Þjóðviljinn - 18.01.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.01.1978, Blaðsíða 1
PWÐVIUINN Miðvikudagur 18. janúar 1978—43. árg. 14. tbl. 1100 tonn af smjöriá útsölu Dansinn í kringum ,smjörkálfinn’ hefst í dag Um þessar mundir stendur sem unum landsins, og er sag&ur hæst hin svo kallaöa nýársútsala i handagangur i öskjunni, þegar fiestum ef ekki öllum fataversl- fólk keppist viö aö birgja sig upp Yfirnefnd getur ekki ákveöiö fiskveröiö: Ekki á okkar valdi aö leysa þetta mál Afskipti hins opinbera verður að koma til, segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ og fulltrúi í yfirnefnd um almennt fiskverð Eins og skýrt var frá i Þjóövilj- anum i sföustu viku, lýsti Kristján Ragnarsson, formaöur LÍC og fuiltrúi I yfirnefnd um almennt fiskverö, þvi yfir á fundi loönu- veiöisjómanna á Akureyri, aö allt væri strand I yfirnefnd um almennt fiskverð. Fiskkaupendur væru ekki til viötais um annaö eru lækkun á fiskveröi þvi sem nú gildir. Við inntum Kristján frekari frétta af þessu máli i gær, og sagði hann að það væri alls ekki lengur á valdi yfirnefndar aö ákveða verðið; nefndin gæti þaö alls ekki, nema til komi afskipti hins opinbera af málinu. ,,Við biðum bara eftir þvi, aö einhver gögn berist frá rikis- stjórninni um hvað hún ætlar aö gera i málinu.” Kristján sagði ennfremur aö s.l. mánudag hefði verið haldinn fundur i yfirnefnd,og þar gerðist nákvæmlega ekki neitt, og þegar rætt var við Kristján siðdegis i gær haföi nýr fundur ekki veriö boðaður. Aðspurður um hvort útgerðar- menn og sjómenn væru ekki orðn- ir órólegir að gera út i þeirri Borgarstjórn fjallar á morgun/ fimmtudag/ um fyrirhugað niðurrif í gamla bænum/ en eins og skýrt hefur verið frá í Þjóðviljanum ákvað meiri- hluti borgarráðs fyrir skemmstu að rífa skuli 11 hús sem við Hallærisplanið standa/ þ.e. á mótum Haf narstrætis/ Austur- strætis og Aðalstrætis. Ibúasamtök Vesturbæjar hafa nú sent borgaryfirvöldum áskor- un um að fresta framkvæmdum þessum, en i ályktuninni segir: Stjórn tbúasamtaka Vestur- bæjar beinir þeim eindregnu til- mælum til borgaryfirvalda að fresta samþykkt fyrirhugaðra byggingarframkvæmda i mið- borginni — Aðalstræti, Austur- stræti, Hafnarstræti. Telur stjórn samtakanna óhjákvæmilegt að kanna betur meö hvaö hætti verði best unnið að þvi að svæði þetta nýtist borgarbúum til athafna og menningarlifs, án þess að höggviö sé á sjálfsögð og eðlileg tengsl við fortíðina. Varar stjórn ibúasamtakanna við þvi viröingarleysi er lýsir sér i þeirri stefnu, að gömul mannvirki, er segja þróunarsögu borgarinnar meö minningum sinum og svip- móti og hafa enn fullt notagildi, óvissu sem rikir um nýtt fiskverð, i ljósi þeirra atburða sem gerðust i siðustu viku, þegar loðnuverðið kom, sagði Kristján að vissulega væru menn orðnir órólegir. „Menn hafa þó verið aö búast viö nýju veröi allt fró áramótum. vfki án miskunnar fyrir nýsmíöi. Þá bendir stjórnin á nauðsyn þess að nýbyggingar séu hverju sinni felldar að þeirri byggð sem fyrir er, en núverandi stefna borgar- yfirvalda virðist ganga i gagn- stæða átt. Sést það best af fyrir- hugaðri byggingu við Hafnar- en ef þetta ætlar aö dragast mikiö lengur tel ég vist aö menn fari aö hugsa sig tvisvar um i málinu”, sagði Kristján. Sveinn Finnsson hjá Verðlags- ráöi sjávarútvegsins sagði i gær aö þaö væri ekki einsdæmi aö stræti sem ætlað er að koma i stað eins elsta verslunarhúss borgar- innar, Smjörhússins. íbúasamtökin vekja athygli á samþykktum Evrópuráðsins og ráðherrafunda þess um varð- veislu borgarhluta er hafa sögu- og umhverfisgildi, en i ályktunum verðákvörðun drægist svona lengi; meira að segja heföi það eitt sinn dregist fram i febrúar að ákveða nýtt fiskverð, en það væri heldur ekki algengt aö svo lengi drægist að ákveða verðið. Þess má svo aö lokum geta, að það fiskverð sem nú gildir er frá 1. október sl. —Sdór. þeim er skorað á stjórnvöld i aðildarrikjum samtakanna að verja ekki minna fé til varðveislu og eðlilegs viðhalds slikra húsa en nýsmiði. Má minna á ráðstefnu um skipulagsmál er haldin var á Italiu að frumkvæði itölsku stjórnarinnar, en þar var lagt til að lána skyldi út á endurnýjun húsa hlutfallslega jafnmikið og til nýbygginga. Mun það nú almennt viðurkennt, að i mörgum tilfell- um sé uppbygging gamla húsa hagkvæmari en nýsmiði. af ódýrum fatnaði, ef hægt er aö tala umaðnokkurhiutur sé ódýr á islandi i dag. En nú fá þessar árlegu útsölur haröan keppinaut, sem er útsala á smjöri, sú fyrsta sem haldin er á Íslandi,og þaö eru hvorki meira né minna en 1100 tonn af þessu góöa og dýra feit- meti, sem fólki stendur til boöa aö kaupa á allt aö 51% lægra veröi en veriö hefur. 1. flokks smjör lækkar um 34,4% og verður þá verð á hverju kilói 880 kr. i stað 1342ja króna áður, en mest verður lækkunin á hinu svo nefnda heimasmjöri, eöa 51%. Astæðan fyrir þessari smjörút- sölu er að sjálfsögðu offram- leiðsla sem sumir segja aö stafi af of háu verði á smjöri, og er þessi útsala þvi til þess haldin, að auka smjörneyslu i landinu. Útsalan á sér stað bæði með auknum niður- greiðslum úr rikissjóöi og eins með greiðslum úr verðmiðlunar- sjóði mjólkurafurða. — S.dór Brauð hækka yfir 20% í verði Ekki linnir verðhækkunum frekar en fyrri daginn. Nú hefur verið tilkynnt um mikla verð- hækkun á brauði og er hún allt að 21,5%. Það eru franskbrauð, sem hækka mest eða um 21,5%, en það þýðir að hvert 500 gramma brauð hækkar úr 79 kr. i 96 kr. Malt- brauð hækka um 10,6% og kosta þá 500 gr. brauð 94 kr. i stað 85 kr. áður, og seytt rúgbrauð hækkar um 8.6%, og hækkar þá 1500 gr. brauð úr 176 kr. I 190 kr. Frá aðal- fundi fulltrúa- ráðs verkalýðs- félaganna Aðalfundur fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna i Reykjavik var haldinn sl. mánudag. Lögð var fram skýrsla stjórnar og reikn- ingar ráðsins og voru þeir sam- þykktir. Þá fór fram stjórnarkjör, og voru eftirtaldir menn kjörnir i stjórn fulltrúaráðsins. Sigfús Bjarnason frá Sjómannafél. Rvk. Þórunn Valdemarsdóttir frá Verkakvennafél. Framsókn, Guðmundur J. Guðmundsson, frá Verkamannafél. Dagsbrún, Jón Snorri Þorleifsson frá Trésmiða- fél. Rvk. Guðjón Jónsson frá Fél. járniðnaðarmanna i Rvk. Bjarni Jakobsson frá Iðju, fél. verk- smiðjufólks Rvk. og Hilmar Guö- laugsson frá Múrarafél. Rvk. Stjórnin mun svo skipta meö sér verkum. — S.dór íslenskir lodnusjómenn: Vinna kauplaust við Intlflllll meðan starfsbræður þeirra 1U11UU1I á Norðurlöndunum fá stórfé fyrir A funduin lo ' íuveiöisjó- manna á Akureyri i siöustu viku kom þaö fram, aö islenskir loönuveiöisjómenn vinna alger- iega kauplaust aö aliri loönu- löndun og spara þannig bræösluverksmiöjunum miljóna tugi i löndunarkostnaö, miðað viö ef þær þyrftu aö kosta lönd- un eins og allar verksmiöjur þurfa aö gera i Færeyjum, Noregi og i Danmörku. Til gamans má geta þess aö i Færeyjum fá sjómenn sem nemur 420 þúsund krónum isl. fyrir hver 10 þúsund tonn, sem þeir landa. Þeir eru þó ekki skyldugir til að vinna við lönd- un, geta tekið sér löndunarfri svo kallað.ef þeir vilja. En þá fá þeir verkamenn sem við lönd- unina vinna þessa upphæð. Greiðslan er enn hærri i Noregi, þar mun hver maður fá yfir 600 þúsund kr. Isl. fyrir hver 10 þúsund tonn, sem landað er. Og svona til fróðleiks má geta þess að skipverjar á Berki NK. sem aflaði um 30 þúsund tonn á siðasta ári, loðnu, kolmunna og sild, hefðu fengið 1.2 milj. króna hver skipverji yfir árið, ef þeir hefðu fengið greitt þaö sama og starfsbræður þeirra i Færeyj- um, sem vinna að löndun, en 1.8 milj, ef þeir hefðu fengið það sama og norskir sjómenn fá fyrir að landa. En hér gera sjómenn þetta fyrir ekki neitt og nota til þess loðnudælu skipanna meira að segja. Verksmiöjurn- ar þurfa ekki einu sinni að leggja til löndunartækin. —S.dór. öll timburhús á þessu svæöi elga aö vikja fyrir samfelldri byggingu úr steypu og gleri. íbúasamtök Vesturbæjar skora á borgarstjórn: Frestíð framkvæmdum í gamla bænum!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.