Þjóðviljinn - 01.12.1977, Qupperneq 9
.8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Fimmtudagur 1. desember 1977.
Fimmtudagur 1. desember 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
LANDARABB BJÖRNS ÞORSTEINSSONAR
Lýbikumenn I hafsnauö suöur af islandi varpa tunnum fyrir borO tii
þess aO villa um fyrir illhvelum og blása i lUOu'r. — Carta marina eftir
Oiaus Magnús 1539
Furöur islandshafs. Englendingar hafa lagt skipi sínu viO eyju eina,
sem reynist vera sjdskrimsli mikiö eöa hvalur. — Carta marina eftir
Olaus Magnus 1539
Jónshús f Kaupmannahöfn
IJONSHUSI
Flutt 14. nóvember s.l.
Góöir landar!
Ekki er gaman aö guöspjöllun-
um þegar enginn er í þeim bar-
dagin, — og ekki eru þjóöarsögur
hressilegri, þegar engin finnst
styrjöldin.
Ég hef sýslaö við það alllengi að
tengja islenska sögu erlendum at-
burðum, og siðustu 7 árin hefur
þetta verið mitt aðalstarf. Eitt
sinn þótti mér sem Jeanne d’Arc
eða heilög Jóhanna frá örk væri
mikill frelsari okkar Islendinga.
Égvar hér um billagður af stað i
Landakot til þess að biðja prest-
ana að gera ártið hennar að
dýrðardegi hjá kaþólska söfnuð-
inum. Englendingar voru mjög
aðgangsfrekir heima snemma á
15. öld, hernámu þar landstjóm-
ina, pökkuðu henniinn með skreið
og sendu hana til Englands. Þá
skarst hún Jóhanna i leikinn og
lék Englendinga svo grátt suður á
Frakklandi, að þeir urðu jafnvel
að fella fánann norður á íslandi.
Ég býst viö aö þið kannist flest
viö önnu Boleyn, en hdn var önn-
ur kona Hinriks 8. Fyrir hennar
daga voru Englendingar um-
svifamikiir á tslandi og höföu
komiö sér þar vel fyrir i höfnum.
Þegar Hinrik var sem upptekn-
astur f bóiinu hjá önnu og var aö
efna til Elisabetar Englands-
drottningar, geröu menn sér litiö
fyrir og eyddu stöövum þegna
hans á Reykjanesskaga og tóku
mikið herfang.
i fyrra var ég byrjaður aö
skrifa bók, sem átti að heita Kon
ur og þorskastrið og þóttist hafa
nokkrar i handraðanum ásamt
henni ólöfu riku. Við eigum Sögu-
félag heima, Historiskt selskab,
eins og aörar menningarþjóðir,
og félag þetta skuldaöi nokkrar
miljónir, en viö áttum ckkert út-
gengilegt til þess aö setja á mark-
aöinn. Ég settist þvi niöur og
skrifaöi bók, sem ég kallaöi Tiu
þorskastrfð, þvi aö ég komst aö
raun um, að striðin voru fleiri og
örla garikari cn ég haföi haldiö, og
ég þekkti konurnar mínar ekki
nógu vel tii þess að kenna bókina
mina við þær. Hins vegar varö
mérijóst, að allt frá þvf á miööld-
um hefur verið barist hart og
mikið um isienskar auölindir,
þótt þaö virðist einhvern veginn
ha fa farið fram hjá fiestum okkar
ágætu söguriturum.
Þorskastrið eru strið
Þorskastriðin við tsland hafa
átt það sameiginlegt með öðrum
styr jöldum að vera fólgin i kerfis-
bundnum ofbeldisverkum strið-
andi aöila, sem kepptu að
ákveðnu, hagfræöilegu marki,
meiri fiskafla, og i kjölfar of-
beldisverkanna hafa siglt hátið-
legir samningar um frið og ein-
drægni i framtiðinni.
Þorskastriö hafa þó haft þá sér-
stöðu i' styrjaldarsögunni að vera
ekki mjög mannskæð. Fyrstu
fimmstriðinkostuðu þómannslif,
en þau voru háð fyrir siðaskipti.
Við tslendingar og bandamenn
vorir höfum verið sigursælir í
átökunum,sigraö átta sinnum, en
andstæðingarnir tvisvar, eða i 1.
og6. þorskastriðinu. Þorskastriö-
um linnti aö lokum við Island áriö
1976, en þá voru ýmsar fiskteg-
undir aö ganga til þurröar i haf-
inu, svo að þjóðirheims þurftu að
snúa sér aö friðun fiskistofna, ef
fást átti bein úr sjó siðar meir.
Tæknibylting i hafsigi-
ingum
Þorskastriö sigldu eins og
margur annar alvarlegur ófriður
i kjölfar tæknibyltinga. Um 1400
urðu mikil umskipti i úthafssigl-
ingum.
Aður voru súðbyrtir einmöstr-
ungar af vikingaaidargerð i för-
um til tslands á sumrum, en lágu
i naustum á vetrum. Þá tók hver
leiðangur til tslands rúmt ár.
Eftir 1400 sigldi þangað norður
sunnan af Englandi á öllum árs-
timum f jöldi tvi- og þrimöstrunga
með mörgum seglum, og voru að-
eins nokkra mánuði i ferðinni. Á
einmöstrungunum hafði sæförum
oft veist örðugt að lenda i fyrir-
fram ákveönum höfnum, og þeir
höfðu óttast mjög strandsigl-
ingar. Stundum lögðu þeir skip-
um sinum á Austfjörðum, ef þá
bar þangað, þótt ferðinni hefði i
upphafi verið heitið til hafna við
Faxaflóa.
A nýju skipunum sigldu menn
árvisst á f jölda hafna allt i kring-
um land, og íslendingar, sem
höfðu áður kvartað við konunga
og stórmenni i Noregi um trega
siglingu til landsins, tóku nú að
kvarta við sömu aðila undan
ágangi og ofbeldisverkum
eriendra sæfara á fiskmiðum við
landið.
Hér voru heimssöguleg tiðindi
að gerast. Úthafssiglingar og
fiskveiðar á höfum úti urðu brátt
blómlegur atvinnuvegur. Menn
höfðu unnið fullan sigur á sjálfu
úthafinu og tóku að leggja um það
þjóðleiðir — og hin fyrsta lá norð-
ur tii tslands.
Fyrsta þorskastriðið
1415-1425. íslendingar
setja lög um hafréttar-
mál.Norska Björg-
vinjarveldinu lýkur
Allar meiri háttar breytingar á
samskiptum manna hafa valdið
deilum og styrjöldum. 011 eylönd
á Norður-Atlantshafi töldust inn-
an vébanda norska rikisins á 14.
öld, og Noregskonungar töldu sig
hafa drottinvald yfir þessu haf-
svæði og töluðu um það sem „haf
vort” eða mare nostrum. Þar
gátu þeir óáreittir hlutast til um
siglingar og verslun fyrir 1400, af
þvi að engir aðrir en þegnar
norska rikisins stunduðu þá út-
hafssiglingar.
Fyrsta þorskastriðið hófst með
óvæntri innrás Englendinga á
hafsvæði dansk-norsku krúnunn-
ar, sem hafði hvorki afl til þess að
hrinda innrásinni né innrásar-
mennirnir mátt til þess að knýja
fram úrslitasigur. Þeir voru al-
væddir nýrri siglingatækni og
unnu auðveldan sigur á illa bún-
um og einangruðum fulltrúum
danakonungs og björgvinjar-
Björn Þorsteinsson prófessor
kaupmönnum á Islandi, en voru
sjálfir lamaðir af margs konar
vandræðum, sem hrjáðu þá út i
Evrópu. Striðið stóð einkum miili
dansk-norskra stjórnvalda og
Englendinga og voru megin-
vandamálin þrenns konar.
1. Skert lögsaga
Við innrásina lamaðist hið nor-
ræna stjórnkerfi á Islandi bæði til
löggæslu og skattheimtu, en
Englendingar komu sér upp
bækistöðvum i landinu og voru
m.a. heimarikir i Vestmannaeyj-
um i hálfa aðra öld.
2. Beinn tekjumissir
A tslandi hafði rikt Björg-
vinjareinokun, en við innrásina
komst tslandsverslunin i hendur
utanrikismönnum, sem greiddu
af henni enga tolla um skeið. Þá
rofnuðu að miklu leyti samgöngur
milli Islands og Norðurlanda og
tekjur af tslandi hættu rúm 30 ár
að drjúpa i konungssjóö Dana og
Norðmanna.
3. Óbeinn tekjumissir
Ensku fiskiduggurnar voru frá
upphafi ögrun bæði við íslend-
inga, sem töldu jafnvel lifshættu-
legt að sækja sjóinn, þar sem
Englendingar voru athafnasam-
astir, og dansk-norsku stjórnina,
sem áleit, að hér væru framandi
aðilar að róta upp auðæfum, sem
þegnum hennar bæri, og þar með
að rýra tekjur þeirra og rikisins.
Fiskimiö við ísland lúti
íslenskri lögsögu
Norskir stórhöfðingjar frá
Björgvin kærðu vandræði sin á
tslandi fyrir Eiriki konungi af
Pommern, en hann sendi tvo
þeirra sem fulltrúa sina suður til
Þaö var ekki fyrr en I 6. þorska-
striöinu 1896-97 aö kröfur fóru aö
heyrast um fullveldi. Jón
Sigurösson haföi aldrei sagt aö
þaö væri sinn ásetningur
Lundúna 1415 á fund Hinriks V. til
þess að kæra innrás Englendinga
á tsland. Þar suður frá fléttaðist
ísland inn I millirikjadeilur og
varð svo mikið þrætuepli, að
stjórnmálamenn og landfræðing-
ar i Norðvestur-Evrópu töldu á 15,
öld landið fjölmennara, kostbetra
og suðlægara en raun bar vitni.
Viðhorf þeirra til landsins endur-
speglast á landabréfum og i skjöl-
um 15. aldar.
Hinrik V. sinnti ekki kærum
sendifulltrúa mágs sins, Eiriks af
Pommern, nema til málamynda,
og Englendingar sigldu stöðugt
stærri flotum til tslands. Eirfkur
konungur bannaði mönnum þar
alla verslun við útlenda kaup-
menn, en Björgvinjarmenn kom-
ust varla tillandsins sökum vand-
ræða heima fyrir. tslendingar
urðu þvi að snúast við vandanum
með þvi að taka stjórnina i sfnar
hendur, semja við innrásarliðið
ogsetjaþvi reglur. Hér var þvi aö
nokkru um hliðstæða atburði að
ræða þeim, sem gerðust rúmum
500árum siðar,þegar Bretar tóku
tsland með hervaldi vorið 1940.
Þá hafði sambandið rofnað við
Danmörku mánuði., áður, svo að
íslendingar urðu að taka sér
æðsta rikisvald og útnefna rikis-
stjóra i stað konungs. Svo langt
var ekki gengið á öðrum áratug
15. aldar að konungur væri form-
lega settur af, en alþingi tók sér
vald til þess að semja um mál-
efni, sem konungur hafði einn
fjallað um áður. Þannig voru
settar reglur um það á alþingi
1419, að verslun leyfðist við utan-
rikismenn, sem færu með firði og
réttum kaupskap. ,,En þeir dugg-
arar og fiskarar, sem reyfað hafa
og ófrið gjört, þeim höfum vér
refsa látið”, segir þar. Erlendum
sjómönnum m.ö.o. bannaðar fisk-
veiðar á tslandsmiðum nema þeir
útveguðu sérstök leyfi eða flyttu
vörur til landsins á umsömdu
verði, en hámarksverð var sett á
varnig með samningum um eða
fyrir 1420.
Arið 1425 itrekaði konungur
bann við siglingum útlendinga til
norskra skattlanda, en Eng-
lendingar létu sér ekki segjast, og
tóku hirðstjóra konungs á tslandi
höndum og fluttu þá fanga til
Englands. Þar með lauk Björg-
vinjarveldinu á Islandi, og
tslendingar losnuðu úr tengslum
við norska rikið. tslenskir höfð-
ingjar leyfðu sér jafnvel að neita
konungshyllingum um skeið. Það
tók dönsk-norsk stjórnarvöld um
heila öld að koma tslandi að nýju
undir rikisvald sitt.
Fyrstaþorskastriöinu lauk með
nýsicipan á verslun og fiskveiðum
við tsland. Þar var i framkvæmd
opinn markaður hverjum sem
þangað sigldi, og fiskveiðar á
Islenskum miðum bundnar skil-
yrðum um vöruflutninga til
landsins og islenska lögsögu, en
óheimilar aðvifandi, framandi
fiskiskipum. Auðvitað var eftirlit
með veiðunum af skornum
skammti, en fiskiskipin urðu að
Stóðu Englendingar að baki
Einari Benediktssyni þegar hann
gaf út fyrsta dagblað á tslandi?
hafa meiri eða minni samskipti
við land, afla þar vatns og vista.
Sjómönnum var það mjög mikil-
vægt, ekki aðeins á 15. öld, heldur
einnig á 16. og 17. öld, að eiga
góðu að mæta i landi. Það var
öruggasta sjóvátryggingin 1 þann
tiö.
Dansk-norska konungs-
valdið nær yfirráðum á
íslandi. Annað Þorska-
striðið 1447-49
Norsku skattlöndin, Færeyjar,
tsland og Grænland, ögruðu
dansk-norsku stjórninni til at-
hafna á Altantshafi, og ollu þar
með langæjum deilum hennar við
Englendinga, en það voru fyrstu
átökin um drottinvald á Norður-
Atlantshafi. Á15. öld áttu þeir oft-
ast I vök að verjast i millirikja-
málum og gengu þvi til samninga
við dönsku stjórnina til þess að
þæfa málin og komast úr stjórn-
málaklipu. Vitanlega datt þeim
ekki I hug að halda neinar
samningagerðir, nema brýn
nauðsyn krefði. Hér var þvi um
sýndarsamninga aö ræða, uns
leið á 15. öld og Danmörk-Noreg-
ur gat fylgt hverri samningsgerð
eftir meö flotastyrk.
Á þvi herrans ári 1429 setti
enska þingið, að undirlagi hins
æruverðuga sendifulltrúa Dana-
konungs Jóns Gerrekssonar
Skálholtsbiskups,lög þess efnis,
að Englendingar, sem girntust
skreiðarkaup, skyldu sigla á
skreiðarmarkaðinn i Björgvin, en
þar hefði Eirikur Danakonungur
Þegar Hinrik VIII var sem upp-
teknastur i bólinu hjá önnu Bol-
eyn og var að efna til Ellsabetar
Englandsdrottningar gerðu
tslendingar sér litiö fyrir og
eyddu stöðvum þegna hans á
Reykjanesskaga og tóku mikiö
herfang
veitt Englendingum sömu rétt-
indi og Hansamönnunum þýsku.
Þessi lög voru itrekuð með samn-
ingi rikisstjórnanna 1432, og þar
með urðu enskir íslandsfarar að
afla sér siglingaleyfa bæði hjá
dönskum og enskum stjórnvöld-
um, ef öllu réttlæti átti að vera
fullnægt, en fæstir skeyttu um
annað en enska leyfið. Á Englandi
bjó stjórnin venjulega við sæmi-
legt framkvæmdavald, svo að
flest skip sem sigldu til tslands á
15. öld, urðu að kaupa sér þar
fararleyfi. Englandsköngi var
svo tiðfjallað um tslandsmál, að
hann talaði stundum um land sitt
(terra nostra) tsiand I siglinga-
leyfisbréfum. Annar var hins
vegar uppi hjá umboðsstjórninni
á Islandi, þvi að hún var að miklu
leyti i hershöndum Englendinga
fram um 1460. Um 1430 var æösti
maöurinn hennar Jón biskup Ger-
reksson, en að undirlagi Englend-
inga var honum drekkt i Brúará
árið 1453. Aftökusveitin kom
norðan úr Eyjafirði og Skaga-
firði, en þá sat enskur skreiðar-
biskup, Jón Vilhjálmsson, á Hól-
um. Ariö eftir atburðina við Brú-
ará hélt hann til Rómar og fékk
sig fluttan i Skálholt, en fiski-
kaupmennirnir i Stockfishrow i
Lundúnum fjárfestu i tveimur
öðrum skreiðarbiskupum, keyptu
suður i Róm embættið á Hólum
handa öðrum, en hinn átti að setj-
ast að i Kirkjubæ i Færeyjum.
Jón Gerreksson var eini bisk-
upinn, sem hlaut leg undir háalt-
arinu i Skálholti og var af mörg-
um álitinn pislarvottur. Annar
dýrlingur, Jeaane d’Arc, varð
John Cabot var efst I huga þegar
hann kom úr ieiðangri slnum til
Nýfundnalands 1497, að hér eftir
þyrftu Englendingar ekki lengur
að sækja á hin ófriðlegu islands-
mið
sigursælli i viðureigninni við
Englendinga. Hersveitir hennar
höfðu hitað Englendingum svo
rækilega undir uggum, að
sóknarmáttur var úr þeim skek-
inn um skeið, og skreiðarbiskup-
arnir, sem átti að senda til
tslands, urðu gjaldþrota á
Englandi. Konungsvaldið i Kaup-
mannahöfn náöitökum á islensku
biskupsstólunum eftir dráp Jóns
Gerrekssonar, og árið 1447 lét
danakonungur hertaka nokkur
ensk skip á Eyrarsundi og neyddi
ensku stjórina á þann hátt til
samninga. Vopnahlé var samið
1449 og skyldi standa I tvö ár, en á
þvi timabili var ákveðið, að
enskir kaupmenn skyldu hvorki
sigla til íslands, Hálogalands né
Finnmerkur án sérstaks leyfis
Noregskonungs. Þar með gafst
danska stjórnin upp á þvi von-
lausa verkiað gefaútmarklausar
tilskipanir um bann við verslun
norðurá tslandi. Hins vegar segir
i Lönguréttarbót, sem konungur
sendi tslendingum 1450, að eng-
elskir menn og irskir, sem til
tslands sigldu, skyldu útlægir og
friðlausir og skip þeirra og góss
upptækt, nema þeir hefðu i hönd-
um siglingaleyfi frá kóngi.
Björgvin hættir að vera
höfuðborg
1 öðru þorskastriðinu 1447-49
neytti Danakonungur Eyrar-
sundsveldis sins til þess að knýja
Englendinga til viðurkenningar á
drottinvaldi dansk-norska rikis-
ins yfir tslandi. Þá urðu talsverð
umskipti á stjórn íslandsmála.
Landinu hafði verið stjórnaö frá
SkúII Thoroddsen var einna
fyrstur með að kveða upp úr um
fuliveldi tslands
Björgvin, sem verið haföi höfuð-
borg Islands og skattheimtustöð,
en nú var farið að innheiipta tolla
af verslun og siglingum til lands-
ins úti á tslandi. Umboðsstjórn
Islandsmála i Björgvin lagðist
niður, og Eglendingar urðu að
viðurkenna að þeim var óheimilt
að sigla til tslands, nema þeir
keyptu sér leyfi til fararinnar hjá
dansk-norskum stjómvöldum.
Mikilvægi íslandssigl-
inga
A 15. öld og fram yfir miöja 16.
öld voru Islandssiglingar Eng-
lendinga mjög mikilvægar, enda
frægar viða um lönd. Þær voru
mestu úthafssiglingar sem nokk-
ur þjóð stundaði fyrir fund
Ameriku og komu nokkrum sinn-
um til umræðna i enska parlia-
mentinu allt frá 1415.
Um þetta siglingaflakk er fjall-
aði ótrúlega mörgum heimildum.
Hvert ár frá þvi um 1420 og fram
um 1530sigldi sunnan af Englandi
til Islands á annað hundrað skipa,
stundum yfir 150. Þetta virðist
hafa verið rúml. 1/3 hluti af fisk-
veiðiflota Englendinga I þann tið.
Þá voru nokkur kaupskip þar
einnig með i för. Mér er með öllu
ókunnugt, hvaða yfirburði
íslandsmið höfðu miðað við fiski-
slóðir á Norðursjó, en einhverjir
hljóta þeir að hafa verið, úr þvi að
menn lögðu það á sig að sigla
norður til tslands i stað þess að
sækja miklu skemmra.
tslandsútgerð og enska
hirðin
tslandsútgerðin enska var frá
upphafi tengd enskuhirðinni og á
15. öld mun enska stjórnin löng-
um hafa haft hærri tekjur af
tslandi en kóngurinn i Kaup-
mannahöfn. Kóngar og hirðgæð-
ingar áttu skip i förum allt. frá
dögum Hinriks V. Islandsfarar
guldu krúnunni leyfisgjald og
einnig sérstaka konungsmötu.
Ráðsmaðurinn við hirðina, the
Controlerof theKing’s household,
hélt sérstaka skrá yfir ensk
tslandsförum daga Hinriks VIII.
og innheimti af þeim tæp 600-000
pund i skatt. Fyrstu lög, sem
hann lét, samþykkja i parla-
mentinu eftir að hann varð
konungur, fjalla um afnám
laganna frá 1429 og frjálsar
siglingar til tslands. Það var
lýðhyllisgjöf Hinriks VIII. til
þegna sinna, og hann var vinsæll
konungur, þótt hann þyrfti að
giftast nokkrum sinnum eöa
skipta um ráðuneyti. Eittsinn sló
hann i fák sinn og kvaðst skyldi
gera allt fyrir England annað en
að giftast merinni frá Flandem.
Honum varð ekki undankomu
auðið, og þau Anna frá Cleves
voru gefin saman. Hún var hins
vegar gáfuð kona, og þau fundu
leið út úr hjónabandinu án þess að
kveðja böðulinn til starfa.
Sjóorusta milli Hamborgara og Breta subur af Islandi
1 öftru þorskastrlftlnu 1447-1449 hetti Björgvin aft vera höfuftborg tslands og skattheimtumiftstöft.