Þjóðviljinn - 11.10.1977, Side 13
Þriðjudagur 11. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
sjónvarp
r
A vogarskálum
Fjallað
um
líkams-
rækt I
kvöld
Orkuþörf manns fer eftir þvi
hvað haft er fyrir stafni. 1 hvild
brenna að jafnaði ein hitaeining
á hverrri miniitu eða sem svar-
ar 1400 til 1500 hitaeiningum á
sólarhring. Aukin lifsþægindi
hafa gert stóran hluta Vestur-
landabúa að kyrrsetufólki með
þeim afleiðingum, að orkuþörf-
in er oft á tiðum ekki miklu
meiri en þessu nemur. En eftir
þvi sem maður hreyfir sig
meira vex orkuþörfin að sama
skapi. Þannig brenna um fimm
hitaeiningar á minútu á göngu
og um tiu á rólegu hlaupi.
Fyrir kyrrsetufólk er góð
hreyfing sannarlega gulls igildi.
Reglubundin hreyfing hefur
margvisleg áhrif til góðs svo
sem:
að auka andlega og likamlega
velliðan
að auka matarþörfina og þar
með likurnar á þvi að öll
nauðsynleg næringarefni fáist
úr fæðunni.
að koma á betra jafnvægi
milli orkubrennslu og
matarlystar
áð vinna gegn offitu
að vinna gegn æðakölkun og
hjartasjúkdómum
Matur og hreyfing.
Eitt kiló af fituvef jafngildir
um 7000 hitaeiningum. Sá, sem
ætlar að léttast um eitt kiló á
viku verður þvi að brenna 1000
hitaeiningum á dag umfram
það, sem hann fær i fæöinu.
Hann getur auðvitað valið hvort
hann ætlar að auka hreyfingu
eða minnka við sig mat. Ef hann
velur fyrri kostinn verður hann
að ganga (eða hlaupa) tiu eða
synda tvo kilómetra daglega.
Flestir kjósa þó að fara ein-
hvern milliveg, borða minna og
auka jafnframt hreyfingu hóf-
lega. 1 þættinum ,,Á
VOGARSKALUM” var mælt
með 1200 hitaeininga fæði og
aukinni hreyfingu sem nemur
100 hitaeiningum. Þessi aukna
hreyfing samsvarar 20 minútna
göngu, 10 minútna hlaupi eða
leikfimi eða 200 metra sund-
spretti.
Hvernig hreyfing*
Mestu skiptir að byrja strax,
en að byrja rólega. Ef farið er of
geyst af staö getur maður hæg-
lega ofreynt vöðva og liðamót.
Landkönnuðir, 2. þáttur
Meðal arabiskra
hirðingjaflokka
Annar þáttur breska heim-
ilda m y ndaflokks ins „Land-
könnuöir” er á sjónvarpsdag-
skránni i kvöld kl. 20.30. Þessi
þáttur fjailar um Charles
Doughty. Leikstjóri er David
McCallum og aöalhlutverkiö
leikur Paul Chapman.
Bretar hafa átt marga frækna
landkönnuði, einkum á blóma-
tima heimsveldisins, og virðast
þeir leggja rækt viö að halda
minningu þeirra á lofti. Nýlega
var sýndur hér breskur mynda-
flokkur um leitina að upptökum
Nilar og komu þar við sögu
ýmsir þekktustu landkönnuðir
breskir.
Charles M. Doughty (1843-
1926) var enskt skáld og ferða-
langur, fæddur i Theberton i
Suffolk. Hann útskrifaöist frá
Cambridge-háskóla 1865. Þar
lagði hann stund á landafræði og
rannsakaði norska jökla, en
sneri sér siðan aö enskum bók-
menntum.
Arin 1876 til 1878 ferðaðist
hann einsamall um eyðimerkur
Arabiu og gaf út feröasögu sina
1888. Bókin hét Travels in Ara-
bia Desert . og var litt þekkt
meðal fræöimanna árum sam-
an, eða þar til hún var gefin út
aftur áriö.1921 með formála eft-
ir T.E. Lawrence, en þá hlaut
hún almenna viðurkenningu
sem fyrsta flokks verk.
Doughty settist að lokum að á
Englandi áriö 1898 og hóf aö rita
sitt mesta verk, söguljóö sem
fjallar um uppruna Breta. Þetta
verk hafði hann einsett sér að
skrifa þegar árið 1865. Söguljóð
þetta nefnist „The Dawn in
Britain” og kom út i sex bindum
á árunum 1906-1907. Það lýsir
uppruna menningar á Bretlandi
og baksviöi hennar i Evrópu.
— eös
auk þess sem oft reynir mikið
á hjartað. Harðsperrur geta
orðið til þess að draga úr áhuga
á áframhaldandi iþróttaiðkun.
Með þvi að fara hægt af stað
verður þessara byrjunarein-
kenna litið vart og þau hverfa
auk þess fljótlega. Aður en langt
um liður er likaminn betur und-
ir frekari áreynslu búinn.
Mikilvægt er að velja sér
iþróttagrein, sem veitir ánægju
og einnig er æskilegt að stunda
hana i góðum félagsskap, t.d.
með fjölskyldunni eða i vina-
hópi. Ef Iþróttin er skemmtileg
eru meiri likur á þvi, að hún
verði að vana.
Fyrir j>á sem stunda kyrr-
setustörf er æskilegt að miða að
þvi að geta æft sig þrisvar sinn-
um i viku, hálftima i senn. En ef
þetta er óframkvæmanlegt er
samt sem áður engin ástæða til
þess að leggja árar i bát. Oll
likamsrækt er til bóta jafnvel
þótt aðeins sé æftt.d. einu sinni i
viku.
Hvað er hægt að gera?
Margir kvarta undan þvi að
þeir hafi ekki aðstöðu til þess að
stunda likamsrækt. En ef að er
gáð, er hægt að gera einhverjar
æfingar hvar og hvenær sem er,
og þarf þá ekki að leita utan
heimilisins. Biti eða rör i dyra-
karmi til aö hanga i eða lyfta sér
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Kristján Jónsson les
söguna „Túlla kóng” eftir
Irmelin Sandman Lilius
(10). Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli atriða. Morg-
unpopp kl. 10.25. Morgun-
tónleikarkl. 11.00: Filharm-
oniusveit Lundúna leikur
„Töfrasprota æskunnar”,
hljómsveitarsvitu nr. 1 op.
la eftir Elgar: Sir Adrian
Boult Svjatoslav Rikhter og
Rikishljómsveitin i Varsjá
leika Pianókonsert nr. 2 I c-
moll op. 18 eftir Rakhman-
inoff, Stanislaw Wislocki
stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Svona
stór” eftir Ednu Ferber Sig-
urður Guðmundsson ís-
lenzkaði. Þórhallur Sigurð6-
son les (11).
15.00 Miödegistónleikar FIl-
harmoniusveitin i Óslö leik-
ur Stef og tilbrigði fyrir
hljómsveit eftir Ludvig Irg-
ens Jensen, Odd Gruner-
Hegge stj. Cristina Deute-
kom syngur með RAI-sin-
fóniuhljómsveitinni ariu úr
óperunni ,,Don Carlos” eftir
Verdi, Carlo Franci stj. Ro-
bert Casadesus pianóleikari
upp á, sippuband eða stóll er aíít
sem þarf til.
Einnig má nota stofugólfið
fyrir nokkrar léttar leikfimiæf-
ingar.
Hérlendis hefur sundiþróttin
náð miklum vinsældum, enda
viða góð sundaðstaða fyrir
hendi. Sund er talið mjög heilsu-
samlegt og ef synt er reglulega
eykur það þolið fljótt. Ef árang-
ur á að nást, er ekki nóg að fara
og „baða” sig I sundlauginni
eins og allt of margir gera. Það
verður að synda rösklega og
smálengja vegalengina, sem
synt er. Lágmarkið ætti að vera
að synda 200 metra i hvert skipti
sem farið er i sund. Þeir sem
synda reglulega ættu hins vegar
að auka smám saman við þá
vegalengd, uns þeir hafa náö þvi
að synda 1000 metra i hvert
skipti.
En hvað um þá sem ekki hafa
ánægju af þvi að synda? Margt
kemur til greina. Með þvi að
ganga I iþróttafélög er hægt að
komast i lið eða hópa sem iðka
handbolta, blak og aðrar iþrótt-
ir eða að innrita sig i leikfimi-
tima. Göngur og hlaup er hægt
að stunda allan ársins hring.
Flestir geta hlaupið i grennd við
heimili sin. Með þvi sparast
dýrmætur timi, sem annars
væri notaður i að aka til og frá
iþróttastöðum.
og Filharmoniusveitin I
New York „Sinfóniu um
franskan fjallasöng” op. 25
eftir Vincent d’Indy, Charl-
es Munch stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popp
17.30 Sagan: „Patrick og
Rut” eftir K.M. Peyton Silja
Aöalsteinsdóttir les þýöingu
sina (10).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35. Sameindir og llf Dr.
Guðmundur Eggertsson
prófessor flytur fyrra erindi
sitt.
20.00 Lög unga fólksins Ásta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
21.00 tþróttir Bjarni Felixson
sér um þáttinn.
21.15 Einsöngur: Eily Amel-
ing syngur Dalton Baldwin
leikur á pianó.
21.50. Ljóð eftir Ragnar S.
Helgason Höfundur les.
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Kvöldsag-
an: „Dægradvöl” eftir
Benedikt Gröndal Flosi
ólafsson leikari les (20).
22.40 Harmonikulög Maurice
Larcange leikur.
22.50 Á hljóöbergi „Galge-
manden”, leikrit i einum
þætti eftir finnska skáldið
Runar Schildt. Anna Borg
og Poul Reumert flytja.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Landkönnuöir Leikinn,
breskur heimildamynda-
flokkur i 10 þáttum um
ýmsa kunna landkönnuði. 2.
þáttur. Charles Doughty
(1843-1926) Handrit David
Howarth. Leikstjóri David
McCallum. Aöalhlutverk
Paul Chapman. Charles
Doughty hugöist yrkja mik-
ið kvæði um uppruna fólks-
ins i breska samveldinu.
Hann fór I efnisleit til
Arabalanda, þar sem hann
bjó meðal hiröingja i nærri
tvö ár. Þýðandi og þulur
Ingi Karl Jóhannesson.
21.20 Á vogarskálum (L) 1
þessum þætti verður m.a.
fjallað um likamsrækt og
lýsir dr. Ingimar Jónsson
gildi hennar. Umsjónar-
menn Sigrún Stefánsdóttir
og dr. Jón Óttar Ragnars-
son.
21.50 Moröiö á auglýsingastof-
unni (L) Nýr, breskur saka-
málamyndaflokkur I f jórum
þáttum um ævintýri
Wimseys lávaröar, byggður
á skáldsögu eftir Dorothy L.
Sayers. Aöalhlutverk Ian
Carmichael, Mark Eden og
Rachel Herbert. 1. þáttur.
Auglýsingateiknarinn
Victor Dean er nýlátinn.
Hann er talinn hafa iátist af
slysförum, en systur hans
þykir andlátið hafa boriö að
með grunsamlegum hætti
og biöur þvi Peter Wimsey
lávarð aö kynna sér
málavexti. Þýðandi Jón
Thor Haraldsson.
22.40 Dagskrárlok
bækur
(The Penguin Guide to
London. F.R.Banks.
Seventh Edition.
Penguin Books 1977.)
Sjöunda útgáfan er endurskoö-
uð og endurrituð þar sem þess er
þörf. Þetta er með betri leiðsögu-
bókum um Lundúni sem er á
markaðnum. Bókin skiptisti þrjá
höfuðkafla: Fyrsti kafhnn fjallar
um Lundúni almennt og þá staöi
sem áhugaverðastir teljast og
eftirsóttir eru af ferðamönnum,
einnig eru gefin ráð um hvernig
megi skipuleggja skoöunarferðir
til þessara staða, svo mest verði
úr naumum tima. 1 þessum kafla
er lýst strætisvagnakerfinu svo
og neðanjarðarbrautum og talin
upp ýms hótel og veitingahús.
Þarna er lika aö finna verslana-
skrá, lista yfir skemmtistaði og
ýmsar aðrar gagnlegar upplýs-
ingar.
1 næsta kafla eru taldar upp
helstu leiðir um miðhluta borgar-
innar, sem auðvelt er að fara fót-
gangandi, og jafnframt lýst þvi
sem merkast er að sjá i leiöinni.
1 þriðja kafla er nánari lýsing á
þvihelsta sem menn skoða, West-
minster Abbey, St. Pauls, Tower,
Parlamentinu o.s.fr. 1 lok þessa
kafla er fjallað um þá staði I út-
jöðrum borgarinnar, sem vert er
að skoöa. 1 bókarlok er ágæt
nafna-og heitaskrá.
Bók þessi ætti að vera gagnleg
þeir sem fara til Lundúna, hvor't
heldur er til lengri eða styttri
dvalar. Þarna geta þeir, sem fara
héðan verslunarferðir leitað þess
sem þeir eru að leita, um verslan-
ir og sérverslanir og þeir sem
fara til skoðunar geta fundið það
helsta sem skoðunarvert þykir af
höfundi þessarar bókar. Kort og
uppdrættir fylgja og ættu þeir að
vera hverjum manni auðskildir.
Verðlag á þjónustu og ýmsum
vörum var i fyrri útgáfum, en þvi
hefur verið sleppt i þessari, vegna
verðbólgunnar.
Abba Abba.
Anthony Burgess, Faber and
Faber 1977.
Sagan er um tvö skáld, sem ef til
vill hafa hist i Rómaborg 1820-21.
John Keatsláþar fyrir dauðanum
og Giuseppe Gioaccino Belli átti
þar heima, vel þekktur i Róm, en
littþekktur annars staðar. Kvæði
hans voru ort á rómarmállýsku,
þessisaúrugu og ruddalegu kvæöi,
full af guðniði og rustahætti. Höf-
undur segir siðan söguna af kynn-
um þessara skálda. Annar hluti
bókarinnarerukvæöiBellis, þýdd
á ensku. Höfundurinn segist
skrifa þessa sögu öðrum til
skemmtunar og sama segir hann
um kvæðin. Hefur Keates haft
áhrif á Belli? Hefði Belli haft
áhrif á Keats, ef hann hefði lifað?
Þetta er spurningin.
LordByron: Don Juan.
Edited by T.G. Steffan, E. Steffan
and W.W. Pratt. Penguin Books
1977.
Skáldið lýsir i þessum mikla
bálki ferðum og viöbrögðum
Don Juans og lýsir þar með sjálf-
um sér, samferðamönnum og
samfélögum þeirra tima og viö-
brögðum og hátternismáta
manna. Bálkurinn er mjög lipur-
lega saminn, léttur og i einhvers-
konar samræðustil og mjög
skemmtileg lesning þeim sem
leggja það á sig að lesa hann, en
hannerrúmar550 blaðsiður. Byr-
on kemur hér til dyranna eins og
hann var skemmtilegastur og
sem einn mesti sniliingur enskra
skálda. Bókin er vönduð um skýr-
ingar og athugagreinar.