Þjóðviljinn - 11.10.1977, Síða 7
Þriðjudagur 11, október 1977. ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 7
Þaö er ekkert leyndarmál aö stjórn Sjálfstædis-
flokksins mun gera kröfu til að fá fulltrúa úr sinum
flokki í Stjórn Verkamannasambands íslands
á þingi þess i haust
Björgvir. Sigurðsson,
form. Verkalýðs- og
sjómannafélagsins
Bjarma, Stokkseyri:
Trjóuhestinn út
Tréjuhestur íherbúðunum
Hállðahöld verkalýðssamtak-
anna 1. maí voru með allra fjöl-
mennasta og glæsilegasta móti.
enda liggur nú mikið við að þau
sýni samstöðu. einbeitni og út-
hald, ef nokkur von á að vera til
að hrinda hatrömum atlögum
braska^a og arðræningja og
skösveina þeirra I rlkisstjórn
gegn launafólki I landinu.
Einsog vænta mátti heyrðust
hjáróma raddir 1. mal frá full-
trúum afturhaldsins I forustu
verkalýðssamtakanna. þeim
Iiilmari Guðlaugssyni, Magnúsi
L. Sveinssyni og Pétri Sigurðs-
syni. Þessir kumpánar töluðu
af holum fjálgleik um nauðsyn
„faglegrar" baráttu I væntan-
legum átökum um kjaramáJ, en
létu vitaskuld undir höfuð
leggjast að útlista I hverju „fag-
leg" barátta væri fólgin. Hver
er munurinn á „faglegri" bar-
áttu og „pólitfskri" baráttu f
viðureign við fjandsamlegt
rikisvald sem f einu og öllu
gengur erinda atvinnurekenda
og arðránsmanna? Þeirri
spurningu svöruðu afturhalds-
seggirnir þrfr að sjálfsögðu
ekki, enda er allt þeirra hjal
um „faglega" baráttu einber og
ómenguð hræsni.
Mig rekur ekki minni til aö
þeir þremenningar eða aðrir
þeirra nótar hafi hvatt til „fag-
legrar" baráttu þegar fhaldsöfl-
in f verkalýðshreyfingunni
æstu til vcrkfalla f tfð vinstri-
stjórnanna tveggja, og voru
þær þð báðar fúsar til að leysa
vanda launþega með hag lág-
launastéttanna fyrir augum.
Það er kannski mælskasti
votturinn um árangur hinnar
„faglegu" baráttu afturhalds-
aflanna. að þau tvö fjölmennu
verkalýðsfélög parsem fhaldið
hefur ráðið lögum og lofum um
langt árabil, Iðja félag verk-
smiðjufólks og Verslunar-
mannafélag Reykjavikur, hafa
þegar á heildina er litið tryggt
félögum sfnum lélegri launa-
kjör en tfðkast vfðast hvar f
launakerfi landsmanna. Þetta
er ofureðlilegt þegar þess er
gætt að forustumenn þessara
félaga eru fyrst og fremst póli-
tfskir erindrekar Sjálfstæðis-
flokksins og eigenda hans, at-
vinnurekenda, og hin „faglega"
barátta felst f þvf framar öðru
að sætta félagsmenn við eins
naumar kjarabætur og komist
verour af með.
Það hefur vakið furðu manna
viða um heim, þegar ég hef
skýrt frá þvl að nokkur stærstu
verkalýðsfélög á Islandi lúti
stjórn Ihaldsmanna og þeir eigi
sömuleiðis fulltrua t stjðrn
Alþýðusambandsins. Útlend-
ingum er vitanlega ofvaxið að
skilja það, að flokkur braskara
og atvinnurekenda ráði verka-
lýðsfélögum og móti kjarabar-
áttu launafólks, þvi þetta á sér
enga hliðstæðu t öðrum
evrópskum lýðræðisrlkjum.
Menn hafa mjög velt þvl
fyrir sér að undanförnu.
hvernig það megi vera að
Island sé orðið láglaunasvæði
með helmingi lægra kaupgjald
en tfðkast 1 nágrannalöndun-
um, þó þjóðartekjur á hvert
mannsbarn séu sambærilegar
eða jafnvel hærri hér en i um-
ræddum löndum. Á þessu eru
vfsast fleiri en ein skýring, og
hef ég áður bent á geigvænlegt
arðrán heildsala og annarra
þarflausra milliliða, en vitap-
lega er hluti skýringarinnar
fólginn i samsetningu verka-
lýðsforustunnar. Þarsem verka-
lýðsforustan er sjálfri sér eins
sundurþykk og raun ber vitni
hérlendis, er þess varla að
vænta að verulegur árangur
náist, enda er það mála sannast
þegar litið er yfir feril verka-
lýðshreyfingarinnar að árangur
baráttunnar hafi orðið miklum
mun fátæklegri eftir að ihalds-
öflin tóku að hafa umtalsverð
áhni á mótun hennar uppúr
seinni heimsstyrjöld.
Þetta á sér tvfþætta
skýringu. Annarsvegar löttu
afturhaldsgaurarnir framtaks
þegar fhaldsstjórnir sátu að
völdum. en hvöttu óspart til
aðgerða þegar vinstristjdrnir
fóru með völd. Hinsvegar voru
fulltrúar fhaldsmanna I for-
ustuliði verkalýðssamtakanna
raunverulegir erindrekar
óvinarins, fluttu honum fréttir
af þvl sem fram fór innan
verkalýðshreyfingarinnar og
SigurðurA.
Magnússon
lögðu á ráðin um gagnaðgerðir
atvinnurekenda. Eða dettur
nokkrum heilvita manni t hug,
að fhaldsseggir verkalýðsfor-
ustunnar hafi taiið sig eiga
rfkari skyldur við verkalýðs-
samtökin en við Flokkinn sinn
og eigendur hans?
Það er þessi sundrung verka
lýðsforustunnar sem orðið
hefur afdrifarfkust f kjarabar-
áttunni, þartil nú er svo komið
að engir nema harðsvfruðustu
ihaldsmenn geta lengur lokaö
augunum fyrir þvf, hvernig
komið er kjörum launamanna I
landinu, á sama tlma og bur-
geisarnir temja sér Iffshætti
olfufursta. Og allar horfur eru
á þvl, að nú loks geri almenmr
félagsmenn I verkalýðssam-
tökunum sér Ijóst. að krafan
um „faglega" baráttu er ein-
ungis eitt af loddarabrögðum
fhaldsaflanna 1 látlausri viö
leitni við að leiða athygli launa-
manna frá þeirri meginstað-
reynd, að kjarabaráttan getur
aldrei orðið annað en pólitfsk
barátta þarsem valdastéttir og
arðræningjar - takast á við þá
sem verðmætin skapa um
arðinn af verðmætasköpuninni.
Á meöan óvinurinn getur
óátalið sent stna Trójuhesta
innl herbúðir verkalýðsins, er
lttil von um viðnám, hvað þá
sigur i baráttunni. Beri verka-
lýðurinn ekki gæfu til að losa
sig við fhaldsöflin, bæði f ein-
stökum félögum og forustuliði
Alþýðusambandsins, verður
hver sigur verkalýðssamtak-
anna einungis Pyrrhosarsigur,
einsog reyndin hefur oröið
undanfarna áratugi.
IJnurnar verða að fara að
skýrast. Launamenn verða að
hætta að láta rugla sig i rfminu.
Þeir verða að læra að gera
greinarmun á samherjum og
andstæðingum innan eigin sam-
taka. Þremenningarnir sem að
ofan voru nefndir eru t hópi
svikara við málstað verka-
lýðsins, þvl þeirra eiginlegi
húsbóndi er Flokkurinn og eig-
endur hans, braskararnir og
arðránsmennirnir.
Sigurður A. Magnússon
rithöfundur.
Miðvikudaginn 11. mai s.l.
birtist i Dagblaðinu athyglis-
verð grein eftir Sigurð A.
Magnússon rithöfund um hlut-
verk svonefndra „verkalýðs-
foringja”, er ihaldið hefur
komið sérupp i verkalýðshreyf-
ingunni.
Grein þessi held ég hljóti að
hafa opnað augu verkafólks i
landinu fyrir þvi hversu geisi
þýðingarmikið það er fyrir
verkalýðsfélögin að út fari úr
yfirstjórn verkalýðshreyfingar-
innar fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins, þess stjórnmála-
flokks, sem er hags-
munasamtök atvinnurekenda-
valdsins i landinu og i' hverri
einustu vinnudeilu heldur uppi
árásum á verkalýðsfélögin’og
vörn fyrir atvinnurekendur.
A siðasta þingi A.S.Í. mynd-
aðist sterk samstaða um það
nauðsynjamál að koma ihalds-
fulltrúunum út úr miðstjórn
A.S.t. bar var að sjálfsögðu ekki
um persónulegar árásir d neina
einstaklinga að ræða. — Það
skiptir engu máli hvort maður-
inn heitir Pétur eða Páll, sem
Sjálfstæðisflokkurinn tilnefnir i
varðstöðu fyrir atvinnurek-
endur innan verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Eins og mál verkalýðs-
hreyfingarinnar standa i dag
verður að vera höfuðatriðið að
koma i veg fyrir að stjórnmála-
flokkur atvinnurekenda eigi
nokkra umboðsmenn i valda-
stöðu i verkalýðshreyfingunni,
sem torveldi kjarabaráttu
hennar á úrslitastundum.
Nú kunna menn að segja. Er
þetta ekki aðeins pólitiskur
áróður? Eru verkalýðsforingjar
ihaldsins nokkuð linari i
baráttunni fyrir verkafólkið en
forustumenn verkalýðsflokk-
anna? Eru dæmi til að leggja
fram á borðinu til rökstuðnings
þeirri fullyrðingu að ihaldsfull-
trúarnir i verkalýðshreyf-
ingunni torveldi kjarabaráttuna
og beinlinis styðji atvinnurek-
endur á örlagastundum?
Slikar spurningar eiga fullan
rétt á sér. órökstuddum full-
yrðingum á ekki að kasta fram.
Sannanireiga að koma á borðið.
Þær tel ég mig hafa og ekki
langt til baka að sækja.
Þegar grein Sigurðar er birt
stendur yfir hörð kjaradeila.
Nýjar baráttuaðferðir höfðu
verið teknar upp, sem vitað var
að væru mjög áhrifarikar og
kæmu atvinnurekendum illa.
Verkafólk á ákveðnum vinnu-
stöðum tók sig saman um að
leggja niður vinnu fyrirvara-
laust— fullkomlega löglegar og
eðlilegaraðgerðir fólksins sem i
baráttunni stóð. — En atvinnu-
rekendur kveinkuðu sér og
hótuðu lokun á allar viðræður
við verkalýðsfélögin. Og verka-
lýðsforingjar ihaldsins tóku
fljóttvið sér. lMbl.21.mai lýstu
tveir formenn fjölmennra
verkalýðsfélaga, I Reykjavik,
þeir Guðmundur H. Garðars-
son, formaður verslunar-
mannafélags Reykjavikur, og
Bjarni Jakobsson, formaður
Iðju, yfir þvi að þeirra félög
myndu ekki beita þessu skæða
vopni verkafólksins gegn
atvinnurekendum. Því væri
þeim óhætt að treysta. Þama
kom glöggt i ljós sú sterka
aðstaða, sem atvinnurekendur
áttu inni i forustu verkalýðs-
' hreyfingarinnar.
Niðurstaðan liggur klár og
óhrekjanleg fyrir: Vinnuveit-
endasambandið segir: það
verður að koma i veg fyrir að
þetta áhrifamikla vopn fólksins
sjálfs — að neita að vinna — sé
notað. Engu skiptir þótt verka-
fólkinu sé neitað um mann-
sæmandi kaup. — Og vopnið er
sliðrað, skyndiverkföllunum
hætt og deilan þar með dregin á
langinn og afleiðingarnar að
sjálfsögðu stórum lélegri
útkoma i samningslok.
Skyldi þetta dæmi, byggt á
óhrekjandi staðreyndum úr
siðustu kjaradeilu ekki vera
fullljós skýring þess hve alvar-
legur hlutur það erað verkafólk
styðji fulltrúa stjórnmálaflokks
atvinnurekenda i valdastöður
innan verkalýðsfélaganna.
GreinSigurðarerbirt 11. mai.
Nákvæmlega 10 dögum siðar
sanna forustumenn ihaldsins i
tveim stórum verkalýðsfélögum
svo ekki verður um villst hvaða
hlutverki þeim var ætlað aö
gegna sem fulltrúar flokks sins.
Hefði verkalýðshreyfingin
staöið einhuga saman um þess-
ar sterku aðgerðir fólksins —
fullkomlega löglegar og eðli-
legar — , hefði skjótur sigur
verið framunan og fólkinu
tryggðar meiri lifskjarabætur
en raun varð á. Viðbrögð at-
vinnurekenda sýndu lika glöggt
að þeim var fullkomlega ljóst
hve sterkt þetta vopn fólksins
var. — Þá var að nota vigstöð-
una, er þeir höfðu tryggt sér
innan frá i verkalýðshreyf-
ingunni til að hindra aðgerð-
irnar.
Hér er um mikið alvörumál
fyrir verkalýðshreyfinguna að
ræða. Sjálfstæðisflokkurinn
telur stöðu sina nokkuð sterka
innan verkalýðshreyfing-
arinnar, en hyggst þó treysta
þar enn frekar vigstöðu sina.
Það er ekkert leyndarmál að
stjórn Sjálfstæðisflokksins mun
gera kröfu til að fá fulltrúa úr
sinum flokki i stjórn Verka-
mannasambands íslands á
þingi þess i haust. Þar vilja
atvinnurekendur lika fá varð-
menn til að gæta þess, að
Verkamannasambandið beiti
ekki hættulegum vopnum gegn
atvinnurekendasamtökunum.
A siðasta þingi Alþýðusam-
bands íslands var bent á það af
ótal fulltrúum með sterkum
rökum hvað friðarsamningarnir
við ihaldið i yfirstjórn verka-
lýðshreyfingarinnar hefðu
valdið verkafólki ómældu tjóni.
Það er kannske aldrei fremur
en nú ástæða til að leggja þunga
áherslu á það i hverju verka-
lýðsfélagi landsins að stjórn-
málaflokkur atvinnurekenda
eigi ekki fulltrúa i stjórnum
félaganna, — enda óþekkt fyrir-
brigði annarsstaðar en á
Islandi.
Trójuhestinn verður að setja
út fyrir borgarvirki verkalýðs-
hreyfingarinnar, fyrr nær ekki
Alþýðusambandið sinni fyrri
reisn og hörku.
Björgvin Sigurðsson
ÁSMUNDUR ÁSMUNDSSON, verkfræðingur:
f
Agreiningur vegna adgerða Samtaka
herstöðvaandstæðinga
Undanfarnar vikur hafa verið
gróskumikil skrif um aðgerðir
Samtaka herstöðvaandstæðinga (
SHA ) þann 21. ágúst s.l., og þar
kennt ýmissa grasa. Það væri að
bera i bakkafullan lækinn að ætla
sér að taka afstöðu til allra sjón-
armiða sem uppi eru um þessar
aðgerðir. En þar sem svo mikils
misskilnings og beinna rang-
færslna hefur gætt i þessum skrif-
um, þá sé ég mér ekki annað fært
en að svara þeim að nokkru, sér-
staklega vegna þess að það kom i
minn hlut sem miðnefndarmanns
að eiga viðræður við svokallaða
21. ágústnefnd. Nefnd þessi, sem
hafði það markmið að standa fyr-
ir aðgerðum vegna innrásarinnar
i Tékkóslóvaklu 21. ágúst 1968,
var stofnuð seinnihlutann i júli
s.l., en hefur nú verið lögð niður.
Um grundvöll aðgerðanna:
Um mánaðarmótin júni/júli
kom fram I miðnefnd SHA fyrir-
spurn um það, hvort miðnefndin
ætlaði ekki að beita sér fyrir að-
gerðum umræddan dag. Var mál-
ið rætt á næstu fundum og að lok-
um tekin ákvörðun um að láta til
skarar skriða. Var það mál
miðnefndarmanna, að tímabært
væri fyrir hin nýstofnuðu samtök
herstöðvaandstæðinga að for-
dæma innrás Sovétrikjanna I
Tékkóslóvakiu og þann yfirgang,
sem þau hafa sýnt Tékkum og
Slóvökum upp frá þvl. Eða eins og
segir I fréttatilkynningu mið-
nefndar SHA af þessu tilefni:
„Tékkóslóvakia er enn hemumið
land og öll andstaða við innrásar-
lið Sovétríkjanna og fulltrúa
þeirra i valdastöðum I Tékkó-
slövakiu er miskunnarlaust brot-
in á bak aftur”.
Óánægja og ásakanir vegna
þess að Sovétrikin hafi hvergi
verið nefnd I grundvelli SHA eru
þvi óréttmætar. Hins vegar gat
miðnefnd SHA ekki horft framhjá
þeirri ábyrgð, sem aðildarriki
Varsjárbandalagsins og banda-
lagið sjálft bera á innrásinni i
Tékkóslóvakiu. Bæði kom þar til
Undirritaður félagi i fram-
kvæmdanefnd 21. ágústnefndar-
innar vill vekja athygli á eftir-
farandi upplýsingum: A fundi i
framkvæmdanefndinni var
tekið til umfjöllunar bréf 21.
ágústnefndarinnar, sem birtisti
fjölmiðlum 6. september siðast-
liðinn.
A fundinum lagði Kristinn
Einarsson fram uppkast að
bréfinu. Eftir nokkrar umræður
var uppkast Kristins samþykkt
efnislega,og varKristni falið að
ganga frá bréfinu. Kristinn
Einarsson virðist síðan hafa
tekið sér ótakmarkað umboð til
þess að gera miðnefnd Samtaka
herstöðvaandstæðinga upp
skoðanir i afstöðu sinni til inn-
rásarinnar i Tékkóslóvakíu. I
upphaflegu uppkastivar alls ekki
deiltá afstöðu miðnefndarinnar
til þessa máls, heldur vildi 21.
ágústnefndin undirstrika, að
hún væri annarrar skoðunar um
það, hvernig hefði átt að standa
að aðgerðunum 21. ágúst.
I þessu uppkasti kom fram að
21. ágústnefndin harmaði, að
miðnefndin gæti ekki sætt sig
við grundvöll 21. ágústnefndar-
innar. 1 bréfinu kom ekkert
fram um að 21. ágústnefndin
væri andsnúín aðgerðum SHA,
þvert á móti samþykkti nefndin
að hvetja félagsmenn slna, i
sérstöku dreifiriti, til þess að
taka þátti aögerðum herstöðva-
andstæðinga.
Ég tel þvi, að Kristinn Einars-
son hafi aukið við samþykkt
framkvæmdanefndar 21. ágúst-
nefndarinnar, án þess að hafa
nokkurt umboð til þess. Hlýtur
hann þvi að bera alla ábyrgð á
bréfinu og það að skoöast hans
eigið.
í.september 1977
Soffia Sigurðardóttir
Ásmundur Ásmundsson
bein þátttaka þeirra flestra i inn-
rásinni, og svo að þau hafa ekki
(að undanskilinni Rúmeniu) gert
hernám Tékkóslóvakiu að
ágreingsefni innan Varsjár-
bandalagsins, enda þótt full
ástæða væri til.
Kjörorð aðgerðanna voru þvi
ákveðin i samræmi við þetta, en
þau hljóðuðu svo: „Burt með heri
Varsjárbandalagsins úr Tékkó-
slóvakiu. Styðjum frelsisbaráttu
Framhald á 14. siðu