Þjóðviljinn - 12.07.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.07.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 12. júll 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Ctgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjdri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sfðumúla 6, Slmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Gleðitíð hjá vopnafram- leiðendum Ekki alls fyrir löngu ákvað Carter bandarikjaforseti að standa við kosninga- loforð sitt um að hætt skuli við að setja sprengjuflugvél af gerðinni B-1 i fjölda- framleiðslu. Flugherinn, vopnaiðnaðurinn og meirihluti þingsins höfðu lagt mjög að forsetanum að smiðaðar yrðu 244 flug- vélar af þessari gerð, sem samkvæmt sið- ustu útreikningum áttu að kosta um þrjá- tiu miljarði dollara. Vitanlega er það jákvætt, þegar mikil- virkt drápstæki er tekið af dagskrá. En þvi miður leyfir þessi ákvörðun Carters forseta okkur ekki að draga þá ályktun, að horfur á samkomulagi risavelda um tak- markanir vigbúnaðar hafi batnað. Um leið og Carter friðaði „dúfumar” i Washington með þvi að hætta við B-1 flug- vélina, huggaði hann „haukana” með þvi, að hin nýja sjálfstýrða eldflaug sem nefnd er „cruise-missile” leysi þá undan öllum áhyggjum. Þetta skeyti er mikið tækni- undur, sem skjóta má jafnt frá flugvélum, kafbátum, skipum og af skotpöllum á landi. Það getur farið allt að 2500 km , smýgur lágt með jörðu og breytir stefnu eftir staðháttum svo að engum vörnum verður við komið, og það flytur atóm- sprengju upp á 200 kilótónn nákvæmlega i mark, svo ekki geigar nema um 30 metrum. Sú gerð skeytisins, sem kafbátar bera, getur farið allt að 3700 km leið. Skeyti þetta hefur hleypt SALT-við- ræðum risaveldanna um takmarkanir á vigbúnaði i miklar þrengingar. Þetta vopn breytir mjög þeim forsendum sem stór- veldin höfðu komið sér saman um að vinna eftir. Það eykur enn forskot bandariskrar hernaðartækni fram yfir þá sovésku. Ef allt fer sem hingað til, þá munu sovétmenn reyna að finna svar við þessu vopni til að hafa nokkurnvegin jafna stöðu á við Bandarikin i næstu lotu. Enn hefst ný hringrás vigbúnaðarkapphlaups, sem löngu er hætt að styrkja svonefnt „jafnvægi óttans” heldur eykur likurnar á styrjaldarslysum með hverju ári. Og á meðan sovétmenn glima við svar við hinu tölvustýrða krussskeyti stiga hinir banda- risku viðmælendur næsta skref. Og kannski er það þegar stigið. í Morgunblaðinu á föstudaginn er einmitt sagt frá þvi frétt á forsiðu, að nú sé„neutrónuoddurinn tilbúinn til fram- leiðslu”. 1 fréttinni er svo frá þvi greint, að hér sé um að ræða kjarnaodd á árásar- eldflaug sem drepur allt lif með „feikna- legri geislavirkni” og er nevtrónuoddur- inn hannaður með það fyrir augum „að drepa en valda lágmarkstjóni á tækjum og byggingum”. Það fylgir fréttinni að Carter forseti hafi að sinu leyti samþykkt fjárveitingar til áframhaldandi tilrauna með þetta djöfullega vopn, sem drepur allt kvikt, en sýnir mannvirkjum, efnis- legum verðmætum,mikla virðingu og til- litssemi. Að þvi er haft er eftir heimildarmönnum i Pentagon, hermálaráðuneytinu banda- riska, er unnið að þessu vopni vegna þess, að auðveldara er að einangra tor- timingarsvið nevtrónubombunnar en þeirra smærri kjarnorkuvopna sem til þessa hafa verið framleidd. Það er talið, að óttinn við eyðileggingarmátt fyrri „taktiskra” atómasprengja hafi neikvæð áhrif á áhuga vesturevrópumanna á þátt- töku i vigbúnaðarkapphlaupinu. Þeir vita sem er, að ef til átaka dregur milli risa- veldanna, þá ferst Vestur-Evrópa. Þetta eru bara einstök dæmi um iskyggilega þróun hernaðartækni. Það mætti bæta við listann—til dæmis er talið, að bandarikjamenn geti innan skamms fundið miklu virkari leiðir en áður voru þekktar til að leita uppi kafbáta and- stæðingsins. Bandarisk tækni, sem hefur forskot fram yfir hina sovésku, vinnur i raun að þvi að auka likur á kjarnorku- styrjöld með þvi að leggja áherslu á þróun vopna, sem hafa takmarkaðan eyði- leggingarmátt. Bandariskir hernaðarsér- fræðingar telja, að menn kunni fremur að fallast á notkun slikra vopna en eldri tegunda til að íiá þvi sem þeir kalla „tak- mörkuð pólitisk markmið”. Það er þvi ekki nema von að hin virta sænska friðarrannsóknarstofnun SIPRI, telji i ársskýrslu sinni að þróun vig- búnaðarkapphlaupsins geri næsta áratug að „stórhættulegu timabili”. Og þessi sama þróun ætti einnig að vera islendingum áminning um að hið fámenna samfélag þeirra sé best komið utan seilingar þeirra afla, sem stjóma hinu vitfirrta kapphlaupi um skjóta og örugga tortimingu mannlifsins. —áb. mmmm in úl reKlufct gildi njóilr helgi.** sagði •Jávarútvegsi Morgunblaðið spurður um f ir til friðunai þá átt að hei ekki fram ú þessu ári. SJávarútve þegar kynn fiakifreðingi gerðarmanna samkvemt þ ið hefur fregi ið út I kvðt skip, heldur ( gerða. Yfirhers NATOá Alezander Haig. YFIRIIERSHÖFÐINGI Atlantshafsbandalagsins, Alexander Haig, kom til málí sendi rfkjanna á sætisráðher Einkaheimsókn — ogþó Prótókoll heitir flókin fræði- grein sem lýtur að þvl, hvenær viröingarmenn skjótast á milli húsa og landa sér til skemmt- unar eða vegna annarra einka- mála og hvenærþeir koma fram sem fulltrúar rikis eða samtaka og hverja viöhöfn ber að hafa i frammi i þvi tilefni. Margt er á reiki i þessum fræðum og mátt- um við fá frumlega staðfesting á þvi I Morgunblaðinu á sunnu- daginn. bar segir að yfirhers- höföingi NATOs, Alexander Haig, hafi komið til landsins daginn áður. Siðan segir: „Haig er hér i einkaheimsókn en þó i boði utanrikisráðuneytis- ins”. Ef við reynum að þýöa þessa dularfullu klausu á aðgengi- legrá mál, þá sjáum við ekki menn og málefni beturenútkomansé þessi: Haig ætlar að hitta einkavini sina til dæmis Geir Hallgrimsson og hann ætlar að veiða lax eins og tekið er fram siðar i fréttinni. En einhverra hluta vegna mun það talið þægilegast, að utan- rikisráðuneytið borgi kostn- aðinn af þessum vinafundum og er það að sjálfsögðu miklu þægi- legra og fyrirhafnarminna fyrir bæði Haig og vini hans að hafa þann hátt á. Sérfrœðingur í afsögnum I fréttinni segireinnig: ,,Hann mun hitta að máli sendiherra Bandarikjanna á íslandi og for- sætisráöherra, Geir Hallgrims- son”. Og nokkru siðar er þess látið getið til skýringar á frægðarferli mannsins, að hann „hafi leikið lykilhlutverk i Hvita húsinu i sambandi viö afsögn Nixons”. Af þvi að við erum sæmilega vel innrættir, þá vonum viö aö þessi sérstæða reynsla Haigs úr Hvita húsinu boði ekkert illt fyrir pólitiskan feril Geirs. ls-' lenskir stjórnmálaforingjar eru aldrei I afsagnarhættu þvi hér á tslandi eru allir bræður og vinir. Auöur Geirs er aö visu talin helsta feimnismál Islands af er- lendum gesti, en hann skrifar i eitthvert sænskt blað og við þurfum ekki að hafa sérstakar áhyggjur af þvi. Auður þessi plumar sig vel, „hún” hefur hingað til aðeins tekið þátt i lok- aðri fegurðarsamkeppni hjá Bilderberg-klúbbnum, en hefur nú komist á fílmu sem betur fer, og ætlar að leggja undir sig heiminn. Kosningar og heilagur andi Og áfram skulum við halda meö hin skemmtilegri mál i þessari vætusömu agúrkutiö. Jón Sigurðsson skrifar ljómandi skemmtilega hugvekju á sunnu- daginn I Timannum kirkjuna og kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að heilagan anda varði ekki um kjörfylgi presta á tslandi. í framhaldi af þessu ber Jón fram svofellda kenningu sem okkur finnst mjög ljóst dæmi um þaö, hvaðhinn nýi rit- stjórnarfulltrúi Timans telur vera gdöa framsóknarmennsku i málflutningi: „Æskilegast væri sjálfsagt að finna einhverja skynsamlega millileið i þessu efni. Ef unnt væri að tryggja lýðræðislega kosningu án kosnmgabaráttu væri mikið fengið. Ef unnt væri að koma á raunverulegri köllun prestsins til starfs, væri fylgt þvi markmiði sem upphaflega var sett.” Heilagur andi er betri en kosningaslagur, köllun er betri en kosning, þó er kosning góð ef hún er án kosningabaráttu og svo framvegis og þar fram eftir götum. Hefur okkur lengi grunað, að still Vilhjálms Þ. Gislasonar reynist áhrifadrýgri I islenskri blaðamennsku en bú-- ast mátti við. Hriflu-Jónas enn Indriða G. Þorsteinssyni er mikið i mun að bjarga oröstir Hriflu-Jónasar undan rætni okkar kommanna og hefur skrifað kjallaragrein um málið ofan I Svarthöfðagrein. Svo sem til upprif junar á hinni sérstæðu menningarstefnu Jónasar skal hér vitnað litillega til fram- haldsgreinar eftir hann úr Tim- anum, undir heitinu „Hvildar- timi i listum og bókmenntum” og var skrifuð 1941. Þar segir m.a.: " „I bókmenntum og listum ■ samtiðarinnar má greina f jórar kvíslir sömu elfu. 1 bókmennt- - um er það kynóra- eöa klám- I stefnan, I húsagerðarlist kassa- ■ stilinn, I höggmyndalist klossa-. | stefnan en i málaralist klessu- ’ ■ geröin. Hér á landi má sjá dæmi um kynórastefnuna i ritum m kommúnista og nokkurra ann- arra viðvaninga sem tekið hafa þá til fyrirmyndar”.... „Um eitt skeið mátti gera sér | miklar vonir um að hann ■ (Halldór Laxness) kynniað f£U-a snoturlega með það pund, sem honum var fengið til ávöxtunar. En hann... féll i straum sam- tiöaröfganna og glataði þar framtið sinni. Hann hefur orðiö talsmaöur ljótleikans I is- ■ lenskum þjóðlifslýsingum.... Og birtan úr ljóöum Jónasar Hall- ■ grimssonar mun lýsa landinu og verma þjóðarsálina löngu eftir ■ aö Halldór Laxness hefur hætt að bera sorta sjúkra hugsana I inn i bókmenntir Islendinga.” áb. |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.