Þjóðviljinn - 02.11.1977, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. nóvember 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóöfrelsis
Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Auglýsingastjori: úlfar Þormóðsson
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Siðuniúla 6. Simi 81333.
Gestsson.
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði: Arni
Bergmann. Prentun: Blaðaprent hf.
Hvergi nema
í kollinum
á Þórarni
Það er vist ekki nema von, að Þórarni
Þórarinssyni ritstjóra Timans gangi treg-
lega að komast fram úr þvi, sem skrifað
er hér i Þjóðviljann, og telji það „torlesið
rúnaletur”!!
Ástæðan fyrir þessum lestrarerfið-
leikum Þórarins er samt ekki sú að hann
þurfi að fá sér ný gleraugu, heldur allt
önnur.
Lestrarerfiðleikum Timaritstjórans
veldur hans eigið undarlega hugarfóstur.
Það hugarfóstur Þórarins, að Alþýðu-
bandalagið rói nú að þvi öllum árum að
mynda rikisstjórn með höfuðandstæðingi
sinum Sjálfstæðisflokknum. Ekki einn
einasti maður utan ritstjórnarskrifstofa
Timans hefur nokkru sinni látið sér i hug
koma, eða heyrt getið um þvi lik áform af
hálfu Alþýðubandalagsins.
Ekkert orð i þessa átt hefur verið talað
af Alþýðubandalagsmönnum, eða skrifað i
Þjóðviljann, enda siik áform hvergi til
nema i kollinum á Þórarni. En Þórarinn
er iðinn við kolann. Hann litur yfir Þjóð-
viljann hvern morgun, og áður en hann
opnar blaðið, þá veit hann að sjálfsögðu
hvað i þvi stendur —■ þetta sama: alltaf
verið að tala um samstjórn Alþýðubanda-
lagsins og Sjálfstæðisflokksins!!
Svona litur nú Þórarinn á málin. Og það
er alveg sama hvað aðrir lesa i Þjóðvilj-
anum, alveg sama hvað hér stendur
skýrum stöfum, — Þórarinn veit sinu viti,
— þarf ekkert að lesa, það sem skrifað
stendur, bara hitt sem HANN einn VEIT
að skráð er ósýnilega milli linanna!
Ef minnst er á það hér i Þjóðviljanum,
að fyrir sósialisk stjórnmálasamtök dugi
ekki það eitt út af fyrir sig að flagga með
fagrar hugsjónir, heldur verði menn hver
á sinum stað að standa föstum fótum i
veruleika sins tima og skoða veröldina
raunsæjum augum, — þá kemur af bragði
útleggingin hjá Þórami.
í slikum orðum þykist hann hafa fundið
endanlega sönnun fyrir ákafa Alþýðu-
bandalagsins i stjómarsamvinnu með
ihaldinu. — „Raunsæi”, hvilikt orð — það
getur auðvitað ekki merkt eitt eða neitt
annað á máli Þjóðviljans, en einmitt Sjálf-
stæðisflokkinn predikar Þórarinn yfir
saklausum Framsóknarmönnum j til-
búnum eldmóði yfir Framsóknar-
mönnum, sem máske eru svo hörmulega
settir að sjá ekkert blað nema Timann.
Þegar orðabókin er svona illa brengluð
og fátækleg, þá er svo sannarlega ekki
nema von að þeim Timamönnum finnist
einföldustu hlutir vera „torskilið rúna-
letur”, eins og Þórarinn talar um i rit-
stjórnargrein sinni i gær.
Sá sem er staðráðinn i þvi fyrirfram að
lesa eitthvað allt annað út úr venjulegri
málsgrein, heldur en það sem þar stendur,
getur auðvitað lent i undarlegum erfið-
leikum og séð ekkert nema „rúnir”, jafn-
vel þótt gleraugun á nefinu, séu af full-
komnustu gerð.
En skyldi nú Þórarinn sjálfur trúa á
furðusmið sitt, kenninguna um væntanlegt
bræðralag Alþýðubandalagsins og Sjálf-
stæðisflokksins? — Sei, sei nei. — Allir
þeir mörgu sem láta sér annt um heilsu
Þórarins geta huggað sig við, að það gerir
hann örugglega ekki. Hann veit jafnvel og
við hinir, að þetta er rakalaus tilbúningur
hans sjálfs.
Hér er aðeins um það að ræða, að sá sem
veit upp á sig skömmina, sá sem með ljúfu
geði gerðst guðfaðir núverandi rikis-
stjórnar, hann vill i lif og blóð telja sak-
lausum Framsóknarmönnum trú um að
aðrir séu ekkert betri, — að öll vinstri
hreyfing á íslandi séu bara kapphlaup um
hver komist á básinn hjá ihaldinu. Þetta
er sú eina hernaðaráætlun, sem Þórarinn
hefur getað látið sér detta i hug til að
draga úr þeim skell, sem yfir Fram-
sóknarflokknum vofir, þegar að
kosningum kemur i vor.
Á löngum ritstjóraferli hefur Þórarinn
ekki alltaf verið vandur að meðulum, en
það verður að segja, að sá-rógur, sem nú
er borinn á borð, er með þvi ófyrir-
leitnasta, sem Þórarinn hefur brugðið
fyrir sig um dagana, — og sé einhver
dugur eftir i vinstri mönnum, sem stutt
hafa Framsóknarflokkinn, þá mun upp-
skera Þórarins verða önnur en hann hélt
sig sá til.
Stjórnarsamstarf Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins er blákaldur veru-
leiki i íslenskum stjórnmálum. í
kosningum að vori munu kjósendur annað
hvort hvetja Framsókn til að halda þessu
samstarfi áfram, eða skipa Framsóknar-
foringjunum að snúa til vinstri. Stjórnar-
samstarf Alþýðubandalagsins og Sjálf-
stæðisflokksins er hvergi til nema i koll-
inum á Þórarni Þórarinssyni, og reyndar
ekki einu sinni þar, ef grannt er skoðað.
Svona er nú munurinn stór milli hugar-
fósturs og veruleika. k.
örvæntingn hefur hús-
bóndavaldið
í Vísi í gær eru samtals átta
„fréttir” og tilkynningar vegna
áskrifendahappdrætta, get-
rauna og slilo-a uppátækja.
Þessi áróöursherferö Vísis ber
vott um örvæntingu, sem er
einkar athyglisverö. Bílaum-
boöin sem standa aö Visi og eiga
80% hlutafjár í Reykjaprenti
hf., hafa þtí búiö viö gööæri og
vaxandi innflutning aö undan-
förnu. Forráöamenn þeirra
hafa fengiö aö vaöa I
axlir i gjaldeyrissjóö-
um landsmanna sem eru
mestmegnis erlent lánsfé, og
auglýsing biiaumboöanna og
fréttir bera meö sé aö á þeim
bæjum er alltmeöhinum mesta
blóma. Visir á þannig aö hafa
traustan fjárhagslegan bak-
hjarl, en samt ber blaöiö dag-
lega svipmót örvæntingarinnar.
Forráðamenn Visis virðast
telja sig standa höllum fæti i
samkeppninni viö Dagblaöiö.
Þaö er fróölegt og kemur jafn-
velá óvart. Visirbyggirá göml-
um grunni og hefur núverandi
starfsliö blaösins reynt aö gera
blaöiö liflegra. En samt er ör-
væntingin oröin húsbóndi og aö-
alritstjóri Visis.
Hver er ástæöan? Astæöan er
aö sjálfsögöu sú aö einhlitur og
alger stuöningur Visis viö Sjálf-
stæöisflokkinn er blaöinu fjötur
um fót i samkeppninni viö
Dagbiaöiö. Dagblaðiö hefur
gagnrýnt Sjálfstæöisflokkinn ó-
vægilega, en Visir er eign
flokkseigendafélagsins. Jónas
Kristjánsson lýsti þvi er hann
haföi veriö rekinn af Visi á sin-
um tima aö bilaumboöin heföu
bannaö honum aö birta myndir
af klessukeyröum bilum téöra
umboöa. Þessi lögmál rikja
vafalaust enn á Visi — samhliöa
hinum flokkspólitísku lögmál-
um Sjálfstæöisflokksins.
Gott að selja skammir
um Geir Hallgrimsson
Dagblaöið hefur rekiö áróöur
fyrir ákveöinn hluta Sjálfstæö-
isflokksins leynt og ljóst — en
ekki flokkseigendafélagiö sjálft.
Það gerir Visir. Þorsteinn Páls
son, ritstjóri Visis, er náinn
samverkamaður Styrmis Gunn-
arssonar, ritstjóra Morgun-
blaösins. Þorsteinn og Styrmir
sitja oft á fundum með stjórn
fiokkseigendafélagsins i afkim-
um á Hótel Borgar. Þess vegna
er Visir oft eins og siödegisút-
gáfa af Morgunblaðinu.
Reynsian ættiaö sýna eigend-
um bilaumboöanna aö þaö er
betri „bisness” aö vera á móti
flokkseigendafélaginu og Geir
Hallgrimssyni; I stað þess aö
leggja i 10 miljóna kostnaö
vegna svokallaðra happdrætta
og getrauna ætti stjórn Reykja-
prents aö fela Þorsteini Páls-
syniog Heröi Einarssyni aö feta
i fótspor Jónasar Kristjánsson-
ar. Eftir sem áöur gæti ritstjórn
VIsis boöaö grundvallarstefnu I
haldsflokksins, — eins og Dag-
blaöiö gerir: Neysluhyggju,
einkagróöapot og smáborgara-
leg viðhorf.
Reynsla Dagblaösins sýnir
nefnilega þaöeittaö þaö er góö-
ASKRIFENDAGETRAUNIN
FYRSTI GETRAUNASEÐILUNN I
►•Ir lem ekki eoi þeger éskrifender flete OfdU þeð um leU eg þeir ttnia iverieþiilwi tii
•SANYO
20" LmjÓHVAtmÆKI
ek rerþmati kr. U9.5X—
M GUhHtSI ÍSGÍIKSm HS.
er rieeieg.iiee ej þeite ueei
Smáauglýsingahappdrmtti
Sími 86611
Atta
„fréttir” birtust I VIsi i gær um happdrætti, áskrifendasöfnun og getraunir.
ur söluvarningur aö skamma
Geir Hallgrimsson, forsætisráö-
herra. Þá reynslu þyrfti Þor-
steinn Pálsson aö tileinka sér i
verkum slnum á Visi. Grund-
vallarstefna VIsis og Dagblaös-
ins er sú sama — nema á efsta
yfirboröinu.
Sem betur fer
Alþingismenn ná jafnan sam-
an um þaö sem mestu máli
skiptir fyrir velferö lands og
lýös. Er ánægjulegt fyrir þjóö-
ina aö vita hversu vel hefur til
tekist um val manna löggjaf-
arsamkomuna aö þessu leyti.
Þar er hvert sæti svo vel skipaö
aö tæplega veröur viö þaö bætt.
Þjóöin á áreiðanlega ekki skilið
aö hafa betra þing.
Tilefni þessara timabæru á-
bendinga um yfirburði alþingis
er nýtt frumvarp um Z-málin,
en sem kunnugt er er fátt
brýnna en aö tryggja þaö aö Z-
an fái viröulegan og veröugan
sess I gjörvöllu ritmáli okkar
þjóöaraö minnsta kosti. Er þess
aö vænta aö alþingi tslendinga
leysi þennan geigvænlegan
setuvanda meö sömu djörfung,
sama atfylgi og dug og öll hin
málin, sérstaklega þó efnahags-
málin. Vonandi munu kjósendur
meta einurð þingmanna, dreng-
skap og þrótt I meöferö Z-máls-
ins er kosnir veröa þingsetar aö
vori. —s.