Þjóðviljinn - 11.10.1977, Side 3
Þriðjudagur 11. oktdber 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
JÓN ÁRMANN KOLFÉLL í PRÓFKJÖRINU
eru eftír þrír
Og þá
Prófkjörsmál Alþýðuflokks-
ins hafa nú þegar leitt til þess að
tveir af fimm þingmönnum
flokksins eru fyrirfram dæmdir
úr leik i alþingiskosningunum
að vori.
Fyrstur féll sjálfur Gylfi. Það
bar þannig til að Benedikt
Gröndal, formaður Alþýðu-
flokksins ákvað að yfirgefa
sökkvandi skip flokksins á Vest-
urlandi og keppa iprófkjöri eftir
1. sæti á lista Alþýðuflokksins i
Reykjavik. Það sæti skipaði
Gylfiáður, og áttihann er krafa
Benedikts kom fram ekki nema
tvo kosti, — annan þann að taka
upp allsherjarslag við flokks-
formanninn, og svo hinn að láta
sætið laust og draga sig út úr
pólitik. Gylfi tók siðari kostinn
og tilkynnti að hann drægi sig i
hlé frá þingstörfum að vori.
Þá voru eftir fjórir af þing-
mönnum Alþýðuflokksins.
Svo fór fram prófkjör i
Reykjaneskjördæmi nú um sið-
ustu helgi. Þar gerðist það, að
þingmaður Alþýðuflokksins i
kjördæminu, Jón Armann Héð-
insson, kolféll, og það svo ra*i-
lega, að fjórir af hverjum fimm
sem þátt tóku i prófkjörinu vildu
ekkert með hann hafa. Aðeins
fimmti hver maður vildi að
þingmaðurinn skipaði áfram
fyrsta sæti listans!
Og þá eru eftir þrir i þingliði
Alþýðuflokksins, — bara þrir,
sem ekki er fyrirfram búið að
dæma i pólitiska útlegð af eigin
samherjum. Þetta eru þeir
Benedikt Gröndal, Eggert G.
Þorsteinsson og Sighvatur
Björgvinsson. Þeir Benedikt
Gröndal og Eggert G. Þor-
steinsson eiga svo reyndar enn
eftir að bitast um fyrsta sætið á
lista Alþýðuflokksins i Reykja-
vik, og máske liggja þeir lika
báðir í valnum áður en sjálf
kosningabaráttan hefst.
Það er fjörugt hjá Alþýðu-
flokknum nú i sláturtiðinni!
Úrslit prófkjörsins i Reykja-
neskjördæmi urðu annars á
þessa leið:
I fyrsta sæti fékk flest atkvæði
Kjartan Jóhannsson, verkfræð-
ingur, Hafnarfirði, varaformað-
ur Alþýðuflokksins. Kjartan Jó-
hannsson fékk 1008 atkvæði i
fyrsta sæti og auk þess 400 at-
kvæði i annað sætið.
Næstur á eftir og nær jafn
Kjartani var Karl Steinar'
Guðnason, Keflavik, en hann
fékk 986 atkvæði i fyrsta sætið
og svo 608 atkvæði i annað sæti.
Samtals fær þvi Karl Steinar
1594 atkvæði i fyrsta og annað
sæti, fleiri en nokkur annar og
er þannig rétt kjörinn I annað
sæti framboðslistans sam-
kvæmt reglunum.
Þriðji i röðinni i keppninni um
fyrsta sætið var svo alþingis-
maðurinn Jón Armann Héðins-
son, sem fékk 681 atkvæði, en
hann gaf aðeins kost á sér i
fyrsta sætið. Ólaf Björnsson,
Keflavik,studdu svo 434 i fyrsta
sætið, og Hilmar Jónsson bóka-
vörð i Keflavik studdu 147 i
fyrsta sæti.
Aðrir gáfu ekki kost á sér i
fyrsta sæti.
I annað sæti listans hlaut
Gunnlaugur Stefánsson guð-
fræðinemi i Hafnarfirði 1093 at-
Jón Armann Héðinsson
kvæði, Olafur Björnsson, Kefla-
vik 529, örn Eiðsson, Garða-
hreppi 408 og Hilmar Jónsson,
Keflavik 218. Aður hefur verið
getið um atkvæðafjölda Kjart-
ans Jóhannssonar og Karls
Steinars i annað sæti.
Alls kusu 3.515 manns, en þar
af voru 259 atkvæði ógild. í sið-
ustu alþingiskosningum fékk
Alþýðuflokkurinn 2.702 atkvæði
iReykjaneskjördæmi, og virðist
þvi ljóst að hér hafi kjósendur
annarra flokka ráðið úrslitum
um skipan framboðslista Al-
þýðuflokksins að vori.
Millilandaflug
fellur niöur
Sídasta
ferd á
morgun
Millilandaf lug mun falla
niður í verkfaili BSRB. 1 gær
var Lundúna - og
Kaupmannahafnarflugi flýtt
og verður þvi þannig stillt til
að þota kemur heim frá
London i dag, og önnur frá
Kaupmannahöfn á morgun,
miðvikudag. Eftir að verk-
fallskeliurá verður ekkitek-
ið á móti vörum til tslands og
farangur fólks sem kemur
hingað i dag og á morgun
verður innsiglaður I Keflavik
og tollskoðaður að loknu
verkfalli. Flug milli tslands
og Bandarikjanna og tslands
og Luxemborgar fellur einn-
ig niður i verkfalli BSRB.
Enn er óljóst að hve miklu
leyti innanlandsflugi verður
haldið uppi.
Alþingi kom
saman í gær
Nitugasta og niunda löggjafar-
þing tslendinga var sett i gær.
Forseti tslands dr. Kristján
Eldjárn setti þingið og ávarpaði
þingheim. Avarp forsetans er birt
á 3.siðu i dag. Er forsetinn hafði
flutt ávarp sitt bað hann
þingmenn að risa úr sætum og
minnast fósturjaðarinnar og var
það gert með fcrföldu húrrahrópi.
Fisk-
mats-
V
Aldursforseti þingsins tók
siðan við fundarstjórn, en það er
Guðlaugur Gislason þriðji þing-
maður Suðurlands. Flutti hann
minningarorð um þá Jón Arnason
alþingismann og Lárus
Jóhannesson fyrrverandi
alþingismann er báðir létust i
júlimánuði s.l. Minningarorðin
verða birt siðar i Þjóðviljanum. I
stað Jóns Árnasonar tekur nú
Ingiberg J. Hannesson sæti á
Alþingi, en hann hefur áður setið
á þingi sem varamaður.
Að þessu loknu var þingfundi
frestað, en i dag, þriðjudag, fer
fram kosning forseta þingsins og
skrifara. Þá verður fjárlaga-
frumvarp rikisstjórnarinnar
væntanlega lagt fram i dag.
Einar Agústsson, utanríkisráðherra, og Lúðvfk Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins,
heilsast við þingsetninguna f gær.
menn 1
yerkfall
Flestir fiskmatsmenn á land-
inu eru nú komnir f verkfall og
má þvi búast við að löndun á
fiski stöðvist að miklu leyti.
Jón Þ. Ólafsson skrifstofu-
stjóri hjá Framleiðslueftirliti
sjávarafurða sagði i viðtali við
Þjóð v. f gær a ð 37 f iskmatsmenn
færu örugglega I verkfall, en
það eru þeir sem vinna 50% eða
meira úr starfi. Löndun leggst
þvi niður i' flestum stærstu ver-
stöðvum á landinu. Vafi leikur
hinsvegar á hvort nokkrir mats-
menn á smærri stöðum úti á
landi fara i verkfall. Það eru
þeirsem vinna minna en 50% úr
starfi, en þeir munu vera alls 19.
Þeir eiga ekki beina aðild að
verkfalli BSRB, en þá reynir
aftur á móti á stéttarlega sam-
stöðu þeirra með öðrum fisk-
matsmönnum. Jón sagði að
þetta ætti eftir að koma f ljós.
Jón taldi að verkf all fiskmats-
manna hlyti að stöðva fiski-
skipaflotann, þvi úrskurðað
hefði verið um skyldumat á
fiski. 1 verðlagsákvæðum segir
einnig, að gæða- og stærðar-
flokkar á fiski byggist á mati
starfsmanna Framleiðslueftir-
lits sjávarafurða.
Allir starfsmenn eftirlitsins
hér í Reykjavik fara i verkfall
að undanteknum forstjóranum.
—eös
Undanþága til jarðarfara
rœtt við Eggert Bjarnason,
staifsmann verkfallsnefndar BSRB
Eggert Bjarnason rannsóknar-
lögreglumaður er starfsmaður
verkfallsnefndar BSRB. Það var
ekki auðvelt að ná tali af honum I
gær, siminn hringdi látlaust á
borði hans og menn komu og
spurðust fyrir um margvlsleg
atriði vegna yfirvofandi verk-
falls.
Eggert sagði að engir nafnalist-
ar hefðu borist frá Kjaradeilu-
nefnd um starfsfólk sjúkrahúsa,
sem á að starfa I verkfallinu.
Þetta væri. mjög bagalegt, þvi
margt af þessu starfsfólki væri
nú farið úr vinnu án þess að vita
hvort það ætti að mæta til vinnu
daginn eftir. Hér hljóta að hafa
orðið einhver mistök hjá Kjara-
deilunefnd, þvi þessir nafnalistar
voru tilbúnir fyrir alllöngu I gróf-
um dráttum.
Þá taldi Eggert, að verið gæti
að öll notkun skólahúsnæðis yröi
bönnuð, vegna þess að húsverðir
eru I verkfalli, en ekki var þetta
mál útkljáð I gær. Verklýsingar
húsvaröanna eru undirritaðar af
fjármálaráöuneytinu.
Verkfallsnefnd BSRB telur sig
hafa heimild til að veita undan-
þágur i verkfallinu, en Eggert
sagði að undanþágur nefndarinn-
ar yrðu ekki viðtækari en þær
sem Kjaradeilunefnd hefur veitt;
hún hefði séð um að hafa þær
nógu margar! Hins vegar væri
ýmislegt sem Kjaradeilunefnd
hefði hreinlega gleymt að úr-
skurða um. Þannig hefði verk-
fallsnefndin veitt undanþágu til
að jarðarfarir gæru farið fram.
Nokkrar beiðnirhafa borist um
undanþágur að sögn Eggerts, og
var verkfallsnefndin á stöðugum
fundum i gær og i nótt til að f jalla
um þær. 1 gær var hafnað beiðni
um að heimavistarskólar gætu
starfaö, hugsanlegar undanþágur
vegna húsvarða átti að afgreiða i
gærkvöld. Einn skóli hefur fengið
undanþágu til starfa, en það er
Heyrnleysingjaskólinn. Beiðnir
um undanþágur hafa komið frá
ýmsum stofnunum og skólum og
t.d. kom beiðni um undanþágu
fyrir Herjólf, svo hann gæti flutt
mjólk og farþega milli Vest-
mannaeyja og Þorlákshafnar.
Eggert sagði, að þeir hjá BSRB
vissu ekki hvernig Kjaradeilu-
Framhald af bls. 14.
Eggert Bjarnason
Líklegt ad flestir
skólar loki
A laugardag var haldinn
fundur i nefnd, sem stofnuð var
fyrir viku og hefur það hlutverk
að ræða og leita lausnar á þeim
vandamálum sem upp koma á
ýmsum vinnustöðum vegna
verkfalls BSRB.
M.a. var rætt um skól-
ana, en kennaralið er viða mjög
blandað, þ.e. ýmist félagar I
BSRB eða BHM. Samkomulag
varö um framkvæmd verkfalls-
ins i þessum skólum. Félagar i
Bandalagi háskólamanna mæta
að sjálfsögöu til vinnu og kenna
sina venjulegu tima eftir
stundaskrá, en samkomulag
varð um aö óeðlilegt væri að
breyta stundatöflum vegna
verkfallsins.
Guðriður Þorsteinsdóttir,
framkvæmdastjóri BHM, sagöi
i viðtali við Þjóðviljann, að það
yrði siðan að meta i hverju til-
felli hvort hægt verður að halda
uppi kennslu i skólunum. Það
færi eftir þvi hvernig hlutfallið
væri milliBHM- og BSRB-kenn-
ara.
Ekki er fullljóst, hvort skólar
lokast vegna verkfalls hús-
varða þeirra, en seinnipartinn i
gær var talið líklegt að svo yröi.
Auk lyklavalda eiga húsverðir
m.a. að annast innkaup fyrir
skólana og sjá um að þeim sé
haldið hreinum.