Þjóðviljinn - 17.06.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Föstudagur 17. júnl 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis.
tJtgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóðsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Sfðumúia 6, Slmi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
Verkalýðshreyfingin snýr vörn í sókn
Islenska lýðveldið er 33gja ára i dag.
Þess afmælis má vel minnast með þvi að
fjalla nokkuð um kjaramálin þvi fátt er
nátengdara i þjóðfélaginu en barátta
verkalýðshreyfingarinnar fyrir mann-
sæmandi kjörum, sambærilegum við það
sem best gerist i grannlöndum okkar, og
barátta sjálfstæðishreyfingarinnar. Þvi
aðeins tekst að halda hér uppi sjálfstæðu
þjóðriki að fólkið kjósi fremur að byggja
þetta land en að leggjast i landflótta fyrir
móðuharðindum af mannavöldum, kaup-
hækkunum og kjaraskerðingum, ofriki
innlendra gróðahöfðingja.
Við stofnun lýðveldisins fyrir 33 árum
voru þau orð mælt viturlégust að baráttan
fyrir varðveislu sjálfstæðisins væri sist
léttari en sú sem háð var til þess að taka
fullveldið i islenskar hendur. Hefur bar-
áttan fyrir varðveislu þjóðernis,menning-
ar og tungu, sjálfstæðis, oft verið býsna
hörð á þessum 33 árum, stundum tvisýnt
um lyktir.
í gleði dagsins 17. júni 1944 grunaði eng-
an islending að á bak við heiliaóskir
bandariksa sendiherrans byggi krafan um
varanlegar herstöðvar á íslandi. Sú varð
þó raunin; fyrst var landið innlimað i
hernaðarbandalag, siðan var knúið hingað
herlið með ofbeldishótunum. Baráttan
milli herstöðvaandstæðinga og herstöðva-
sinna hefur sett mark sitt á alla þrjá ára-
tugi islenska lýðveldisins. í þeirri baráttu
gegn herstöðvum og hernaðarbandalög-
un er hlutur verkalýðshreyfingarinnar
ekki smár og á Alþýðusambandsþingi sl.
haust var gerð samþykkt um að verka-
lýðshreyfingin ætti að beita sér fyrir
brottför hersins og úrsögn úr hernaðar-
bandalaginu.
En þvi aðeins verður barist fyrir brott-
för hersins að við ráðum sjálfir atvinnulifi
okkar og efnahag almennt en séum ekki
ánauðugir þrælar erlendra auðhringa og
skuldheimtumanna. Það er þvi að fleiru
að hyggja en herstöðvamálunum. Áform
erlendra peningafursta um ísland,
einkum áætlun „integral” sem Þjóðviljinn
afhjúpaði á liðnum vetri,minna okkur á
nauðsyn þess að vera vel á verði i atvinnu-
málum, minna okkur á að atvinnumálin
eru einnig þáttur þeirrar sjálfstæðisbar-
áttu sem litil þjóð verður að heyja. Jafn-
framt vitum við, að skammt hrekkur það
að vera vel á verði, þvi ekki heldur þjóðin
lifi nema fyrir eigin frumkvæði, athafnir
og dugnað. Þess vegna er islensk atvinnu-
stefna viðeigandi og brýnt dagskrárefni
þjóðhátiðardags. í þeim efnum hefur
verkalýðshreyfingin einnig tekið forystu,
þar skal aðeins minnt á starf Alþýðu-
bandalagsins til þess að kynna islenska
atvinnustefnu og undirtektir verkalýðs-
hreyfingarinnar í 1. mai-ávarpi fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna hér.
Reynslan sýnir að þvi meiri sem fram-
leiðslan er þvi girugri verður auðstéttin til
arðráns, kaupkúgunar og réttinda-
skerðingar. Aukin framleiðsla ein sér er
þvi aðeins keppikefli að takist að veita
afrakstri hennar til fólksins i landinu. Þvi
er pólitisk, virk verkalýðshreyfing lif-
akkeri, verkalýðshreyfing sem er ætið
reiðubúin til þess að bjóða auðstéttinni
byrginn. Litilþæg og hugsjónalaus verka-
lýðshreyfing er versti óvinur sjálfstæðis
smárrar þjóðar. Uni samtökin árásum á
kjör alþýðunnar blasir við landflótti.
Dæmin sanna að peningaöflin láta sig
innihald sjálfstæðisins litlu skipta, þeim
er gróðinn allt. Ferskasta dæmið um þetta
eru átök siðustu missera um kaup og kjör:
Á árinu 1976 héldu kjör launamanna
1. maí lagði verkalýðshreyfingin áherslu á
grundvallarkröfur sinar, verulega hækkun
lægstu launa, launajöfnun og verðtryggingu.
Þann dag var yf irvinnubannið boðað og hefur
það staðið siðan eða i sjö vikur.
áfram að versna hér á landi. Þvi báru
stjórnarvöld við að almenn afkoma
þjóðarbúsins væri ástæðan, kauplækkunin
væri þvi einskonar óumflýjanleg örlög. Að
undanförnu hefur hvert fyrirtækið af öðru
birt ársreikninga sina fyrir árið 1976;
þeir sýna gróða og aftur gróða, aldrei
meiri gróða. Þetta sama ár fóru kjör
verkafólksins þó versnandi og hundruð
verkfærra karla og kvenna flúðu land.
Sjáandi staðreyndir um vaxandi þjóðar-
tekjur, stóraukinn gróða fyrirtækjanna og
á sama tima kjaraskerðingu og landflótta
ákvað verkalýðshreyfingin að snúa taflinu
við: Að stökkva stjórnarstefnu kauplækk-
unarinnar á flótta, og stöðva um leið land-
flótta verkafólks með þvi að knýja fram
kjarabætur. Ákvörðunin var tekin á
ASÍ-þinginu s.l. haust. Þar var krafist
100.000 kr. mánaðarlauna, fullra verðbóta
og launajöfnunar. Ákvörðun ASÍ-þingsins
var knúin fram af þeim sterka meirihluta
sem þar myndaðist, og senn breyttist sú
ákvörðun i allsherjarvilja verkalýðs-
samtakanna, baráttueiningu sem þegar,er
samningar voru lausir, 1. mai sl., hóf
aðgerðir. Yfirvinnubann hófst þá strax,
eftir fylgdu dagsverkföll eftir lands-
hlutum fyrst en siðan eftir starfsgreinum
og boðuð eru flutningabönn af hálfu
verkalýðshreyfingarinnar, þar sem fáir
eru tilbúnir að taka á sig að standa i
baráttunni, en hreyfingin öll tekur á sig að
launa baráttumennina. Þessar nýju
baráttuaðferðir hafa reynst árangúrs-
rikar; nú liggur fyrir samkomulag um
kauphækkanir, sem verða 32.000 kr. á 18
mánuðum, og visitölutryggingu. Hér er
um að ræða mjög stórfelldan ávinning,
sem sannar hver það er sem valdið hefur i
þessu þjóðfélagi þegar á reynir — verka-
lýðshreyfingin. Stefna ASl-þingsins hefur
reynst sigursæl.
Þegar ASl-þingið markaði róttæka
stefnu sina var öllum ljóst að róðurinn
yrði þungur, auðstéttin hafði rikisstjórn
með mikinn þingmeirihluta sem brjóst-
vörn. En svo hart var fram sótt að flóttinn
brast i liðið snemma; fyrstur féll foringi
framsóknar, siðan einn af öðrum. Og nú er
svo komið að náðst hafa samningar um
verðtrygginguna og kauphækkanir; þessir
samningar færa okkur nær þvi að öðlast
sambærileg kjör við nágranna okkar nor-
ræna,-eru þvi liður i að stöðva land-
flóttann; verkalýðshreyfingin hefur snúið
vörn i sókn.
Þó eru enn blikur á lofti; undir
samningsgerðinni hótuðu atvinnurek-
endur gengisfellingum og öðrum efna-
hagsaðgerðum. Þessar hótanir ber að
muna og þess vegna hefur verkalýðs-
hreyfingin knúið fram að samningar geta
verið lausir jafnskjótt og reynt verður að
hrófla við megingrundvelli þeirra með
efnahagsaðgerðum eða niðurfellingu eða
skerðingu verðtryggingarkerfisins. Það
er þvi fjarri lagi að baráttunni sé lokið:
hvern dag sem kemur þarf að hafa auga
með rikisstjórninni og gerðum hennar og
allar tilraunir til skerðingar áunninna
réttinda verða skoðaðar sem grófasta
ögrun af hálfu samtaka launafólks.
Með baráttu sinni fyrir bættum kjörum
hefur verkalýðshreyfingin sinnt brýnustu
skyldum sinum við sjálfa sig, liðsmenn
sina, þjóðina alla og i raun fullveldi
þjóðarinnar. Þannig er baráttan fyrir -
varðveislu sjálfstæðis i raun inntak þess;
án baráttu ekkert lif. Sigurinn verður
aldrei að fullu unninn. Verkefnin eru ótal
mörg, lausnir þeirra hafa i för með sér ný
úrlausnarefni, ný vandamál, ný verk-
efni. En vissulega erum við i áfangastað á
þessu 33gja ára afmæli lýðveldisins.
Verkalýðshreyfingin, sú faglega og póli-
tiska, hefur stökkt kauplækkunaröflunum
á flótta, snúið vörn i sókn.
—s