Þjóðviljinn - 02.11.1977, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 02.11.1977, Qupperneq 11
Miðvikudagur 2. ndvember 1977 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 11 GUNNAR GUNNARSSON skrifar frá Stokkhólmi: Gunnar Strðng, fyrrum fjármálaráðherra Sviþjóðar, að stjórna fjöldasöng á útifundi sósialdemókrata i Stokkhólmi. Stráng er núna aðalmaðurinn I hagsmunasamtökum eftiriaunaþega. Kratafundurinn um daginn, hófst með þvi að kratarnir (eða krötin, eins og maður sagði með háðsglott á vör á Islandi) fóru mikla kröfugöngu um miðbæinn, sungu Nallann, báru rauða fána og kröfuspjöld þar sem ihaldsleiðtoginn Bohman var beðinn um að fara til tungls- ins með fyrstu ferð og talkór hrópaði i sifellu: Vð viljum Palme aftur. Kratar i Sviþjóð eru feikn ólikir krötum á tslandi. Hér kunna þeir enn baráttusöngva, koma aldrei margir saman nema undir rauðum fánum, kreppa hnefann upp i loftið og haga sér i einu og öllu eins og sannir vinstri menn og verkalýðshyggjumenn. að væri gengið til kosninga hér á morgun, fengi núverandi rikis- stjórn að fjúka langt inn i skóg- ana. Skoðanakannanir herma æ minnkandi traust bæði al- mennra kjósenda á samsteypu- stjórn ihaldsflokkanna og miðflokksins, og einnig hripar burt traust þeirra afla, sem beinlinis vildu fá borgarastjórn til að skýla sér á bak við. Blööin hér eru full af slæmum fregnum af atvinnumálunum, uppsagnir eru að verða daglegur viðburður og sænskar út- flutningsvörur eru sagðar hlaðast upp á lagerunum, salan er engin. ,,Sá kann að koma fyrir sig orði”, sagði þybbinn maður við MÖRGÞÚSUND KRATAR Tuttugu þúsund sósíal- demókratar söfnuðust saman á Sergelstorgi hér í Stokkhólmi á sunnu- daginn var og hrópuðu niður íhaldsst jórnina, sem nú hefur stjórnað Svíum í eitt ár. Þessi útifundur krat- anna hér var sá fjöl- mennasti sem haldinn hefur verið í áratug; svo margir Svíar hafa ekki staðið saman undir berum himni síðan 1968 þegar innrás Rússa í Tékkóslóvakíu var mót- mælt. Olof Palme gekk i fararbroddi göngunnar ásamt fleiri krata- broddum, td. Gunnari StrSng sem áður var fjármálaráöherra og Bert Lundin frá sambandi járniðnaðarmanna, en Lundin hélt ræðu á fundinum á Sergels- torgi. Lundin réðst af meiri hörku gegn ihaldsstjórninni en kratarnir hafa áður látið eftir sér þetta árið sem borgararnir hafa verið i rikisstjórn. Palme var lika hvassyrtur og þónokkuð skörungslegur, sagði ma. að Sviar fyndu nú ekki aðeins fyrir nöprum haustkuldanum, heldur lika þeim ónotabeyg sem stafaði af vofu atvinnuleysisins, hækk- andi vöruverði, kreppu á hús- næðismarkaði og lækkandi gengi krónunnar. Það er vist naumast vafamál, hlið mér þar á fundinum og átti við Palme. „Fjandi hvað maður er veikur fyrir Palme. Ef hann héldi oftar svona ræður, þá reikna ég með að maður fyrir- gæfi honum þetta með ölið i hitteðfyrra”. „Þetta með ölið” — er sá válegi atburður er varð i tið kratastjórnarinnar, þegar meirihluti fékkst fyrir þvi á þingi að afnema „mellanölið” sem svo var kallað, venjulegt öl, 3,6% sterkt og var selt i öllum búðum. Fólki var gefinn gálga- frestur i eitt ár og i júni sl. fékkst svo ekki lengur almenni- legt öl i verslunum, maður verður nú að fara i næsta „riki” til að kaupa „starköl” sem er ögn betri mjöður en milliölið. Reyndar er bjór ekki með öllu horfinn úr búðum, þvi að i stað mellanölsins kom svokallaö „folköl”, alþýðubjór sem er 0,8% veikari en „mellisinn” heitinn, eða 2,8%. Ég var að velta þvi fyrir mér meðan ég skrafaði við þann þybbna á kratafundinum, hvort ég ætti að segja honum frá þvi hve bjórmálum tslendinga er illa komið, en ég hætti viö það. Éghef stundum I útlöndum lent i þvi aö segja fólki að heima hjá mér fáist alls enginn bjór, einna helst misjafnlega vont heima- brugg.Og jafnan stendur maður i sömu vandræðunum að út- skýra þessi ósköp. Ég hef nú gert mér það að reglu að segja hvorki Svium né öðrum frá þvi svinarii sem rikir i bjórmálum íslendinga, bið heldur þolin- móður eftir að pyntingardeild góðtemplara sleppi tökum á Alþingi. Þessa dagana elta gulnuð laufblöðin hvert annað i hring- dansi á gangstéttum og skógar- stigum og köld haustsólin litur út eins og ofvaxið villiepli á himninum. A morgnana verður manni stundum á sú skyssa að rjúka út i litadýrðina jakkalaus, og situr siðan skjálfandi i lest- inni eða strætó, og veit ekki hvernig i f jandanum maður á að fá i sig hita. Um daginn sat undirritaður jakkalaus og kaldur i lestar- klefa og las váleg tiðindi af uppsögnum tugþúsunda iðnaðarmanna og versnandi gengi útflutningsins þegar við mér blasti nöturleg tilskrift á veggnum beint á móti. Einhverjir skapþungir menn höfðu krotað ofan viö lestar- glugga svona skilaboð til sam- borgara sinna: Nigger go home to jungle. Snautaðu heim i frumskóginn, surtur. Fjórði hver maður i lestarvagninum þennan morgun var svartur. Vaxandi atvinnuleysi kemur haröast niður á útlendingunum sem streymt hafa til Sviþjóðar I atvinnu- og menntunarleit. Um kvöldið kom ég inn til finnsks kunningja mins. Hann sat þá i stofu sinni og geröi að sárum svertingja nokkurs sem hafði verið barinn eins og skreið þar niðri á götunni fyrr um kvöldið. Sá maður hefur búið fimmtán ár i Stokkhólmi og aldrei fyrr fundið fyrir fjand- skap innfædrra. Þennan sama dag sagði finnska skáldið Sarikovski i viðtali við Aftonbladet, að hann vildi setjast að i Gautaborg frekar en Stokkhólmi vegna þess að útlendingum væri svo illa tekið i höfuðborginni. Komi ég til Stokkhólms, sagði skáldið, tala ég ensku. Ella finnur maöur fyrir fjandskapnum. Vaxandi atvinnuleysi kemur ekki sist niður á þeim útlend- ingum sem hingað hafa streymt i atvinnu- og menntunarleit. Margir atvinnuleysingjar og llka ýmsir uppalningar lakari dagblaða virðast álita að sá út- lendi vinnukraftur sem hér er, flækist allt i einu fyrir inn- fæddum. Það væri reyndar feikilega alvarlegt mál fyrir Svia, ef útlendingarnir hér væru farnir að baka þeim efnahags- legan vanda, vegna þess að inn- flytjendur hér skipta hundr- tiundi hver ibúi borgarinnar. Um það bil helmingur útlend- ingann? hér kemur frá Finn- landi. Margir eru Grikkir, Tyrkir eru lika fjölmennir og sömuleiðis Júgóslavar og svo fólk frá fasistarikjum Suður- Ameriku. Upphaflega þurftu Sviar á þessum útlenda vinnukrafti að halda, og þurfa þá væntanlega enn, en kannski verður annað uppi á teningnum núna þegar atvinnuleysið fer i vöxt. Allt eru þetta heldur haustleg tiðindi héðan úr háborg norðursins, enda engu likara en að sumarljóminn sé horfinn úr sálunum og skammdegis- himnan komin i staðinn. Jafnvel stærsta stjórnarandstöðublaðið, Aftonbladet sem kratarnir gefa út, sem jafnan er uppi með gleiðan kjaft, lagðist i þunglyndi um daginn og kaus sjálfan kon- unginn „svinabest vikunnar”. Það var i sömu vikunni °g kóngurinn bauð hátignum Evrópu hingað i skirnarveisiu dóttur sinnar. Nafnbót Afton- bladsins fékk hann fyrir aö segja að Viktoria dóttir hans væri þvi aðeins brúklegur rikis- arfi, að honum fæddist ekki sonur. Augnaráð þessara farþega var blandið fyrirlitningu og kviða þegar þeir sáu skilaboðin og ég reyndi að hverfa bak við dag- blaðið, litandi út eins og hver annar Skandinavi. uðum þúsunda. Þrettándi hver ibúi i konungsrikinu Sviþjóð er útlendingur. Tuttugasti hver sænskur rikisborgari er aðfluttur. 1 Stokkhólmsléni eru útlendingarnir vist flestir, eða erlendar bækur Enemies of Society. Paul Johnson. Wcidenfeld & Nicolson 1977 Paul Johnson hefur sett saman nokkrar bækur m.a. The Offshore Islanders, sem er góö bók. í þess- ari bók ræðir höfundurinn sam- félagshrörnunina á Vesturlönd- um og þá einkum á Englandi og rekur ástæöurnar fyrir henni. Þetta er mjög viðtækt efni, og reynir höfundur að gera þvi skil á sinn hátt. Höfundurinn fjallar fyrst um efnahagssögulega þróun i Evrópu allt frá dögum Grikkja og Róm- verja.og er sá kafli ágætur, svo og framhaldið allt fram á siöari hluta 19. aldar. Eftir þaö orka skoðanir höfundar meira tvimæl- js, þótt ágætir sprettir séu innan um. Höfundurinn er haldinn lifs- skoðun enskra miðstétta, um efnahagsmál og siðferði og vill kenna ýmsum utanaðkomandi aðilum hrun breska heimsveldis- ins, sem hann harmar, og fleira i þeim dúr. Kaflinn um verðbólg- una og einkum verkanir hennar er ágætur, hann segir að verð- bólgan sé ekki aöeins siðspillandi heldur móti hún allt lifsviðhorf manna, peningagræðgin aukist og peningar verði meir og meir aðaláhugamáliö og að lokum tröllríði ameriskt mat lifsviðhorf- um manna, þar sem allt er metið til peninga, plebeiismusinn verði algjör. Höfundurinn hefur mikla trú á hagvexti sem slikum og er andsnúinn umhverfisverndar- mönnum, telur þá meðal óvina samfélagsins og álitur aö barátt- an gegn mengun hafi borið góðan áraneur. Það mun rétt vera, að Thames er mun hreinni nú en hún hefur veriö um aldir, og margt i þeim dúr hefur gerst á Englandi, en i stað þess að ausa verk- smiðjuskitnum um næsta ná- grenni er honum nú komið fyrir fjarri en áður, hafið notað i aukn- um mæli sem sorpgryfja.og þaö á eftir að hafa afdrifarikari af- leiðingar en menn órar fyrir. Höf- undur virðist hafa mikla trú á tækniframförum og þeim aðgerð- um stjórnvalda sem stefna að aukinni tæknivæðingu, svo sem fjölgun tækniskóla, en hann á verra með að sjá fyrir afleiðing- arnar sem þegar eru að koma i ljós af þessháttar stefnu. Höf. tel- ur aö evrópsk menning i sinu gamla formi verði úr sögunni og rekur ýms dæmi um niðurkoðn- un lista og bókmennta og kristins siðferöis og er hann mjög svart- sýnn i þeim efnum. I bókarlok ber höfundur fram ný boðorð, sem hann telur að muni geta bjargað málunum og er það lokakafli bókarinnar og sá lélegasti. Höfundurinn viröist vilja staga i flikina, sem hann segir i öðru orðinu að sé útslitin og að eina vonin sé aukin tæknivæðing og hagvöxtur, sem er orsök ófarnaðarins, að margra hyggju, og svo sleppir hann alveg þriðja heiminum, en þar eru ýmsar for- sendur þess yndislega hagvaxtar, sem höfundur dáir svo mjög. Þeir kaflar bókarinnar sem liöfundur helgar nútima listum eru á marg- an hátt skemmtilegir og ef listin tjáir samfélagið þá er hún algjör tjáning þess i ýmsum geröum framúrstefnu-lista. Höfundurinn gerir litið úr þýðingu framvindu og reynslu árþúsundanna, hann bindur sig mjög við tuttugustu og eitthvaö við nitjándu öld og er einn þeirra manna, sem telur ágæti mannlifs fyrst hafa hafist á 19. og 20. öld, gullnu timabili enskra millistétta. Skoðanir höf- undarins eru mjög svo bundnar stéttarlegum uppruna hans og oft i furðulegum mæli. Þrátt fyrir þetta er gaman að bókinni,og eins og áður segir, er ýmislegt vel sagt þótt óvinir ensks samfélags og evrópskrar menningar séu ekki endilega þeir, sem höfundur álit- ur. , Er sjonvarpió bilað?, Skjárinn " ^ Sjónvarpsverkst<a& 1 simi Berqstaáastrati 38 12-19-40

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.