Þjóðviljinn - 12.07.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.07.1977, Blaðsíða 16
PJODVIUINN Þriðjudagur 12. júli 1977 Aðalsimi Þjóðviljans er 81933 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. 'Utan þessa tima erhægtað ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. @81333 Einnig skalbentá heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Tímamótasamningar Rætt við GUÐMUND M. JÓNSSON, varaformann Sjómanna- sambandsins,og INGÓLF INGÓLFSSON, formann Vélstjórafélags íslands, um nýgerða sjómannasamninga Að sjómanna- samningunum loknum tókum við tali Guðmund M. Jónsson, vara- formann Sjómannasam- bandsins, og Ingólf Ingólfsson, formann Vél- stjórafélagsíns, til aö heyra þeirra mat á samningunum. Við spurðum fyrst Guðmund hvað hann vildi segja að samningunum loknum: „Ég tel tvimælalaust merkan áfanga að ná eins mánaðar kauptryggingartimabili á báta- flotanum og uppgjöri eftir hverja veiðiferð á minni skut- togurunum. Það hefur alltaf verið mikil skerðing á hlut sjómannsins að fá ekki upp- gerðan sinn hlut nema þrisvar á ári. Það sjá jú allir að það er mikil skerðing að eiga inni mánuðum saman.” Þjv.: Hvernig er útgeröin i stakk búin að taka viö svona róttækri breytingu? „Þaö er nú kannski ekki mitt mál að svara þessu, annars ætla Guðmundur M. Jónsson. ég aö segja að það er alveg for- smán hve illa hefur veriö staðiö að útgerð hér á lgndi varðandi rekstrarfé. Það fréttist hér i samningunum aö bankarnir hafi gefið loforð um aukin afurðalán og vonandi er þaö rétt, þvi það er furðuleg tregöa aö láta rekstrarfé til útgerðar. Um árangur samninganna er það að segja að maöur er aldrei ánægður. En okkur þóttu mánaðarlegt uppgjör og 18,5% fiskverðshækkun og 24% hækkun kaupliöa þess virði aö skrifa undir. Hér náðist fram róttæk breyting stórátakalaust og hún bætir mest hag þeirra sjómanna sem lægstar hafa haft tekjurnar, þeirra sem eru á minn bátunum. Reynslan á eftir að sýna hve mánaöaruppgjörið er mikilvægur áfangi.” Þjv.: Hvað telur þú að eigi að gera i fiskfriðunarmálum? „Eg tel aö þurfi að loka hólfum lengri og skemmri tima eftir þörfum og stækka möskva. En að leggja flotanum um lengri eða skemmri tima tel ég óhentuga rábstöfun, það kemur svo illa niður á sjávarplássum úti á landi. Slikt myndi skapa glundroða og atvinnuleysi. Að minu mati er besta ráðiö kvótaskipting á flotann. Hverju skipi verði úthlutaður ákveðinn kvóti um áramót. Þetta hefði þann kost að menn hættu að sækja út i hvaö sem er og þess vegna myndi sóunin minnka. Min skoðun er að kvótaskipting sé þjóðhagslega hagstæðasta lausnin og sú lausn sem sjómenn myndu helst sætta sig við. Að lokum vil ég segja að það var staðið að undirbúningi samninga á allt annan hátt nú en áður. Og samstarf Sjómannasambandsins tókst vel. Arangurinn, miðað við aðstæður, er fyrst og fremst að þakka þessu samstarfi. Og ég vona aö þessir samningar séu upphaf að miklu samstarfi full- trúa sjómannastéttarinnar, og það tel ég eina af grundvallar- forsendum þess að hægt sé að bæta hag sjómanna á öllum sviðum.” Ingólfur Ingólfsson hafði þetta að segja: „Mér list mjög vel á samningana. Meira fékkst fram en nokkur þorði aö vona, þ.e. mánaðaruppgjörið og uppgjör eftir hverja veiöiferð á minni togurunum. Þetta veldur meiri breytingu en menn gera sér enn grein fyrir. A stóru togurunum verður veruleg kauphækkun og auk þess dálitil hækkun á afla- verölaunum. Fiskverðshækk- unin er veruleg kjarabót. Þar var knúin fram hækkun til sjómanna og útvegsmanna. Sú I hækkun er kannski einn stærsti ■ ávinningur þessara samninga. Ekki er einsdæmi að kjara- m < samningar og fiskverðs- I ákvörðun tengist saman. En að ? þessu sinni eru þessi tengsl | meiri en nokkru sinni áður og ■ það okkur til hagsbóta. Ef ekki | hefði náðst samkomulag milli „ seljenda og oddamanns um ■ þessa hækkun er það mitt ® mat að ekki hefði verið grund- ] völlur fyrir kjarasamningum. Að öllu samanlögðu eru þetta ° timamótasamningar og stærsti | sigur sem sjómenn hafa unnib I ■ kjaramálum um langa hrið. Um friðunaraðgerðir er það " að segja að auknar aögerðir hafa legið i loftinu, jafnvel ■ stöðvun. Ef til stöðvunar kemur mun það bitna mjög á sjómönn- | um, einkum togaramönnum, ■ þvi allar friðunaraðgerðir | virðast beinast að togveiðum. ■ Komi til slikra aðgerða verða ■ stjórnvöld aö bæta sjómönnum það augljósa tekjutap sem þeir yrðu fyrir”, sagði Ingólfur að lokum. eng ■ Alþýðubraudgerðin hættir starfsemi Alls óvíst hvort þar verða aftur bökuð brauð Ein elsta og stærsta brauðgerð Reykjavikur, Alþýðubrauðgerðin við Laugaveg, hefur nú hætt störfum og sagt upp öllu sinu starfsliði. Að sögn Guðmundar Oddssonar forstjóra fyrirtækisins er allt i óvissu um það hvort þráðurinn verði tekinn upp að nýju siðar meir. Guðmundur kvaðst ekki geta greint frá ástæöum þeim sem eru fyrir lokuninni en hann hefði ákveöið að hætta fyrir tveimur árum enda oröinn aldraður. Brauðgeröin er ekki á söluskrá og hefur ekki verið auglýst til leigu þannig að óvist er hvort hún á nokkurn tima eftir að baka brauð framar. Fyrirtækið rak á sinum tima niu verslanir auk þeirrar sem var i sama húsi og sjálft bakaríiö við Laugaveg. Aö sögn Guðmundar hafði fyrirtækið 15-20 starfsmenn þegar þvi var lokað. — Þeir hafa allir fengið vinnu enda gott fólk sem allir vilja hafa, sagði hann. Alþýðubrauðgeröin er eitt þeirra fyrirtækja sem Alþýðu- flokkurinn og Alþýðusamband ís- lands settu á laggirnar á þriðja og fjórða áratugnum. Það fór eins fyrir henni og Alþýðuhúsinu, Iönó ofl. að stjórnarmennirnir ákváðu Þannig var aðkoman þegar Þióðviliamenn baraA garöi I ger, allt harðlokað og ekkert Hfsmark nema á skrifstofunni sem er til vinstri aö breyta henni I hlutafélag og seldu svo sjálfum sér hlutabréfin. Hefur Guðmundur Oddsson rekið Alþýðubrauögerðina sem sitt einkafyrirtæki mörg undanfarin Mynd eik. ár og er óhætt að segja að hann hefur reynst starfsfólki sinu og stéttarfélögum þess erfiður ljár I Meginatriði sjómannasamninganna: Mánaðarlegt uppgjör Kaupliðir hœkka um 24% — Fiskverð hækkar um 18,5% Um þrjúleitið á laugardaginn undirrituðu fulltrúar sjómanna og útvegsmanna nýja kjara- samninga sem gilda eiga til 31. des. 1978. Seinasti samningafundurinn hafði þá staðið I rúman sóiar- hring. Var aðfaranótt iaugardags þriðja nóttin i þeirri viku sem notuð var til samningaviðræðna. Merkasta atriðið I þessum samningum er að kauptrygg- ingartimabiliö á bátaflotanum styttist I einn mánuö úr fjórum. Og á minni togurunum, sem eru meö i bátakjarasamningum, verður hver veiðiferð sérstakt kauptryggingartimabil, þ.e. að hver túr veröur gerður upp sér- staklega. Þá varð samkomulag um að kaupliöir samninganna hækkuðu um 24% þ.e. kauptrygging og kaup sjómanna á stærri togur- unum. Siðan verða hækkanir 1. des. 4,8%, 4,5% 1. júni ’78 og 3,4% 1. sept. Fer kauptryggingin úr 107 þús. I 133 þús. frá 1. júli og i 151 þús. á samningstimanum auk verðbóta. Aflalaun sjómanna eru áfram i samningnum en i nokkuð breyttu formi. Þegar kominn er meira en hálfur hlutur skal greiða 6% I aflalaun. Aflalaunatimabilið er þó lengra en kauptryggingar- timabilið. Þá varö nokkur hækkun á afla- Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.