Þjóðviljinn - 01.06.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 01.06.1977, Side 7
Miðvikudagur 1. júni 1977. ÞJópyiLJINN — SIÐA 7 ...Það er konan, sem er frelsari mannsins, þegar hún er búin ad frelsa sig... Þegar konan hefur kennt manninum ad elska börnin sín og annarra, þá batnar öllum geðveikin... Kynlegt var það kyniegt er það bað var ekki ónýtt aö vera viðriðin leikhús á dögunum, þegar menningarmálaumræðan snérist að verulegu leyti um eina leiksýningu, sem framleidd var af hópi leikara og tækniliðs i Þjóðleikhúsinu úr frægu hráefni Vilhjálms hristispjóts og Helga Hálfdanarsonar, undir verk- stjórn Jóhannesar útskýrara, sem svo var nefndur. Með sýningu þessari tókst það sem alloft sjaldan gerist með leik- sýningar, það tókst að hita mönnum verulega i hamsi, og sjaldan hafa jafnmargir fundið sig knúna til að gefa afurðum leikhúsanna einkunnir opinber- lega og i þetta sinn. Snemma á framleiðslustigi sýningarinnar tóku að berast út sögusagnir um að hér myndi slikur dónaskapur vera I fæð- ingu að Emanuelle 1 og 2 og dönsku rúmstokkstilbrigðin hyrfu algjörlega i skuggann, hvað þá að nokkur myndi lengur muna frægasta klámatriði i islenskum kvikmyndum, þegar Flosi nauðgaði Ingunni i Lén- harði fógeta og lét af tillitssemi teyma út kviguna fyrst. Nú fengju menn' að sjá eitthvað verulega krassandi. Leikar- arnir orðnir kynóðir, (þeir sem ekki voru það fyrir) af kyn- spekilegum vangaveltum dag- inn út og inn og létu leikstjór- ann, þennan litla kynhvata orð- hák frá austurlöndum nær, teyma sig á asnaeyrunum ef ekki kynfærunum um alla rang- hala mannkynssögunnar og steinkastalans mikla við Hverfisgötu. Spillingaröflin voru búuin að ná undirtökunum i einni af virðulegustu menningarstofn- unum þessarar litlu hreinlifu þjóðar. Skömmu eftir að umrædd sýning kom fyrir almennings- sjónir og þjóðin losnaði við púk- ann Pilikian, boðbera ófagnaðarerindisins um hina kynferðislegu söguskoðun, þusti fram á ritvöllinn flokkur siðprúðra miðald(r)ariddara og tók að hrista ritspjót sin i grið og erg að leikurum en þó einkum leikstjóra harmleiksins um Lé konung og samfélag hans. betta tilttlinga-skitkast stendur enn og virðist ætla að endast mun lengur en sýningin sjálf þvi mið- ur og gerir ekki annað en sýna að menn fá fullnægingu með ýmsu móti. Sem sagt, kross- riddarar hins kristilega siögæðis voru óhressir, sumir ekki hvað sist fyrir það, hve löggiltir gagnrýnendur voru óvenju hressir. En sennilega eru gagnrýnendur bara töluvert siðspilltir, þvi flestum fannst býsna gaman, en aðrir sáu ekki betur en Shakespeare hefði skrifað þetta allt sjálfur og voru liklega farnir að óttast að kyn- spekingurinn væri að skáída nýtt leikrit. Um hvað er deilt af öllu þessu oforsi? Ja, það er ekki lit- ið! Menn greinir á um, hvort Shakespeare hafi verið heilagur maður, þegar i lifanda lifi eða ekki fyrr en eftir dauða sinn, hvort hann hafi dáið úr syphill- is, sem var algengur sjúkdómur fyrr á öldum og illlæknanlegur, eða einhverjum siðsamari sjúk- dómi eins og kvefi Kannski dó hann þó fyrst, þegar hann drukknaði i heimspekiflóði nokkrum öldum eftir dauða sinn og almenningur, sem alltaf virðist skemmta sér jafn vel við blóðsúthellingar mátulega kryddaðar guðsgrænu klámi eins og það er kallað, missti trúna á að hann ætti nokkurt er- indi við sig og hallaði sér heldur að framleiðendum hákarlsins og maraþonmanns eða King Kong i leit sinni að afþreyingu og útrás fyrir bældar hvatir. Og það er ekki sama, hvað sú aðferð er kölluð, sem beitt er við að brjóta klassikina til mergjar, helst vill náttúrlega ihaldið að ekki sé verið að fikta neitt við það, bara flytja hana um- hugsunarlaust, eins og hún kemur fyrir fyrst, þegar maður stautar sig i gegnum hana, en muna þó eftir réttri stuðlasetn- ingu. Þetta umdeilda verk, Lér konungur, f jallar að margra viti. um þróun geðveiki i einræðis- herra, sem endar i geðklofa. Þá kjósa hinir siðprúðu og mið- aldra, að höfúðáhersla sé lögð á hið fagra og ljóðræna i slikri þróun og að hinir geðveiku stilli geðveiki sinni i hóf en taki ekki upp á neinum dónaskap og dólgshætti. Hinir siðspilltu eru á annarri skoðun, og i leit sinni að orsök- um geðveikinnar þóttust þeir komast að ýmsu miður fögru um mannlegan skepnuskap og þótti réttar að það kæmi fram i orði og verki. Og ekki nóg með það, geðveikin virtist bráðsmit- andi eins og svarti dauði og eng- inn óhultur fyrir henni, með öðr- um orðum samfélagslegt mein. Það er ekki von að ihaldið geti fallist á þessa skoðun, þvi að af pólitiskum ástæðum verður það að halda þvi fram að geðveiki sé einstaklingsbundin og arfgeng, annars væri það búið að viður- kenna að róttækra breytinga væri þörf i heiminum. Ef það er kynferðisleg sögu- skoðun, sem leiðir til slikrar niðurstöðu, vegna náinna tengsla geðveiki og kynferðis- legrar afneitunar og ástleysis þá leiðir að sjálfu sér, að hún er jafnvel enn hættulegri en sögu- leg efnishyggja, þá þurfa meira að segja sósialistar að fara að ugga að sér að nýju, endurskoða afstöðu sina til hornsteina karl- ræðisþjóðfélaga kynslóðanna, kjarnafjölskyldu, og einkvænis, með konuna i sinu sigilda þjón- ustuhlutverki, efnahagslega, andlega og kynferðislega háða maka sinum eða með börn sin á vergangi ella. Nú dugar ekki lengur að segja eins og stendur i Sartre: „Helviti, það eru hinir”, kynferðisleg söguskoðun er jafn áleitin við alla persónulega, okkar eigið lif og flækjur, hvort sem við að öðru leyti aðhyllumst sósialisma eða kapitalisma. Hvernig á nokkurn tima að vera mögulegt að skilja þau þjóð- félög, sem manneskjan hefur sniðið sér, ef við ekki skiljum manneskjuna og afneitum jafn sterkum eðlisþætti og kynhvöt- inni, sjálfri forsendu viðhalds mannkynsins á jörðinni. Það var skarplega athugað hjá Gunnari Karlssyni, sagn- fræðingi, þegar hann benti mér á það hér i Þjóðviljanum fyrir nokkru að mannkynið yrði heldur ekki lengi að deyja út ef ekki væri vatnið, þetta hafði mér auðvitað ekki dottið i hug, fávisri konukind, en þó ég sé ekki góð i efnafræði, þá sé ég ekki fram á að neitt annað lif þrifist á jörðinni án þess. En fyrst vatnið frumforsenda alls lifs er þó enn til og eitthvað af þvi ómeingað, þá skulum við aftur snúa okkur að eðlisfræð- inni, þ.e.a.s. manneðlisfræðinni, sem er svo sorglega skammt á veg komin á þessari öld visind- anna. Sé saga mannkynsins skoðuð og skýrð með tilliti til kynhegð- unnar einstaklinga, þjóðflokka og þjóðfélaga og afstöðu and- legra og veraldlegra yfirvalda til kynferðismála, konunnar og barnanna, þá kemur ýmislegt i ljós. Frá orgium og frjósemis- dýrkun fornaldarinnar til skir- lifiskröfu kristninnar er löng leið og erfiðlega hefur gengið að krossfesta holdið. Það virðist þó ganga best i valdboðsþjóðfélög- um, þar er kynorkunni beint i þágu framleiðslu, hraðrar efna- hagsuppbyggingar, vöðvarækt- ar og hermennsku i stað lifs- nautnarinnar frjóu. Einræði og kynferðisleg kúgun haldast i hendur, guðsótti og kynótti sömuleiðis, þ.e.a.s. hræöslan við að lúta lögmáli náttúrunnar og þörfin fyrir að lúta forsjá sterkra leiðtoga á himni eða jörð. Ef sjúkdómseinkenni mann- kynsins koma skýrast i ljós þar sem harðstjórnin er mest, má þá ekkert af þvi læra um eðli mannsins? Er ekkert samband á milli barnaslátrunar Heródes- ar og þeirrar barsmiðar, sem tiðkaðist i barnauppeldi allt fram til okkar daga sbr. „Enginn verður óbarinn bisk- up.” Segir þetta ekkert um fjandsamlega afstöðu karla- þjóðfélagsins til barna, ekki frekar en það að þingmenn lita enn svo á að barnaheimili séu geymslustaðir fyrir börn þegar þörf er á mæðrum þeirra til að bjarga verðmætum eða auka framleiðsluna, þar fyrir utan sé ekkert með þau gerandi og kell- ingarnar ekki of góðar til að passa að krakkarnir þvælist ekki fyrir vinnandi fólki á með- an beðið er eftir að þeir verði nógu stórir til að hægt sé að hafa eitthvað upp úr þeim. Og segir það heldur enga sögu, að hvenær sem slakað er á hinum ströngu siðareglum borgaralegs þjóðfélags eins og i striði þegar öll mannleg grimmd fær útrás, þá brýst hún út sem kynferðisleg öfughneigð af ýmsu tagi og þvi ógeðslegri pyndingaraðferðir sem maður- inn finnur upp þeim mun meira beinast þær að kynfærum manna, siðustu vitnisburðir frá Vietnam og Chile og fleiri Suður-Amerikurikjum ættu að vera mönnum i fersku minni, og af hryllingsmyndum frá Auswitsch að dæma fórst aldrei fyrir að auðmýkja gyðingana kynferðislega áður en þeir voru skotnir eða brenndir lifandi. Þetta er ekki hegðun sem er bundin við ákveðna þjóðflokka eða þjóðir, þetta er mannleg hegðun, sem getur skotið upp kollinum hvar sem er i heimin- um, þar sem patriarkar berjast um völd og skiptast á að kúga hver annan. öll frelsisskerðing og nauðgun samfélagsins á ein- staklingnum virðist koma sér- lega hart niður á honum kyn- ferðislega, það má t.d. benda á hvað kynvilla blómgast i fang- elsum og hvert skólabarn kann brandara um kynvillu innan klausturmúra katólskunnar. Meðal dýra verður heldur ekki vart við kynvillu fyrr en þau eru svipt frelsi sinu og komið fyrir i náttúrulausum dýragörðum. Samkvæmt þessu virðist frelsi og kynferðisleg heilbriði fara saman og kúgun kynferðisleg öfughneigð. Ef ég hef skilið Gunnar Karls- son rétt á sinum tima, þá þykir þetta kynleg söguskoðun i Há- skóla tslands og það þykir mér ekki kynlegt um jafn ihalds- sama og virðulega karlasam- kundu. Hitt þykir mér aftur á móti kynlegt, að Gunnar skuli telja Þjóðviljann, málgagn sósialisma verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis of pempiulegt blað til að þar fari fram umræða um kynferðismál og möguleik- ana á raunverulegu frelsi ein- staklingsins, eða eru sósialistar, verkalýður og þjóðfrelsishetjur kynlaust fólk og þar af leiðandi engin vandamál eftir að leysa, þegar búið er að kippa efna- hagsmálunum i lag? A vordög- um rússnesku byltingarinnar var það á stefnuskránni að leysa upp hjónabandið sem borgara- lega stofnun og gefa fólki kyn- ferðislegt frelsi, en svo gufuðu þau áform upp og allt sökk i sama farið, og kannski er staða konunnar enn verri og þyngri hennar byrði þar eystra nú en hér fyrir vestan. Og Stéttabaráttan tók i sama streng og Gunnar og spurði hvort Þjóðviljinn væri ósiðlegt blað af þvi ég nefndi kynfæri manna þeim alþýðlegu nöfnum, sem yfir þau eru höfð i daglegu tali, en þeir stéttabaráttumenn kalla óæðri liffæri. Aumingja kommarnir! Að lokum var G.K. alveg orð- inn ruglaður, þegar hann gerði sig sekan um þá rómantisku skekkju að rugla saman kyn- hvöt og ást og hélt að það væri skoðun Pilikians. Hovhannes héltþviaftur á móti alltaf fram, samkvæmt sinni kynferðislegu söguskoðun, að það væri ekki til nein ást nema móðurástin, að- dráttarafl milli karls og konu væri hins vegar einungis kyn- ferðislegt og hjónabandið ekk- ert annað en löggilding á kyn- hvötinni og einkvænisformið af efnahagslegri nauðsyn. Sálfræðingurinn Wilhelm Reich er sömu skoðunar. Svo má misskilja margt vilj- andi eða óviljandi. Ég tók m.a. eftir þvi að G.K. leiðrétti rithátt minn i tippi, sem ég skrifaði með einföldu af sérvisku, þótt það sé kannski móðgandi fyrir tippi heimsins, ég gat hreinlega ekki gert upp við mig, hvort ég ætti heldur að draga það af toppur eða tupp á sænsku, sem merkir hani, svo ég dró það af engu. Réttast væri kannski aö fara eftir liffræðilegu ásig- komulagi þess og skrifa það stundum með einföldu og stund- um með tvöföldu. Þetta væri nú verðugt verkefni fyrir hátt- virta alþingismenn að skera úr um, þegar z-deilan verður endanlega útkljáð. Og fyrst ég er orðin dónaleg á annað borö, þá langar mig til að hreyta þvi i okkar marglofaða Shakespeare-þýðanda, að mér finnst hann ætti að kallast Skyn-Helgi Hálfdanarson eftir allt þaö nlö um manninn Hov- hannes I. Pilikian, sem hann hefur látiö frá sér fara með gló- andi geislabaug dýrlingsins um enni. Hvaö varö um hógværð- ina, feimnina og drenglyndið, þá mannkosti, sem mjög hefur veriö haldið á loft sem hans að- alsmerki? Það vantar ekki kjarkinn til að skjóta úr laun- sátri á mann, sem hann aldrei vildi hitta augliti til auglitis, vegna þess að hann var sekur um þann hræðilega glæp að vera útlendingur, og vegna þessa sama glæps á hann nú heldur engin tök á að verja sig og þvl verða aðrir að gera það, hvort sem er af vilja eöa mætti. Sumt af þvl, sem Helgi hefur haft smekk til að hrista fram úr penna sinum hlýtur aö flokkast undir atvinnuróg, eins og að halda þvi fram aö Hovhannes skreytti sig meö gervifrægð o.fl. Mig grunar aö Helgi hafi ekki kynnt sér þetta náið^enda skiptir þaö eitt máli, aö okkur, sem unnu meö honum, þótti hann frábær leiösögumaður og vorum óvenjulegri reynslu rikari. Það iæðist lika að mér lúmsk- ur grunur um að Helgi hafi held- ur ekki af eigin raun fylgst meö leikstjórnarframa leikhússtjór- ans á erlendri grund, þótt hann teljisig þess umkominn aö fella um hann jákvæðari dóma en störf útlendinga hér. Er það ekki eitthvað þessu likt, sem kallast smjaður? Um skoðun hans á sýningunni tjáir ekki að deilda, hver hefur sinn smekk. En nú aftur til alvörunnar. Það kom i ljós aö það voru einkum konur og börn, sem löðuðust að vit(fir)ringnum frá austurlönd- um og kenningum hans, nokkrir sögðu sig úr þjóökirkjunni og hyggjast einhvern tlma i fram- tiðinni stofna nýjan söfnuö nátt- úrudýrkenda og kalla sig votta Hovhannesar. í drögum að fyrsta kapitula Hovhannesar* guðspjalls stendur: I. 1. Sá karlræöisheimur, sem við byggjum, er sjúkur af samkyn- hneigöu valdatafli og dýrkun karlmannsins á sjálfum sér og sinu kynferöi meö tilheyrandi upphafningu og ummyndun getnaöarlimsins i sverð og spjót, byssustingi og bryndreka, kirkjuturna og kjarnaodda, kappakstursbila og concorde - þotur, eldflaugar, mótorhjól, verksmiðjureykháfa, skýja- kljúfa og fleiri oddhvöss og hörð fyrirbæri, sem risa I veröldinni og vitna um kraft og getu karl- mannsins. 1.2. Vegna þess, hve þessi heimur er haröur og margir hafa meitt sig á honum, áöur en þeir týndu llfinu á mismunandi voveifleg- an hátt, hefur oft veriö til athug- unar aö breyta honum meö illu eða góðu. Og margur góður drengurinn hefur gengiö fram fyrir skjöldu og fórnað sjálfum sér og sinum nánustu og dáið fullnægöur I þeirri sælu trú, að I næstu byltingu yrði allt betra. En allt verður ekki betra, hark- an fæðir af sér meiri hörku og lengi getur vont versnað. Hvernig stendur á þessu? 1.3. Þaö stendur þannig á þvi, aö ekki er reynt aö steypa þvi, sem mestu máli skiptir að steypa, sjálfu karlræðinu, heimi karl- mannsins, þessum aldagamla heimi hörkunnar, sem er grund- vallaður á arðráni og kúgun og undirokun konunnar I öllum stéttum, þvi enginn karlmaöur var svo kúgaður, aö hann hefði ekki konu til að niöast á. Efna- hagslega, kugarfarslega og kynferðislega hefur konan verið ofurseld herra sinum, fööur, bróöur, maka og þjónað honum sem ambátt til borðs og sængur, svo hann gæti ótruflaður af búk- sorgum sérhæft sig I lifsbarátt- unni, sem svo sannarlega er miserfið. En hann flæktist i eig- in neti, og við aö taka upp einka- eignarréttinn á konunni, þá glataði hann sjálfur sinu kyn- feröislega frelsi og eftir það var auðvelt fyrir hvern þann, sem var nógu sterkur að beisla hann Isina þágu. Og I hvert sinn, sem áþjánin verður óbærileg finnur hann sér nýjan frelsara. Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.