Þjóðviljinn - 02.11.1977, Page 16
1DWÐVILHNN Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aðra starfs- menn blaösins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. Einnig skal bent á heima- ÍLJb slma starfsmanna undir JfíSL 1 nafni Þjóöviljans I sima- U1 skrá-
Miövikudagur 2. nóvember 1977
RÁÐHERRASVARAÐ:
Vandinn er ad stjórna
okkar eigin veidum
A fyrstu 9 mánuðum
þessa árs hafa veiðst 290
þúsund tonn af þorski hér
við land. Þar af hafa út-
lendingar veitt um 8000
tonn.
Nú þegar októbermán-
uður er liðinn má reikna
með að þorskaflinn sé
kominn upp fyrir 300 þús-
und tonn og um áramótin
hafi hann náð 330.000
tonnum.
Hafrannsóknarstofnunin
lagöi til aö á þessu ári yröu ekki
veiddar nema 275 þúsund lestir
af þorski en ef svo heldur fram
sem horfir veröur aflinn 20%
meiri um áramótin.
Matthias Bjarnason,
sjávarútvegsráöherra sendi
fiskifræöingum Hafrannsóknar-
stofnunar kaldar kveöjur i út-
varpsviötali i fyrrakvöld, þegar
þorskaflinn var til umræöu.
Ráöherrann taldi þennan
mikla afla sanna aö ástand
þorskstofnsins væri gott, og aö
mun meiri fiskigengd væri i
sjónum, heldur en fiskifræöing-
ar heföu viljaö vera láta.
Þjóöviljinn bar þessi ummæli
undir Olaf Karvel Pálsson fiski-
fræöing.
Þessar fullyröingar ráöherr-
ans standast alls ekki, sagöi
Ólafur. 1 fyrsta lagi hefur marg-
sinnis komiö fram þaö álit fiski-
fræöinga aö meö óbreyttri sókn,
hvað þá aukinni sókn mætti
veiöa á þessu ári allt aö 350.000
tonnum af þorski.
Ég vil nefna tvö dæmi um
þetta. 1 svörtu skýrslunni frá
1975 segir: „Ef þorskveiöum
verður fram haldiö með núver-
andi sókn mun aflinn 1976-1978
haldast í 340-360 þúsund tonn-
um, en fara síöan ört fallandi”
Forsendur skýrslunnar hafa
aö vísu breyst nokkuð ekki þó
hvaö varðar heildarmagniö,
heldur þá fullyrðingu aö afli
muni fara ört minnkandi, þar
sem fram hafa komið mun
sterkari árgangar en menn áttu
von á.
1 skýrslu Rannsóknarráös frá
1975, „bláu skýrslunni” segir aö
ef sóknin veröi óbreytt eða auk-
in frá þvi sem var á árunum
1972-1973 muni aflinn 1976-1978
veröa um 320 þúsund tonn.
Fiskifræðingar
hafa aldrei haldið
sliku fram
Viö höfum þvi aldrei haldiö
þvi fram aö ekki væru nema 175
þúsund veiðanleg tonn af þorski
i sjónum.
Aftur á móti hefur Hafrann-
sóknarstofnunin lagt til aö ekki
yröi veitt meira en 275.000 tonn
á þessu ári og þvi næsta til þess
aö stofninn i heild og ekki sist
hrygningarstofninn stækkaði.
Markmiö okkar er aö ná var-
anlegum hámarksafla 450.0000
tonnum á ári meö virkri stjórn á
veiöunum.
Þess má geta aö áriö 1953 var
þorskaflinn 550 þúsund tonn og
á árunum 1930-1932 fór hann
einnig yfir 500 þúsund tonn meö
þeir trollaragörmum sem þá
voru.
Þessum afla gætum viö ekki
náö nú, þrátt fyrir þann tækni-
vædda flota sem viö höfum yfir
aö ráöa.
Þessi umframveiöi nú þýöir
einfaldlega aö þess verður
lengur aö biöa aö takmarkinu,
450 þúsund tonnum á ári veröi
náð.
Aflinn stjórnast
af sókninni
1 ööru lagi má benda á aö afl-
inn er ekki aöeins mælikvaröi á
fiskgengdina, heldur einnig á
sóknina. Þannig má veiöa
meira magn ef sóknin er aukin
og mikill afli þýöir ekki endilega
aö ástand stofnsins sé gott.
Við þekkjúm dæmi þessa.
Þegar 2 milljónir tonna veidd-
ust af norsk- islenska slldar-
stofninum áriö 1966 var sóknin
glfurleg. Hún var ekki minni
næsta ár en þá veiddust 1,7
milljónir tonna. Sá mikli afli
sagöi þó ekki mikið um ástandiö
þvi á næstu tveimur árum
hrundi stofninn og árið 1969
veiddust aöeins 67.000 tonn.
1 þriöja lagi má benda á aö
meginhluti aflans frá Vestfjarö-
armiöum, þar sem togararnir
veiöa mest nú er úr tveimur ár-
göngum, 1972 og 1973.
Argangurinn frá 1972 er I
meöallagi stór en árgangurinn
frá 1973 er mjög sterkur.
Þessir árgangar eru nú aö
taka út sinn örasta vöxt og nýt-
ingarlega séö er veiöi þeirra
mjög hagstæö.
Hinu má ekki gleyma aö þaö
heföi veriö og er bráðnauðsyn-
legt aö nýta einmitt þessa tvo
árganga sem mest til þess aö
efla stofninn.
Hefðum ekki þurft
að færa neinar
fórnir
Viö heföum ekki þurft aö færa
neinar fórnir, þótt ekki heföi
verið veitt meira en Hafrann-
sóknarstofnunin lagöi til, þvi
ársafli landsmanna I fyrra var
einmitt um 270 þúsund tonn. Viö
hefðum getað haldiö sama afla-
magni og byggt stofninn upp um
leið.
Annars kom fleira athyglis-
vert fram I tali ráðherrans en
þessi alranga fullyrðing um aö
mikill afli þýddi sama og gott
ástand stofnsins.
Hann benti á aö Englendingar
heföu I fyrra veitt 50.000 lestir
en ekkert I ár og aö afli lands-
manna heföi einmitt aukist um
þessi 50.000 tonn.
Þetta sýnir best að Englend-
ingar voru ekki reknir af miöun-
um vegna verndunarsjónar-
miöa, heldur til þess aö Islend-
ingar tækju viö rányrkjunni þar
sem Bretinn varö frá aö hverfa.
Þaö hefur verið látiö að þvl
liggja aö okkar vandamál I
sambendi við ofveiðina myndu
leysast þegar Bretinn væri far-
inn en nú má ljóst 'vera aö
vandamaliö liggur I þvi aö
stjórna okkar eigin veiöum en
ekki annarra þjóða.
-AI
Mikill afli
þýðir ekki
sama og að
ástand
stofnsins
sé gott
Viðtal við
Ólaf K.
Pálsson
ALBERT GUÐMUNDSSON:
Verði mér storkað
getur verið að ég hugsi til hreyfings með framboð
fyrir aðra hreyfingu en Sjálfstæðisflokkinn
„Sú ákvöröun mln, aö fara ekki
I framboð fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn I vor, hvorki til borgarstjórn-
ar né alþingis, stendur óhögguð.
Ég tók þessa ákvörðun fyrir
nokkuð löngu siðan og hef gert
hana kunnuga, bæði á fundi og
eins tvlvegis við formann kjör-
nefndar prófkjörs flokksins. Hinu
er ekki að leyna að þau viðbrögð,
sem oröið hafa hjá fólki, eftir að
þetta var kunngjört, hafa komiö
mérá óvart.og gleðja mig mjög”
sagði Albert Guðmundsson al-
þingismaður er viö ræddum við
hann f gær um þá ákvörðun hans
að hætta opinberum störfum fyrir
Sjálfstæöisflokkinn.
— Kemur til greina aö þú farir
fram fyrir aöra flokka eða ein-
hver félagssamtök, sem hugsa til
framboös?
„Nei.éghefekkihugsaö méraö
fara fram fyrir nokkurn annan
flokk, enda hef ég ekki sagt mig
úr Sjálfstæðisflokknum. En hitt
vil ég undirstrika a$ verði mér
storkaðá einhvern hátt af flokks-
félögum mtnum, er ég tilbúinn að
endurskoöa þessa afstööu mína.
Ef ég kemst i keppnisskap læt ég
ekki stööva mig.”
— NU hefur þvf veriö haldiö á
lofti að þú sækist eftir borgar-
stjóraembættinu og ætlir þvl að
hætta þingmennsku, hverju vilt
þú svara til?
„Já, ég hef heyrt þessa sögu og
hún var búin til af flokksfélögum
mlnum, sem eru margir hverjir
meistarar I að búa til svona sög-
ur. Nei ég hef ekki nokkurn
minnsta áhuga fyrir þessu em-
bætti. Ég tel þaö hinsvegar mjög
gott og raunar nauðsynlegt að
einhver borgarráösmaöur eigi
samtimis sæti á alþingi. Þetta er
nauösynlegt borgarinnar vegna,
en embætti borgarstjóra er þaö
viöamikiö aö hann getur ekki líka
veriö alþingismaöur.
En þaö sem um er aö ræöa er
þaö, aö ég hef ákveðiö aö hætta
setu I borgarstjórn og á alþingi
fyrir Sjálfstæöisflokkinn, og sú
ákvöröun stendur óhögguö sagöi
Albert Guðmundsson aö lokum. —
S.dór
Viö viljum ekki sjá Alþýöublaöið deyja
og endurnýjum því samninginn við það, segir Davíð
Guðmundsson framkvœmdastjóri Reykjaprents
1 Alþýöublaöinu I gær er sagt
frá þvfaö öllu starfsfólki blaðsins
hafi veriðsagt upp störfum frá og
með þeim tlma að samningur
Reykjaprents h.f. sem á og gefur
út dbl. Visi og Alþýðublaösins
rennur út. 1 fréttinni er ennfrem-
ur sagt frá þvl að vonast sé til
þess að nýr samningur milli
Reykjaprents h.f. og Alþýðu-
blaðsins veröi gerður og veröi þá
uppsagnarbréfin til starfsfólks
Alþýðublaðsins afturkölluð.
Viö inntum Davið Guömunds-
son, framkvæmdastjóra Reykja-
prents eftir þvi I gær hvaö liöi
þessum nýja samningi.
„Það má segja aö hann sé tilbú-
inn, uppkast að honum liggur hér
á boröinu. Viö höfum rekiö
Aiþýðublaöiö I tvö ár um næstu
áramót og viljum gjarnan endur-
nýja samninginn og reka blaöiö
áfram.
— En nú hefur veriö f járhags-
legt tap á blaöinu, hver er orsökin
fyrir að þiö viljiö halda áfram að
gefa blaöiö út?
,,Það er rétt aö tap hefur veriö
á blaöinu en viö teljum hilla und-
ir, aö snúa megi þróuninni viö og
þaö er minni halli á blaðinu nú, en
var þegar viö tókum viö þvl. En
aöal ástæöan fyrir þvi aö viö vilj-
um endurnýja samninginn viö
Alþýöublaöiö er sú, aö viö viljum
ekki sjá blaö deyja. Ég hygg að
enginn vilji aö neitt dagblaöanna
deyi”, sagöi Davið.
Hann neitaöi þvi alfariö aö
hætta væri á aö Dagblaðiö gæti
komiö I pláss Alþýöublaösins i
Blaöaprenti h.f., taldi raunar aö
slikt gæti ekki gerst. Ekki er end-
anlega ákveöiö hve hinn nýi
samningur milli Reykjaprents
h.f. og Alþýöublaösins gildir I
langan tima.
—S.dór