Þjóðviljinn - 11.10.1977, Page 9
Þriðjudagur 11. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Oliuborpallur i Norðursjó.
Olíuslysið á Bravo í vor:
SKÝRT FRÁ RANNSÓKNUM
\ínilC¥ll A CP'OFD Zl?ni\ír A
1^1 V-ZlVk31A.1V/A. ►j.EiJvr JA/HílI/1.111 VJ'/A.
Væntanlega muna menn
eftir olíugosinu mikla sem
varð i endaðan apríl í vor,
þegar öryggisventill hafði
verið settur öfugur í á
borpallinum Bravó á oliu-
vinnslusvæði Norðmanna i
Norðursjónum.
Það var aðfararnótt
laugardagsins 23 apríl að
neyðarkall barst frá
borpallinum á Ekofisk-
svæðinu en þar unnu 112
manns. Mönnunum var
bjargað slysalaust en um
leið hófst baráttan til þess
að reyna að stöðva olíuna
sem rauk 30 m i lof t upp úr
leiðslu, sem var 20 m yfir
sjávarmáli.
Þeirri baráttu lauk eftir
7 og 1/2 sólarhring, þann 30
apríl eftir að sérfræðingar
frá Ameríku höfðu unnið
daga og nætur við að
stöðva flauminn.
Odin
N0-Frigg
Frigg
0-Frigg
Heimdal
Fkofisk
cmrádet:
Cod
NV-Tor
Albuskjell
V-Ekofisk
Edda
S0-Tor
Tor
Ekofisk
Eldfisk
*
A þessu korti sjást helstu oltuvinnslusvæði norðmanna i Norbur-
sjónum. Ekofisksvæftiö þar sem siysið varð er syðst. Það er á
mörkum norska og breska svæbisins og er það svæði sem mest
hefur verið nýtt á þessum slóðum.
Meneunar
áhrif litil
Olfuiokinn á borleiösiunni var öfugt settur I og olli það miklum
erfiðleikum þegar stöðva átti lekann.
Þessi atburður var mikiö i
fréttum á sinum tima, þó kannski
minna hér á landi en erlendis, þvi
hann bar upp á sama tima og
Leirhnúksgosið, en þegar lekinn
hafði verið stöðvaöur heyrðist
ekki mikið um afleiðingarnar
sem hið mikla oliumagn hefði eða
gæti haft á lifrikið i Norðursjón-
um.
A fundi Alþjóðahafrannsóknar-
ráösins hér i Reykjavik i siðustu
viku skýrðu norskir sérfræðingar
frá rannsóknum sinum og niður-
stöðum i skýrslu sem fyrir fund-
inum lá. Skýrslan er frá haf-
rannsóknarstofnuninni i Bergen
og Grim Berge sá er hana kynnti
og ritar formála hennar leyfði
góðfúslega birtingu helstu atriöa
hennar i Þjóðviljanum.
1 fyrstu var áætlaö að allt að
4000 tonn streymdu daglega úr
leiðslunni, en nákvæmari athug-
anir benda tii þess að magnið hafi
veriö minna eða 3000 tonn á dag.
Strókurinn var 75 stiga heitur,
þar sem hann streymdi úr pip-
unni og var blanda af jaröoliu og
gasi i hlutfallinu 2:1. Hluti af
blöndunni leystist upp i andrúms-
loftinu en dreiföist siðan yfir
sjávarflötinn eftir þvi hvernig
vindur stóö hverju sinni.
Aætlaö hefur verið að 40%
af oliunni hafi leystst upp i and-
rúmsloftinu, en það þýöir aö 9-
13000 tonn hafi lent á sjónum.
Olian blandaðist sjónum að
hluta til en mesta þykkt varö ekki
nema 1 cm i einstaka flekkjum,
en áhrifa hennar gætti niður á
meira dýpi.
Olían hélst á
litlu svæði
Þegar Bravo slysið er borið
saman við önnur meiriháttar
oliuslys sést aö þaö er i meðallagi
alvarlegt, en Torrey Canyon slys-
ið sem varð fyrir ströndum
Englands varð til þess að 118.000
tonn af oliu lentu i sjónum og
eyðilagði 100 þúsund tonn af þangi
og 35 þúsund tonn af alls kyns~
sjávardýrum á strandlengju sem
var 50 km löng.
Menn óttuðust þvi að oliuna frá
Bravo ræki að ströndum
nærliggjandi landa, en sá ótti
reyndist aö mestu áhyggjulaus
vegna sibreytilegs vinds, sem rak
flekkinn fyrst til norðurs og siöan
til suðurs, þannig að hann hélst á
tiltölulega takmörkuöu svæöi.
Jarðolian frá þessu svæði er
fremur þunn, og breiddist hún þvi
hratt út i þunnu lagi, og reyndist
erfitt að ná henni upp með þar til
geröum tækjum. Þó tókst aö ná
upp 800—1000 tonnum af oliunni
með þeim hætti.
Ekki var álitið ráðlegt að setja
hreinsiefni i oliuna, þvi reynslan
hefur sýnt að efnin sem nota má
til þess að kekkja hana eða
einangra eru mun hættulegri lif-
verum en olian sjálf.
t Ekofisk oliunni er mikið af
hringlaga kolefnissamböndum
sem eru mjög hættuleg fyrir lif-
verur en þessi efni leysast
auðveldlega úr oliunni I sjónum
og berast auðveldlega i sjávar-
dýrin.
Mikilvægar
fiskislóðir
Norðursjórinn er mikilvægur
með tilliti til fiskveiða, eins og
skýrslur um aflamagn sýna, en
auk þess er hann mikilvægt
uppeldis og hrygningarsvæði
margra fisktegunda.
Arsaflinn á Norðursjónum árið
1975 var i heild 3 miljónir tonna og
skiptist þannig:
Ufsi
Sild
Makrill
Spærlingur
Sandsili
Þorskur
Ýsa
Lýsa
Skarkoli
Kolmunni
271 þús. tonn
365 þús. tonn
318 þús. tonn
560 þús. tonn
425 þús. tonn
220 þús. tonn
190 þús. tonn
168 þús. tonn
124 þús. tonn
41 þús tonn
Hrygningarslóðir margra þess-
ara tegunda eru nálægt Ekofisk
svæðinu og t.d. er miðja hrygn-
ingarsvæðis makrilsins einmitt
þar.
Margar þessara tegunda
hrygna einmitt á vorin um það bil
sem slysiö varð, þvi þá er sá timi
sem plöntu- og dýrasvif
blómgast, og næg fæöa gefst fyrir
seiði og fiska.
Viðkvæmur
árstími
Rauðátan sem er mikilvægasti
hlekkurinn iyfæðukeðju fiska á
þessum slóðum, var talin i mikilli
hættu vegna oliunnar og óttast
var aö fyrst slysið varð einmitt á
þessum viðkvæmasta tima i upp-
vexti fiskanna yrðu afleiðingar
þess enn verri, og sérstaklega var
óttast um makrilklakið.
Rannsóknarskip komu á stað-
inn 36 klst. eftir að slysiö varð og
var rannsóknum haldið áfram
þar til 2 mánuðum eftir að þvi
lauk.
Olian dreiföist i þunnu lagi yfir
mikið svæði en þéttist siðan i e.k.
tjörudropa sem siðari hluta júni
og júli dreifðist um 55000
ferkilómetra svæði.
Áhrif olíunnar
Plöntusvifiö sem blómgast með
aukinni birtu á vorin þroskaðist
hægar en venjulega og þar sem
lóðrétt blöndun á yfirborðinu
sökkti þvi. Þetta leiddi til þess að
dýrasvifið, sem nærist á plöntu-
svifinu þroskaðist einnig hægar
og nálægt borpallinum sjálfum
fannst mikið af dauðri rauðátu,
þótt það hafi verið á litlu svæði.
Þessar niðurstöður benda til
þess að á meðan olian var ný, hafi
áhrif hennar verið mest, en einnig
til þess að þau hafi i heild ekki
verið mjög alvarleg.
Fremur litið var um egg og lirf-
ur á svæðinu þegar slysið varð og
reyndist olian ekki hafa nein
skaðleg áhrif á þær, né heldur á
þá fiska sem á svæðinu voru.
Makrilklakið hófst um miðjan
mai, litlu sunnar en venjulega og
gekk það eðlilega fyrir sig.
... ekki alvarleg
Ahrif Bravo-slyssins voru þvi
ekki eins alvarleg og menn höfðu
óttast. Þar bar margt til, sérstak-
lega hvað oiian var heit og dreifð-
ist hratt. Hún leystist vel upp i
andrúmsloftinu og i sjónum en
siöan gufuðu hættuleg efni úr
henni upp.
Hitastigið i sjónum var fremur
lágt á þessum tima, og seinkaði
þvi klaki og mun það hafa átt sinn
þátt i þvi að áhrifin á fiskistofna
urðu eins litil og raun ber vitni.
—AI