Þjóðviljinn - 19.11.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. nóvetnber U»77
Félagshyggjumenn hafa góð
skilyrði til að
snúa vörn í sókn
/\ \1 • l ' y
mum mjn1
Ragnar Arnalds flytur setningar ræöu sina á landsfundinum.
Sefningarræða Ragnars Arnalds formanns Alþýðubandalagsins á landsfundinum
Góöir fundarmenn!
Þaö sem ber hæst i stjórnmála-
þróun seinustu 12 mánaöa er tvl-
mælalaust hin árangursrika
sóknarbarátta verkalýöshreyf-
ingarinnar i sumar og f haust.
Loksins tókst aö snúa vörn i sókn
og tryggja hvort tveggja: Veru-
lega launahækkun og fullnægj-
andi veröbótakerfi, en þar viö
bættist sú meginstefna samning-
anna aö stuöla aö minnkandi
launamismun.
Bandalag starfsmanna rikis og
bæja hlaut sina eldskirn i tveggja
vikna verkfalli og kemur úr þeim
eldi meö haröara og reyndara liö
en samtökin hafa nokkurn tima
áöur átt. Einnig hjá BSRB breytt-
ust innbyröist hlutfoll launanna i
átt til minnkandi mismunar, og
mun biliö milli lægsta launaflokks
og þess hæsta, ef miöaö er viö 6
ára starf, hafa lækkaö i þessum
samningum úr 1:2,6 i 1:2,4.
Róttækari hluti verka-
lýðshreyfingarinnar er
að styrkjast
Þessu seinasta ári hafa einnig
sést ljós teikn á lofti, aö róttækari
hluti verkalýöshreyfingarinnar
væri aö styrkjast. Alþýöusam-
bandsþingiö bar vott um öflugan
straum til vinstri, eins og skýrt
kom fram i atkvæöagreiöslum og
miöstjórnarkjöri.
Skömmu fyrir Alþýöusam-
bandsþing á s.l. hausti viöruöu
hægri öflin klærnar meö birtingu
frumvarps um nýja vinnumála-
löggjöf. En þegar þau skynjuöu
veðrabrigöin, voru klærnar
dregnar inn aftur og frumvarpiö
lagt i salt.
Austur á verðbólgubálið
í árslok 1976 spáði Þjööhags-
stofnun 24% veröbólgu á árinu
1977, þóttekki væri gert ráö fyrir
nýjum kauphækkunum á árinu.
Astæöanfyrir þessarimiklu verö-
bólgu var fyrst og fremst áfram-
haldandi gengissig og aðrir inn-
lendir veröbólguvaldar, þar sem
ekki var gert ráö fyrir, aö inn-
fluttar vörur hækkuöu i veröi á
föstu gengi nema 6-7% á árinu
1977.
Veröbólgunefnd varsettá lagg-
irnar, skipuð fjölmörgum sér-
fræöingum og fulltrúum allra
stjórnmálaflokka. Nefndin hefur
nú starfaö f rúmt ár, án þess aö
neitt hafi til hennar spurst eöa
nokkrar tillögur frá henni komiö.
A sama tima hefur rikisstjórnin
ákveöið aö hækka vexti á innlán-
um og útlánum i takt viö vaxandi
veröbólgu. Hækka þvi vextir á
þriggja mánaöa fresti um 3-4%,
ogmun áreiöanlega vandfundin á
byggöu bóli annar eins austur á
verðbólgubáliö.
Endurskoöun skattamála er
lofaö á hverju hausti, og i hvert
sinn meö þeim oröum, aö ný
skattalög veröi afgreidd fyrir
voriö. Aldrei hefur þó veriö ólik-
legra en nú, aö svo yröi.
Skattlausum fyrirtækj-
um fer jafnt og þétt
fjölgandi
Skattlausum fyrirtækjum fer
jafnt og þétt fjölgandi. Nú munu
Fyrri hluti
vera um 1170 stórfyrirtæki og
meöalstór fyrirtæki á landinu
öllu, sem engan skatt greiöa.
Þessi 1170 fyrirtæki veltu um þaö
bil 114 þús. milj. kr. á árinu 1976,
en samanlagt greiöa þau minni
tekjuskatt til rikisins af 114 mil-
jaröa veltu en meöalbóndi meö
nokkur hundruö rollur, þ.e.a.s.
ekki eina einustu krónu. Til viö-
bótar má tilnefna rúmlega 400
stórfyrirtæki og meðalstór fyrir-
tæki meö samanlagt um 20 milj-
aröa veltu sem greiöa innan viö
100 þús. kr. hvert af rekstri sin-
um, þ.e.a.s. innan viö 10% af árs-
launum verkamanns. Alls eru
þetta þvi 1500 fyrirtæki i félags-
formi á landinu öllu sem greiöa
litinn eöa engan tekjuskatt, og er
þá ótalinn sá mikli fjöldi fyrir-
tækja, sem rekinn er á reikning
einstaklinga.
óneitanlega sérkenni-
legt þjóðfélag
Þetta er óneitanlega nokkuö
sérkennilegt þjóöfélag, sem viö
lifum f —
— þjóöfélag þar sem verulegur
hluti einkareksturs er ómagiá al-
þýöu manna og þiggur mikla
þjónustu ríkisins á mörgum sviö-
um án þess aö borga nokkurn
skatt af tekjum sinum —
— þjóðfélag sem árum saman
býr viö svo hrikalega veröbólgu
aö verölag tvöfaldast aftur og aft-
ur á 2-3 árum —
— þjóðfélag þar sem verö-
bólgugróöinn er oröinn stærsta
gróðalind efnahagskerfisins —
— þjóöfélag undir forystu i-
haldsafla, sem vilja varöveita
forréttindi sin, en virðast þó hafa
gefist upp og boöa engin úrræöi
gegn veröbólgunni önnur en þau
aö spana hana hærra og hærra
meö sihækkandi vöxtum.
Hvað veldur?
Hvaö er hér aö gerast? Hvaö
veldur raunverulega þessu ein-
kennilega ástandi?
Skýringin er vafalaust marg-
þætt. Þjóöin er smávaxin og aö-
stæöur ólikar þvi sem gerist hjá
miljónaþjóöum. Aöferðir hins
óhefta kapitalisma, sem hugsan-
lega skila efnahagslegum árangri
hjá stórþjóöum, henta ekki is-
lenskum aðstæðum jafn vel.
Efnahagslegt jafnvægi, þar
sem einföld peningalögmál fram-
boös og eftirspurnar stjórna
gjaldeyris- og verölagsmálum,
hefur aldrei veriö til á Islandi.
Þegar reynt er aö ná þessu marki
meö sifelldu gengisfalli, innflutn-
ingsfrelsi þrátt fyrir gjaldeyris-
skort, sihækkandi vöxtum og
söluskatti, sem spenntur er upp i
20%, vegna þess að fyrirtækin
greiöa litinn sem engan skatt,
skapast óviöráöanlegur vita-
hringur.
Ensérfræðingarnir, sem flestir
eru menntaðir hjá nálægum stór-
þjóöum þráast við ár eftir ár og
neita aö skilja aðstæðurnar
heima fyrir. Formúlan er rétt,
þjóöin illa upp alin.
öskubuskusystirin haföi of
stóran fót fyrir fallegan skó.
Hverju var um aö kenna? Jú.
Stæröfræöilega var einfaldast aö
höggva tærnar af. Þaö var því
gert, eins og alkunnugt er. Veru-
leikinn skal passa inn i formúl-
una, hvaö sem tautar og raular.
Sá sem imyndar sér, aö is-
lenska hagkerfiö sé nákvæm eft-
irmynd af hagkerfi annarra kapi-
talískra rikja, þarf að gera sér
ljóst aö ekki aö eins smæöin veld
ur eölismun. Sjálfur grundvöllur-
inn er á ýmsan hátt talsvert ólik-
ur; eignaraöild aö atvinnutækj-
um á Islandi er ekki sambærileg
viö það, sem gengur og gerist i
öörum kapitalfskum rikjum.
Allar stjórnmálahreyf-
ingar hafa orðið fyrir
áhrifum af sósialiskri
hugsun
Efnahagskerfiö á Islandi er
stundum nefnt blandaö hagkerfi.
Grunnur þess, sjálf uppistaöan i
vefnum, er kapitaliskt markaös-
þjóöfélag, en vegna langvarandi
áhrifa sósialista og annarra fé-
lagshyggjumanna er félagslegur
rekstur á vegum samvinnu-
manna, rikis eöa sveitarfélaga
ofinn inn I efnahagskerfiö I tals-
vert rikum mæli. Tuttugasta öld-
in er öld sósialismans. Allar
stjórnmálahreyfingar, hvort sem
þæreru tilhægrieða vinstri, hafa
oröið fyrir áhrifum af sósfalfskri
hugsun. Seinustu 50 árin hafa
fjórar rikisstjórnir starfað á Is-
landi undir sterkum áhrifum
vinstri manna.
Sú fyrsta var rikisstjóm Fram-
sóknar- og Alþýðuflokks, sem
starfaöi á kreppuárunum éftir
kosningasigur Alþýöuflokksins
1934, en þá hlaut sá flokkur 22%
greiddra atkvæða og naut nokk-
um veginn jafn mikils stuönings
hjá þjóöinni og Framsóknar-
flokkurinn. Þá blómstraöi Al-
þýöuflokkurinn i fyrsta og sein-
asta sinn sem róttækur vinstri
flokkur, er kom ýmsu merku til
leiöar, en stjórnarsamstarfiö
rofnaöi 1937, þegar Framsóknar-
flokkurinn neitaöi aö fallast á rik-
isútgerö togara.
Nýsköpunarstjórnin I striöslok
kom i kjölfar vinstri sveiflu, sem
greina máttiviöa um lönd meö al-
mennum uppgangi sósialískra
hugmynda. Hún haföi stórfelld
áhrif á undraskömmum tima, og
sama má segja um vinstri stjórn-
ina fyrri 1956-1958, sem glimdi þó
við erfiöar ytri aöstæöur.
í lok sjötta áratugsins
vóg félagslegur rekstur
salt á móti einkarekstri
1 lok sjötta áratugsins, á þeim
timamótumþegarvinstri stjórnin
var aö splundrast og langvarandi
samstarf Sjálfstæðis- og Alþýöu-
flokksaö hefjast, var I fyrsta sinn
gerö hagfræöileg athugun á þjóö-
arauöi Islendinga og framleiöslu-
fjármunum skipt eftir eignaraö-
ild. Meö framleiöslufjármunum
er átt viö hvers konar tæki og
byggingar, sem notaöar eru viö
framleiöslu eöa þjónustustarf-
semi jafntá vegum einka og opin-
berra aöila,svo fremi að þjónust-
an sé ekki látin ókeypis af hendi,
og þvi eru undanskilin ibúðarhús
og einkabifreiðar, samgöngu-
mannvirki og opinberar bygging-
ar, náttúruauölindir og óræktaö
land. Miðaö viö aö Áburöarverk-
smiðjan sé talin rikiseign, sem
hún raunverulega var, þótt hún
flokkaöist undir hlutafélög á
þessum tima, má lesa eftirfar-
andi niöurstööu úr yfirlitstöflum
skýrslunnarumeignaraöild aö is-
lenskumatvinnurekstri áriö 1957:
Sjálfseignarbændur áttu 33% af
framleiöslufjármunum lands-
manna i ræktunarframkvæmd-
um, giröingum, útihúsum og vél-
um.
Félagslegur rekstur, þ.e. rekst-
ursamvinnufélaga, rikis og sveit-
arfélaga, átti einnig 33% af fram-
leiösluf jármunum.
Einkaauömagn i hlutafélögum,
sameignarfélögunum og einstakl-
ingsrekstri átti afganginn, 34%.
Niöurstaöan varö sem sagt sú,
aö félagslegur rekstur var talinn
vega salt á móti öllum rekstri
einkaaöila i landinu, 49% gegn
51% ef búrekstur er undanskilinn.
Búskapur islenskra bænda er
þess eðlis, að hann veröur aö
meta frá öðrum sjónarhól. A
þessum tima var félagslegur
rekstur sterkastur i togaraútgerö
og iðnaði. Samvinnufélög, riki og
sveitarfélög áttu t.d. 59% togara-
flotans og 40% af iönaði lands-
manna.
Þegar Alþýðuflokkurinn
steig lokaskrefið tii
hægri
Með stjórnarsamstarfi Alþýöu-
flokksins og Sjálfstæöisflokksins i
byrjun sjötta áratugsins uröu
kaflaskipti i islenskum stjórn-
málum. Flokkarnir höföu lengi
átt nána samvinnu i verkalýös-
hreyfingunni. En i þessari stjórn
steig Alþýðuflokkurinn lokaskref-
iö til hægri og gerðist sérstakur
brautryöjandi þess, aö óheftur
kapítalismi fengi aö blómstra og
njóta sin á Islandi. Aöaláherslan
var á þaö lögö, aö viöskiþtalifiö
fengi aö dafna hömlulaust og
miskunnarlaus lögmál peninga-
valdsins yröu látin ráöa feröinni á
sem flestum sviöum. Afleiöinginn
varö sú, aö viöskiptalifiö tók mjög
mikinn fjörkipp en undirstööu-
greinar atvinnulifsins voru van-
ræktar. I byrjun áratugsins voru
um 46 togarar gerðir út til veiöa
en undir lok áratugsins voru þeir
orönir 20. Hlutdeild mannafla i
hvers konar verslun og viðskipta-
störfum, veitingarekstri, banka-
og tryggingastarfsemi miöaö viö
heildarmannafla jókst um tæp-
lega 30% á aðeins 5 árum, þ.e. úr
13,5% 1960 i 17,4% 1965, en hlut-
fallslegur fjöldi sjómanna og ann-
arra, sem aö fiskvinnslu störfuöu
lækkaði nokkurn veginn aö sama
skapi.
A fyrstu árum þessarar stjórn-
ar var opinskáttrættum æskilega
inngöngu Islands i Efnahags-
bandalag Evrópu og stóð þar sist
á forystu Alþýöuflokksins. í
fyrsta sinn i marga áratugi var
opnaö fyrir stórfelldar fjárfest-
ingar erlendra auöhringa og Al-
verksmiðjan byggö, en hún jafn-
aöist á sinum tima á viö helming
af öllum iönaöi landsmanna aö
fiskiönaöi undanskildum.
Ef eignahlutföll í landinu heföu
veriö reiknuö út i lok áratugsins
heföi vafalaust mátt merkja tals-
veröa breytingu, en engar tölur
eru til um þaö efni.
Með vinstri stjórninni
siðari breyttust eignar-
hlutföll i landinu á ný.
Þaö var viöfangsefni vinstri
Breiðholtsbúar
Framfarafélag Breiðholts III og Fjöl-
brautaskólinn i Breiðholti efna til kynn-
ingarfundar um starfsemi og skipulag
Fjölbrautaskólans i Breiðholti fimmtu-
daginn 24. nóvember nk. Kynningarfund-
urinn verður haldinn i húsakynnum skól-
ans óg hefst kl. 20.30 (klukkan hálf niu).
Kennarar og nemendur munu gera grein
fyrir sjö námssviðum skólans og 25 mis-
munandi námsbrautum hans. Óskað er
eftir umræðum og fyrirspurnum.
Kennsluhúsnæði og kennsluaðstaða verð-
ur kynnt.
Allir velkomnir á
kynningarfundinn
Fjölbrautaskólinn i Breiðholti.
Framfarafélag Breiðholts III