Þjóðviljinn - 17.06.1977, Side 13

Þjóðviljinn - 17.06.1977, Side 13
Föstudagur 17. júni 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 DOMUS Laugavegi 91 Stærsti ullaryörusamningur viö Bandaríkin til þessa Aöalfundur Kaupfélags Eyfirö- inga sem haldinn var i fyrri viku á Akureyri hafnaöi stóriðjufram- kvæmdum viö Eyjafjörö og skýt- ur ályktun fundarins um þetta efni nokkuö skökku viö stór- iöjuáhuga Vals Arnþórssonar, kaupfélagsstjóra, sem haföi for- göngu um viöræöur viö Norsk hydro. Alyktun fundarins er svohljóö- andi: „Aöalfundur KEA, haldinn á Akureyri 9. og 10. júni 1977 ályktar eftirfarandi: Fundurinn litur svo á aB stór- iBja á vegum útlendra fyrir- tækja sé mjög óæskileg hér við EyjafjörB. Hér um slóBir hefur á undanförnum áratugum skapast traust og farsælt at- vinnulif meöal annars fyrir til- stilli samvinnufélaga lands- manna. Þessu atvinnulifi yröi allmikil röskun og hætta búin ef efnt yröi til slikra stórfram- kvæmda sem t.d. álverksmiöj- an er. Auk þess fylgja slikum stóriBjuverum einatt margir aörir ókostir, til dæmis mengun umhverfis, sem fremur er hægt aö sneiöa hjá eöa ráöa viö þeg- ar smærri fyrirtæki eiga I hlut. Þess vegna ber aö halda áfram fyrri stefnu i atvinnumálum hér en ekki aö leggja út á hálar brautir erlendrar stóriðju.” —e.k.h. ísafoldar- prentsmidja 100 ára ísafoldarprentsmiðja er talin stofnuö 16. júni 1877. Þann dag var fyrsta blaö Isafoldar prentaö i eigin prentsmiöju, sem enn er starfandi og heldur nú upp á aldarafmæli sitt. Stofnandi prentsmiöjunnar var Björn Jónsson ritstjóri. Hann haföi áöur (frá 1874) látiö prenta blað sitt í Landsprentsmiöjunni. Fljótlega hófst bókaútgáfa á vegum prentsmiðjunnar, og kom Dýrafræöi Benedikts Gröndal út strax fyrsta áriö. Eftir þvi sem vélakostur varö fullkomnari, jókst bókaútgáfan, enda var Björn mikill unnandi Islenzks máls og góöra bókmennta. Fljótlega eftir aö fariö var aö gefa út bækur, og einkum eftir aö flutt var i eigið húsnæði árið 1886, var hafiö bókband I sambandi viö prentsmiöjuna og starfar þar enn. Má þvi segja, aö allir þættir bókageröar fari fram i prent- smiöjunni og á einum staö. Ariö 1886 var keypt hraðpressa, sem gjörbreytti öllum afköstum og vinnuháttum. Siöan hafa vélar verið endurnýjaöar eftir föngum, og á 100 ára afmælinu má segja, aö vélakostur sé ágætur og prent- smiöjanfærum aö mæta verkefn- um framtiðarinnar. framtiöinni. Sagöi Hjörtur að hann teldimjög þýðingarmikið að þessi vara væri fullunnin hér, en þá þyrfti islenskur iðnaður að hafa samskonar aðstööu og keppinautar fyrirtækisins hafa, en þvi fer fjarri i dag, sagöi Hjörtur. Flikurnar eru hannaöar af Þór- steini Gunnarssyni, en bandið i fatnaðinn er unnið i Gefjun. Ýmis fyrirtæki, viða um landiö, hafa lagt hönd á plóginn við þessa framleiöslu. Útivistar- svæði á Laugarvatni Eins og undanfarin sumur verða tjald- og hjólhúsasvæðin á Laugarvatni opin almenningi i sumar frá 10. júni. Búist er við að margir leggi leið sina þangað sem áður og hefur oft verið spurt um opnunartima svæðanna. - Laugarvatn verður sífellt vin- sælla sem ferðamannastaður og smámsaman hefur ýms aðstaða verið bætt og reynt að nýta landið skynsamlega með þvi að hlúa að grasvexti og öllum trjágróðri og koma upp nýjum. Lögð verður áhersla á að koma i veg fyrir meðferð áfengis á sumardvalarsvæðunum, sem þvi miður oft vill spilla ánægju þeirra, sem vilja njóta dvalar og næðis i fögru umhverfi. 1 Tjaldmiðstöðinni er til sölu hverskyns ferðamannavarningur og þar er ágæt snyrtiaðstaða. Segja má, að starfsemi prent- smiðjunnar sé tviþætt: annars vegar eru aöfengin verkefni, hins vegar eigin bókaútgáfa. 1 tilefni af 100 ára afmælinu kemur út bók um Björn Jónsson: Björn rit- stjóri, samin af Lýð Björnssyni. Mikið úrval ai fatnaði írá Marks og Spencer Gunnar H. Gunnlaugsson Nýr yfirlæknir Stjórn sjúkrastofnana Reykja- vikurborgar samþykkti á fundi sinum 6 mai s.l. aö ráöa Gunnar H. Gunnlaugsson sérfræöing I brjóstholsskurölækningum, yfir- lækni skurölækningadeildar Borgarspitalans frá 1. júli n.k. aö telja. Dr med Friörik Einarssonn, sem veriö hefur yfirlæknir deildarinnar frá upphafi, hefur sagt 'starfi sinu lausu frá sama tima. Flfkurnar sem seldar veröa vest- ur um haf eru aðallega ýmiss konar peysukápur, jakkar og ut- anvfirflíkur. Hérsjáum viðsýnis- horn af þessari útflutningsvöru, sem væntanlega verður einnig hér til sölu siöar. Iðnaðardeild Sambandsins hef- ur á þessu ári gert stærsta sölu- samning á ullarfatnaði, sem gerður hefur verið til þessa við Bandarikin og Kanada. Umboðs- fyrirtæki Sambandsins i Banda- rikjunum, Iceland Fashions Corporation i New York hafði milligöngu um þessa sölu til fyr- irtækisins KINETIC, sem hefur höfuðstöðvar i Montreal, en rekur viðskipti i Bandarikjunum og við- ar. Hjörtur Eiriksson, fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins sagði er blaða- mönnum voru sýndar flikurnar, að vaxandi eftirspurn væri eftir islensku ullarvörunum á vestur- löndum og væri stöðugt unnið að þvi að hanna nýjar vörur úr ull- inni. Auk sauðalitanna eru nú ofin efni úr litaðri ull, þvi þaö hefur sýnt sig að nauðsynlegt er að að koma með nýjungar i framleiðsl- una, eigi hún aö halda velli i si- breytilegum heimi tiskunnar. A þessu ári verða seldar prjónavör- ur f yrir um 140 miljónir króna og að auki er gert ráð fyrir að selt veröi kápuefni fyrir tæpar 100 miljónir. tJr þessum efnum hafa veriö hannaðar 28 flikur, en þvi miður leyfir framleiðslugetan ekki að þessar flikur veröi saum- aðar hérlendis i ár, en stefnt er að þvi að þær veröi fullunnar hér i Þjónustumiðstöð KASK SKAFTAFELLI f versluninni: Allar nauösyniegar matvörur, búsáhöld og vefnaðarvara miöuö viö þarfir feröamanna. C í veitingastofunni: Heitur matur og grillréttir. Opiö alla daga. Þjónustumiöstöö Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Þjóðgaröinum SKAFTAFELLI Aðalfundur KEA setur ofan í við kaupfélagsstjórann: Hafnaði stóriðju við Eyjafjörð

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.