Þjóðviljinn - 11.10.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. oktöber 1977.
Skrifstofuiólk
óskast i heilsdags störf á Vinnuheimilið að
Reykjalundi.
Vélritunarkunnátta og starfsreynsla
nauðsynleg.
Upplýsingar gefur skrifstofustjóri.
Vinnuheimilið að Reykjalundi
Simi 66200
\V
HEILSU VERND ARST ÖÐ
REYKJAVÍKUR óskar að
ráða eftirtalið starfsfólk:
Hjúkrunarfræðinga við heimahjúkrun
— deildarstjöra við heilsugæslu i skölum
Starfskraft við berklavarnadeild. Starfið er m.a. fólgið i
afgreiðslu og smávegis vélritun.
Umsóknum sé skilað til hjúkrunarframkvæmdastjóra
Heilsuverndarstöðvarinnar fyrir 20. október n.k., sem
jafnframt gefur upplýsingar i sima 22400.
Tryggingastarf
Tryggingafélag óskar eftir starfsmanni
sem getur hafið störf sem fyrst. Umsókn-
ir er greini aldur, menntun og fyrri störf,
óskastsendar undirrituðum, fyrir 15. þ.m.
Endurskoðunarskrifstofa
Friðbjörns Björnssonar,
Laugavegi 18, Reykjavik.
Járnsmiðir Garðabæ
Járniðnaðarmenn óskast nú þegar. Góðir
möguleikar fyrir menn sem geta unnið
sjálfstætt. Traustir aðstoðarmenn og
mann með skipulagshæfileika til að ann-
ast uppbyggingu lagers óskast einnig.
Vinnum mest af nýsmiði. Fjölbreytt verk-
efni. Fyrirtæki i örum vexti.
Vélsmiðjan Normi
Lyngási 8, Garðabæ.
simi 53822
F orstöðumaður
óskast að Barnaheimilinu að Reykjalundi.
Þarf að vera búsettur i Mosfellssveit. í
starfinu felst vaktavinna.
Einnig óskast starfsmaður i afleysingar.
Þarf að vera búsettur i Mosfellssveit.
Upplýsingar gefur Guðlaug Torfadóttir i
sima 66-200.
Vinnuheimilið að Reykjalundi.
F j ölbr aut askólinn
á Akranesi
óskar að ráða starfsmann á skrifstofu
skólans. Góð vélritunarkunnátta og bók-
haldsþekking áskilin. Umsóknir berist
skólameistara Fjölbrautaskólans fyrir 18.
október.
Nafitabrengl
leiðrétt
Tveir lesendur Þjdðviljans,
karl og kona, hringdu i undir-
ritaðan. á fimmtudaginn var og
töldu — með réttu — að honum
hefði orðið heldur betur á i
messunni með þvi að skrifa
Hvalsnes fyrir Hvalnes i grein-
inni um vegagerðina fyrir Hval-
nesskriður. Þvi færi að vísu
fjarri, að vesalingur minn væri
eini skemmdarverkamaðurinn
gagnvart þessu prnefni, þvi
miður. Þessi brenglun væri al-
geng. En þar eystra kannaðist
enginn við neitt Hvalsnes á
þeim slóðum, aftur á móti væri
það að finna suður á Reykja-
nesi.
Þess er skylt að geta, að Þor-
steinn L. Þorsteinsson á Höfn,
sá er fréttina sendi, ber enga
sök á þessu nafnabrengli heldur
undirritaður einn. Er hér með
beðist afsökunar á mistökunum
jafnframt þvi, sem þakkaðar
eru vinsamlegar ábendingar.
— mhg
Amínósýrur
Likamanum er nauðsynlegt
að fá allar aminósýrumar, þvi
þær virka likt og hlutar púslu-
spilsins. Ef einn eða fleiri hluta
vantar, gengur spilið ekki upp
og aminósýrurnar brenna i
likamanum án þess að gera
nokkurt gagn.
Ef morgunverðurinn er ein-
göngu kaffi og franskbrauð fá-
um við aðeins 5 aminósýrur,
sem ekki nýtast, en ef bætt er
við morgunverðinn mjólk, osti
eða öðrum mjólkurvörum, þá er
öruggt, að við fáum allar þær
aminósýrur, sem i sameiningu
sjá um uppbyggingu og endur-
nýjun frumanna, sem mynda
likamann.
Úr Kynningarbæklingi
Mjölkurdagsins.
Umsjón: Magnús H. Gislason
Affi N orötjarð-
arbáta í ágúst
I ágústmánuði reyndist afli Norðfjarðarbáta þessi:
Tala sjóf. Veiðarfæri Afli lestir
Barði 2 Botnv. 123,0
Bjartur 3 Botnv. 235,5
Fylkir 1 Botnv. 20,3
Þverfell 2 Botn. 44,6
Draupnir HU 3 Botnv. og færi 13,2
Gullfaxi 14 Botnv. og færi 24,1
Kristin 18 Botnv. og færi 13,0
Silla 16 Botnv. og færi 16,6
Sævar 16 Botnv. og færi 21,6
Bára 17 Lina og færi 26,6
Hörður Hinriks 16 Lina og færi 8,8
Guðný 19 Linaogfæri 13,7
Dröfn 20 Lina og færi 16,2
Elin 17 Lina og færi 9,2
Hergilsey 15 Lina og færi 8,0
Hrönn 20 Lina og færi 11,1
Svala 16 Lina og færi 12,8
Ástvaldur 20 Lina og færi 17,8
Dóra 17 Lina og færi 9,2
Enok 21 Lina og færi 7,3
Gustur 18 Lina og færi 9,5
Gylfi 16 Lina og færi 5,4
Gyllir 17 Lina og færi 13,8
Hafliði 14 Lina og færi 5,6
Jón Ragnar 18 Lina og færi 5,6
Laxinn 17 Lina og færi 8,1
Máni 12 Lina og færi 11,6
Nökkvi 22 Lina og færi 12,5
Óðinn varðskip 3 Lina og færi 7,7
Sindri 15 Lina og færi 6,9
Suðurey 3 Lina og færi 25,3
Sæbjörg 16 Lina og færi 9,3
Trausti 23 Lina og færi 11,3
Valur 19 Færi 12,6
Veiðibjallan 17 Færi 9,9
Sautján bátar 61 Lina, net, færi 22,8 Samtals 830,0 haj/mhg
FRAMKVÆMDIR
Á SIGLUFIRÐI
Góðkunningi Land-
pósts, Benedikt Sigurðs-
son á Siglufirði, hefur
Ekki er gaman að þessum
kaupfélögum og er ekki merna
von að „brask” þeirrá
gangi fram af einstak-
lingsframtakinu hjá Visi.
Nú hefur Kaupfélag Sval-
barðseyrar fundið upp á þeirri
ósvinnu aö koma á fót saltfisk-
verkun. Og hverjum svo sem til
hagsbóta? Varla þessum 10-20
mönnum, sem vinna viö fisk-
verkunina. Varla þeim smá-
bátaeigendum við Eyjafjörð,
sem þarna leggja upp afla sinn.
Nei,liklega erþetta bröltþeirra
á Svalbarðseyri engum til góðs
en aðeins til þess gert, að særa
finu taugarnar á Visisritstjórn-
inni. Undarlegir menn á Sval-
barðseyri að geta ekki lært að
meta einkaframtakið og hafa þó
Hjalteyri fyrir augunum.
Kaupfélagið á Svalbarðseyri
sent eftirfarandi frétta-
bréf:
Helsta framkvæmd á vegum
hóf saltfiskverkun að marki i
vor en var þó litillega byrjað á
henni áður. í fyrra t.d., voru
flutt út frá Svalbarðseyri 25 tonn
af saltfiski. 1 sumar hafa verið
flutt úr 90 tonn en á fimmta
hundrað tonn hafa stöðinni bor-
ist til vinnslu.
Afli sá, sem Saltfiskverkun-
inni berst, er frá smábátaeig-
endum við Eyjafjörö eins og t.d.
sportveiðimönnum á Akureyri.
Útgeröarfélag Akureyrar hefur
einnig landað á Svalbarðseyri
þegar ekki hefur hafst undan að
verka afla þess í eigin hiisum.
Og loks er það svo afli af trill-
um, sem gerðar eru út frá Sval-
barðseyri.
Verkstjóri viö Saltfiskverkun-
ina er Hreinn Gunnlaugsson.
—mhg
Siglufjarðarkaupstaðar á s.l.
ári var lögn hitaveitukerfis um
bæinn. Gekk það verk vel og
tókst,að ljúka þvi áður en snjóa
festi. Boraðar voru tvær holur á
jarðhitasvæðinu i Skútudal, en
árangur varð sáralitill. Nú fást
á svæðinu 32 sek/1 með dælingu,
en vatnsþörfin er um 50 sek/1.
Borunum verður haldið áfram
á komandi sumri. Fáist ekki
nægilegt heitt vatn til viðbótar,
verður að reisa kyndistöö til að
framleiða þann varma, sem á
vantar til þess að fullnægja
þörfinni þegar kaldast er i
veðri, en talið er, að það vatn,
sem nú fæst, dugi bænum jafn-
vel þótt hitastig fari nokkuö nið-
ur fyrir frostmark.
Búið er að tengja um 260 hús,
eða rúmlega helming bæjarins,
við hitaveituna.
Kostnaður við hitaveitufram-
kvæmdir á s.l. ári voru um 260
milj. kr.
Skeiðsfossvirkjun
Þá var neðri Skeiðsfossvirkj-
un lokiö að mestu á s.l. ári og
hófst orkuframleiðsla 20. okt.
Framleiöslugeta virkjunarinn-
ar er um 1.6 m/v, og afkasta-
geta Skeiðsfossvirkjananna
beggja þvi 4,8 m/v, ef nægilegt
vatn er fyrir hendi.
Nokkuö er enn óunnið við
neðri virkjunina, m.a. við loku-
búnað og laxastiga, ennfremur
Framhald á 14. siðu
Saltfiskverkun
á Svalbaróseyrí