Þjóðviljinn - 01.06.1977, Side 16
MOÐVIUINN
Miðvikudagur 1. júni 1977.
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tíma er hægtað ná i blaðamenn og aöra starfs-
menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
@81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans i sima-
skrá.
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Guðmundur Ágústs
son formaður
Hraðbraut hjá
Árbæjarsafni?
Guömundur Ágústsson, hag-
fræðingur, var kosinn formaður
Alþýðubandalagsins f Reykjavik
á aðalfundi féiagsins sem haldinn
var I Domus Medica á föstudags-
kvöldið fyrir hvitasunnu.
Þröstur Ólafsson, sem gengt
hefur formennsku i félaginu und-
anfarin þrjú tímabil, gaf ekki kost
á sér til framhaldssetu sem for-
maöur félagsins. Voru Þresti
þökkuð sérstaklega mikil og góö
störf I þágu flokksins á undan-
förnum árum.
Guðmundur Agústsson var
kjörinn samhljóða, en aðrir i
stjórn voru kjörnir skv. tillögu
uppstillingarnefndar: Adda Bára
Sigfúsdóttir, Guðmundur Bjarn-
leifsson, Hrafn Magnússon og
Svanur Kristjánsson. Þá kaus
aðalfundurinn þessa varamenn:
Guömund Hilmarsson, Þórunni
Klemensdóttur, Frey Þórarins-
son, Hallgrim G. Magnússon og
Guðmund ólafsson.
Auk þeirra 5 aðalmanna sem
aðalfundur kýs,kjósa deildir fé-
lagsins, sex talsins, sína fulltrúa I
stjórnina. Fulltrúar deildanna
eru sem hér segir: 1. deild Baldur
Geirsson. — 2. deild Orn Þorleifs-
son. — 3. deild Þórður Ingvi Guð-
mundsson. — 4. deild Ragnhildur
Ingólfsdóttir. — 5. deild Clfar
Þormóösson. — 6. deild Jens
Tómasson.
Á fundinum var fjallað um
stöðuna I samningamálum og
gerði Guðjón Jónsson, formaður
Málm- og skipasmiðasambands-
ins, grein fyrir stöðu þeirra mála
á fundinum.
Nanna Hermannsson.
„Ég yrði mjög hrygg, ef það
verður úr, aö lögö verði hrað-
brauthérna rétt við safnið. Fólk
sem hingaö kemur sækist eftir
kyrrð og friöi, en hraöbraut
fylgir ekki aðeins hávaöi, heldur
lika mengun” sagði Nanna Her
mannsson borgarminjavöröur,
en samkvæmt aöalskipulaginu á
að leggja fjögurra akreina
hraöbraut rétt við Arbæjarsafn-
ið. Sagði Nanna aö áður en und-
irbúningur hófst í vor aö brúar-
gerð yfir Elliðaár hefðu komiö
menn til að mæla fyrir fyrirhug-
uðum vegi.
„Mér leist strax illa á þetta,
þar sem þessi hraðbraut virðist
eiga aö vera mjög nálægt okkur.
Ég hef rætt þetta við gatna-
málastjóra og mun eiga með
honum fund bráðlega um þetta
mál. ■' ■ ‘
Ég held að enn sé ekki búið að
ákv. nákvæmlega hvar braut-
in á að liggja, en hún virðist eiga
að vera hérna mjög skammt frá
húsunum sjálfum. Hvort unnt
veröur að gera einhverjar
breytingar á þessu skipulagi
veit ég ekki”, sagði Nanna enn-
fremur. Hér er um að ræöa svo-
nefnda stefnubraut, sem mun
liggja yfir Elliðaárnar og senni-
lega tengjast hinni umdeildu
braut i gegnum Fossvogsdalinn
veröi úr lögn hennar. Verður til
að byrja með lögð gata með
tveimur akreinum, en siðan
fjórum. Þegar er hafinn undir-
búningur að gerð nýrrar brúar
yfir Elliöaár og hefur verið
stefnt að þvi að byrja á þessari
braut áöur en langt um liður.
þs
Kvöldfundur í gær
í kjarasamningum
Guðmundur Agústsson.
Á forsiðu Þjóðviljans i dag er
greint frá samkomulagi, sem
náöist um helgina milli Verka-
mannasambandsins og atvinnu-
rekenda um sérkröfur.
1 gær var haldið áfram aö ræöa
sérkröfumál ýmissa annarra fé-
laga og sambanda, og var gengið
frá samkomulagi um sérkröfur
Starfsmannafélagsins Sóknar, —
þannig að hækkun sem svarar 2%
almennri launahækkun verður
varið til starfsaldurshækkana, en
fjóröungi þeirrar upphæöar til aö
mæta einstökum öðrum sérkröf-
um félagsins.
1 gærkvöld var enn haldiö
áfram aö ræða sérkröfumál á
Hótel Loftleiðum, en einnig höfðu
aðalsamninganefndirnar verið
boöaðar til fundar klukkan niu I
gærkvöld.
Sumarstarfherstöðva-
andstœðinga
hefst með fundahöldum á Suðurlandi
Starfsmenn herstöðvaandstæðinga, þeir Hallgrlmur Hróðmarsson
og Hjáimar Arnason (Ljósm.: Eik)
Eins og skýrt var frá hér I
blaðinu á laugardaginn er nú
sumarstarf herstöövaand-
stæðinga að hefjast af fullum
krafti. Þjóðviljinn hafði sam-
band viö þá Hallgrim
Hróðmarsson og Hjálmar Arna-
son sem starfa fyrir samtökin
og spuröi þá nánar um þetta
starf.
Þeir félagar sögðu aö mein-
ingin væri aö koma á fundum á
næstunni viða út um landiö til
þess aö efla og kynna enn betur
starf herstöðvaandstæöinga.
Hugmyndin er sú að stuðla að
þvi að skipulagöir yrðu starfs-
hópar sem héldu uppi starfi
hver á sinum staö og kæmu á
framfæri upplýsingum frá
miönefnd.
Þessi fundaherferð byrjar á
Suöurlandi og hefur þegar veriö
haft samband simleiðis við fólk
á nokkrum stöðum þar og
ákveðnir fundir sem auglýstir
verða þegar þar aö kemur I
þeim fjölmiðlum sem vilja taka
við auglýsingum. Mikill áhugi
er á Suðurlandi þó að starf-
semin þar hafi ekki veriö skipu-
lögð enn. Markmiðiö er að
þegar starfshópar hafa verið
myndaðir þar hafi þeir sam-
starf sin á milli.
Þeir aöilar sem hafa áhuga á
að taka þátt i undirbúnings-
starfi geta haft samband viö
skrifstofu herstöövaand-
stæðinga að Tryggvagötu 10 (s.
17966) eða heima hjá þeim
Hallgrimi og Hjalmari (s.
53967)
Þeir félagar iögöu áherslu á
að siöustu meiriháttar aðgeröir
herstöðvaandstæðinga þe.
Straumsvíkurgangan hefðu
einungis verið til að sýna styrk
samtakanna en starf þeirra
þyrfti aö vera virkt allt áriö.
Gangan hefði sýnt aö baráttan á
mikinn hljómgrunn meðal
þjóöarinnar.
Samtök herstöðvaand-
stæðinga eru ekki flokksbundin
heldur landsamtök sem allir
geta starfaö I sem vilja herinn
burt og tsland úr Nató. —GFi
A Iþýðubandalagið:
Aðalfundur á Akureyri annað kvöld
Aðalfundur Alþýðubandalags-
ins á Akureyri veröur haldinn
annað kvöld, fimmtudaginn 2.
júnl, kl. 20.30 I Alþýöuhúsinu. Á
fundinum verða tekin fyrir venju-
leg verkefni aðalfunda, stjórnar-
kjör, umræður um reikninga,
fjallað verður um húsnæðismál
og teknir inn nýir félagar.
Alþýðubandalagiö á Akureyri
hefur beöiö Þjóðviljann að koma
þvi sérstaklega á framfæri að
fundurinn verður ekki á föstu-
dagskvöld, eins og auglýst er i
Noröurlandi, fundurinn veröur
annað kvöld ki. 20.30 I Alþýöuhús-
inu — fimmtudaginn 2. júnl.
Hermenn Ródesiustjórnar syna
fallbyssu, sem þeir segjast hafa
hertekið I Mósambik.
Mikilvæg
borg tekin
SALISBURY 31/5 — Peter Walls,
hershöfðingi i her minnihluta-
stjórnar hvltra manna I Ródesiu,
tilkynnti I dag að hermenn hans,
sem siðastliöinn sunnudag réðust
inn i Mósambik, hefðu I gær-
morgun tekiðborgina Mapai, sem
er um 75 kílómetra frá suðaustur-
landamærum Ródesiu og að
likindum meöal stærstu borga i
suðurhluta landsins. Ródesiuher
hefur siðustu mánuðina marg-
sinnis gert árásir inn i Mósambik,
en þessi innrás er sú mesta af
siikum hernaðaraðgerðum til
þessa og að sögn umfangsmesta
hernaðaraðgerð Ródesfuhers I
fjögurra ára strlöi hers þessa
gegn skæruliðum ródesiskra
blökkumanna.
Walls hershöfðingi tilkynnti
ennfremur að lið hans myndi ekki
hverfa til baka innyfir landamæri
Ródesiu fyrr en þaö heföi gereytt
liði skæruliða á þessu svæði.
Skæruliðar þeir, sem þarna eru
fyrir, eru einkum i Frelsisher
Zimbabwe, sem lýtur forustu Ro-
berts Mugabe. Sá skæruher er
sagöur sá liösterkasti af sllkum
herjum ródeslskra blökkumanna.
Að sögn Walls hafa hermenn hans
lagt I eyði fernar búðir skæruliða
frá því aö þeir hófu innrásina og
fellt yfir 30 skæruliða. Er það þó
minni árangur en vonir Walls
stóðu til, þvi að hann kvaðst hafa
gert sér vonir um að geta kálað
hundruöum manna úr óvina-
liðinu.
Skæruliðar hafa, að þvl er
Walls segir, flúið til suðausturs.
Mapai var mannauð með öllu er
Ródesiuher tók hana og munu Ibú
arnir hafa flúið er innrásarliðið
nálgaðist.
Löndunarbann
íslenskt skip
varð frá
að hverfa
Svo sem kunnugt er var I fyrra
sett löndunarbann á islensk fiski-
skip I Bretlandi. Þetta gerðist
meöan landhelgisdeilan viö breta
stóð sem hæst. Slðan hafa engin
islensk skip siglt með afla til
Bretlands fyrr en nú, er Stapavik
frá Siglufirði gerði tilraun til að
landa afla i smábænum Troon i
Skotlandi.
Stapavlk var með 70 tonn, en
þegar landað hafði verið um
tveim þriðju aflans var löndun
stöðvuð og varð skipiö frá að
hverfa.
Mjög gott verð fékkst fyrir
aflann eða kr. 160,- kilóiö.
Almennur fundur
hjá Alþýðubandal.
Breiöholtsdeiid Alþýöu-
bandalagsins I Reykjavik
hefur boðað til fundar um
stöðuna I kjaramálum og
verður hann haldinn i kvöld i
Giæsibæ, uppi, i kaffi-
teriunni, klukkan 20:30, og
munu forvigismenn stærstu
stéttahópanna þar svara
fyrirspurnum um stöðu
samningamálanna.
Fundur þessi er og til þess
ætlaður að stuðningsmenn
Alþýðubandalagsins, sem
ekki hafa enn látið verða af
þvi að ganga i flokkinn, láti
af þvi verða, og eru þeir
hvattir til þess aö mæta og
innrita sig i Reykjavíkur-
félagið á fundinum.
Það eru þeir Guðmundur
J. Guömundsson, form.
Verkamannasambandsins,
og Haraidur Steinþórsson,
varaform. BSRB sem svara
spurningum fundarmanna
um stöðu samningamála.
Eins og áður segir er fund-
urinn i kaffiteriunni I Glæsi-
bæ og hefst hann kl. 20.30.
Einkunnarorö fundarins
eru: Verið virk i Alþýðu-
bandalaginu: kjósið milli
kosninga!
20% hœkkun
á saltfiski
Frá og með deginum i dag
hækkar verö á saltfiski til neyslu
um 20%. Eitt kiló af saltfiski
hefur kostað 395,- kr. en hækkar
nú i 475,- kr.