Þjóðviljinn - 11.10.1977, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 11.10.1977, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. október 1977. HEIMIR PÁLSSON: HEIMILI OG SKÓLI Hér á eftir fer erindi sem Heimir Pálsson flutti í útvarp um miðjan septem- ber og góða athygli hefur vakið. Sleppt er inngangi um endurskoðun skóla- kerfis þar sem m.a. er um það fjallað hve varbúin kennarastétt var til að mæta þeim erfiðleikum, sem upp komu/ ekki síst vegna þess hve kennara- menntun hefur verið látin sitja á hakanum. Allir þekkja þá algengu skoðun að kennarastarfiö sé forréttinda- starf. Kennarar njóta jú ævi- ráöningar, og auk þess eiga þeir margra mánaða sumarleyfi á ári hverju. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um þann vafa- sama heiður, æviráðninguna. Fyrir hana hafa opinberir starfs- menn selt verkfallsrétt sinn og þar með raunverulega réttinn til þess að gera nokkrar kröfur til launa — auk þess sem dæmin eru alltof mörg um óhæfa starfsmenn sem i skjóli æviráðningar sitja allt of lengi i störfum. Sumarleyf- ið er hins vegar annar handlegg- ur. Raunverulega er það ekkert leyfi. Hluta þess er kennurum skylt að nota til þess að undirbúa starf næsta vetrar, og hluti þess er þannig til kominn að óeðlilega miklu starfi er hlaðið á vetrar- mánuðina. Um það hafa kennarar ekki beðið. Það helgast af þeirri staðreynd að án sumarvinnu gæti aðeins efnaðasti hluti nemenda stundað verulegtnám, eða réttara sagt börn efnuðustu foreldranna. Þetta hafa kennarar skilið, og þeir hafa vikist vel undir að vinna meira en eðlilegt getur talist — jafnvel hérlendis — i átta til niu mánuði, en una þvi siðan aö vinnustað þeirra sé lokað hluta ársins. Er það raunar sannast mála, að kennarar hafa styttra sumarfri en flestir aðrir, þegar búið er að reikna með eðlilegri undirbúningsvinnu að hverri kennslustund. Annað atriði, þessu tengt, iýsir virðingarleysinu fyrir kennara- starfinu enn betur. Það eru launamál kennara. Séu kjara- samningar athugaðir, verður nefnilega ekki annað séð en vinnukaupendur þeirra, sam- félagið, liti svo á að starfið sé harla ómerkilegt — a.m.k. miðað við önnur störf. Til þess ég verði ekki sakaður um rakalausar dvlgjur, skal ég aðeins benda á það að cand. mag. menntun i is- iensku frá Háskóla íslands er i samningum metin lægra ef unnið er að kennslu en ef starfað er á rannsóknarstofnun. Ég skal sannarlega ekki gera litiö úr störfum að rannsóknum á is- lenskum bókmenntum og máli. En hvort skyldi nú þjóðinni vera nauðsynlegra að fá til góða starfsmenn að annast móður- málskennslu eða gefa út miðalda- rimur? Þvi hefur veriö svarað i samningum. Enn má i þessu sambandi minna á kannanir sem kennara- samtök hafa gertá stöðu kennara i launum miöað við aðra mennta- menn. Allt ber það að sama brunni. Og þó er alvarlegasta at - riðiö eftir, er sýnir best virð- ingarleysið fyrir kennarastarf- inu. Ar eftir ár horfa menn upp á það aö til kennarastarfa eru ráðn- ir menn sem enga menntun hafa nlotið til þeirra. Og þeir eru ekki aðeins ráönir eitt ár, heldur aftur og aftur, þangað til svo er komið að þeir fá skipun i stöðuna og hljóta þannig sömu réttindi og hinir, sem i einhverjum barna- skap fóru að mennta sig til starfs- ins. Sú hviksaga er meira að segja á reiki að gert sé ráð fyrir þessari skipan mála sem hugsan- legri leið i væntanlegu frum- varpi um réttindi og skyldur kennara. Hana sel ég ekki dýrar en ég keypti. En er úr vegi að spyrja: Hvern- ig litist læknum á það, ef læknis- lausu héraði væri ráðinn snudd- greindur nýbakaður kennari, með þeim einföldu rökum að hann hefði séð það rétt að hún Sigga á Hóli var með botnlangabólgu i fyrra, þegar það vafðist fyrir þeim lærðu, og svo er hann bráð- laginn að draga flisar úr börnum. Ætli þetta þætti ekki lýsa virðingu fyrir læknastéttinni? Enn má bæta við þessa upp- talningu nýlegu dæmi. Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fram- haldsskólana. Fáfróðum kennara kann að sýnast eðlilegt að við undirbúning slikra frumvarpa sé sem allra mest leitað til kennara- stéttarinnar, þar sem hún hafi þó óneitanlega nokkra reynslu af störfum i skólum. En ónei, frum- varpið kemur alskapað aö ofan, samið af virðulegum ráðuneytis- mönnum, og gerir enda ekki ráö fyrir þvi aö kennarar hafi i fram- tiðinni nokkur umtalsverð áhrif á gang mála i framhaldsskólunum. Hér væri að visu rangt að kenna yfirvöldum um allt, eða þeim sem i daglegu tali eru nefndir hinu merkilega og merkingarþrungna fornafni ,,þeir”. Kennarar á Is- landi hafa um langan aldur staðið sundraðir, klofnir upp i mörg félög, samvinna milli skólastiga verið i molum o.s.frv. Þeir bera þvi sjálfir hluta sakar og mega ekki skjóta sér undan þvi. Nú skyldí maður halda aö það lægi öllum hugsandi mönnum i augum uppi, að samhengi er milli bágborinna kjara kennara og lé- legrar starfsaðstöðu þeirra ann- ars vegar.og hins vegar þeirrar staðreyndar hve fáir fullmennt- aðir menn fást til kennslu. Fyrir fáum dögum var greint frá þvi aö enn vantaði eina 100 kennara svo að grunnskólar gætu tekið til starfa i haust. Um þessar mundir hefur sá vandi væntanlega verið leystur meö stúdentum og gagn- fræöingum. En um leið kom fram að svosem helmingur þeirra kennara sem útskrifast heföu á undanförnum árum, leitaði sér vinnu viö annað en kennslu. Hvers vegna? Svari þeir sem skilninginn hafa! Nú gætu að visu þjóðrembu- menn komið til og sagt sem svo: tslenska þjóðin er hvort tveggja vel greind og fróðleiksfús. Hún hefur lengi getað bjargast við fá- brotinn menntunarkost. Að lesa og skrifa var að visu listin góö, en ekki nauðsynleg nema höfðingj- um, eftir þvi sem skáldið kvað, og auk þess reyndist vel unnt að miðla þesskonar fróðleik frá kyn- slóð til kynslóðar, án þess að til væru kvaddir sérmenntaðir menn. Og i þessu er sannleiks- kjarni. Meðan ekki var litið öðru- visi á málin en svo, að hlutverk barnafræðslu væri að útrýma ólæsi og innræta mönnum góðar dyggðir samkvæmt kverinu, var litil þörf á sérmenntuðum kenn- urum. Ekki hafði honum afa min- um verið iþyngt með langri skóla- göngu, og var hann þó eini lestrarkennari sem ég hafði af að segja. Arangurinn varð góður á þann mælikvarða sem skólarnir brúkuðu. En við búum ekki i samfélaginu hans afa mins. Og við erum von- andi hætt aö lita svo á að engir nema embættismenn þurfi á skólagöngu að halda eða mennt- un. tslenska þjóðin hefur á þess- ari öld snúið baki við þvl sam- félagskerfi sem hún hafði unað viö um aldir. Hún hefur I staðinn tekið upp siöu og háttu borgarsam félaga þeirra sem aðrar Evrópu- þjóðir höfðu verið að móta sér um Ianga hrið. Það er alkunna hver áhrif þessi breyting hefur haft á atvinnuhætti þjóðarinnar. Hitt er lika alþekkt, þótt sjaldnar sé um það talað, hver gerbreyting hefur orðið á uppeldismálum. Fyrir svosem tveim mannsöldrum ólust flestöll islensk börn upp i svo nán- um tengslum við atvinnulifið i landinu, aö þau voru um ferm- ingaraldur fullnuma i einföldum atvinnugreinum samfélagsins. Og þau höfðu — flest hver — feng- ið býsna góöa andlega uppfóstrun — miðað við þær kröfur sem þá voru geröar. Stórfjölskyldan meö þrem til fjórum kynslóðum ann- aðistuppeldið. Heimilið var giska fjölbreyttur vinnustaður, þar sem tengslin milli framleið'slu og ann- arrar tilveru voru ekki rofin. Við þessar aðstæður óx verulegur hluti þjóöarinnar úr grasi. Hinu hættirokkur aö visu til aö gleyma að þéttings margir voru þegar frá upphafi dæmdir til aö veröa und- ir i baráttunni. Þeir sjást ekki á rómantisku baðstofumyndinni. En skrefið frá stórfjölskyldu aldamótanna til kjarnafjölskyldu okkar daga er býsna langt. Alda- mótaheimilið var hvort tveggja i senn heimili og vinnustaður. Þaö varö skóli kynslóöanna. Kjarna- heimilið er sveínstaður fullorð- inna, oftast þannig i sveit sett að tengslin við atvinnulifið eru ger- samlega rofin — og raunar tengsl milli kynslóðanna lika. Ég þekkti tveggja ára borgarbarn sem barst i óstöðvandi grát þegar það sá gamalmenni i fyrsta sinn. 1 hinu óða samkeppnisþjóð- félagi, þar sem báðir foreldrar verða aö vera fyrirvinnur —' fjarri heimili, hefur einn aðili málsins gleymst: Börnin. Uppeld- ið hefur flust frá heimilinu út á götuna. Ekki á dagvistunar- stofnanir þar sem þar til menntað fólk fengist við alhliða uppeldi. Dagvistunarplássum fækkaði i Reykjavik á siðasta ári. Og svo eru menn hissa á að afbrotum unglinga fjölgar. Svo undrast menn drykkjuskap æskunnar, signa sig yfir eiturlyfjaneyslu hennar. En er nokkur ástæða til aö undrast? Samfélagið hefur breyst. Heimilin — jafnvel þótt þar sitji ein móðir heima með börnum sinum, lokuð inni i svefn- hverfum breiöholtanna og garða- bæjanna — þessi heimili eru öld- ungis ófær um að ala börn upp til virkrar og jákvæðrar þátttöku i mannlifinu. Og skólarnir, þær stofnanir sem þó gætu tekiö við hlutverki heimilanna að verulegu leyti, eru gerðir ónothæfir, að þeim ráðið ómenntaö og litils- megnugt starfslið, sem siðan er gert enn ófærara um að gegna hlutverki sinu með vinnuþrælkun. A hverju megum við eiga von við þær aðstæöur? Ég skal aðeins nefna eitt dæmi til stuðnings þvi stóra orði vinnuþrælkun. Móöurmálskenn- ari við islenskan menntaskóla á að undirbúa og kenna samtals tuttuguogsjö kennslustundir á viku hverri. Fyrir þaö starf fær hann laun sem engan veginn geta framfleytt fjölskyldu. Látum þau þó liggja utan dæmisins. En starfsbróöir hans við danskan menntaskóla, þ.e.a.s. móður- málskennari á sama stigi i Dan- mörku,hefur að formlegri vinnu- skyldu einar tuttuguogtvær eða fjórar stundir á viku. En vegna þess aö hann er móðurmálskenn- ari, á að kenna lifandi mál, gera nemendur læsa á umhverfi sitt, er honum ætlaður timi til undirbún- ings, og útkoman verður sú aö hann kennir eina þrettán tima á viku. Fyrir það hlýtur hann tvöföld laun eða svo á við hinn is- lenska. Ég endurtek: islenskur móðurmálskennari á að kenna tuttugu og sjö stundir á móti hverjum þrettán sem til er ætlast af dönskum móðurmálskennara. Svipað er ástatt um aðrar náms- greinar. Og ég bið menn taka eftir að hér var rætt um menntaskóla- stig. A grunnskólastigi er vinnu- þrælkunin enn fráleitari — og hún versnar eftirþvi sem neðar dreg- ur i aldri nemenda, auk þess sem kennaralaunin lækka. Af þvi má draga þá einföldu ályktun að við teljum skólauppeldi baran okkar skipta þvi minna máli sem þau eru yngri. Skilji þeir sem skilning hafa. Vandinn er einfaldur en tor- leystur. Við verðum að horfast i augu við að breytt samfélagsform hefur skapað breyttar uppeldis- aðstæður. Enn sem komið er hef- ur skólunum á engan hátt verið gefinn kostur á að sinna þvi verk- efni sem þar skapaðist. Verði ekki ráðin bót á þvi fyrr en síðar, getur islenskt þjóðfélag senn hætt að telja sig i hópi menn- ingarlegra velferðarþjóðfélaga. Varla hefur fariö framhjá nokkrum landsmanni að yfir hef- ur staðið voldug vörusýning i Laugardalshöll, húsinu sem gár- ungarnir nefndu Auðkúlu hér á árunum. Þessi sýning bar heitið HEIMILIÐ, greinilega valið til þess að höfða til tilfinninga okkar fremur en kaldhamraðra vits- muna. Ég gekk með verulegri forvitni á vit þessarar vörusýningar. Þarna hafði ég heyrt aö saman ætti að koma allt hið ágætasta úr islenskum húsgagnaiðnaði — auk margra gersema, innlendra og innfluttra. Vissulega bar margt fallegt fyrir augu, en þó varð sýningin mér fyrst og fremst efni til miður þægilegra heilabrota. Hvað hafði ég eiginlega séð? Jú, staölaðar haröviðarstofur þar sem allt var : sinum stað, sófarnir, stólarnir, borðin — að ógleymdum bar- skápnum. Skreytingar úr kryst- alli sem helst virtist eiga heima i veislusölum rokkefellera eða annarra margmiljónunga. Hand- laugarnar faldar I marmaraliki, bakarofninn tölvustýröur. t sem fæstum orðum:^ Heimilisgæfan hlutgerð i rándýrum glæsimubbl- um. Hver uppstilling á húsgögn- um beið einasta eftir þvi aö vis- tölufjölskyldan kæmi sér fyrir meö gervigleðibrosið á vör og svo var allt tilbúið fyrir forsiðumynd i vikublað. Kannski væri þetta allt I lagi, ef þjóö min hefði efni á aö búa svona um sig — og ef henni tækist aö skapa i svona ramma gæfurikt og fagurt mannlif. En ég vissi að hún hafði ekki efni á lúxusinum — og ég vissi að glæsiramminn er eng- in trygging fyrir fögru mannlifi. Það sem þó var miklu alvarlegra i þeirri persónulegu mynd sem ég fékk af sýningunni var þetta: Þarna var ekki boðið upp á neina valkosti. Allir framleiðendur voru að búa til sömu hlutina fyrir sama smekkinn. Ekkert mátti vera öðruvísi en tiskan, þessi grimma drottning sem auglýs- ingabraskarar hafa fært okkur, kraföist. Og svo hitt: Hvar var pláss fyrir börnin? Ekki á barn- um, eöa hvaö? Varla fengju skit- ugir fætur aö troöa leðursófana og plussmubblurnar. Þau gátu greinilega tekið undir meö Leiru- lækjar-Fúsa og sagt: Mér er ekki markaður bás meir en svona og svona. Foreldra sina sjá þau ekki nema á slðkvöldum og nóttum — á helgidögum kannski helst sem hátimbraða svefngengla. A heim- ilinu er þeim ekki ætlaður staður, þvi tiskan um þessar mundir framleiöir ekki húsgögn vin- samleg börnum. Skólum þeirra er haldið i úlfakreppu fjárskorts og menntunarleysis. Kannski vill einhver taka við hérog svara spurningunni: Hvert stefnum við?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.