Þjóðviljinn - 12.01.1978, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. janúar 1978
Frá fundi loönusjómanna á AkureyrU
um að sjómenn I Færeyjum sjái
um löndun sjálfir en hér sé
landað á kostnað kaupenda.
Þetta er alrangt. Hér er hlutun-
um snúiö við. Hér sjá sjómenn
sjálfir um löndun aö öllu leyti en
i Færeyjum koma sjómenn ekki
nálægt henni. í annan stað
benda þeir á að sú loðna sem hér
er landaö sé mun betra hráefni
en sú sem Færeyingarnir landa
vegna þess að sú loðna sem
landað er I Færeyjum er oftast
8-10 daga gömul og þvi farin að
súrna. Færeyingarnir eru leng-
ur aö fylla báta sina en Is-
lendingarnir og þeir eiga lengri
siglingu heim og loks er aðstaða
til löndunar I Fuglafirði i Fær-
eyjum verri en hér og löndunar-
bið þar oftast 3 til 5 dagar.
Kl. 16 i gærdag hófst svo
fundur hjá sjómönnum, i Nyja-
bió á Akureyri þar sem saman
voru komnir nærri 500 sjómenn
en frá þeim fundi er sagt ann-
arsstaðar I blaöinu f dag eins og
áður segir.
S.dór/mhg
Nær 40 skip sigla
inn til Akureyrar
Það var einhuga hópur sjó-
manna sem kom til Akureyrar I
gærmorgun á nær 40 skipum
sem sigldu heim af loönumiöun-
um, til aö mótmæla hinu lága
loðnuveröi, sem ákveöiö var af
yfirnefnd I fyrradag.
Sem kunnugt er hækkaði
loðnuverðið aðeins um 1 kr.
fyrir hvert kg. frá því sem var I
fyrra eða um 16% á sama tima
sem loðnukaupendur fá marg-
falt hærra verö fyrir loðnu-
afuröirnar bæöi vegna gengis-
sigs og ekki siöur vegna hærra
verölags á erlendum mörkuö-
um. Svo einhuga voru sjómenn I
að mótmæla þessu lága loönu-
veröi að það tók þá ekki nema
15-20 mínútur i fyrrakvöld að
ákveða að sigla I land til að mót-
mæla og ekki eitt einasta skip
skarst úr leik.
Iviðtölum viö sjómenn hér á
Akureyri I gær kom fram aö
óhugsandi er að þeir haldi aftur
á miðin fyrr en loðnuverðiö
hefur verið hækkað. Þau viðtöi
áttu sér aö visu stað áður en
fundurinn sem þeir héldu I
Nýjabió hófst en frá honum er
sagt á öðrum stað I blaðinu I
dag.
Sjómenn benda á að i Færeyj-
um sé greitt kr. 15,50 Islenskar
fyrir hvert kg af loðnu af Is-
landsmiðum á sama tima sem
loðnukaupendur hér greiöa að-
eins 7 kr. til sjómanna þegar
verðið er allra hæst, — þegar
loðnan er feitust. Siöan hrapar
fituprósenta loönunnar um 1% á
viku frá byrjun janúar og út
vertiðina og verðið er komið
niður I tvær til fjórar kr. siöustu
vikur veiðitimans.
Þótt loðnukaupendur telji allt
til svo sem verðjöfnunarsjóös-
gjald.flutningsgjald o.s.frv. þá
fer verðið sem þeir verða að
greiða aldrei hærra en I rúmar
12 kr. pr. kg. þegar hæst er.
Samt munar um 3 kr. á hvert
kg. til sjómanna hér og I Fær-
eyjum.
Og það sem meira er: þeir
mótmæla þvi harölega sem haft
hefur veriö eftir loðnukaupend-
Verdákvördun á lodnu byggð
á gömlum og úreltum gögnum
Um 500 sjómenn voru á fundinum i Nýja biói á
Akureyri i gær. Húsið tekur hinsvegar aðeins 250
manns i sæti, þannig að staðið var i öllum göngum
og i anddyri hússins. Björgvin Gunnarsson, skip-
stjóri á Grindvikingi setti fundinn og fundarstjóri
var kosinn Jónas Þorsteinsson, fyrrv. formaður
Farmanna- og fiskimannasambandsins, og fundar-
ritari Gunnar Árnason á Lofti Baldvinssyni,
PállGuðmundsson,sem á sæti i
yfimefnd verðlagsákvörðunar
um loðnuverð, af hálfu útgerðar-
manna, gerði grein fyrir mdlinu
oglýstimjög mikilli óánægju með
loðnuverðákörðunina. Hann
minnti á, að á sl. ári hefði orðið
14% gengissig, auk þess sem
prótíneiningin er nú seld á 7,20
dollara og lýsið á 4,20 dollara.
Páll sagöi að ólafur Daviðsson
hjá Þjóðhagsstofnun hefði tekið
af skarið i nefndinni og tekið tillit
til sjónarmiða verksmiðjueig-
enda.
Sjómenn áhrifalaust
peð
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands Islands, tók
næstur til máls. Hann tók mjög i
sama strang og Páll og sagðist
vel skilja óánægju sjómanna með
þessa verðákvörðun. Hann sagði
það sína skoðun,að sjómenn væru
aðeins áhrifalaust peð i yfir-
nefndinni, þvi að þar réði fyrst og
fremst rikisvaldið með odda-
manni sinum og svo á hinn bóginn
verksmiðjueigendur. I ákvörðun
nefndarinnar væri fullt tillit tekið
til verksmiðjueigenda. Óskar
minnti á, aö forsendurnar fyrir
þessu verði, sem Ólafur Daviðs-
son lagði fram, eru byggöar á
gömlum og úreltum gögnum frá
verksmiöjueigendum, sem voru
gefin út á þeim tima, er nýting
verksmiðjanna var mun minni en
núer. Nú er þetta orðið gerbreytt,
sagði Óskar. Nú er veidd loðna
svo til allt árið, þannig að nýting
verksmiðjanna er mun betri og
afkoma þeirra fyrir bragðið
margfalt betri en áður. Stofn-
kostnaður verksmiðjanna er allt-
af hinn sami og vinnuaflið er hið
sama, hvort heldurað brætter i 2-
3 mánuði eða 250 daga, eins og
gert var á sl. ári.
Aðeins 16% hækkun
milli ára
Jafnframt benti óskar á, að
þessi hækkun, úr 6 krónum i 7,
væri aðeins 16%, og þessa 16%
hækkun fengju sjómenn á ári, á
sama tima og fólkið i landi
hefði fengið frá 60% og allt upp i
80% kauphækkun. Allt vöruverö
hefði á þessum tima hækkað um
35-40%. Óskar sagði, að þegar
yfirnefndin hefði úrskurðaö fisk-
verð, væri það orðið að lögum.
Þvi væri ekki hægt að breyta
nema með lagabreytingu, þ.e. að
Alþingi gæfi út bráðabirgðalög.
óskar vildi, að loðnusjómenn
sendu frá sér mjög harðorö mót-
mæli, auk þess sem þeir veröi
betur á verði þegar nýtt loðnu-
verð verður ákveðið 15. febrúar
nk. og þessu verði.verði nú þegar
sagt upp.
50-100% hærra verð
i nágrannalöndum
Magni Krist jánsson skipstjóri á
Berki frá Neskaupstað tók næstur
til máls. Hann minntist m.a. á
loðnuverðið i Færeyjum cg
Noregi og benti á, að loðnuverð
væri 50-100% hærra i nágranna-
löndunum en hér. Hann sagði, að
það hlyti að vera einhver maðkur
i mysunni hjá verðlagsráði og
lýsti furðu sinni á þvi, að tekið
skyldimarká fyrrnefndum gögn-
um frá Þjóðhagsstofnun, sem
byggja á gömlum skýrslum frá
verksmiðjunum. Magni lagði
mikla ' =“rslu á, að þessi fundur
yröi að u .a ákvörðun um fram-
hald aðgerða. Annað hvort sigldu
sjómenn út aftur og létu harðorð
mótmæli duga, eða þeir stöðvuðu
flotann og stæðu þá saman allir
sem einn.
Gömul gögn
Er þeir Páll Guðmundsson og
Óskar Vigfússon höfðu svarað
fjölmörgum fyrirspurnum
fundarmanna, tók Kristján
Ragnarsson formaður Llú til
máls. Hann tók mjög undir
sjónarmið sjómanna, en sagði, að
þó að sjómenn stöðvuðu ilotann
nú, væri ekki liklegt að þeim tæk-
ist að fá verðinu breytt fyrr en 15.
febrúar, þar sem verðið væri orð-
ið að lögum. Hann lýsti þvi,
hvernig Ólafur Daviðsson odda-
maður yfirnefndarinnar, hefði
búið gögn i hendur og nefndi ýms-
ar tölur sem Ólafur hefði lagt þar
fram, sem hann dró mjög i efa,
vegna þess að þær væru byggðar
á svo gömlum gögnum.
Sendimenn
til Færeyja
Björgvin Gunnarsson skipstjóri
talaði næstur og varð honum
mjög tiðrætt um muninn á verð-
inu I Færeyjum og hér. Tillaga
kom fram um það, og tóku allir
undir hana, að Islendingar sendu
menn til Fuglafjarðar I Færeyj-
um, til þess að ræða við eigendur
þessarar einu fiskimjölsverk-
smiðju i Færeyjum og fá um það
upplýsingar, hvernig verðið verð-
ur til hjá þeim. I Færeyjum er
loðnuverðið kr. 15,50, eins og
komið hefur fram.
Ingólfur Ingólfsson, forseti
Farmanna- og fiskimannasam-
bands Islands ræddi málin vitt og
Framhald á bls. 14.