Þjóðviljinn - 28.12.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 28.12.1977, Side 7
Miðvikudagur 28. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 JAöeins samfléttuö barátta verkalýösfélaga og stjórnmálasamtaka alþýöufólks færir okkur varanlegan árangur Guöjón Jónsson, járnsmiöur: Árangur og markimð verkalýðsbaráttu Hápunktur i isl. verkalýðs- baráttu er jafnan talinn sá árangur sem náöist i skæru- verkföllum verkafólks og samn- ingagerð verkalýðsfélaga sum- arið og haustið 1942. Aöild Sósi- alistaflokksins að rikisstjórn og nýsköpun atvinnuveganna, sem sósialistar knúðu fram, tryggðu árangur kjarasamninganna 1942 og 1944 og var undirstaða kjarasamninganna 1947, en þá hefur kaupmáttur timakaups verkafólks orðið mestur á s.l. 30 árum. Siðan 1947 hefur verkalýðs- hreyfingin orðið að heyja marg- ar og harðar kaup- og kjaradeil- ur til varnar kaupmætti tima- kaupsins. Rikisstjórnir atvinnu- rekenda og kaupsýslustétta hafa skert kaupmátt launanna með fjölmörgum gengisfelling- um sem hafa numið allt að 55% (1968), með afnámi lögbundinn- ar eða umsaminnar verðtrygg- ingarlauna nær árlega, með þvi að magna beint og óbeint verð- bólgu, og jafnvel með beinum lagaboöum um kauplækkun og hótunum um bann við vinnu- stöðvunum (1963). Verkalýös- hreyfingin hefur hinsvegar reynt aftur og aftur að endur- heimta fyrri kaupmátt launa með árlegri kjarasamningagerð og verkfallsbaráttu. Þau verk- föllhafa mörg verið fórnfrek og löng, en þrátt fyrir það hefur þessi varnarbarátta verkalýðs- félaganna ekki dugað til aö tryggja viðunandi kaupmátt vinnulauna. Ástandið varðandi launakjör isl. verkafólks er þannig nú að dagvinnulaun hrökkva ekki fyr- ir þeim neysluvenjum sem al- menningur hefur vanist og tald- ar eru sjálfsagðar. Núverandi lifskjör isl. verkafólks eru byggð á óhóflegri yfirvinnu og um leið og atvinna dregst sam- n, er vá fyrir dyrum heimila verkafólks. Rikisstjórnir atvinnurekenda og fésýslumanna hafa á s.l. 30 árum með skerðingu kaupmátt- ar launa neytt verkafólk til vinnuþrælkunar. Þóttmargend- urtekin barátta til að endur- heimta skertan kaupmátt launa hafi ekki skilað viðunandi árangri hafa margir áfanga- sigrar unnist varðandi endur- reisn og uppbyggingu atvinnu- lifs og veigamiklar félagslegar úrbætur verið knúnar fram og orðið varanlegar. Þessir sigrar hafa nær eingöngu unnist þegar Sósialistaflokkurinn og Alþýðu- bandalagið hafa áttaðild að rik- isstjórn og tryggt vinsamlega afstöðu hennar .til kjarasamn- ingagerðar verkalýðsfélag- anna. 1 kjara- og stjórnmálabaráttu s.l. 30 ár skera sig úr þau tima- bil sem Sósialistaflokkur og Al- þýðubandalagið eru i rikisstjórn, fyrst nýsköpunarstj'órni'n og síð- an vinstri stjómin 1956 — 1958 og 1971 til 1974. Á þessum timabil- um er treystur grundvöllur at- vinnulifsins með útfærslu fisk- veiðilögsögunnar og endurnýjun framleiðslutækja og fiskiskipa. Árið 1958 eru sett lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og greiðslna i slysaog veikinda- tilfellum, þau voru mikil réttar- bót fyrir þá sem engan slikan rétt höfðu,og i des. árið 1971 eru settlög um fjögra vikna orlof og 40 stunda vinnuviku. Þau fé- lagslegu réttindi sem i þessum lögum felast höfðu kostað hörð og langvinn verkfallsátök og sennilega hefði 40 klst. vinnu- vika ekki fengist fram i samn- ingagerð. 1 sameiginlegum samninga- gerðum eftir sameiginlegar verkfallsaðgeröirhafa nokkrum sinnum fengistfram félagslegar úrlausnirsem telja verður stóra | áfanga i kjara- og réttindabar- áttu alþýðufólks, svo sem at- vinnuleysistryggingasjóðurinn, greiðslur til sjúkrasjóðs verka- lýðsfélaga 1955, stytting vinnu- vikunnar úr 48 klst. i 44 klst., lenging veikindagreiðslu um 14 daga til viðbótar 14 dögum sam- kv. lögum frá 1958, samkomulag um byggingu 1250 ibúöa fyrir verkafólk þar sem 80% kaup- verðs var lánað, og um lifeyris- sjóði fyrir verkafólk og lög um eftirlaun aldraðra 1969. Siðan hefur oft verið samið um endur- bætur á lifeyrisgreiöslum og jafnframt um endurskipulagn- ingu eftirlauna og lifeyriskerfis sem komi til framkvæmda 1980. Baráttuaðferðir verkalýðs- hreyfingar s.l. 30 ár hafa óhjá- kvæmilega verið endurteknar samningageröir og vinnustöðv- anir, þar sem atvinnurekendur og kaupsýsluaðilar hafa lengst af ráðiö löggjafar-og stjómvaldi og notað hvorttveggja blygðun- arlaust til að eyöileggja ávinn- inga hvers nýs kjarasamnings. Fyrstu sameiginlegu verk- fallsaðgerðir verkalýðshreyf- ingarinnar voru i mai 1951 eftir mikil fundahöld og samráö, og þá tekst i eitt skipti af mörgum sameiginleg samningagerð um endurheimt verðlagsuppbótar á kaup, sameiginleg samninga- gerð og vinnustöðvun er i des. 1952 og aftur i mars 1955, og stóð vinnustöðvun þá i sex vikur. Sú kjaradeila hafði viðtæk stjórn- málaleg áhrif. Megin ástæða fyrir þvi að sameiginleg samn- ingagerð verkalýðsféiaganna hófst og að til sameiginlegra verkfallsaðgeröa kom var sú harka og óbilgirni sem samein- að atvinnurekenda-og rikisvald sýndi i endurtekinni skerðingu kaupmáttar launa á þessum ár- um. Sósialistar i verkalýöshreyf- ingunni beittu sér mjög fyrir þessu samstarfi innan verka- lýðshreyfingarinnar. Jafnframt tókst að rjúfa einangrun sósial- i.sta og leggja grundvöll að Al- þýðubandalaginu. A næstu ár- um skiptust á kjaradeilur ein- stakra verkalýðsfélaga, kjara- deilur verkalýðsfélaga i skyld- um starfsgreinum eða allsherj- ardeilur. Siöan 1965 mun það heyra til undantekninga að ein- stök verkalýðsfélög standi að samningagerð og vinnustöðvun- um. Samstarf verkalýðsfélaga i skýldum starfsgreinum leiddi siðar til stofnunar starfsgreina- sambandanna svo sem Verka- mannasambands Islands, Sjó- mannasambands Islands, Landssamb. isl. verslunar- manna, Málm- og skipasmiða- sambands Isl., Sambands byggingamanna, Rafiðnaöar- sambands tslands, Landsamb. vörubiistjóra, á árunum 1963 til 1966. 1 kjarabaráttu verkafólks á árunum 1960 til 1971 er megin- viðfangsefnið að endurheimta samningsákvæði um verðlags- bætur á launin, enda verðlags- bætur nauðsynlegar þar sem t.d.ertalið að verðiag hafirúm- lega tvöfaldast frá 1960 til 1967. Amk. tveir sameiginlegir kjarasamningar verkafólks, iðnlærðs og óiðnlærös, á sama vinnustað eða á likum vinnu- stöðum hafa verið gerðar á sið- ustu árum, þ.e. samningar 10 verkalýðsfélaga og Isl. álfél. 1969 og samningar 14 verkalýös- félaga við rikisverksm., Ab.verksm., Kisilverksm. og Sementsverksm. Þessi kjara- samningagerð var i upphafi byggð á starfsmati i viðkom- andi verksmiðjum. Þetta form i samningagerð hefur gefið nokkuð góða raun, varðandi bætt launakjör verka- fólks I þessum verksmiöjum. Þannig hefur i mjög stuttu máli gengið til i kjarabaráttu verkalýðshreyfingarinnars.l. 30 ár. 1 stöðugri varnarbaráttu, gegn árásum rikisvalds at- vinnurekenda á kaupmáttlauna hefur ekki fengist fram viöun- andi kaupmáttur dagvinnu- launa og þar með afnám óhóf- legrar yfirvinnu, sem jafnan hefur verið og verður áfram markmiðið i kjarabaráttu verkalýðsfélaganna. Verkafólk hefur þurft og þarf enn að afla a.m.k. fjóröungs nauðsynlegra tekna sinna með yfirvinnu til þess að halda sam- bærilegum lifskjörum og eru i nágrannalöndunum. Hins vegar hafa náðst mikilsverðir áfangar i félagslegum efnum, einkum þau ár sem verkalýösflokkarnir hafa átt aöild að rikisstjórn. Meö hliösjón af þvi sem að framan er rakið er rétt að vikja að framtiðarmarkmiðum og baráttuaðferðum verkalýðs- samtakanna. Að sjálfsögðu breytir verka- lýðshreyfingin ekki upphafleg- um markmiðum sinum og fellur ekki heldurfrá neinni kröfu sem enn hefur ekki náðst fram. Stefnumið verkalýðshreyfing- arinnar eru og verða,sem fyrr, bætt lífskjör og hóflegur vinnu- timi, uppfræðsla og menntun verkafólks, samfélagslegar um- bætur og aukin réttindi alþýðu- fólks. Megin baráttuaðferðir verka- lýðssamtakanna breytast held- ur ekki; þær verða áfram endur- tekin kjarasamningagerö og stjórnmálabarátta. Fram- kvæmd samningagerða og að- gerðir samfara þeim geta hins- vegar breystog þróast eftir að- stæðum og breyttum viðhorfum eða nýjum verkefnum. Þýðing- armestu verkefni verkalýðs- hreyfingar og stjórnmálasam- taka verkafólks eru: Verndun verkfallsréttar stétt- arfélaga. Atvinnurekendur, fjármagns- og stóreignaaöilar og stjórnmálasamtök þeirra hafa nú og munu áfram hafa fullan.hug á aö skerða þessi grundvallarréttindi verkalýös- félaga. Verkfallsrétturinn er fjöregg stéttarfélaga og for- senda árangurs i varnar- og sóknarbaráttu þeirra. Að gæta verkfallsréttarins og standa fast gegn öllum tilraunum til að skerða hann, er fyrsta skylda verkalýösfélaga og verkalýðs- flokka. Að tryggja ávallt atvinnu fyr- ir allt vinnufært fólk, hefur ver- ið og verður áfram eitt verkefn- iö. Atvinnuleysið má aldrei verða hlutskipti isl. verkafólks. Stjómmálasamtök alþýöu — Sósialistaflokkur og Alþýðu- bandalag — hafa meö rikis- stjórnaraðild i þrjú skipti, stað- ið fyrir endurreisn og uppbygg- ingu ísl. atvinnuvega og einnig haft allt frumkvæöi varðandi út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Verkafólk treystir á að svo verði áfram. Atvinnuleysistrygging- arsjóður sem verkalýöshreyf- ingin samdi um 1955 hefur með lánaveitingum átt veigamikinn þátt i að bjarga verkafólki úr hörmungum atvinnuleysis viðs- vegar um land. Auknarog betri tryggingar og einföldun tryggingakerfísins — er brýnt verkefni. Tryggingar alþýðufólks eru nú í ýmsu formi og i höndum margra aöila, svo sem Tryggingarstofnunar rikis- ins, lifeyrissjóða, sjúkrasjóða verkalýðsfélaga, sjúkrasam- laga, og atvinnurekenda. Allar tryggingar verkafólks i eina stofnun, þar sem verka- lýðsfélögin hafa yfirráð, á að I vera eitt framtiðarmarkmiö- ; anna. t kjarasamningagerð á jafn- framt að setja fram kröfu um að verkafólk haldi fullum launum i vinnuslysa- og atvinnusjúk- dómatilfellum, þar til þaö verö- ur vinnufært á ný. Bygging hagkvæmra ibúða sem seldar verði til launafólks með hagstæðum iánakjörum, t.d. samkvæmt endurbættri lög- gjöf um verkamannabústaði, þeirri endurbót lofuðu stjórn- völd viö siðustu samningagerð. Núverandi ibúöabygginga- og ibúðasölufyrirkomulag, þar sem gróðasjónarmið bygginga- fyrirtækja og fasteignasala ræður rikjum, er meginorsök þarfar verkafólks fyrir yfir- vinnutekjur. Þessa aðalástæðu vinnuþrælkunar verða verka- lýðssamtökin að losa verkafólk við og knýja fram nýtt félags- legt átak i ibúðarby ggingum. Gjörbreyting á ástandi og að- bunaði vinnustaða og á viðhorf- um verkafólks til vinnustaða er mikil nauðsyn. Brýnast i þvi efni er að Heilbrigðiseftirlit, ör- yggiseftirlit og verkalýðsfélög vinni markvisstað þvi að fyrir- byggja, eins og tök eru á, vinnu- slys og heisluspillandi áhrif frá vinnu og vinnustöðum. Skapa þarf það viðhorf hjá verkafólki að vinnustaðir eigi að vera á sinn hátt ekki lakari dvalar- staður en heimili. Nauðsyn er að tryggja i kjarasamningum áhrif verkafólks á mótun vinnustað- arins og vinnu-umhverfis. Fræðsla, endurmenntun, við- bótarmenntun og alhliða þrosk- un hæfileika verkafólks er enn eitt verkefnið. A vegum vinnu- staða og stéttarfélaga á laung- fólk að eiga kost á gagnlegri fræðslu og menntun, auk al- mennra menntabrauta. Aukin áhrif verkafólks á rekstur atvi nnufyrirtækj a er eitt framtiðarverkefnanna. Eðlilegasta og nærtækasta að- ferðin i þvi efni er samvinnufé- lagaformið. Samvinnufél. og verkalýðsfélög eru greinar á sama meiði. Verkalýðshreyf- ingunni er skylt að stuðla aö og efla samvinnurekstur í sem flestum starfsgreinum. Sú leið er greiðust til áhrifa á atvinnu- rekstur og til atvinnulýðræöis. Þegar ég nefni samvinnufélög á ég ekki við samvinnufélög þar sem kaupf élagsst jórar eða framkvæmdastjórar ráða og rikja sem einræðisherrar, eins og viða er i fslenskum sam- vinnufélögum. Meginverkefni verkalýös- hreyfingar er aö semja um og tryggja þann kaupmátt dag- vinnulauna verkafólks, sem dugirfyrirþeim lifsháttum sem alþýðufólk hefur vanist. Þvi marki hefur verkalýðshreyfing- in ekki náð. Reynsla sJ. 30 ára kennir okkur það að þessu marki eða öðrum, sem nefnd hafa verið, verður aðeins náö meö þvi að saman fari sterk og virk stéttarfélög ogaukin stjóm- málaleg áhrif verkalýðshreyf- ingarinnar. Aðeins samfléttuö barátta verkalýösfélaga og stjórnmála- samtaka alþýðufólks færir okk- ur varanlegan árangur. Fœreyjar og Island: Gagnkvæmar veiðiheimildir Kosið í Norðurlandaráð Nýlega samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þar sem staðfestar voru niðurstöður við- ræðna um gagnkvæmar fiskveiöi- heimildir tslendinga og Færey- inga, sem undirritaðar voru þann 12. desember s.l. Samkomulag þetta felur I sér heimild til handa tslendingum að stunda kolmunaveiöar innan fisk- veiðimarka Færeyja og jafn- framt heimild til handa Færey- ingum ttð stunda loðnuveiöar við tsland. Gert er ráð fyrir að hvor aðili um sig hafi heimild til að veiða ailt að 35000 smálestir af framangreindum fisktegundum. Kolmunnaveiöarnar mega stunda 15 til 17 islensk skip. A sama hátt geta 15 færeysk skip stundað loðnuveiðar, Þó aldrei fleiri en átta I senn. Siöast liðinn þriðjudag fór fram kosning í Norðurlandaráð á ^lþingi. Voru kosnir 6 fulltrúar og jafnmargir varamenn. Gildir kosningin þar til ný kosning hefur farið fram á næsta reglulega Alþingi. Við kosninguna komu fram þrir listar með jafnmörgum mönnum og kjósa átti og voru þeir þvi allir sjálfkjörnir. Frá stjórnarflokkunum voru kjörnir Halldór Asgrimsson, Jón Skafta- son, Ragnhildur Helgadóttir og Sverrir Hermannsson sem aöal- menn, en varmenn þeirra voru kjörnir Páll Pétursson, Jón Helgason, Axel Jónsson, og Sigurlaug Bjarnadóttir. Af hálfu stjórnarandstæðinga , voru kjörnir Magnús Kjartansson ■ (varamaður hans Gils Guðmundsson) og Gylfi Þ. Gisla- son (varamaður hans Sighvatur Björgvinsson). Pípulagnir Nylsgnir. breyting ar. hilaveitutenging a r Simi 16^79 tmilli kl ) 7 o g ' og e (11 r k I k ■■ . 'dm I_

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.