Þjóðviljinn - 19.11.1977, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.11.1977, Blaðsíða 20
DWDVIUINN Laugardagur 19. nóvember 1977 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt ?ö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skai bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Adda Bára Sigfúsdóttir á landsfundi Alþýöubandalagsins: Lífeyrismál snerta sérhverja fjölskyldu Adda Bára Sigfúsdóttir geröi grein fyrir tillögu að ályktun landsfundar um lífeyrismál en þá til- lögu hefur 5 manna undirbúningsnefnd framkvæmdastjórnar unnið. I tillögunni er gerð grein fyrir afstöðu Alþýðubandalagsins til lifey rismála. Adda Bára lagöi áherslu á hversu mikilvægur málaflokkur lifeyrismálin væru i okkar þjóö- félagi, þar sem nær hver fjöl- skylda i landinu væri háð þeim i skamman eða stuttan tima i senn. Þeir ávinningar sem unnist hafa I þessum efnum hér á landi eru ávinningar sem verkalýös- hreyfingin hefur unniö oft I lang- vinnum verkföllum, sagöi Adda Bára. Þar ber hæst þann árangur sem varð i kjarasamn- ingunum 1976 og 1977. Þar náöi ASl mikilsverðum árangri fyrir eftirlaunafólk og öryrkja i lifeyrissjóðum verkalýös- félaganna. Þá náöist samkomulag um mörg mikilsverð atriöi, sagöi Adda, t.d. þaö aö stefnt yröi aö sameiginlegu lifeyriskerfi fyrir alla landsmenn, og að lifeyris- sjóöir og almannatryggingar tryggi öllum lifeyrisþegum viöunandi lifeyri, sem fylgi þró- un kaupgjalds á hverjum tima. Jafnframt þessu hefur fengist ; bindandi samkomulag fram til 1980 um verðtryggingar á greiöslum ilr lifeyrissjóðum verkalýösfélaganna. Þessum árangri fögnum viö, sagöi Adda Bára, og það er hlut- verk og stefna Alþýöubanda- lagsins aö vinna aö þvi að nauð- synlegar laga- og reglugerðar- breytingar verði gerðar, til þess aö markmiðum stefnuyfirlýs- ingarinnar veröi náö. Siðan rakti Adda þau réttindi sem öryrkjar og ellilifeyrisþeg- ar njóta nú, opinberar stofnanir sem þær greiöslur hafa meö Adda Bára Sigfúsdóttir. höndum utan llfeyrissjóða verkalýösfélaganna og sagöi aö breytingar á þessu kerfi i átt aö einum sameiginlegum lifeyris- sjóöi fyrir alla landsmenn gæti tekið nokkurn tima og þann tima yröi aö nýta til þess aö samræma lög og reglugerö um einstaka sjóöi þannig aö lifeyrisþegi njóti sömu réttinda i hvaða sjóö sem hann greiöir. Svava Jakobsdóttir um skólamálin á landsfundi: Krafan um alþýðumenntun jafngömul sósíalismanum Framlög til skólabygg- inga þyrftu að hækka um 26% frá nýframlögðu f járlagaf rumvarpi til þess að ná raungildi f jár- laga frá árinu 1974/ sagði Svava Jakobsdóttir í framsögu sinni um skóla- málatillögu landsfundar Alþýðubandalagsins. Framlög vegna námskostnað- ar þyrftu að hækka urn 89% miðað við framfærslukostnaö til þess aö ná framlögum á fjárlög- um 1974. Þessari niöurskuröarstefnu til skólamála verður aö snúa viö, sagöi Svava. Rýmka þarf inn- gönguskilyröi I skólana, þannig aö hver einstaklingur sem oröinn er 17 ára eigi rétt til hvaöa framhaldsnáms sem er og aö hver 24 ára einstaklingur eigi rétt á þvi aö setjast i kennaraháskóla og háskóla ef hann óskar þess. Efla veröur fulloröinsfræöslu og endurskoöa frumvarp þar um,sem kynnt hefur verið á alþingi meö tilliti til frumvarps Svava Jakobsdóttir. um f ra mh aldsskólasti giö. Svava lagöi áherslu á aö meö löngum vinnudegi árum saman legði fólk stóran skerf til skóla- mála og þvi ætti þaö rétt á laun- um eöa styrkjum meöan á námi stæöi. Alþýöubandalagiö hefur látiö sig skólamál skipta fremur en aðrir stjórnmálaflokkar, sagði Svava, og það er engin tilviljun. Krafan um aukna menntun til handa alþýðu manna er jafn- gömul sósialismanum, þar veröur þvi ekki greint á milli. Meginstefna Alþýðubanda- lagsins i skólamálum sé sú aö framhaldsskólastigiö veröi skipulagt sem ein heild, og jafn- ræöi riki milli bóklegs náms og verklegs, sagöi Svava. Breyta verður þeim hugsunarhætti aö bóklegt nám stundi menn fyrir sjálfan sig, en verklegt nám fyrir atvinnulifið. Hafna verður kröfum atvinnurekenda um fortakslausan rétt til setu i stjórnum verklegra skóla. Einkenni borgaralegs samkeppnisskóla er aö hann gerir skýran greinarmun á bók- legu námi og verklegu sagði Svava. Með þvi framleiöir hann annars vegar borgaralega valdastétt og hins vegar betri vinnukraft fyrir atvinnulifiö. Hægri öflin i landinu sem segja aö skólamál hafi ekkert meö stjórnmál aö gera nýta sér þennan borgaralega skóla - i áróöri sinum til þess að skipta mönnum i tvo fjandsamlega hópa, annars vegar verkalýö og hins vegar menntamenn. Hugsjónin um afl menntunar- innar til þess aö auka manngildi hvers einstaklings er hent fyrir róöa i sllkum skólum. Fjallaöi Svava siöan um frumvarp um framhaldsskóla- stigið sem lagt var fyrir Alþingi i s.l. vetur og taldi hún óraun- hæft aö ætla sveitarfélögum að kosta framhaldsskólamenntun- ina. Þá munu ekki nema stærri sveitarfélögin geta haldiö uppi slikri kennslu, sagöi Svava, og viö þaö myndi enn aukast þaö misrétti sem menn nú búa við eftir þvi hvar þeir búa á land- inu. Þó gerð sé krafa til þess aö rikiö kosti framhaldsmenntun eins og þaö kostar grunnskólana verður aö leggja áherslu á aö efla áhrif heimamanna á skólana i sinni byggö, sagöi Svava. Hún sagöi aö lokum aö margt heföi hreyfst til bóta i skólamálum hérlendis á undan- förnum árum fyrir áhrif féiags- hyggjumanna og margra ágætra skólamanna sem aö þeim málum hafa unnið. Verd bifreiöa lækkar með tilkomu nýja bílaskipsins, segir Þórir Jónsson hjá Ford-umboðinu Löngu striöi á miiii bifreiðainn- flytjenda og Eimskips er lokiö meö sigri þeirra fyrrnefndu. Bifreiöainnfly tjendur hafa eignast skip sem hlaut nafnið — Bifröst — og veröur aöal hlutverk þess aö flytja fisk frá tslandi, en bifreiöar til landsins. Við snérum okkur i gær til Þóris Jónssonar framkvæmdastjóra Fordumboösins, sem auk þess er stjórnarformaður i hlutafélagi þvísem á skipiö og spuröum hann hvort tilkoma þess yröi til þess aö lækka flutningskostnað á bifreiöum til Islands og þá um leiö verð þeirra hér á landi. Þórir sagöi aö frá þvi fyrst var farið aö tala um þessi skipakaup, heföi Eimskip lækkaö flutnings- kostnaö á bifreiðum um 1/3 frá þvi sem þá var. Samt sem áöur taldi Þórir aö flutningskostn- aðurinn myndi enn lækka meö til- komu þessa nýja bifreiöa- flutningaskips og myndi sú lækkunn vissulega koma bifreiöa- kaupendum til góöa. Þórir taldi aö flutningskostn- aöur á meðalbifreiö um þessar mundir væri um 50 þúsund krónur hjá skipafélögunum. Enn hefur flutningsverð bifreiöa meö nýja skipinu ekki veriö ákveöiö en þaö verður lægra en þetta. Þetta skip — Bifröst — er sér- smiöað til bifreiðaflutninga og getur tekið um 250bifreiðar i ferö. En stærstu skip Eimskips geta aðéins tekiö á milli 120 og 130 bif- reiöar i ferö. —S.dór Þórir Jónsson Kröflusvæðiö: Spenna eykst Landris komid i meiri hæö en nokkru sinni fyrr f/Jú/ það er alveg rétt að landris hefur ekki verið hærra á Kröf lusvæðinu, siðan fyrir gosið í Leir- hnjúk 1975 og land er nú komið í sömu hæð og það var þá. Þetta segir okkur þó ekki neitt um fram- vindu mála/ það eru marg- ir möguleikar á framvindu mála á svæðinu" sagði Ax- el Björnsson jarðeðlis- fræðingur er við ræddum við hann i gær og spurð- umst frétta af Kröflu- svæðinu. Axel Björnsson. Axel sagöi aö I fyrsta lagi gæti gosið á svæðinu, I ööru lagi gæti átt sér staö kvikuhlaup neöan jaröar, eins og oft hefur gerst og i þriöja lagi gæti landris hætt og ró kæmist á á svæðinu. ,,En hitt er alveg ljóst aö haldi landris áfram með sama hraða og undanfariö, þá veröur eitthvaö aö gefa eftir, svona landris getur ekki haldið áfram endalaust”, sagöi Axel. Skjálftar á svæöinu hafa und- anfarna daga bæði verið fáir og litlir. Þannig mældust aöeins 10 skjálftar nyröra I gær og allir litl- ir. —S.dór r Islendingar í herskóla í Noregi t norska blaöinu Nordlys frá 13. ágúst I sumar er frétt um aö norska rikisstjórnin hafi gcfiö leyfi sitt til aö taka tvo tslendinga inn i norskan hcrskóla og eiga þeir aö fá þar liösforingjamennt- un. íslendingarnir heita Arnór Sig- urjónsson og Jón Sveinsson, báöir stúdentar frá Menntaskólanum á tsafiröi. Þeir munu báðir hafa fengið tilskilda undirbúnings- menntun i Noregi. Námiö fer ann- ars vegar fram i Krigsskolen, hins vegar Sjökrigsskolen. Vitaö er aö am.k. Arnór hefur áhuga á aö starfa viö „varnir” Islands aö námi loknu en hvort stofnaöur veröur her handa honum, þaö er annaö mál. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.