Þjóðviljinn - 22.12.1977, Side 4

Þjóðviljinn - 22.12.1977, Side 4
4 SÍÐA — ÞJóÐVILnJINN' Fimmtudagur 22. desember 1977 Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sföumúla 6, Sfmi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Siguröur Líndal svarar gagnrýni á Málfrelsissjóð Fyrir nokkru undirrituðu 78 menn skjal þar sem þeir lýstu þvi yfir að þeir ætluðu að stofna Málfrelsissjóð. Tilgangur sjóðs þessa og tilefni að stofnun hans kemur þannig fram i ávarpi stofnenda: „Tilefni þessa ávarps eru dómar sem nýlega hafa verið kveðnir upp i Hæstarétti vegna ummæla sem fallið hafa i umræð- um um hersetuna, eitt heitasta deilumál þjóðarinnar siðustu þrjá áratugi Með þeim hefur mörgum einstaklingum verið gert að greiða háar f járhæðir i málskostn- að og miskabætur handa stefnendum. Undirritaðir telja nauðsynlegt að tryggt verði fyllsta frelsi til umræðu um málefni, sem varða almannaheill og til óheftrar listrænnar tjáningar. Meðan þetta frelsi er ekki ótvirætt tryggt, teljum við höfuð- nauðsyn að slá skjaldborg um málfrelsið og höfum i þvi skyni ákveðið að beita okk- ur fyrir stofnun Málfrelsissjóðs. Málfrelsissjóði verður ætlað það hlutverk að standa straum af kostnaði og miska- bótum vegna meiðyrðamála þegar stjórn sjóðsins telur að með þeim séu óeðlilega heftar umræður um mál, sem hafa almenna samfélagslega eða menningar- lega skirskotun. Skorum við á fslendinga að styrkja sjóðinn með fjárframlögum”. Eftir að sjóðsstofnunin var tilkynnt opinberlega hafa birst nokkrar greinar i dagblöðum um sjóð þennan aðallega þó greinar gegn sjóðnum, tilgangi hans og starfi. Þannig hafa birst i Morgunblaðinu og Visi greinar þar sem staðhæft er að með sjóðstofnun þessari sé i raun hvatt til lögbrota. Einn stofnenda sjóðsins, Sigurður Lindal, prófessor við lagadeild Háskóla íslands, áður hæstaréttarritari, hefur nú svarað þessum ásökunun blaða- greinanna. Beinir hann svörum sinum sérstaklega að lögfræðingi nokkrum sem skrifaði grein i VIsi um Málfrelsissjóð. Sigurður Lindal bendir i grein sinni á að sjóði þessum sé I raun ætlað það verkefni að tryggja að menn geti tjáð sig um almenn málefni óheftir án fjárútláta. Tilgangurinn er, segir Sigurður, ,,að vernda þá sem undanfarið hafa verið dæmdir og verða dæmdir á næstunni, og um leið að stuðla að þvi að menn geti neytt þeirra réttinda sem fylgja málfrelsi án ótta við fjárútlát, sem oft fylgja lögsókn”. Sigurður segir að stofnendur Málfrelsis- sjóðs leggi áherslu á, ,,að Hæstiréttur hinn nýi beiti meiðyrðalöggjöfinni þannig, að hætta geti verið á þvi, að málfrelsi verði i raun settar óæskilegar og ónauðsynlegar skorður til umræðna um mál sem hafa almenna samfélagslega og menningar- lega skirskotun. Aðgerðirnar má skoða sem hvatningu til dómstóla um að taka upp breytta stefnu á þessu sviði”. í grein sinni segir Sigurður Lindal frá þvi er nokkrir fremstu forystumenn I sjálfstæð- isbaráttu Islendinga stofnuðu félag sem tók að sér að greiða sektir vegna meið- yrðadóma. Segir prófessorinn að þessir menn hafi haft málfrelsisviðhorf nýrra tima að leiðarljósi, en um þessar mundir var sett fyrsta stjórnaskrá Islendinga, 1874, en i henni eru skýr og ótviræð ákvæði til þess ætluð að varðveita tjáningarfrelsi og málfrelsi. í grein sinni I dagblaðinu Visi lét Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur, að þvi liggja að réttast væri að banna Málfrelsiss jóðinn þar sem hann beitti sér i raun fyrir lögbrotum! Jón Steinar er einn af forystumönnum ungra Ihaldsmanna sem gjarnan hafa frjálshyggju á vörun- um. Honum svaraði Sigurður Lindal þannig: „Hvers konar frjálshyggju að- hyllist hann? Er það frelsi fjármagnsins eins og Þjóðviljinn hefur borið ungum sjálfstæðismönnum á brýn?” Spurning Sigurðar Lindal er eðlileg og rökrétt, en öll er grein hans samfelldur rökstuðningur fyrir nauðsyn þess að tryggja málfrelsi meðal annars með sjóð- stofnun. Má það vera hinum nýja hæsta- rétti, sem hefur kveðið upp alþunga dóma i svonefndum VL-málum, nokkurt um- hugsunarefni er einn fremsti fræðimaður þjóðarinnar i lögum stigur fram og gagn- rýnir i raun niðurstöður hins nýja hæsta* réttar. Grein Sigurðar Lindals er einnig eindregin hvatning til allra íslendinga sem vilja slá skjaldborg um mikilvægustu lýðréttindi að leggja fé af mörkum i Mál- frelsissjóð þann sem 78 einstaklingar hafa beitt sér fyrir að verði komið á stofn. Þeg- ar hefur nokkurt fé safnast til sjóðsins, en meira þarf til að koma, eigi sjóður þessi að verða málfrelsinu i landinu sá bakhjarl sem stofnendur hans ætlast til. —s. Valdhroki Oft hefur verið deilt um embættaveit- ingar einstakra ráðherra hér á landi. I þessum deilum sýnist jafnan sitt hverjum og fer skiptingin gjarnan eftir stjórnmála- flokkum. Nú hefur átt sér stað embættis- veiting til þriggja mánaða sem allir erú sammála um að sé i rauninni rammasta hneyksli. Þannig er að orkumálstjóri tek- ur sér þriggja mánaða leyfi. Hann leggur til við brottför að einn deildarstjóra stofn- unarinnar gegni störfum á meðan. Gunn- ar Thoroddsen, orkumálaráðherra, huns- ar þessa ábendingu orkumálastjóra og tekur mann utan stofnunarinnar til þess að leysa orkumálastjóra af i leyfi hans. Hér er um ákaflega alvarlegt mál að ræða. Þarna gæti skapast fordæmi sem hefði áhrif fyrir allar rikisstofnanir: að ráðherra skipi mann til afleysinga yfir rikisstofnun i óþökk yfirmanns og starfs- manna stofnunarinnar. Hér er komið fram við opinbera starfsmenn af litils- virðingu, en umfram allt valdhroka. Gunnar Thoroddsen hefur sýnt á sér margar undarlegar hliðar sem ráðherra. Um þær verður ekki fjallað hér. En ljóst er af vinnubrögðum hans við skipan afleysingamanns hjá Orkustofnun að valdið hefur spillt ráðherranum og töldu þó flestir að þar yrði ekki á bætt frekar. Hann hefur tekið þann alverlega sjúkdóm valdamanna sem nefnist valdhroki. Vinnubrögð manna sem eru haldnir af slikri pest er óþarfi að láta bjóða sér. —s. Tœtingslið á tvistringi Tveir af þingmönnum Al- þýöuflokksins, þeir Eggert G. Þorsteinsson og Jón Armann Héöinsson, hafa látiö hafa þaö eftir sér i blööum, aö þeir séu hættir aö mæta á .þingflokks- fundum Alþýöuflokksins, nema svona endrum og eins, þegar eitthvaö verulega mikiö liggi viö. Hinn fámenni þingflokkur Al- þýöuflokksins er nú klofinn I tvo álíka parta, — ööru megin eru þeirEggertog Jón Armann, en I hinum hópnum þremenningarn- ir dr. Gylfi, Benedikt Gröndal og Sighvatur Björgvinsson. Aldrei hefur þessi djúpstæöi klofningur komiö skýrar í ljds, en viö undirbúning aö kosningu fulltrúa i Noröurlandaráö nú i vikunni. Gylfi Þ. Gislason hefur mjög lengi veriö fulltrúi Alþýöu- flokksins i Noröurlandaráöi og haföi fullan hug á aö haida þvi sæti. Nú kom hins vegar á daginn, aö þeir Eggert Þorsteinsson og Jón Armann höföu ekki lengur nokkurn hug á aö styöja Gylfa til setu i Noröurlandaráöi, en leituöu hins vegar eftir sam- starfi viö þingflokk Samtaka frjálslyndra um kjör i Noröur- landaráö. Gylfi átti þvi ekki vis nema þrjú atkvæöi, sitt eigiö, og svo atkvæöi þeirra Benedikts og Sighvats. Meö samvinnu viö þá Magnús Torfa Ólafsson og Kar- vel Pálmason gátu þeir Eggert og Jón Armann hins vegar myndaö fjögurra manna hóp, og þannig oröiö einum fjölmennari enliö Gylfa og meö þvf útilokaö hann frá kjöri. Magnús Torfi Ólafsson haföi fallistá aö veröa i kjöri til Norö- urlandaráös meö stuöningi Eggerts og Jóns Armanns, og var þá gert ráö fyrir Eggert, sem varamanni Magnúsar Torfa. Viö þessar aöstæöur snéri dr. Gylfi sér til bæöi stjórnarflokk- anna og Alþýöubandalagsins og leitaöi eftir stuöningi viö sig Eggert og Jón Armann gegn uppreisnarmönnunum i eigin flokki. Var þeirri beiöni hafnaö. Fundir voru haldnir I þingflokkunum um máliö, en Gylfifékk kosningunni frestaö á meöan. Var beiöni Gylfa hafn- aö. Um tima var taliö, aö einir tveir þingmenn Framsóknar- flokksins væru tilbúnir aö styöja Magnús Torfa Ólafsson i kosn- inguá mótiGylfa.en úr þvivarö þó ekki. Hins vegarkom Iljós, aö Gylfi reyndist eiga bróöur aö baki i þingsölunum, þegar neyöin var stærst. Þingflokkur Samtaka frjálslyndra er sem kunnugt er þverklofinn i tvennt ekki siöur en þingflokkur Alþýöuflokksins. Karvel Pálmason, formaöur þingflokks Samtaka frjáls- lyndra neitaöi aö styöja Magnús Torfa ólafsson, formann sama flokks, til kjörs i Noröurlanda- ráö, en lét aö þvi liggja aö hann myndi fremur gerast fjóröi maöur i liöi Gylfa. Opinberlega lýsir Karvel þvi svo yfir i Dagblaöinu i gær, aö hann hafi ætlaö sér aö sitja hjá viö kosningu milli þeirra dr. Gylfa og Magnúsar Torfa. Þessiafstaöa Karvels Pálma- sonar dugöi Gylfa til sigurs, þvi þegar sýnt var aö ekki var unnt aö tryggja Magnúsi Torfa nema þrjú atkvæöi, en Gylfi átti lika þrjú atkvæöi örugg og von 1 Karvel, — þá féllu þeir Eggert og Jón Armann frá ráöagerö sinni og Gylfi varö sjálfkjörinn viö hliö þeirra Magnúsar Kjart- anssonar og fjögurra þing- manna rikisstjórnarflokkanna. Dr. Gylfi má þvi sannarlega launa Karvel Pálmasyni lifgjöf- ina, og Karvel segir hróöugur i Dagblaöinu i gær, aö þarna sjá- ist hvaö óháöur þingmaöur geti haft aö segja!! En eitt er vist aö ekki veröur ástandiö betra en áöur eftir þetta upphlaup, hvorki i þing- flokki Alþýöuflokksins eöa i þingflokki Samtakanna. Myndin sem viö blasir er skýr: Flokksbrot Alþýöuflokksins og Samtakanna eru fjögur á Al- þingi. I fyrsta brotinu eru þrir menn, þeir dr. Gylfi, Benedikt Gröndal og Sighvatur Björg- vinsson; I öðru brotinu eru þeir Eggert G. Þorsteinsson og Jón Armann Héöinssoni i þriöja brotinu er Magnús Torfi ólafs- f son, og i fjóröa brotinu er svo Karvel Pálmason. Hvilíkar sameiningarhetjur!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.