Þjóðviljinn - 01.12.1977, Page 10

Þjóðviljinn - 01.12.1977, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. desember 1977. Landarabb Björns Þorsteinssonar tsland I miðpunkti 1 íslandsferöum þjálfuöust þús- undir enskra sjómanna, og grunnurinn var lagöur að enska flotaveldinu. Fjöldi tslendinga réðst til Englendinga á skipin og fluttist til Englands. Sumir Islendingar eignuðust þar sjálfir skip og sigldu til Islands á sumr- um, en til Spánar og Portúgal á vetrum. Þetta geröist seint á 15. öld, þegar menn voru að tygja sig i landaleitir. Um 1480 er hægt að finna um 50 tslendinga á skrám i Bristol, en skömmu áður var Kolumbus þar á ferð. tsland og deilurnar, sem spunnust af sigl- ingum þangað, voru svo vel þekktar i Bristol, að John Cabot var efst i huga, þegar hann kom úr leiðangri sinum til Nýfundna- iands 1497, að héreftir þyrftu Englendingar ekki að sækja á Islandsmið. Þeirgætu veitt nög af fiski á friðsamari slóðum við strendur hinna nýfundnu landa. Umsvif Englendinga við tsland hafa orðið til þess að efla áhuga Danakonunga á landinu og hefur haft mikil áhrif á danska sögu. Þetta kemur fram bæði i einstök- um skjölum og á landabréfum frá miðri 15. öld. Siglinganna er viða getið i evrópskum annálum og sagnaritum frá 15. og 16. öld. Caspar Weinreich hét annálarit- ari austur i Danzigseintá 15. öld. Einu stórtiðindin i evrópskum stjórnmálum árið 1467 telur hann fall Björns Þorleifssonar, svo að dæmi sé nefnt. Við, sem höfum lifað siðustu þorskastriðin eigum að geta skilið, að mönnum þóttu fréttnæm tiðindin af tslandsmið- um á 15. og 16. öld. Þriðja þorskastríðið 1467—’73 Eftir 1449 gátu enskir sæfarar keypt sér leyfi til tslandsferða, en fæstir hirtu um það formsatriði. tslandssiglingar urðu þvi deilu- efni sem áður milli rikisstjórna, og enn var sest að samningaborði 1465, en árangurslaust að öðru leyti en þvi, að Danakonungur var til viðtals um tslandssigl- ingar, en ekki til annarra skatt- landa norska rikisins. Þannig varð sú staöreynd viöurkennd, að tsland hafði hlotið sérstöðu innan dansk-norska rikisins. Kristján I. Danakonungur nam úr gildi öll siglingaleyfi, sem hann hafði veitt enskum skipum, en Englendingar héldu engu að siður tilíslands 1467 ogtirápuþar hirðstjórann, Björn Þorleifsson, vestur á Rifi, og þar með hófst 3ja þorskastriðið. Kristján I. svaraði með þvi að láta hertaka 7 ensk skip á leið inn Eyrarsund 1468 og loka sundinu fyrir enskum skip- um. Norðurþýskar Hansaborgir drógust inn i þennan ófrið, og varð Hamborg brátt athafnasöm- ust við siglingar til tslands. Þetta strið var einkum háð á sjónum, og Norðursjór varð vett- vangur styrjaldar. Islendingar tóku beinan þátt i ófriðnum með þvi að herja á Englendinga heima á lslandi,enda um mikið að tefla hjá þeim. Stefnt var að þvi að opna nýjan og rýmri markað en áður þekktist fyrir islenskar af- urðirsuður á Þýskalandi,hnekkja veldi Englendinga við landið og hefna Björns Þorleifssonar. 1 erfðaskrá sýslumanns eins frá 1470segir m.a.: ,,Svo og skipa ég að láta syngja sálumessu engelskum, er slegnir voru i Grindavik af minum mönnum”. Þremur árum siðar var saminn friður (1473), en aðeins til tveggja ára með status quo. Englend- ingarskyldu ekki sigla til Islands nema að fengnu leyfi, en litt hafa þeir skeytt um þau skilyrði. Friðargerðin var endurnýjuð óbreytt fjórum sinnum, en um 1480 tók að þrútna um fjandskap milli valdhafa á tslandi og erlendra manna, sem gerðu sig heimakomna i höfnum landsins. t þriðja þorskastriðinu misstu Englendingar einræði sitt yfir islenska skreiðarmarkaðnum, er Þjóðverjar hófu reglubundnar íslandsferðir um 1470. Fjórða þorskastriðið 1484—’90 Fjórða þorskastriðið 1484—90 hófst með þvi að Englandskon- ungur tók að senda herskip tslandsflotanum til verndar vorið 1484. Þá voru kaupmenn teknir að þreyta vetursetur á Islandi til þess að tryggja sér viðskipti við útvegsmenn, og spenna magnað- ist milli keppinauta um fslenska fiskinn. Til tslands var sendur fyrsti höfuðsmaðurinn á herskipi árið 1478, Diðrik Pining aðnafni. Hann hafði háð marga sigursæla hildi gegn Englendingum á Norðursjó i þriðja þorskastriðinu og stýrt landkönnunarleiðöngrum um Norður-Atlantshaf. Hér lét hann Englendinga rýma fyrir Hansamönnum úr helstu fiski- höfnunum, og skarst fyrst veru- lega i odda með þeim fyrrnefndu og Pining sumarið 1484. 1 fjórða þorskastriðinu varð N- Atlantshaf fyrst striðsvettvang- ur. tslendingar virðast hafa átt litinn beinan þátt i átökunum næstu árin, enda áttu þeir fárra annarra hagsmuna að gæta en að vernda frjálsa verslun beggja aðila i islenskum kauphöfnum. Samningar tókust milli Dana og Englendinga um Islandssiglingar 1490, en i þeirri samningsgerð (Piningsdómi) segir i 4.grein, að „enskir kaupmenn, fiskimenn og allir þegnar Englandskonungs megi sigla til Islands til verslunar og fiskveiða að eigjn geðþótta ym alla framtið” að þvi tilskiidu að þeir greiði tolla og skatta að venju, þar sem þeir lendi, og afli sér siglingaleyfis hjá Danakon- ungi. Með þessum samningi var Englendingum i fyrsta sinn, svo vitað sé, heimilað lögformlega að fiska við Island, en með ákveðn- um skilyrðum þö. Stjórnin hefur réttilega talið að nægur fiskur væri I sjónum og ógjörlegt væri að framfylgja fiskveiðibanni á úthafinu við tsland. íslendingum geðjaðist miður vel að fiskveiðiheimildinni og felldu hana niður, þegar þeir staðfestu samning konunganna á alþingi um sumarið með fyrrnefndum Píningsdómi. Þarer ekki minnst á, að Englendingum sé heimilt að fiska við tsland, en itrekuð fyrri bönn við vetursetu útlendinga. Hér var stefna tsiendinga i haf- réttarniálum einna skýrast mót- uð að fornu, og i k jölfarið reið svo duggaradómur frá 1500, en þar segir, að „duggarar þeir, sem með lóðir faraog engan kaupskap annan, séu ófriðhelgir og rétt teknir af hverjum manni, hvar sem þeir verða teknir”. Skjöl ensku tollheimtunnar sýna, að enskir útgerðarmenn hafa yfir- leitt virt reglur Islendinga, þvi að flestar duggur, sem sigldu á Islandsmið á fyrra helmingi 16. aldar, voru með vöruslatta. í fjórða þorskastriðinu dró til sjóhernaðar milli Diðriks Pinings höfuðsmanns og Englendinga, og tslandsverslun Þjóðverja, eink- um Hamborgara, óx. Þá hlutu Englendingar heimild til fisk- veiða á tslandsmiðum hjá dansk- norsku stjórninni, en ekki hjá Islendingum sem hertu sókn gegn fiskveiðum og vetursetu útlend- inga á tslandi. Fimmta þorskastriðið 1523—33 (Grindavikurstríðið) Fimmta þorskastriðiö var fólg- ið i harkalegum aögerðum Þjóðverja gegn Englendingum, en i nafni islensku umboðs- stjórnarinnar og að undirlagi tslendinga. Þá voru bækistöðvar Englendinga upprættar að mestu á tslandi og um 40 Englendingar drepnir. Eftir að Þjóðverjar hófu tslandsferðir studdu þeir yfirleitt stefnu Islendinga i fiskveiðimál- um gegn Englendingum og auðvitað i þeim tilgangi að koma ár sinni sem best fyrir borö sjálf- ir. Þeir efldu umboðsstjórnina og náðu henni að talsverðu leyti i eigin hendur, lögðu henni til hirð- stjóra og höfuðsmenn eins og Diðrik Pining frá Hamborg, Diðrik frá Minden o.fl. Fimmta þorskastriðiðmarkaði timamót i valdataflinu á tslandi en þá var veldi Englendinga þar norður frá hnekkt svo, að þeir létu kyrrt liggja að mestu i fjórar aldir að koma sér þar upp bækistöðvum. Falsaðir samningar 1 bréfi, sem Friðrik I. skrifaði Hinrik VIII. haustið 1532, stað- hæfði hann, að tslendingar ættu hefðarrétt til fiskimiðanna við landið. Friður var saminn vetur- inn 1532—33 i Hamborg og Sege- berg, og á grundvelli friðar- gerðarinnar var gefin út reglu- gerð til þess að stuðla að friði i kauphöfnum á Islandi. Þar er einkum fjallað um verslun og við- skipti, en ekki minnst á fisk- veiðar. Sú skýring er gefin i innskotssetningu, að viðskipti, negotiatio, i reglugerðinni tákni einnig fiskveiðar, en af viðskipt- um skyldi greiða toll og þvíeinnig af fiskveiðum, og nefndist hann duggutollur. tslendingar voru ekki staddir við samningu þessara ákvæða, svo að þeir stýrðu þar ekki penna. Hér hafa fulltrúar dönsku stjórnarinnar með Kristján hertoga, siðar Kristján HI. Danakonung, og Diðrik höfuðsmann af Bramstað veriði fararbroddi. Ætlunin hefur verið að leyna fiskveiðiheimild- inni fyrir tslendingum, enda er hennar að engu getið i alþingis- dómi, sem staðfesti gerða samn- inga sumarið eftir.Diðrik höfuðs- maður, einn af fundarmönnum, hefur lagt samingana fyrir þingið, en þagað vandlega um það atriði, að þeir heimiluðu fisk- veiðar á tslandsmiðum. t alþingisdómum 1533 var Pinings- dómur frá 1490 áréttaður og tekið fram, að duggarasigling skipaðist „burt undan landinu”, en þau ákvæði sýna aö tslendingar hafa haldið fast við fyrri stefnu. Dansk-norska stjórnin hefur þvi lagt fyrir alþingi 1533 og lfklega einnig 1490falsaða texta afsamn- ingum, af þvi hún hefur ekki treyst sér til að verja samnings- gerðir sinar fyrir landsmönnum og vitað að þær voru ósamrýman- legar islenskum lögum og samþykktum. Svipaðir atburðir urðu hér einnig um 1900, en þá þvinguðu Englendingar Dani til slíkra sam.ninga um islensk hafréttarmál, að danska stjórnin veigraði sér við að birta þá. Stjórnin i Kaupmannahöfn hef- ur m.ö.o. aldrei samþykkt hafréttarlöggjöf tslendinga á sið- miðöldum, þótt Friðrik I. styddi hana i bréfi til Hinriks VIII., heldur hefur .hún þolað hana nauðug viljug eins og verslunar- frelsið, og beöið betri tima, fyrir aðra stefnu i tslandsmálum. tslendingar héldu hins vegar enn um skeið sömu stefnu og áður og neyttu aukinna umsvifa Þjóðverja hér úti til þess að hnekkja veldi Englendinga við landið. Framkvæmdavald Dana efldist við siðaskipti Eftir 5. þorskastriðið kyrrðist smám saman um islensk haf- réttarmál og bar margt til þess. Framkvæmdavald dönsku stjórnarinnar efldist stórum á tslandi við siðaskiptin, og dönsk herskip tóku að sigla þar með ströndum fram, en Englendingar sóttu i önnur heimshorn eftir girnilegri auðæfum en fáanleg voru á Islandsmiðum. Landhelgin 1631—1872 Þegar Englendingar höfðu sigrað flotann ósigrandi 1588, urðu þeir aðsópsmeiri en áður á Norður-Atlantshafi og sendu jafn- an herskip með fiskiskipum sin- um, en hættu að greiöa duggutoll. Um sömu mundir tók stjórnin að stefna að einokun á íslandi, og endaskiptiurðu á ýmsum hlutum. tslendingar höfðu krafist þess af enskum duggurum, sem fiskuðu á Islandsmiðum, að þeir rækju verslun, en danska stjórnin bann- aði nú aíveg þann atvinnurekstur. Til þess að framfylgja banninu var útlendum duggum forboðið árið 1598 að veiða á um 20 km belti umhverfis Vestmannaeyjar, og 1631 að fiska á um 32 milna belti kringum landið, utan flóa og fjarða. Um 1600 varð stjórnin i Kaupmannahöfn að hætta að krefjast skatts af fiskveiðum á Norður-Atlantshafi, en láta sér nægja þar drottinvald yfir tak- mörkuðum hafsvæðum umhverf- is lönd og eyjar, sem við nefnum landhelgi. Þetta undanhald á landhelgis- linunni átti sér ýmsar orsakir, en sigrar Breta i Napóleons- styrjöldunum og sundrung dansk- norska rikisins mun hafa vegið þyngst á metunum. Eftir Trafalgarorrustuna 1805 og hernám danska flotans 1807 voru Bretar drottnandi flotaveldi við Atlantshaf. Þeir höfðu átt drýgstan þátt i þvi að sundra dansk-norska rikinu, og að þvi búnu þurftu þeir að tryggja að- stöðu sina við dönsku sundin. Dönsku sundin eru enn i dag hernaðarmikilvægasti staður Norð-vestur-Evrópu auðvitað ásamtmeð Ermarsundi. Eftir at- burðina 1801 og 1807 voru forsend- urnarfyrir dönskum yfirráðum á tslandi brostnar, en Bretar létu Danisaiihtsemáður halda gömlu, norsku skattlöndunum. Þá var Danmörk orðin breskt verndar- riki, og skattlöndin, Færeyjar, Is- land og Grænland, lágu á bresku yfirráðasvæði sem einskonarveð fyrir fylgi Dana við enska utan- rikisstefnu. Þetta fylgi hefur aldrei brugðist. 3 milna landhelgi. Sókn erlendra skipa á tslands- mið óx er leiðá 19. öld, og 1872 gaf stjórnin út með konungstilskipun lög um, að landhelgismörk við tsland væru ákveðin af almenn- um þjóðaréttieða með sérstökum samningum við aðrar þjóðir, og tók að miða landhelgisgæsluna við 3 milur. Alþingi mótmælti þessari löggjöf undir forystu Jóns Sigurðssonar, sem taldi að hún samræmdist ekki islenskum hagsmunum. Þar með voru land- helgismálin orðin deiluefni milli alþingis og stjórnarinnar. Tiu ár- um siðar hlaut þriggja milna landhelgin aukna viðurkenningu á svonefndri Norðursjávarráð- stefnu um hafréttarmál, en hún var haldin i Haag. Eftir það voru allskiptar skoðanir um vfðáttu islensku landhelginnar. Stórbylting i fiskveiðitækni. Sjötta þorskastriðið 1896—97 Um þessar mundir varð stór- bylting i fiskveiðitækni með tilkomu gufuknúinna togara, og hafði hún engu minni áhrif norður á tslandsmiðum en breytingam- ar, sem þar urðu um 1410. Eftir 1890 tók enskur togarafloti að sækja þangað norður og óð þar inn um flóa og firði. tslendingar kröfðust þá aukinnar landhelgis- gæslu af dönsku stjórninni og 1895 sendi hún nýjasta herskip sitt gegn togarainnrásinni. Það hét Heimdal eða Heimdallur og hafði rúmlega 150 manna áhöfn og tvöfaldan ganghraða venjulegs togara. Bretar urðu ókvæða við komu tundurspillisins og sendu til tslands árið eftir flotadeild, 4 freigátur, og kröfðust 3ja milna landhelgi við tsland, sem skyldi hlykkjast inn um flóa og firði. Englendingar vinsæl- astir á íslandi Þessa flotainnrás Breta tel ég 6. þorskastriðið. Um þessar mundir voru Eng- lendingar vinsælir á Islandi. A Englandi hafði tslendingum opnast nýr og betri markaður fyrir vörur sinar en þeir höfðu átt að venjast, meðan verslun þeirra fór að mestu um hendur Dana, en verslunarfrelsi komst ekki á á tslandi fyrr'en eftir miðja 19. öld. Englendingar keyptu mikið af islenskum vörum, m.a. 53.000 sauði á fæti 1894 og greiddu i silfri, en danskir kaupmenn höfðu yfirleitt stundað vöruskipta- verslun. Með verslun við Englendinga hafði Islendingum tekist að koma sér upp dálítilli skútuútgerö, er nú var stefnt i hættu með tilkomu nýrrar veiði- tækni og breskum kröfum um breytingar á landhelginni. Með svonefndum samningi við lands- höfðingjann á tslandi, skálaræð- um, flotasýningum og alúðlegu viðmóti, öfluðu Bretar sér virðingar á tslandi og ólu á tortryggni og óvild i garð danskra stjórnvalda, sem brugðust þvi hlutverki sinu að vernda bátamið tslendinga fyrir yfirgangi togara. Fulltrúi dönsku krúnunnar var skipherrann á Heimdalli, sem skyldi verja islenska lögsögu. Bretar kröfðust þess að hann lægi ihöfn, meðan enski flotaforinginn tilkynnti islenska landshöfðingj- anum,aðhér eftir virtu Englend- ingar aðeins 3ja milna landhelgi við tsland. Landshöfðinginn, Magnús Stephensen, reyndi að malda i móinn og „semja” við flotaforingjann um friðun Faxa- flóa, þótt hvorugur hefði umboð til slikra breytinga á islenskri lögsögu. Bretar báru fyrir sig „alþjóðasamninga” um „þjóð- réttar- landhelgi”, sem tæki aðeins 3 sjómilur til hafs frá ystu nesjum og skerjum, en tslend- ingar og fleiri þjóðir höfðu aldrei samþykkt þá löggjöf Breta. Flotadeildin kom aftur til tslands sumarið eftir til þess að fylgja þvi eftir, að alþingi breytti land- helgislögunum samkvæmt fyrir- mælum Breta. Arin 1896 og ’97 lét alþingi stjórnast i mikilvægum málum af breskum fallbyssum. Þá heyrðust fyrst kröfur um fullveldi. I 6. þorskastriðinu heyrðust fyrst kröfur um fullveldi á tslandi. Jón Sigurðsson hafði sagt skýrt og skorinort, að það hefði aldrei verið ásetningur sinn né skoðun, að tslendingar brytustúr fangi Danastjórnar. Hann barðist fyrir þingræði og jafnrétti tslend- inga við aðra danska þegna, en ekki fullveldi. Nú heyrðust raddirum að sam- band tslands við Danmörku væri Islendingum til bölvunar. „Alrikisverndin er engin”, segir Skúli Thoroddsen. „Hún er hégóminn einber, aðeins dæma- fátt „humbug”. Ogþað sem verra er, hún er skaðlegt humbug, Islandi til skaða og bölvunar, eins og samband þess við Danmörku frá fyrstu, þvi að hún dregur úr kjarki landsmanna til að vernda sig sjálfir og verjast útlendum yfirgangsseggjum upp á eigin spýtur.” Englendingar kunna vel til verka að deila og drottna Ýmsir tóku i sama streng, en þetta voru nýjar raddir á tslandi, höfðu ekki heyrst áður. Einar Benediktsson skáld hóf útgáfu fyrsta dagblaðsins á tslandi Dagskrá, rúmum hálfum mánuði fyrir flotainnrás Breta og birti þar hástemmdan dýrðaróð um þá og nið um Dani. Þegar flotadeild- in hélt heim, breyttist Dagskrá i vikublað. Englendingar kunna vei til verka að deila og drottna. Þeir flæktu landshöfðingjann i samninga um verndun miðanna á Faxaflóa til handa tslendingum. Þegar enska stjórnin neitaði að fallast á neina undanþágu frá 3ja- milna reglunni, skelltu íslending- ar skuldinni á ódugnað dönsku stjórnarinnar og kenndu henni um ófarirnar. 1 6. þorskastriðinu höfðu Englendingar islensk og dönsk stjórnvöld að ginningarfifli, en þá var einnig að minu viti lagður grundvöllurinn að fullveldis-yfir- lýsingunni 1944. (Ræðan er nokkuð stytt)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.