli. Ennfremur afstaöa Sambandsins — I oröi. Eftir er aö vita hvað á bak viö býr, það kemur i ljós. Hitt vita allir aö þessar yfirlýsingar eru til marks um ótta Framsóknarflokksins viö fylgis- tap sem á sér stað meö hverjum deginum sem liður. Tilgangur Olafs Jóhannessonar er aö reyna að klóra i bakkann, aö bjarga framsókn. Björgunarstarfið er hins vegar dæmt til aö mistakast Ölafur Jóhannesson veröi ekki staðið við stóru oröin. Eftir þvi verður gengið og niður- staðan höfö i minni. En það hugarfar sem rikir innan framsóknarforystunnar þessa dagana er allt annað en þaö sem fram kemur i yfirlýsingum Ólafs, þar er enginn áhugi á þvi aö beita sér fyrir stuöningi við málstaö verkalýðshreyfingar- innar. Framsóknarforystan er al- búin til þess að svikjast aftan aö samtökum launafólks hvenær sem tækifæri gefst. Til marks um þaö er eftirfarandi lokakafli úr grein eftir varaformann SUF sem birtist I Timanum I gær: „Hvaö rikisstjórnina snertir er máliö reyndar ofureinfalt. Hún á engra kosta völ ef allt hleypur úr böndunum. Þá verðurhún aö taka I taumana ÞÓTT ÞAÐ KOSTI HÖRKU.” Þannig er það enn ljóst hvað þeir vilja, spurningin eraðeins sú hvort óttinn við verkalýðs- hreyfinguna og fylgishrunið endist Framsóknarflokknum til næstu kosninga. Samskonar ótti framsóknarforystunnar kom I veg fyrir svik I landhelgismálinu, eins gæti það orðið hér. Næstu dagar skera úr. „Málið er reyndar ofureinfalt.” Fjarstýrður forsœtisráð- herra Geir Hallgrimsson forsætis- ráðherra hefur enn ekki svaraö spurningum sem til hans hefur verið beint um þaö hvað gerðist á klikufundi Bilderberg-samtak- anna. Hann hefur raunar neitað þvi á alþingi að gefa skýrslu um för sina þarna út og hann hefur bætt þvi viö að það sem fram kom á fundi hans og auöjöfranna muni hafa áhrif á einstakar athafnir hans og koma þannig fram. Þar með viðurkennir forsætis- ráðherra landsins að hann sé fjarstýrður frá erlendum auömannaklúbbi. Þessi yfirlýsing forsætisráðherra Islands er I rauninni ákaflega alvarlegur viðburöur: það hefur aldrei fyrr gerst I sögu íslands að forsætis- ráðherra landsins hafi hagað sér með þessum hætti. Embætti forsætisráðherra er ekki einkaeign Geirs Hallgríms- sonar eins og fyrirtækin Sirius, Nói og Hreinn til dæmis. For- sætisráðherra landsins er kjörinn eftir ákveðnum lýðræöislegum leiðum og það er i himinhrópandi andstööu við hinar lýðræðislegu leikreglur aö forsætisráöherra landsins neiti að gefa skýrslu opinberlega um auðmannafund eins og þann er hann sótti i Bern- harðsreglunni. Það er hins vegar ekki ný bóla að forvigismenn Sjálfstæðis- flokksins líti á trúnaöarstörf sin sem einkaeign. Þannig hagaöi Geir Hallgrimsson sér jafnan meöan hann var borgarstjóri I Reykjavik, hann átti Reykjavik aö eigin mati eins og hvert annaö hlutafélag. Hann heldur uppteknum hætti sem forsætis- ráðherra landsins, og Framsóknarflokkurinn veitir aö sjálfsögöu ekkert aöhald. Honum nægir að fá að vera hornkerling við ráöherraboröiö i gamla tugt- húsinu viö Lækjartorg. — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.