Þjóðviljinn - 22.12.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 22.12.1977, Side 7
Fimmtudagur 22. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 J...Ég er því ekki fyllilega ánægöur fyrr en karlmenn hafa sagt álit sitt. Þorir nú enginn aö taka á málinu, eöa hvaö? Egill Egilsson, eölisf ræöingur Um mótun karlmannsins Um kynhlutverk I öllum samfélögum manna er hver einstaklingur einhvers konar summa af líffræöilegum eiginleikum og þeim áhrifum sem samfélagiö hefur á hann. Menn greinir á um hlutföll þar á milli. Einhvers konar meöaltal af skoöunum á þvi máli er aö hver maöur sé blanda erföa og umhverfis, og umhverfisþáttur- innskipti verulegu máli. Mótun- aráhrif samfélagsins fara mjög eftir hver er staöa mannsins i þvi, og tvö atriöi ráöa geisi- miklu um hver þau eru. Þessi atriöi eru hvaöa stétt maöurinn fæöist I og hvort kyn hans er. Sá hluti atferlis einstaklings- ins sem ræöst af stööu hans i samfélaginu eroftnefndur hlut- verk, og er þá kenndur viö stööu hans. Þannig er sá þáttur af atferli Jóns sem ákvaröast af aö hann er karlmaöur nefndur karlhlutverk hans. Jón fer i vinnu kl. 7:30 á hverjum morgni og vinnur 10-12 tima, er aöalfyr- irvinna heimilisins. Jón skælir aldrei, talar ekki um tilfinning- ar sinar viö aöra. Þetta allt er ■ taliö til karlhlutverks hans, af þvi aö þaö ræöst af þeirri staö- reynd aö hann er karlmaöur. Aftur á móti er þaö á hvorri hliöinni hann sefur eöa hvort hann kaupir miöa i happdrætti H.I. ekki eins nátengt kyni hans og telst ekki til karlhlutverks- ins. Mótun kynhlutverksins i audvaldsþjódfélagi Mótun í átt til þeirrar karl- manngerðar sem er algengust á Vesturlöndum hefst auövitaö viö fæöingu sveinsins. Fyrsta spurning viö fæöingu barns er hvortþaö sé drengur eöa stdlka. Og viö fæðingu er um aö ræöa fjölda væntinga sem eru tengd- ar kyni þess. Hvert barn þróast mjög fyrir áhrif samverkana þess viö þá nánustu. Væntingar sem foreldrar hafa til barns og bundnar eru kyni þess móta tilveru þess. Flestir þeir sem hafa eitthvað hugsað um þessi mál vita að við höfum aörar væntingar til sveinbarns en stúlkubarns. Um þetta hafa margir ritað fræöi- greinar. Frá upphafi tökum viö ööruvisi á (bótetaflega skiliö) honum en á henni. Viö stýrum þeim tilfinningum sem barniö sýnir, og þar meö sjálfu tilfinn- ingalifi þess, meö þvl aö láta okkur þaö vel lika eöa visa þvi frá. Viö notum önnur hljóö og tölum meö öörum oröum til hans en hennar. A þennan hátt beinum viö foreldrar (og þar með samfélagið) þróun drengja og stúlkna inn á mismunandi brautir. Ekki minnkar þessi mótunþegar barniö feraö veröa virkt i leik. Þá fer leikfangaval eftir kyni, og eftir kyni fara væntingar tii framferöis og til- finníngaviöbragöa. Þessi mótun tekur til allra persónueiginleika barnsins, þ.ám. greindar. Sýnt hefur veriö fram á aö greindar- þáttur eins og rúmskyn er kyn- bundinn snemma á skólaaldri. Þaö er I tengslum viö hinn virka leik drengja aö bilum og boltum og verkfærum, og aö leikjum þeirra fylgir meiri hreyfing. Þannig er sá mismunur sem er á körlum og konum i samfélög- um Vesturlanda fyrst og fremst ákvaröaður af samfélaginu. Kynin eru steypt i þaö mót sem hæfir efnahagskerfi landanna, hæfir kröfu þess um vinnuafl og ógagnrýna neytendur. Skipting hlutverka á milli kynja er aö sjálfsögðu háð gerð samfélagsins. Hún var önnur á lénstimunum en nú. Að sjálf- sögðu fer karlhlutverkið eftir gerð samfélagsins og að sjálf- sögðu er það mismunandi eftir stéttum. Karlhlutverkiö á ýmsum timum og stööum Ef spurt væri hvenær þaö karlhlutverk hafi oröiö til sem er allsráðandi á Vesturlöndum, liggur ljóst fyrir aö ýmislegt af þvl er frá grárri forneskju. En ýmislegt af þvi má sennilega setja i samband viö iönbylting- una og þróun kapitalismans. I þvi sambandi hef ég heyrt þvi haldiö fram (P. O. Enquist) aö þaö sé einkum oröið til á siöustu öld, viö hina miklu útþenslu kapitalismans. Þó þarf aö skilgreina hugtakiö miklu nánar en gert er hér til aö fara út I „aldursákvöröun” á þvi. „Háþróaöasta” gerö karlhlut- verksins er að finna i „háþróaö- asta” landi kapitalismans, I Bandarikjunum. „Fyrirmynd- arkarlmaöurinn” er greinileg- astur i mörgu sem þaöan er komiö. Auglýsingar bera oft skýrast vitni þeirri fyrirmynd sem „ber aö likjast”. Þessi bandariska „karlmanngildis- hugsjón”semég nefni svo hefur flætt yfir okkur hina. Þetta er vegna efnahagsy firburða Bandarikjanna og þar meö sterkra áhrifa bandariskrar sið- menningar á aðrar þjóðir. En 1 hinum ýmsu afkimum Vesturlanda ná menn þó ekki aö „fylgjast jafnvel meö” allir. Eg ólst upp meðal þingeyskra bænda á fimmta og sjötta ára- tugnum. Allt lif þar átti sér a.m.k. þá sterkar rætur i gam- alli menningu islenskra bænda. Ég hef aö sjálfsögöu oröiö fyrir þeirri mótun sveinbarna sem er lýst aö framan, þvi aö hún er sameiginleg siömenningu allra Vesturlanda og enn annarra. Vegna flutnings i stórborg á Kennedyárunum er þó eðlileg sú haröa reynsla sem ég varö fyrir á meöan ég var aö reyna aö likj- ast hinni ráöandi karlmannsfyr- irmynd, viö getum kallaö hana hina amerisku, þó aö slikt feii auövitaö i sér einföldun. Hún gengur einfaldlega svo óskap- lega miklu lengra i öllu þvi sem „á aö” einkenna karlmann, gengur lengra I átt til tilfinn- ingakulda, hörku, virkni og samkeppni en sá getur haf a haft af að segja sem elst upp I rót- gróinni islenskri bændamenn- ingu. Vegna umhverfisskipta uröu þannig til kringumstæöur sem leiddu ákaflega skýrt i ljós hvernig fer fram lokastig þeirr- ar afskræmingar á karlmanni sem er svo algeng á meðal okk- ar. Þessi reynsla varð til að ég ritaði siðar bókina „Karlmenn tveggja tima”. Lokaord Fræðimenn lýsa mismun á milli kynja með aðferöum sál- fræöi, liffræöi eöa mannfræöi. Til aö meövitund veröi til um þaö mál verður aö halda sig ut- an vettvangs fræöimanna. Ein af aöferöunum er aö rita bækur um persónulega reynslu karl- manna. Ein af meiginaöferöum hinnar nýju kvennahreyfingar er á sama hátt aö skiptast á persónulegri reynslu og setja hana þar meö I póiitiskt sam- hengi. Aö endingu fáein orö ilt af rit- dómum um bókina „Karlmenn tveggja tima”: Ég erekki alveg sáttur viö aö tvær konur en eng- inn karlmaður riti um hana dóma. A nú enn aö fara aö hafa þetta mál, um kynhlutverkin, aí sérmáli kvenna, leyfa þeim aö vasastl þvi svo aö viö karlmenn getumhaldiðáfram okkar puöi i friöi? Bókin er um karlmenn. Nokkrir kaflar hennar eru um hvemig þeir eru einir sér og án kvenna, hvernig þeir tala, stæla hver annan og miöla karlhlut- verkinu hver til annars. Ég er þvi ekki fyllilega ánægöur fyrr en karlmenn hafa sagt álit sitt. Þorir nú enginn að taka á mál- inu, eöa hvaö? EgillEgilsson Helgi Seljan Dagvistarheimilin Loforö — Einn þeirra málaflokka, sem hvaö rösklegast hafa verið sveltir af núv. rikisstjórn eru dagvistar- heimilin. Engum kemur á óvart andstaða ihaldsins við auknar fjárveitingar til þessara mála, þvi i byrjun stjórnarsamstarfsins heimtaði ihaldið þetta út með öllu og vildi hætta allri ríkisaðstoð viö byggingar, svo og rekstrarstyrki, en náðu aðeins fram niðurfellingu rekstrarstyrkjanna. Hins vegar vonuðu ýmsir, að framsóknar- menn létu sér þeim mun meir annt um þetta eina, sem þeir fengu eftir haldiö úr merkri félagslöggjöf vinstri stjórnarinn- ar. En svo er að sjá sem lika þeir hafi hér öllu gleymt eða þá látið að stjórn i þvi sem öðru. Nú stóð hins vegar alveg sérstaklega á og nú hafa framsókn þá viðspyrnu, sem duga hefði átt til þess að ná fram umtalsverðri hækkun fjár- veitingar. 1 vor var gert samkomulag við verkalýðshreyfinguna um stór- aukna fjárveitingu til dagvistar- stofnana. Rætt var um tölur s.s. 300 milj. og þó engin tala fælist i endanlegu samkomulagi var þó ekki hægt að skilja orðin „stór- aukið” fé öðru visi en svo, að eitt- hvað mundi fjárlagaupphæðin verða nálægt þeirri tölu. Forsætisráðherra, sem ekki er þekktur fyrir of mikla glettni á aö hafa sagt, að best væri að nefna engar tölur, stundum væri gaman að koma fólki á óvart. Og með það fyrirheit var upp staðið, segir sagan. Og það er rétt, rikisstjórninni tókst að koma fólki á óvart, svo sannarlega. t frumvarpinu i haust var að finna ekki 200 milj., ekki 300 milj., heldur 165 milj. Eftir óskapleg umbrot tókst að færa upphæðina upp i 180 milj., s.s. er i tillögunum i dag. Og þá er að sjá, hvernig for- sætisráðherra og meðreiðar- sveinar hans meðhöndla og skil- greina orðið „stóraukið”. Raungildishækkun nemur rúm- um 20%,þvi ef upphæðin i ár, 110 milj.,er framreiknuð eftir næsta árs kostnaði nemur sú upphæð a.m.k. 147 milj. Eftir eru i beina aukningu 33. milj. Um þetta þarf ekki fleiri orð. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur talað, þjónninn hefur hlýtt. Málið er ekki broslegt, það er stærra en svo að þvi hæfi dár og spé af svipuðu tagi og rikisstjórn- in nú hefur i frammi. En hver reiknar i raun meö meiri efndum i þessu en öðru? Þess vegna er e.t.v. enginn hissa, hvað þá meir. En svo barnalegur var ég, að þarna hélt ég, að rikisstjórnin vildi halda andlitinu, jafnvel fá örlitla andlitslyftingu; ekki hefði af veitt. Og vist er um það, að svo barnalegir voru sveitarstjórnar- menn viðs vegar um landið einn- ig. Þeir trúðu m.a.s. statt og' stöðugt á þetta loforð. „Sárt eru leikinn”, vinur minn Vilhjálmur, enda biða þeir sjálfstæðismenn eftir ráðherrastólnum þinum i næstu samstjórn ykkar á sumri komanda, og þá vilja þeir gera veg þinn sem minnstan i þessu máli til þess að geta kippt rikisað- stoðinni alveg út með þeirri rök- semd, að hún hafi hvergi komið að tilætluðum notum. Ætli Ellert eigi að sjá um það? Það kæmi engum á óvart. Dagvistarheimilin hafa veriö rækilega svelt af núverandi rikisstjórn. Fimmstrengjaljód Hjartar Pálssonar Helgafell hefur gefið út nýja Ijóöabók eftir Hjört Pálsson sem heitir Fimmstrengjaljóö. Þetta er önnur Ijóöabók Hjartar, hin fyrri, Dynfaravisur, kom út 1972. Hann er og höfundur ritsins „Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874”. Hjörtur Pálsson lauk kandidatsprófi i islenskum fræð- um 1972 og hefur siöan veriö dag- skrárstjóri Rikisútvarpsins. Ljóöabókin skiptist i fimm kafla og segja heiti þeirra sina sögu um efni þeirra: Hugsanir, Tilfinningar, Sveigur á Aðventu (tilbrigöi viö jólaguöspjalliö), Hverfisgata (raunsæismyndir úr lifi fátækrar konu), Fjórar limrur og fleira (gamansöm kvæöi um náunga og samtið). Úr þeim bálki nefnum viö visu um kunnuglegt efni: Innantóm er sú kenning aö ekkert I heimi batni Vér eigum kost á aö krækja i krónu sem flýtur á vatni. Þessi visa minnir og á þau orö I bókarkynningu aö „Hjörtur Páls- son er i hópi þeirra skálda sem vilja sameina gamalt og nýtt”. efndir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.