Þjóðviljinn - 01.12.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.12.1977, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 1. desember 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA l!3 Fullveldissamkoma í tekin saman og flutt af háskóla- stúdentum. Þessi dagskrá er jafnan bæði skemmtileg og vekjandi og hefur stundum ver- ið nauðsynlegur lykill til að Kl. 14.00 hefst útvarp frá Há- samfelld dagskrá með upplestri botna i geðillsku allskonar vel- skólabiói, þar sem flutt verður og söng um kvenfrelsisbaráttu, vakenda dagana á eftir. Leikrit vikunnar: BÆRINN OKKAR eftir Thornton Wilder I kvöld kl. 20.10 verður flutt leikriðið „Bærinn okkar" eftir Thornton Wilder, í þýðingu Boga olafssonar. Leikstjóri er Jónas Jónasson. Með helstu hlutverk fara Gísli Halldórsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Hjalti Rögnva Idsson, Hákon Waage, Valgerður Dan, Anna Kristín Arngríms- dóttir og Helgi Skúlason. Leikurinn er i frásöguformi. Atburðasviðið er smábær i New Hampshire i Bandarikjunum, Grovers Corners, snemma á þessari öld. Lýst er umhverfi og staðhátt- um og siðast, en ekki sist, fólk- inu i þessum bæ. Það er eins og gengur og gerist, með kostum sinum og göllum, i gleði sinni og sorg, og verður raunar oft „óhugnanlega” lifandi i með- förum höfundar, ef svo mætti að orði komast. Sögumaður gerir hvort tveggja i senn að lýsa at- burðarásinni úr fjarlægð og taka þátt i henni. Þetta gefur leiknum sérkennilegan og að‘- laðandi blæ og fellur að öllu leyti mjög vel við efni hans. Höfundurinn, Thornton Wild er, fæddist i Madison i Wis- consin átið 1897, sonur blaöaút- gefanda. A bernskuárunum bjó hann um tima með foreldrum sinum i Austurlöndum. Bera fyrstu bækur hans glögg merki um dvöl hans þar, svo sem „Brúin i San Luis Rey”, sem kom út 1928. Fyrstu sviðsverk sin skrifaði hann fyrir stúdenta leikhús, en vakti verulega at- hygli með „Bænum okkar” 1938 og „Á ystu nöf” 1942, en þau leikrit fengu bæði Pulitzer-verð- laun. Þá hefur Wilder skrifað nokkrar skáldsögur, auk þeirrar sem áður er nefnd, þ.á.m. er „Konan frá Andros”, sem breytt hefur verið i leikrits- form og útvarpið flutti árið 1960. Útvarpið hefur einnig flutt ann- að leikrit Wilders, „Hálf sex fer út af sporinu” 1959. Leikfélag Reykjavikur sýndi „Bæinn okkar” árið 1947 og hann var einnig sviðsettur á Akureyri fyrir allmörgum árum. Þjóð- leikhúsið sýndi „A ystu nöf” 1959. Thornton Wilder lést i des- ember 1975, nærri áttræður að aldri. 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Rögnvaldur Finnboga- son les „Ævintýri frá Narn- i'u” eftir C.S. Lewis (16). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Léttlög milli atriöa. Tannlæknaþáttur kl. 10.25: GuömundurLárusson talar um bamatannlækn- ingar. Tónleikar kl. 10.45: Hátíðarmars eftir Arna Björnsson: Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur: Páll P. Pálsson stj. 11.00 Guðsþjónusta I kapellu háskólans Guðni Þór Ólafs- son stud, theol. predikar. Séra Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Guð- fræðinemar syngja undir stjórn organleikarans, Jóns Stefánssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. 14.00 Fullveldissamkoma stúdenta i Háskólabiói Sam- felld dagskrá með upplestri og söng um kvenfrelsisbar- áttu, tekin saman og flutt af háskólastúdentum o.fl. Ræður flytja: Bjarnfriður Leósdóttir frá Akranesi og Silja A ðalsteinsdótti r cand.mag. Sönghópur al- þýðumenningar syngur. 15.30 Miðdegistónleikar Há- skólakantata fyrir einsöng, kór og hljómsveit eftir Pál Isólfsson. Guömundur Jóns- son, Þjóðleikhúskórinn og Sinfóniuhljómsveit Islands flytja. Atli Heimir Sveins- son færði verkiö i hljóm- sveitarbúning og stjórnar flutningi þess. Valur Gisla- son lesljóðini upphafihvers kafla. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Lestur úr nýjum barna- bókum Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Sigrún Sig- urðardóttir. 17.30 Lagið mitt Helga Stephensen kynnir óskalög barna innan tóif ára aldurs. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt málGÍsli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Leikrit: „Bærinn okk- ar” eftir Thornton Wilder Þýöandi: Bogi Ölafsson. Leikstjóri: Jónas Jónasson. Persónur og leikendur: Sögumaður : GisliHalldórs- son D.r. Gibbs: Hákon Waage. Frú Gibbs : Val- gerður Dan. George Gibbs : Hjalti Rögn val dss on. Emely Webb : Ragnheiöur Steindórsdóttir. Frú Webb : Anna Kristin Arngrimsdótt- ir. Herra Webb : Helgi Skúlason. HowieNewsome :, Guðmundur Pálsson. Frú Soames : Guðrún Asmunds- dóttir. Joe Stoddard : Ævar R. Kvaran. Simon Stimpson : Karl Guðmundsson. Aörir leikendur: Benedikt Ama- son, Hrafnþildur Guö- mundsdóttir, Randver Þor- láksson, Flosi Ólafsson, Jón Gunnarsson Stefán Jónsson Guörún Gisladóttir og Arni Benediktsson. 22.05 Stúdentakórinn syngur Orð kvöldsins á jólaföstu 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Rætt til hlitar Sigurveig Jónsdóttir blaöamaður stjómar umræðuþætti um málefni aldraös fólks. Þátt- takendur: Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri, Pétur Sigurðsson alþingis- maður og Þór Halldórsson læknir. Umræðuþátturinn stendur allt aö klukkustund. Fréttir. Dagskrárlok. Kærleiksheimilið Vilborgarsjóður auglýsir Þeir félagar sem eiga rétt á styrk úr sjóðnum eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna fyrir 15. desember næstkom- andi. Starfsmannafélagið Sókn. Málf relsiss j óður Tekið er á móti framlögum i Málfrelsissjóð á skrifstofu sjóðsins Laugavegi 31 frá kl. 13-17 daglega. Girónúmer sjóðsins er 31800-0. Allar upplýsingar veittar i sima 29490. ■ ANDLEG HREYSTl-ALLRA HEILLB Munið frimerkjasöfnun félagsins. Innlend & erl. Skrifst. Hafnarstr. 5,pósth. 1308 eða simi 13468. • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — enntremur- tiverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SÍMI 53468 Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavlkursvæðið meö stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.