Þjóðviljinn - 01.06.1977, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. júni 1977.
Landpóstur hefur nú verið f sumarleyfi um sinn og
annast lambfé norður í Skagafirði. Nú hefur hann hins-
vegar hafið göngu sina á ný og treystir því, að lesendur
blaðsins verði enn sem fyrr ólatir við að senda honum
efni: greinar, f réttir, myndir og mun þvi komið til skila.
VÍSAÐ Á
Til aö byrja meö birtist hér bréf
frá fréttaritara blaösins i Hrisey,
Guðjóni Björnssyni:
„Hvar er Hrisey?"
Þegar hriseyingar eru staddir á
öðrum landshornum, eru þeir
gjarnan spurðir hvaöan þeir séu,
sem er ekki tiltökumál. Þá er þeir
hafa svaraö kemur stundum fyrir
að til þeirra er beint annari
spurningu og þá „Hvar er Hris-
ey?” Ekki mun þetta algengt.en i
eftirfarandi grein er sagt frá, i
stuttu máli, lifi og starfi eyjar-
skeggja og svo hvar eyjan er
staðsett við landið. Má þá vænta
að einhverjir þurfi siöur að spyrja
eftirleiðis hvar Hrisey sé.
fiskvinnslu, meira en flest önnur
þorp, sem eru gjarnan i þjóöbraut
og hafa i kringUm sig sveitir, sem
þau veita þjónustu.
Sá sem gengur um byggðina i
Hrisey, verður vart var við að
hann sé staddur á eyju, þar sem
eyjan sjálf byrgir að miklu leyti
fyrir útsýni til sjávar og svo
gnæfa Eyjafjaröarfjöllin við him-
in og mynda tignarlega um-
gjörð, sem opnast i norðri, við
fjarðarmynnið. Fjöllin austan
megin fjaröarins skýla mjög vel
fyrir austlægri átt og er raunar
aldrei hægtaö segja að austan-átt
sé á staðnum, er þá annaö hvort
alveg logn eða þá að andar af suð-
austri.
Á utanveröum Eyjafirði
Miðju vegu á utanverðum
Eyjafirði, um tveggja tima sigi-
ingu frá Akureyri, ris Hrisey úr
sæ. Þegar ekið er yfir Vaðlaheiði
sést eyjan vel af þjóðveginum. Á
eynni, suðvestanverðri, er liðlega
300manna þorp. Þetta fólk byggir
afkomu sina á fiskiveiöum og
Einangrunin hefur einnig
sínar góöu hliðar
Þeir, sem ákveðnir eru í þvi að
eiga heima i Hrisey veröa að gera
sér grein fyrir þvi, að þeir geta
ekki stigið upp i bil sinn viö hús-
dyrhar og ekiö siðan hvert á land
sem er. En i staöinn eru þeir lika
lausir við ys og þys mikillar bila-
Ný saumastofa
Hefur opnað, og annast saum á hverskonar yfirbreiöslum
yfir bila og fl. Góð efni,vönduð vinna.
Við önnumst einnig viðgeröir á yfirbreyttum tjöldum og fl.
Sendum i póstkröfu hvert á land sem er.
Saumastofan Foss S/f
Starengi 17
Simi 99-1461
Selfossi
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRAR
óskast á Barnaspitala Hringsins og
á handlækningadeild.
SÉRLÆRÐUR HJÚKRUNAR-
FRÆÐINGUR óskast á svæfinga-
deild.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og
SJÚKRALIÐAR óskast á hinar
ýmsu deildir til sumarafleysinga.
Upplýsingar um stöður þessar veitir
hjúkrunarforstjórinn, simi 29000.
Reykjavik, 27. mai 1977.
SKRFSTOFA
Rí KISSPjTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,
UDIC17V
Hér liggur hin aldna Hrlseyjarferja i lognkyrrum sjó. — Ljósm.:
Guðm.
Þær telja sig sýnilega ekkert hafa að óttast af hendi hrlseyinga,
rjúpurnar þær arna. — Ljósm.: Guðm.
umferðar og ýmiss konar óþæg-
indi, sem óheft bilaumferð getur
vissulega fært mönnum heim.
Ekki svo að skilja að bilar og vél-
knúin vinnutæki séu ekki til f eyj-
unni, en það er i lágmarki bæði
hvað fjölda og notkun áhrærir.
Höfuöborgarbúar í húsa-
kaupum
Fólk, sem gistir staðinn, dáist
gjarnan að þvi kyrra og hávaða-
lausa lifi sem hriseýingar lifa,
enda hafa reykvikingar sóst
nokkuð eftir að kaupa hér ibúðar-
húsnæði, dveljast hér svo sumar
langt og stunda handfæraveiðar á
trillum. Ekki þykir æskileg þróun
að mikið af húsum sé keypt sem
sumarbústaðir, sist i miðþorpinu.
Hefur þvi nokkuð verið rætt um
að afmarka ákveðið svæði, þar
sem mönnum verði heimilað að
reisa sumarbústaði.
Drangur og Hríseyjarferj-
an
Samgöngur hriseyinga við land
byggjast annarsvegar á póst-
bátnum Drang, sem fer tvær
ferðir i viku yfir vetrarmánuðina
Hriseyjarkirkja I miðnætursólar-
skini. — Ljósm.: Guðm.
en mun sjaldnar á sumrin. Hins-
vegar er svo Hriseyjarferjan,
sem fer tvær áætlunarferðir á
dag, sex daga vikunnar, og fer
hún þá á Litla-Arskógssand.
Þangað kemur áætlunarbill tvo
daga vikunnar, kvölds og morgna
á sama tima og ferjan og þar er
bilakostur eyjarskeggja, en bila-
eign er orðin all-almenn. Þar að
auki fá einstaklingar ferjuna að
vild i aukaferðir til staðanna i ná-
grenninu, fyrir ákveðið gjald, og
er það mikið notað, bæði af
heimamönnum og aðkomumönn-
um.
Þegar mest kemur hér af fólki á
sumrin er ekki óalgengt aö ferjan
fari niu til tólf ferðir á dag. Einn
mánuðinn s.l. á s.l. sumri flutti
ferjan 2212 farþega og töldu
ferjumenn það vera meðal
sumarmánuð með farþegafjölda.
Ferjan er 7 tonn, um 20 ára gömul
og alllúin orðin af mikilli notkun.
Er ekki hægt lengur að segja að
hún uppfylli kröfur timans.
Hér sláum við botninn i aö
sinni. Siðari hluti fréttabréfs
Guðjóns Björnssonar mun
væntanlega birtast i blaðinu á
morgun. gb/mhg
Arbæjarsafn:
Sumarstarf
er hafið
Arbæjarsafn verður opnað 1. júni
og veröur opið kl. 1-6 siðdegis alla
daga nema mánudaga til ágúst-
loka. Reist hefur veriö skemma
yfir eimreiöina „Pionér”, sem
gert hefur veriö við og nú er til
sýnis. I skemmu veröur enn
fremur sýning á Reykjavikur-
myndum Jóns Helgasonar bisk-
ups. Um helgar verður tóvinna
kynnt i einu húsanna og þar situr
kona við rokk. Unnið er að frá-
gangi Liknarhússins sem áður
stóð viö Kirkjustræti. A safn-
svæðinu hefur Þjóðminjasafnið
látið reisa annað verslunar- og
pakkhúsanna frá Vopnafiröi sem
tekin voru niður fyrir tveim árum
og flutt suður.
(Fréttatilkynning)
Frá Skólagörðum
Reykjavíkur
Innritun fer fram fimmtudaginn 2. júni i
Laugardals- og Ásendagarði kl. 9-11.00, i
Árbæjar- og Breiðholtsgarði kl. 1.3.00.
Innrituð verða börn f. 1965-1968 að báðum
árunum meðtöldum.
Þátttökugjald kr. 2.000 og greiðist við inn-
ritun.
Sími
Þjóðviljans er
81333