Þjóðviljinn - 17.06.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.06.1977, Blaðsíða 1
UOmiUINN ■2? Föstudagur 17. júni 1977 — 42. árg. 19gf tbl. Kjarasamningar á lokastigi Einar ögmundsson, formaöur Landssambands vörubifreiöastjóra, Benedikt Daviösson, formaður Sambands byggingamanna, og Sigfús Bjarnason, Sjómannafélagi Reykjavfkur, eftir samningafund á annan sólarhring.-----Myndina tók GEL á Hóteli Loftleiðum i fyrradag. ■ Kaup hækkar um 18 þúsund krónur strax. ■ Alls um 32 þúsund. ■ Lágmarkskaup íer í 102 þúsund krónur Á sjöunda tímanum í fyrrakvöld tókst samkomulag í kjarasamningunum um nokkur höfuöatriöi, þ.e. um sjálftkaupgjaldið, um gildistíma væntanlegra samninga og um uppsagnarákvæði. Haföi samningafundur þá staðið í 30 klukkutíma. Komi þetta samkomulag til framitvæmda mun kaup hækka sem hér segir: Strax um............................kr. 18.000.- l.des. 1977 um................... kr. 5.00Ó.- 1. júni 1978 um ....'...............kr. 5.000.- 1. sept. 1978 um....................kr. 4.000.- Samtals eru þeíta 32 þús. krónur, eða rúmlega tveir þriðju af kaupkröfu verkalýðshreyfingarinnar. Sam- komulag varð um að samningstiminn yrði til 1. des. 1978, eða tæplega hálft annað ár. Þjóðviljinn næst á þriðjudag Vegna yfirvinnubannsins er Þjóöviljinn aðeins 20 siður i dag þrátt fyrir 17. júni. Næsta blað kemur ekki fyrr en eftir helgina, þriðju- daginn 21. þessa mánaðar. Þjóðviljinn flytur lesendum sinum heillaóskir á þjóðhátiðardaginn. Minnismiðinn frá Iokafundinum með atvinnurekendum, timasettur klukkan 18.10 á miðvikudagskvö 1 dið. Þá tókst samkomulag um eitt mikilvægt og algerlega nýtt atriði varðandi uppsagnarákv . á þessa leið: „Verði á samningstimanum sett lög, sem breyta ákvæðum þessa samnings um greiðslu verðlagsuppbóta á laun, þá er hvorum aðila um sig heimilt að segja upp kaupgjaldsákvæðum samningsins með eins mánaðar fyrirvara.” Rétt er að minna á, að eins og áður hefur verið frá greint, þá veita visitöluákvæði væntanlegra kjarasamninga meira öryggi en áður hefur verið fyrir hendi i þeim efnum og ætti þetta nýja uppsagnarákvæði að duga til þess, að stjórnvöld hikuðu við að skerða þau verðbótaákvæði með lögum. Þótt nú hafi verið samið um sjálf kaupgjaldsákvæðin, fyrir- komulag verðtryggingar og mörg önnur mikilvæg atriði, þá er enn sitthvað eftir, svo að samningar verða vart undirritaðir fyrr en Framhald á bls. 18. Afdrif samninga- málanna á Vestfjördum Sjá baksíðu Guðmundur J. Guömundsson. Samkvæmt þvi samkomulagi sem nú hefur tekist verður kaup- hækkunin minni en við gerðum kröfu um, og minni en full þörf hefði verið á, en okkur hefur þó tekist að koma þessu upp I 102 þús. krónur fyrir lok samnings- timans, miðað við verðlag eins og það er nú. Þær launahækkanir, sem koma 1. júnf og 1. sept., hefðu þurft að vera fyrr á ferðinni, en þegar allar launahækkanir verða komnar fram þá hefur kaupmátt- urinn breyst mjög til hins betra. Þetta sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambands Islands, þegar Þjóðviljinn náði taii af honum i gær, og Guðmundur hélt áfram: Þannig eiga lægstu laun að Guðmundur J. Guðmundsson um samkomulagið: Það er hægt að reka þjóð- félagið upp á þetta kaup Boðun hafn- og flugbanns kom hreyfingu á samningana hækka úr 70 þús. krónum i 102 þús. á samningstimabilinu, eða um 40-50%. I þessu sambandi er tvennt mjög mikilvægt, annað það, að auk þessara grunnkaups- hækkana á svo verkafólk að fá tryggari verðbætur á launin en áður, til aö mæta verðlags- hækkunum, og svo hitt, að nú fá allir aðeins sömu krónutölu i grunnkaupshækkun hvort sem launin hafa áður verið há eða lág, og þannig minnkar launamis- réttið. Ég tel, að verkalýðs- hreyfingunni hafi með þessum áfanga tekist að snúa vörn i sókn svo sem Alþýðusambandsþingið lýsti einróma yfir i vetur að gert skyldi. Sá langi timi sem þessi átök hafa tekið sýnir betur en nokkuð annað, hvað andstaðan var hörð og öbilgjörn af hálfu atvinnurek- enda og rikisstjórnar. Það sem loks varð til að koma verulegri hreyfingu á málin var boðun algers hafnbanns og stöðv- un á öllum flugsamgöngum innan fárra daga. Þá fyrst fóru atvinnu- Framhald á bls. 18. Áskorun samninganefndar ASI: Afléttið ekki yfirvinnubanni Þó að gengið hafi verið frá kaupliðum hugsanlegra kjara- samninga eru enn nokkur atriði ófrágengin.Munar þar mest um að rikisstjórnin hafði enn ekki i gærdag fengist til þess að ganga frá þeim málum sem að henni snúa. Vegna þessa og fleiri atriða sem eru ófrágengin hefur verkalýöshreyfingin — samninganefnd ASÍ — ákveðið að beina þeirri áskorun til verkalýðsfélaganna að aflétta ekki yfirvinnubanni þvi sem staðið hefur frá 2. maf sl. Verslunarmenn frestuðu verkfalli þvi sem verða átti i gær er ljóst varð að samkomu- lag gæti tekist um kaupliðina. Samningafundur hófst á Hóteli Loftleiðum klukkan 2 i gærdag. Þar var fjallaö um rikisstjórnarmálin og sérkröfu- mál ýmissa sérsambanda, svo og sameiginlegar sérkröfur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.