Þjóðviljinn - 27.05.1977, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. mal 1977.
Helena fagra
Litið inn á æfingu í Þjóðleikhúsinu
Brynja og Atli gera klárt.
,,Við byrjum á slaginu
átta og reynum að stoppa
hvergi." — Það er leik-
stjórinn að söngleiknum
Helenu fögru, Brynja
Benediktsdóttir, sem gef
ur þessa tilskipan á f jór-
um fótum, niður í hljóm-
sveitargryf ju Þjóðleik-
hússins, þar sem menn
stilla hljóðfærin í gríð og
erg. Tónlistarstjórinn,
Atli Heimir Sveinsson,
þýðir tilskipunina á hin
ýmsu tungumál, og von
bráðar berast tónar úr
forleik Offenbachs um
salinn.
Helena fagra, sem nú er tekin
til sýninga i Þjóðleikhúsinu, er
með þekktustu verkum Offen-
bachs. Hann var frumsýndur i
Paris 1864 og varð þegar i stað
gifurlega vinsæll. t verkinu er
leitað fanga aftur i griska forn-
öld, en i rauninni fjallaði hann
þó fyrst og fremst um samtið
höfundar, hið glysgjarna og al-
vörulausa þjóðlif þess timabils
franskrar sögu, sem kennt er
við annað keisaradæmið. Verkið
hefur þó iðulega verið aðlagað
aðstæðum þeirra staða og tima,
sem það hefur verið sýnt a, og er
einnig svo að þessu sinni. begar
tjaldið er dregið frá, birtist
krakkahópur á róluvelli, — en á
róluvelli getur ýmislegt gerst og
skulum við ekki rekja stað-
færslu verksins frekar, en þýð-
andinn Kristján Árnason hefur
fundið þvi margar skirskotanir i
okkar eigið umhverfi, og leik-
stjóri, leikmyndateiknari og
flytjendur siðan haldið áfram á
þeirri braut.
1 þessari viðamiklu sýningu
koma alls fram um 50 manns,
leikarar, söngvarar, popp-
stjörnur, dansarar og félagar úr
Þjóðleikhúskórnum, auk Stef-
áns Karlssonar, handritafræð-
ings, sem leikur sjálfan Hómer.
Aðalhlutverkin, þau Helenu og
Paris, ieika Helga Jónsdóttir og
Arnar Jónsson, en einnig eru
hlutverkin æfð af Steinunni Jó-
hannesdóttur og Ólafi Erni
Thoroddsen. A æfingunni, sem
við sáum, æfði Steinunn hlut-
verk Helenu, en hún mun leika
hana strax á annarri sýningu. 27
hljóðfæraleikarar leika i sýn-
ingunni og stjórnar Atli Heimir
hljómsveitinni til að byrja með,
en siðan Ragnar Björnsson. Sig-
urjón Jóhannsson gerir leik-
mynd og búninga, auk þess sem
hann hefur gert leikgerðina meö
Brynju. Kalkas hofgoði er leik-
inn af Róbert Arnfinnssyni,
Menlás konungur af Árna
Tryggvasyni, Leifur Hauksson
leikur Orestes, og söngvararnir
Guðmundur Jónsson, Garðar
Cortes, Kristinn Hallsson og
Sigurður Björnsson fara með
hlutverk griskra konunga.
Reyndar var sjálfur Akkiles
hinn sterki (Garðar Cortes) svo
bólginn i raddböndunum á
æfingunni að hann mátti hvorki
mæla né syngja en lék hlutverk
sitt eigi að siöur meö mestu
prýði með hjálp hvislara og lát-
bragða.
Af höfundi verksins, Jacques
Offenbach, er það að segja, að
hann var af þýskum ættum, en
fluttist 14 ára gamall til Parisar
Steinunn Jóhannesdóttir i hiutverki Helenu
Róbert Arnfinnsson og Arnar Jónsson i hlutverkum Kalkasar og
Parisar (Paris reyndar dulbúinn).
Helga Jónsdóttir i hlutverki Helenu.
og starfaði þar siðan. Leið svo
ekki á löngu þar til hann var
farinn að leika i leikhúshljóm-
sveitum, þám. i Opera
Comique, en þar vaknaði áhugi
hans á að semja leikhústónlist.
Hann var um árabil hljómsveit-
arstjóri Teatre Francaise og
stofnaði siðan sitt eigið leikhús,
Teatre de la Gaite, sem hann
veitti forstöðu á árunum 1873-75.
Offenbach varð fljótlega við-
kunnur fyrir söngleiki sina og
óperur, en hann samdi alls á
annað hundrað leikhúsverk.
Mörg hin vinsælustu samdi
hann með textahöfundunum
Henri Meilhac og Ludovic
Halévy, og er Helena fagra i
þeirra hópi.
Frumsýning á Helenu fögru
er i kvöld, föstudag, en verkið
verður sýnt til loka leikárs, út
júnimánuð. þs