Þjóðviljinn - 27.05.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 27.05.1977, Side 7
Föstudagur 27, maí 1977. þJÓÐVILJINN — StÐA 7 Med ödrum oröum: Hverjar 100 kr., sem lagðar eru í steinbítskaup skila 250,— kr. í útflutningsverði, — en hverjar 100,— kr. sem lagðar eru í þorskkaup skila aðeins 160,— kr. V andræðafiskur Þrælalögin runnu úr gildi i dag, og er full ástæöa að öska sjómönnum til hamingju með að vera aftur komnir á þann vettvang að mega semja um kaup og kjör likt og aðrar stétt- ir, hve lengi sem þaö verður. Vetrarvertíð er einnig nýlokið, og má á hverjum degi heyra og sjá i fjölmiðlum, hve mörg tonn hinir og þessir i einni og annarri veiðistöð fengu. Tonnastriðið er sem sagt i algleymingi, en litið erminnstá það sem mestu máli skiptir fyrir þjóðarbúið, þ.e. verðmæti þess afla, sem á land var dreginn. Skýtur þar örlitið skökku við, ef maður rifjar upp fréttir af loðnuveiðinni, þvi við lá að fjölmiðlar verðleggðu til útflutnings, óveidda loðnu. Það gæfi örugglega réttari mynd að taka upp venju Ú.A., að láta verðmætis afla getið. Þvi tonna- fjöldi segir litið, ef engar upp- lýsingar fylgja um gæði aflans. A vestfjörðum mun vertið bátaflotans hafa gengið áfalla- litið, en afli þó, eins og viðar, minni en vertiðina á undan. Eins og allir vita, sem eitthvað til þekkja er u.þ.b. helmingur af afla bátaflota vestfirðinga á vetrarvertið steinbitur. Hér áð- ur fyrr skipti þetta litlu máli, vegna þess að verðmunur á þorski og steinbit var hverfandi litill, hin siðari ár hefur þróunin sifellt verið okkur i óhag, og al- verst á s.l. vertið, er greiddar voru43,12krfyrir kg af steinbit, en 77,68 kr fyrir sambærilegan þorsk, mismunur 34,56kr pr. kg. Ekki kann ég skýringu á þessari þróun, en reynslan er sú, að á hverri vertið að undanförnu, hafa menn rekið upp rama- kvein, er þeim varð ljóst verðið á steinbitnum. En það er við stóran að deila og þrátt fyrir i- trekaðar tilraunir árlega hefur aldrei fengist nein leiðrétting. Enda er sagt tap á vinnslunni, tap á útgerðinni, sannanlega lækkar kaup sjómanna og allt lendir i vandræðum. Menn fá skömm á sjálfum sér að stunda þessar veiðar, enda hagur nefndra aðila ekki beysinn fyr- ir? Steinbiturinn var löngum nefndur bjargræði hér vestra, og fyrir ekki all löngu var ekki hægt að selja þorsk nema sem fylgifisk steinbits, þess vegna læðist að manni grunur um, að einhversstaðar sé maðkur i mysunni. A meðan engin við- hlitandi skýring fæst, skal enn reynt að fá verðið hækkað. En sé svo að steinbitur sé ókaup- andi og óvinnandi, er þar vissu- lega á ferðinni vandamál, sem krefst tafarlausrar, úrlausnar. Þvi linuveiðar legðust þá niður, engin eiginleg vertið yrði hér um slóðir og mikil hætta á bú- seturöskun. Það má vera að við höfum ekki fylgt nóg eftir og ekki vakið næga athygli á þessu vandamáli, á þeim tima er verðlagning fer fram. Nú liður senn að nýrri fiskverðsákvörð- un og þviskal reynt að láta eitt- hvað koma fram. Það er ekki vert að gera hlut verðlagsráðs verri en hann er, og þó sjómönnum hafi ekki tek- ist að fá fram breytingar á verði, þá kom eitt sinn tilkynn- ing frá verðlagsráði, löngu eftir að verðákvörðun hafði verið auglýst. Sú tilkynning var á þá lund, að fyrir steinbit sem ekki næði tiltekinni stærð, skyldi greiða gúanó-verð. Annars hljóðaði klásúlan yfirleitt upp á steinbithæfan til frystingar. Við siðustu verðákvörðun var svo tekin upp flokkun á steinbit, væntanlega með fullu samþykki fulltrúa sjómanna. Það kom samt fram i simtali við þann ágæta fulltrúa að hann vissi ekki, eða vildi ekki vita hvernig steinbitsverðið hafði orðið til, það bara væri svona, að hans sögn. Það er ekki að furða þó formaður LIÚ, tali um ágætt samstarf sjómanna og útgerð- armanna, ef það er tilfellið að fulltrúi sjómanna sé alltaf sam- mála siðasta ræðumanni. Ann- ars er seta formanns LIC i verð- lagsráöi atriði, sem samrýmist ákaflega illa vitund manna um rétt og rangt, þvi innan þessara - samtaka eru fjölmargir aðilar, sem auk útgerðar leggja stund á fiskkaup, og má ekki herma upp á fulltrúann hið fornkveðna, að enginn kann tveimur herrum að þjóna. Hann er kannske fjar- stýrður, og þó manni detti ekki Bilderberg i hug, mun fjár- sterkum fiskkaupendum koma betur en iila að eiga beggja handa járn við ákvörðun fisk- verðs. En ég var að tala um flokkun á steinbit, hún kom til fram- kvæmda á s.l. vertið, sannleik- urinn mun hins vegar sá, að verðið var miðað við gömlu klásúluna, hæfur til frystingar. Mun ég ekki einn um þá skoðun, en við tilraunir til að fá það staðfest hefur ekkert gengið. Hinsvegar komið fram, að á næsta ári myndum við njóta góðs af flokkuninni og fyrsti flokkur hækka verulega. Þvi má hver trúa sem vill, en fyrri við- skipti við verðákvörðunar-aðila hafa ekki verið traustvekjandi. Hin breiðu bök vestfirskra sjó- manna skyldu enn einu sinni axla byrðar, sem aðrir tækju ekki. Hvað varsvo á okkur lagt? Jú, 1. fl.steinbítur, 43,12krpr. kg. Litum nánar á þetta. Hvern- ig lítur það út að framleiða út- flutningsvöru úr steinbit? Hrá- efnisverð: 43,12 kr, nýting: 30,7% (úr Grænu skýrsl.), útfl.v. (5x 10 lbs) 356,70 krpr. kg. Hráefni: 100 kg x 43,12 = 4312 kr, skilar 30,7 kg x 356,70 = 10.951 kr. Til viðmiðunar þorsk- ur. Hráefnisverð: 77,68 kr, nýt- ing 37%, útfl.v. (5x10 lbs) 348,00 kr. Hráefni: 100 kg x 77,68 = 7768 kr, skilar, 37 kg x 348,00 kr = 12.876 kr. Ef við deiium hrá- efnisverði i útflutningsverð, til að finna hlutfallstölu verð- mætisaukningar, kemur út: Steinbitur = 2,5, Þorskur = 1,6. Með öðrum orðum: Hverjar 100 kr, sem lagðar eru i steinbits- kaup skila 250,00 kr i útflutn- ingsverði en 100 kr i þorskkaup, skila aðeins 160,00 kr. Allir eru óánægðir, og allir tapa, hver kann skýringu? Til þess að sama hlutfallstala gilti fyrir báðar tegundir hefði verð á steinbit þurft að hækka um tæp 60%. Hefði það gerst væru sjálf- sagt færri óánægðir. Suðureyri 15.mai,1977 Gestur Kristinsson. MINNING Svava Klara Hansdóttir Getur stjórn LÍN endur- skoðað eigin verk? Þegar fréttist af þvi að Vilhjálmur Hjálmarsson væri að skrifa blaöagrein um lánamál námsmanna, áttu flestir von á að nú tæki hann af skarið, lýsti um- búðalaust þéim vilja sinum að úthlutunarreglum yrði breytt i veigamiklum atriðum við þá ár- legu endurskoðun þeirra sem nú er aö hefjast. M.a. til að komast hjá þvi að vera stefnt fyrir lög- brot. Þvi að eins og allir vita eru úthlutunarreglur ársins 1976—77 nú orðnar dómsmál. En þessi von brást, eins og svo margar aðrar vonir sem námsmenn hafa bundið við öðlinginn austfirska. En ,,full- trúar al'mennings” {að eigin áliti) i stjórn LIN, þrifólið — viö þá eru engar vonir bundnar. Þessir menn kunna ekki að læra af reynslu. En það er nú kannski ekki von. I sinu eigin námi þurftu þeir ekki á námslánum aö halda. Þaö eru alltaf nokkrir slíkir. öll reynsla þrifólsins byggist á þvi að mæta vikulega á tveggja tima fundi, oft um það bil hálftima of seint (vegna annarra bitlinga?) og hlusta á eigin „visku” um lánamál, byggöa á sögusögnum, helst sem illgirnislegustum og fordómafyllstum. Það sem náms- fólk segir þar um, dæmir þrifólið vera lygi og frekju. Tillögur námsmanna eru felldar, þegar best lætur, en vinsælast er að visa þeim frá, helst sem minnst rædd- um. Vilhjálmur, getur þú ekki fundið einhver ráð til aö láta ein- hverja aðra en þrifólið i stjórn LIN endurskoða sköpunarverk sitt? „Endurskoðun” i höndum þeirra Jóns Sigurðssonar, frkvstj. Menningarsjóðs, Árna Óiafs Lárussonar hjá Skeljungi og Stefáns Pálssonar forstöðumanns Stofnlánad. landbúnaðarins getur aldrei orðið annaö en dáraskapur. 1 grein Vilhjálms er eitt ómerkilegt atriði, sem ber all- mikinn svip karlagrobbs. Þar á ég við upptalningu hans á fjár- framlögum rikisins til námslána árin 1967—76 án þess að skýrafrá hvaö þessi fjárframlög merki i núgildandi verölagi. Ég er hreint ekki að neita þvi að námsaöstoð hafi aukist á þessu timabili. Lánsprósenta hefur hækkaö og lánum fjölgaö, enda væri annað óeðlilegt. I töflu V er reynt að gera grein fyrir þessu. Fremstu tölurnar eru úr grein Vilhjálms, en tölum árins 1977 bætt við, aðr- ar tölur eru viðbót við upplýs- ingamiðlun hans. Stundum heyr- ist sá áróður að námsmenn lifi þvi nær eingöngu á rikisfé. Auöséð er að Vilhjálmur hefur oröið fyrir áhrifum af slíkum áróðri. Til að hnekkja endanlega þessari skoðun hans og fleiri birti ég hér töflu VI, sem sýnir fjármögnun námsmanna á framfærslukostn- aðisinum á árunum 1967—75. Þar kemur fram aö Lánasjóöur hefur aldrei fjármagnað nema um helming framfærslu þeirra náms- manna, sem lán hafa fengiö, og þá er öllum „lánlausum” sleppt. Þvi miður lágu ekki fyrir sam- bærilegar tölur fyrir árin 1975—76 og 1976—77, en skv. þeim upplýs- ingum, er ég fékk hjá LIN hefur engin breyting orðið á hlutföllum þessum, sem veruleg megi teljast. Ég veit að ráðherra er mér þakklátur fyrir þessar viðbótar- upplýsingar, því aö engum dettur i hug að hann hafi ætlaö sér að slá ryki i augu lesenda. „Sjálfsbjargarstefnan” Varla er hægt að trúa þvi að Vilhjálmur og aðrir ráöherrar trúi sinum eigin oröum um aö þeir stefni aö jafnrétti til náms. Er það þá harla óbjörguleg leið sem þeir hafa valiö, nefnilega i gagnstæða átt. Okurlánalögin sem sett voru sl. vor, úthlutunar- reglurnar sem ráöherra undirrit- aði með óskaplegu hraði milli rétta við sunnudagsmáltið sl. sumar, reglur LIN um náms- framvindu o.fl. frá I vetur, — allt eru þetta tilræði við jafnrétti til náms. Vilhjálmur Hjálmarsson kallar þessa stefnu „að hjálpa dugandi námsfólki til sjálfsbjarg- ar á námsárunum”. öllu má nú nafn gefa. Næsta stig i framkvæmd þessarar sjálfs- bjargarstefnu hlýtur aö vera að leggja Lánasjóö islenskra náms- manna niður (eftir að flokks- prelátunum hafa verið útvegaöir nýir bitlingar) og „hjálpa siðan námsmönnum til sjálfsbjargar” á tvennanhátt: (a) stofna náms- mannadeild i Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki og úthluta styrkjum til félaga, (b) greiöa .götu „dugandi” einstaklinga I hópi námsfólks til að fá bankalán gegn tryggingu eða veði I eigin eign eða eignum foreldra. Þeir sem ekki gætu útvegað sllkt og ekki vildu heldur notfæra sér fyrri möguleikann, hefðu ekkert I nám að gera... Með þökk fyrir birtinguna. 11. mal 1977 Guðmundur Sæmundsson. Fædd 6. febrúar 1914 Kæra vinkona, aðeins nokkrar linur til að minnast liðinna daga. Vegir okkar lágu saman, þegar þú varst aðeins 15 ára og ég 17 ára. Seinna átti það fyrir mér að liggja að kynnast móður þinni, er ég hóf nám i kjólasaum árið 1929—1930. Upp frá þvi átti ég mitt annað heimili hjá ykkur mæðgum. Það var stundum farið út að ganga, þótt buddan væri létt. Við gengum niður i miðbæ, þar sem nú er hið svokallaða Hailærisplan. Frú Klara gekk að eiga eftir- lifandi eiginmann sinn Sigurð Ö. K. Þorbjarnarson, fyrsta vél- stjóra hjá Rikisskip, i septem- ber 1936. Þau eignuðust einn son Garðár Lúther, tæknifræðing, sem búsettur er i Noregi. Gaman var að vera gestur i Barmahlið og þangað komum við hjónin oft með drengina okkar. Þar var alltaf dekkað borð og við- tökur ánægjulegar. Alltaf man ég eina ferð, er við Klara vorum samskipa til Skotlands. Þá not- uðum við vinkonurnar tækifærið og vorum i sólbarði uppi á dekki og röbbuðum saman um gamla daga. 1 fyrra sumar fórum við okkar siðustu ferð austur fyrir fjall. Ekki grunaði mig þá, að það yrði okkar hinsta samferð. Að siðustu þakka ég þeim hjón- um fyrir góða vináttu i fimmtlu ár og bið guð að blessa son henn- Dáin 14. mars 1977 ar, tengdadóttur, barnabarn og systkini. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur Farv-elábraut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér siðar fylgja ifriðarskaut. Tafla VI: Hluti námslána I ráðstöfunarfé náms- fólks (i prósentum) AR Tekjur önnur fjáröflun Námslán Samtals 1967-68 41.6 33.3 25.1 100 1968-69 33.6 34.2 32.2 100 1969-70 35.8 30.7 33.5 100 1970-71 35.6 23.9 40.5 100 1971-72 32.4 15.3 52.3 100 1972-73 38.3 13.7 48.0 100 1973-74 43.0 9.8 47.2 100 1974-75 40.0 9.7 50.3 100 (Útúr þessari töflu má margt lesa, t.d. (1) aöþrátt fyrir hærri lán hef- ur vinna námsmanna ekki minnkað. Allt tal um aukna eftirspurn eftir lánum er þvi út i bláinn. (2) að námsfólk getur i siminnkandi mæli treyst á „aðra fjáröflun”, s.s. gjafir, lán frá aðstandendum, styrki o.s.frv.)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.