Þjóðviljinn - 01.06.1977, Page 12
Reykvfskir karlpungar á fylleriisferö...
...sem auövitaö endaöi svona.
AÐ VELTA SÉR...
A annan dag hvltasunnu frum-
sýndi sjónvarpiö okkar nýja is-
lenska kvikmynd eftir leikiistar-
ráöunaut sinn, Hrafn Gunnlaugs-
son, og nefnist hún Blóörautt sól-
arlag. Þaö hefur sennilega fariö
framhjá fáum aö þessi mynd var
I gerö þvl Hrafn önglaöi sér I
kvikmyndastyrk til geröarinnar
og lagöi svo upp I sögulegan leiö-
angur meö frlöu föruneyti noröur
á Strandir.
A miövikudaginn var svo
blaöamönnum boöiö aö lita á af-
rakstur þessa velauglýsta bram-
bolts Krumma. Þegar upp var
staöiö var þaö efst I huga undir-
ritaös aö skrifa grein undir fyrir-
sögninni: „Variö ykkur, slökkviö
á sjónvarpinu!”
Myndin er 70 mlnútur aö lengd.
Segir hún frá ferö tveggja reyk-
vlskra karlpunga á fimmtugs-
aldrinum noröur I Djúpuvlk þar
sem þeir ætla aö eyöa nokkurra
daga frli innan um rústir sfldar-
mannvirkjanna. „En skömmu
eftir lendingu taka óvænt atvik aö
gerast, og áöur en varir standa
þeir frammi fyrir atburöum, sem
þá gat ekki óraö fyrir,” eins og
segir á kynningarblaöi frá sjón-
varpinu.
Samkvæmt þessu ætti hér aö
vera á ferö íslenskur „þriller” og
erreynt aö gæöa myndina spennu
ma. meö dramatlskritónlist (sem
hér veröur ekki löstuö). En efniö
sem á aö skapa spennuna er svo
rýrt aö þaö er fjarri þvl aö þaö
nægi I 70 minútna mynd — og
raunar nægir þaö ekki I neina
mynd.
Af þessum 70 minútum eyöir
Hrafn yfir 40 til aö komast aö
efninu, koma mönnunum á staö-
inn og láta þá drekka sig nógu
fulla til aö eitthvaö fari aö gerast.
Langar senur fara I kynnisferö
félaganna um húsarústirnar og
aö henni lokinni tekur viö
fylleriisrugl þeirra I fjörunni þar
sem þeir segja útvatnaöa fimm-
aurabrandara og hlægja rosa-
lega.
Og svo þegar óvæntu atvikin
fara að gerast eru þau svo óvænt
aö Hrafn sjálfur og liö hans hefur
ekki skiliö þau, a.m.k. tókst þeim
ekki aö gera undirrituöum
skiljanlegt hvaö væri I rauninni
aö gerast. Og allt i einu er myndin
búin. Sem betur fer, segja eflaust
margir. En maðurfær engan botn
I atburðarásina.
Og svo kemur spurningin stóra:
Til hvers er allt þetta gert? Hver
er meiningin? Hvaö er þaö sem
Hrafni liggur á hjarta? Eitt er
vist, hann er ekki aö skemmta
áhorfendum sinum, ekki aö búa
til afþreyingu.
Þaö sem hæst rís I þessari
mynd er mannleg lágkúra og
r.iöurlæging. Mennirnir tveir
veltast um sauödrukknir og deyja
loks brennivinsdauöa I eigin ælu.
Fyrir utan þá og trillukarlinn sem
flytur þá til Djúpuvlkur koma viö
sögu nokkrir drukknir unglingar
á jeppa sem bölva, klæmast og
slást á aumkunarveröan hátt.
Kannski er það tilgangurinn hjá
Hrafni aö sýna mannlega lágkúru
— en tii hvers? Það kemur hvergi
fram. Það er engu llkara en aö
Hrafn sé aö velta sér upp úr
skitnum af þeirri einu ástæöu aö
honum finnst þaö svo gaman.
En i þetta er hent stórfé úr opin-
berum sjóöum. Hvað er þaö sem
réttlætir þá ráöstöfun fjármuna
aö kosta drullubað Hrafns Gunn-
laugssonar?
Undirritaður sér ekki nema
eina skýringu á þvi. Eins og viö
vitum er Hrafn Gunnlaugsson
gullkálfur islensks afturhalds,
menningarlegur vaxtabroddur
borgarastéttarinnar. Það er líka
alkunn staðreynd aö islensk
borgarastétt er gjörsamlega hug-
sjónalaus og menningarsnauö.
Þess vegna er Hrafn eins og hann
er. I honum endurspeglast siö-
leysi og hugmyndafátækt þeirrar
stéttar sem hann nærist á. Og viö
munum áfram þurfa aö kosta
skitkast Hrafns næstu árin, eöa
hvaö?
Aö lokum veröur undirritaöur
aö biöjast afsökunar á oröfæri þvi
sem er á þessari umsögn. Hjá þvl
varö þvf miður ekki komist, Blóö-
rautt sólarlag býöur þvi heim.
Þröstur Haraldsson
r
Islenskur súrrealisti?
„Myndin fjaliar um draum eöa
veruleika og er áhorfandinn lát-
inn gera þaö upp viö sig I
myndarlok hvort um draum eöa
veruleika er aö ræöa. Skoðun höf-
undar er sú að draumur og veru-
leiki sé sami hluturinn aöeins frá
mismunandi sjónarhorni og sé
þessvegna jafngilt sem llfs-
reynsla. Þetta kemur vel fram
hjá Súrrealistum en þvi er ekki aö
neita aö þeir hafa haft mikil áhrif
á höfundinn”.
Þetta er niðurlag fréttatilkynn-
ingar sem Þorsteinn Ulfar
Björnsson gaf út i tilefni af frum-
sýningu kvikmyndarinnar
„Gegnum gras, yfir sand” sem
hann hefur stjórnað. Myndin er
rúmlega 17 minútna löng, kvik-
mynduð af Páli Steingrimssyni á
svarthvita filmu og tónlistin er
ættuð frá Diabolus in Musica.
Ungur maður kemur til lands-
ins til að bjóða stúlku i göngutúr
af þvi hún ætlar að fara að gifta
sig. Hann hefur stokkið frá námi
rétt fyrir próf og göngutúrinn
kostar hann þvi eitt ár i viðbót i
skólanum úti i London. En honum
tekst þó að telja stúlkuna á aö
koma i göngutúr og leiðir hana
„gegnum gras yfir sand” lengi
vel. Svo nema þau staðar og hann
segir ég elska þig og hún segir
ertu eitthvaö skrýtinn maöur. Svo
eru þau komin aö hitaveitugeym-
unum á öskjuhlið og setjast sitt
Aöstandendur kvikmyndarinnar „Gegnum gras, yfir sand”.
undir hvorn geyminn. Þar sofnar
ungi maðurinn og nú dimmir i
borginni. Loks vekur unga stúlk-
an hann og þau kveðjast. Hvert
ertu að fara, spyr hún. Það er
svosem sama, segir hann, bara
eitthvað. Svo er hann kominn aft-
ur uppi flugvél og farinn að lesa
moggann sinn og þá er súmmað
inn á búðkaupsauglýsingu, þar
sem unga stúlkan er i brúðarkjól
og gott ef það er ekki Þorsteinn
(Jlfar Björnsson sem hún var að
giftast.
Súrrealiskur boðskapur
myndarinnar virðist einna helst
vera fólginn í þvi, að ungi maður-
inn gæti allt eins hafa verið að
lesa -moggann i upphafi myndar-
innar, sofnað yfir honum og
dreymt göngutúr með flugfreyj-
unni (þessi hugmynd styrkist við
það að sama leikkonan leikur
flugfreyjuna og ungu stúlkuna
sem fer i göngutúr). Hvort þetta
nægir til að skipa Þorsteini Úlfari
i hóp með Salvador Dali og þeim
bræðrum öllum skal ósagt látið.
Sú staðreynd að ekki liður
nema vika milli frumsýninga á
„Gegnum gras yfir sand” og
hrollvekju Hrafns Gunnlaugsson-
ar hlýtur að kalla á einhvers-
konar samanburð. Mér sýnist
sem ÞorsteinnUlfar og Hrafn eigi
a.m.k. eitt sameiginlegt: Hvor-
ugur hefur nokkur skapaðan hlut
að segja áhorfendum. Þegar
þetta er haft i huga minnkar bilið
á milli þeirra talsvert, þrátt fyrir
tæknilega og fjárhagslega yfir-
burði Hrafns. Þorsteinn Ulfar má
eiga það, að hann er ekki nærri
eins mannskemmandi og hættu-
legur og Hrafn. En hann ætti að
hætta að lita á sjálfan sig sem
súrrealista.