Þjóðviljinn - 11.05.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.05.1977, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 11. mal 1977 MINNING Gudrún Petrea Jónsdóttir Fædd 24.12 1901 - Dáin 2.5. 1977 1 dag, 11. mai, fer fram frá Fossvogskapellu útför Guðrúnar Petreu Jónsdóttur frá Sauðlauks- dal. Hún fæddist i Keflavik 24. des- ember 1901 og voru foreldrar hennar Jón Jónsson trésmiður i Keflavik (f. 7. sépt. 1861 i Ferju- nesi við Þjórsá) og kona hans Þóra Eyjólfsdóttir (f. 10. febr. 1864 á Undirhrauni i Meðallandi). Bjuggu þau allan sinn búskap i Keflavik og munu aldraðir Kefl- vikingar enn muna hús þeirra, sem ætið var kallað Eldhúsið, af þvi að upphaflega hafði staðið þar eldhús Duusverslunar, en þegar ibúðarhús var byggt á staðnum mun nafnið hafa orðið eftir, þótt eldhúsið hyrfi. Þau hjónin, Jón og Þóra, voru kunn fyrir snyrtimennsku og reglusemi, og var Jón ágætur smiður, enda aðalhúsasmiðurinn i Keflavik um og eftir aldamótin — sivinnandi dag hvern — og veitti heldur ekki af, þvi að börnin voru mörg, eða tiu talsins, og komust átta þeirra til fullorðins ára. Hjá þeim dvöldu lika foreldrar Þóru, og var mikill gestagangur i Eldhúsinu, skaftfellingar, sem voru að koma i útver eða fara austur voru þar tiðir gestir, eink- um á meðan Eyjólfur lifði. Og til þess að drýgja tekjurnar hafði Jón dálitið verkstæði heima og þar smiðaði hann marga góða gripi, ekki sist kommóður sem þá voru eftirsóttar mublur i stáss- stofum islenskra timburhúsa. Einnig fékkst Jón svolitið við kennslu, en hann var ágætlega að sér i islenskum bókmenntum og dönsku kunni hann til hlýtar, þótt aldrei hefði hann setið á skólabekk. Og i þessu sjávarplássi is- lenskra sveitamanna, sem fluttir voru á mölina, ólst Guðrún Petrea upp — og var æska hennar Tveir nýir útibússtjórar Bankaráð Iðnaðarbankans hef- ur ráðið Jakob J. Havsteen, lög- fræðing, i stöðu útibússtjóra I úti- búi bankans, sem opnað verður á Selfossi siðar á þessu ári. Jakob er fæddur 26. april 1941 og lauk kandidatsprófi í lögræði frá Háskóla Islands i júni 1968. Frá þeim tima hefur hann gegnt starfi fulltrúa hjá sýslumanni Arnessýslu á Selfossi. Þá hefur bankaráðið nýlega ráðið Jóhann T. Egilsson, i stöðu útibússtjóra i Hafnarfirði og mun hann taka við starfinu i sumar. Jóhann er fæddur 29. ágúst 1926 og hefur hann gegnt starfi skrifstofustjóra útibús bankans á Akureyri frá stofnun þess, i nóvember 1965. Bjarni Tómasson, sem gegnt hefur starfi útibús- stjóra i Hafnarfirði undanfarin ár, mun nú að nýju koma til starfa við aðalbankann i Reykja- vik. og vöxtur þorpsins eins og tveir þættir sama strengs, og mundi hún margt frá þessum frumbýl- ingsárum staðarins, fólk og atvik, sem mótaði hið daglega lif. Veturinn 1916-1917 var ungur guðfræðingur, Þorsteinn Kristjánsson frá Þverá i Eyja- hreppi, ráðinn skólastjóri ung- lingaskólans i Keflavik og leiddu kynni þeirra Guðrúnar Petreu þennan vetur til þess, að þau giftu sig rúmu ári seinna, þ. 8. sept. 1918. En nokkru eftir að. unglinga- skólanum lauk vorið 1917, eða þ. 28. mai, var Þorsteinn vigður til Mjóaf jarðarprestakalls, sem hann þá um veturinn hefði fengið veitingu fyrir. Fór Þorsteinn austur um vorið, en unnusta hans varð eftir hjá foreldrum sinum i Keflavik. Dvaldi hann fyrst i Firði, en siðar á Brekku, þar sem hlýrri voru húsakynni, en eftir áramótin 1917- 1918 iögðust að kuldar og frost- hörkur, frostaveturinn mikli var að ganga i garð. Vorið 1918 kemur svo séra Þor- steinn aftur að austan og hafði þá fengið veitingu fyrir Breiðaból- stað á Skógarströnd, en vegna . samgönguerfiðleika dróst för hans að austan, svo að ekki mun hann hafa tekið við jörðinni á Breiðabólsstað þetta vor. Um sumarið fór svo Guðrún Petrea með honum vestur i kynn- isför og dvöldu þau þá mest hjá foreldrum Þorsteins, Kristjáni hreppstjóra Jörundssyni á Þverá og konu hans Helgu Þorkelsdótt- ur. Þar kynntist hin unga, tilvon- andi prestkona úr Keflavik nýjum heimi, en Kristján var hinn mesti búforkur, einarður og fylginn sér, eins og lesa má um I ævisögu séra Árna Þórarinssonar. Helga, kona hans, var óvenju greind og fjöl- menntuð þótt aldrei hefði á skóla- 'bekk setið og tók hinni ungu tengdadóttur með slikri hlýju, að. aldrei kólnaði meðan báðar lifðu. Dvaldist nú Guðrún þarna um sumarið i hinum besta fagnaði, en Þorsteinn var einkasonur þeirra hjóna og þarna vestra voru þau siðan gefin saman i hjónaband af séra Arna Þórarinssyni þ. 8. sept. um haustið. Siðan lá leiðin suður til Keflavikur i heimsókn til fjöl- skyldu Guðrúnar, en nú gripu óvæntir atburðir i taumana og. sannaðist þá hið fornkveðna, að enginn ræður sinum næturstað. 1 Reykjavik og um Suðurnes herjaði sjálf pestin, spænska veikin. Hún lagðist eins og farg yfir þjóðina, sem senn ætlaði að fagna fullveldi, og sópaði heilu fjölskyldunum ofan i kirkjugarð- ana, eins og verið væri að minna þjóðina á harðæri og pestir þús- und ára sögu — og austur i heim- kynnum afa og ömmu hinnar ný- giftu konu stráði Katla ösku og eimyrju yfir landið, og i sömu vikunni létust i Eldhúsinu i Keflavik húsmóðirin og næst-elsta dóttirin, rétt tvitug að aldri, en unga brúðurin liggur vikum sam- an milli héims og helju. Þegar svo var komið hag fjöl- skyldunnar var gripið til þess ráðs að flytja Guðrúnu fársjúka til vinafólks i Keflavik og fyrst eftir áramótin kom batinn, æska og ilmur sumarsins frá Þverá sigraði að lokum hinn bleika gest. Voriðeftir, 1919, flytja svo ungu prestshjónin að Breiðabólsstað, og með þeim flytja einnig faðir Guðrúnar og tvö yngstu systkini hennar. Var aðkoman að hinu forna setri á Skógarströnd heldur kuldaleg, húsin óvistleg og köld — og kom sér nú vel, að Jón smiður kunni öðrum mönnum betur að halda á hamri og sög. A Breiðabólsstað búa þau svo i þrjú ár, og þar eignast þau fyrsta barn sitt, Guðrúnu (kennari i Reykjavik). Breiðabólsstaður var mannfrek jörð til búskapar, ef nýta átti öll gögn hennar og gæði, og hentaði þvi ekki vel ungu fólki með tvær hendur tómar. Þau munu þvi ekki hafa hugsað sér þar langa setu og veturinn 1922 fékk séra Þorsteinn veitingu fyrir Sauðlauksdal og fluttu þau þangað um vorið. 1 Sauðlauksdal bjuggu þau sið- an i 21 ár og undu hag sinum hið besta. Séra Þorsteinn og Guðrún Petrea voru samferðameiin þeirrar presthjónakynslóðar, sem stuðluðu að menningar- kveikju i sveitum landsins og héldu i heiðri starf fyrri kynslóða að skapa ungum og greindum unglingum undirstöðumenntun og visa til vegar að æðra námi. Séra Þorsteinn hélt skóla á heimili sinu flest þessi ár og á haustin kom ungt fólk og var meira og minna viðloðandi yfir veturinn og þaðan ýtti margur unglingurinn úr vör til æðra náms. Prestskonan varð að hafa auga á hverjum fingri, að nægur væri maturinn i búrinu og i hennar hlut kom að skipa fólkinu til sængur og sjá um, að sá andi svifi yfir vötnum, að öllum kæmi saman og öllum liði vel, þvi að oft var þröngt setinn bekkurinn þótt húsakynni i Sauðlauksdal væru býsna rúm, og þá kom sér vel að eiga jafnaðargeð og kunna þá vandlærðu list að gera gott úr öllu. Eins og kunnugt er verða mikl- ar breytingar i islensku þjóðlifi á þessum árum. Vinnufólki tekur að fækka i sveitunum, hin fjölmennu heimili verða fágætari með ári hverju, en enn halda þó prestssetrin stöðu sinni, sér i lagi þar sem prestarn- ir sinna fræðslumálum og taka þátt i félagsmálum byggðarinn- ar. Þessi menningarlegi þáttur kirkjunnar á Islandi, prestsheim- ilið og áhrif þess i samfélaginu, er enn svo nærri okkur, að hans er sjaldan getið, en einn daginn munum við skynja, að þetta er orðin saga ein. Og þeim fækkar lika óðum prestskonunum, sem mótuðu þessi heimili, og voru svo likar að stil og yfirbragði, að maður þekkti þær á götunum i Reykja- vík, þegar þær komu á synódus með mönnum sinum. Guðrún Petrea sómdi sér vel i hópi þessara kvenna. t Sauðlauksdal liða svo árin eitt af öðru. Börnunum f jölgar, fjögur fæðast til viðbótar: Bragi (verkfræðingur i Reykjavik, kvæntur Friðu Sveinsdóttur læknaritara), Baldur (skógfræð- ingur i Kópavogi, kvæntur Jóhönnu Friðriksdóttur kenn- ara), Jóna (kennari á Kirkju- bæjarklaustri, gift séra Sigurjóni Einarssyni), Helgi (skólastjóri á Dalvik, kvæntur Svanhildi Björg- vinsdóttur kennara). Eftir að þau höfðu búið nokkur ár í Sauðlauksdal flytja foreldrar séra Þorsteins til þeirra og dvelja þar til dauðadags. Hjónunum helst vel á vinnufólki og allt er i föstum skorðum. Og fyrr en varir eru elstu börn- in komin i skóla i öðrum lands- fjórðungi — og þeim vegnar vel, og þótt úti i heimi geisi strið og ógn þess hafi færst að ströndum Islands þá rikir kyrrð og öryggi i Sauðlauksdal — og fólkið kemur prúðbúið til messu á sunnudögum og hringing klukknanna berst yfir dalinn og presturinn stendur fyrir altarinu skrýddur höklinum, sem foreldrar Eggerts Ólafssonar gáfu kirkjunni — og eftir messuna er bærinn öllum opinn, ilmur af kaffi og nýbökuðum kökum berst út á hlaðið og prestsfrúin sér svo um, að allir fái góðgerðir. Þetta er messudagur i islenskri sveit, miðpunktur mannlifs og öryggis i litlu samfélagi. En svo einn dag er öryggi dals- ins rofið og kaldur gustur dauð- ans leikur þar um hverja gætt. Presturinn hefur farið yfir á Eyrar til að fá ferð til Reykjavik- ur. Þetta er um miðjan febrúar 1943. Vélskipið Þormóður leggst við bryggju á Patreksfirði og þar stiga um borð tveir farþegar, en fyrir er i skipinu f jöldi fólks, sem komið hafði um borð i heimahöfn þess á Bildudal. Og febrúarveðrin láta ekki að sér hæða. Eitt ógnvænlegasta sjó- slys aldarinnar var á næsta leiti, þegar Þormóður leysti festar á Patreksfirði og stefndi til hafs i stinnum kalda. Hann batt hvergi festar aftur, en fórst með allri áhöfn og öllum farþegum út af Stafnesi aðraranótt þess 18. febrúar 1943. Sóknarpresturinn i Sauðlauks- dal var einn þessara farþega og 30 aðrir gistu hina votu gröf þessa nótt. Heim i Sauðlauksdal barst fregnin skjótt — og á einni nóttu sópaðist öryggið brott, og sá sem þarf að axla slikar byrðar verður aldrei sami á eftir, þó að sagt sé, að timinn græði öll sár. Marta Valgerður Jónsdóttir ættfræðingur kemst svo að orði um Jón föður Guðrúnar Petreu, að hann hafi kunnað ,,að taka öllu Framhald á 14. siðu Skógræktarfélag Reykjavíkur: Líflegt starf á síðasta ári Aöalfundur Skógræktarfélags Reykjavikur var haldinn i Tjarnarbúö 27. april s.l. Verkefni Félagsins s.l. ár voru meö svipuöum hætti og undanfar- in ár. Plöntuframleiösia i Skóg- ræktarstööinni I Fossvogi, gróöursetning á Heiömörk, öskjuhliö, Rauöavatni og viöar. Framleiddar voru 170. þús. skógarplöntur og 70. þús. garða- plöntur. Sáð var trjáfræi i um 700 ferm. i gróðurhús og græðireiti. Dreifsettar voru um 300. þús. plöntur i reiti og settir niður 85. þús. græðlingar til uppeldis. A Heimörk voru gróðursettar 107. þús. plöntur, öskjuhlið 13. þús. Rauðavatni 1350, og á aðra staði i borgarlandinu um 4 þús. plöntur. Unglingar frá Vinnuskóla gróðursettu mest af þessum plöntum, og var það gert af alúð og vandvirkni. Fræðslustarf var með mesta móti, haldinn var einn fræðslu- fundur og tvær sýnikennslur i Fossvogsstöðinni. A sýnikennsl- urnar kom nærri 1000 manns. Skógræktarfélagið sendir með- limum sinum ýmsan fróðleik með blaði sem heitir „Skógurinn” tvisvar — þrisvar á ári og allir meðlimir fá Arsrit Skógræktar- félags Islands árlega. Aðalstjórn félagsins er óbreytt en i varastjórn var kosinn Kjart- an Thors i stað Bjarna Helgason- ar er ekki gaf kost á sér. Stjórn féiagsins skipa: Guðm. Marteinsson, formaður, Lárus Blöndal Guðmundsson varaform. Björn Ófeigsson gjaldkeri^ Jón Birgir Jónsson, ritari og meðstj. er Sveinbjörn Jónsson, i vara- stjórn eru Kjartan Sveinsson Kjartan Thors og Ragnar Jónssn. Framkv.stjóri er Vilhjálmur Sigtryggsson. Vetrarstarf Samvinnuskólans Samvinnuskólinn var settur hinn 21. september s.l. og sátu 37 nemendur i 2. bekk en 44 I 1. bekk, en þeir voru valdir úr hópi nálægt 200 umsækjenda. Nemendur aö Bifröst voru þvi alls 81 nú i vetur, 48 piltar og 33 stúlkur. Nemendur skiptast þannig eftir búsetu: Vesturlandskjördæmi 14 17.28% Noröurland — eystra 14 17.28% Reykjavik 1316.04% Reykjanes 13 16.04% Noröurland — vestra 10 12.35% Austurlandskjördæmi 6 7.40% Vestfjaröarkjördæmi 5 6.17% Suöurlandskjördæmi 5 6.17%. 1 vetur var sú nýjung I starfi skólans að tvö orlofshús I eigu starfsmanna Samvinnufélaga voru nýtt þannig að tveir nem- endur hafa búið sitt i hvoru hús- inu ásamt fjölskyldum sfnum og hafa þessar búðir verið kallaðar hjónagarðar. Tilraunin tókst miög vel. A þessu ári hefur orðið veruleg aukning i tækjabúnaði skólans og hefur hann ma. eign- ast 25 rafmagnsritvélar og tölvu. Verslunarnámskeið voru i samvinnu við Kaupfélag borg- firðinga og farnar voru skoðunar- ferðir til kynningar á atvinnulifi. Þeir nemendur sem braut- skrást úr 2. bekk hljóta nú sjálf- krafa viðurkenningu Æskulýös- ráðs til að taka að sér stjórn og kennslu á félagsmálanám- skeiðum Æskulýðsráðs. Skólaslit fóru að venju fram 1. mai,. Skólastjóri, Haukur Ingi- bergsson, bauð gesti velkomna, einkum þó foreldra nemenda. Hann rakti nokkuð starf skólans á starfsárinu og gerði aö þvi loknu grein fyrir úrslitum prófa, sem hófust aö loknu páskaleyfi. I 1. bekk urðu hæst: Guðmundur Páll Jónsson, Akra- nesi, 8.93, Erlendur Hjaltason, Reykjavik, 8.86, Lára Agústa Snorradóttir, Patreksfirði, 8.79. I 2. bekk urðu hæst: Kristin Bryndis Guðmundsdóttir, Stöðvarfirði, 9.44 Sigrún Inga Sigurðardóttir, Skagafirði, 9.20, Rósa Hansen, Vestmannaeyjum, 8.95. Er árangur Kristinar Bryndis- ar Guðmundsdóttur sá besti sem náðst hefur siðan Samvinnuskól- inn fluttist að Bifröst og afhenti Haukur Ingibergsson skólastjóri skólastjóri Kristinu sérstök verð- laun vegna þessa afreks. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.