Þjóðviljinn - 18.01.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.01.1978, Blaðsíða 7
Miövikudagur 18. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Viöhorf Morgunblaösins til Bandarikjanna og for- dæming sumra sósíalista á Alþýöubandalaginu ber hvort tveggja vitni um uppgjöf andspænis því verkefni aö hugsa sjálfstætt. Svanur Kristjánsson lektor: Skammdegisraus Gagnrýni i Bandarikj- unum og Morgunblaðið Höfundur þessa pistils dvaldi nokkur ár i Bandarflcjunum. Oft hvarflaöi i hugann samanburö- ur á menningu þarlendra og Is- lendinga. Skáldin segja, aö hjörtum manna svipi saman i SUdan og Grimsnesinu. Eigi aö siöur eru þjóöir heimsins æriö sundurleitar. Jafnvel tvær vest- rænar þjóöir, Islendingar og Bandarikjamenn, eru um margt ólikar. Sumt I Bandarikjunum er verra en hér á landi, t.d. átakanleg fátækt viö hliö óhófs og Urkynjunar spilltrar yfir- stéttar. Ý mislegt var hins vegar tvimælalaust til bóta. Sérstak- lega þótti mér nýstárleg sú gagnrýni, sem margir Banda- rikjamenn beindu gegn eigin samfélagi. Adeilan var aö visu ekki mjög markviss og veldur þar miklu, aö hefö sósialiskrar bará ttu og hugmynda hefur ekki náö aö festa rætur i Bandarikj- unum. Andóf gegn rlkjandi skipulagi tengist sjaldnast bar- áttu verkalýöshreyfingar, held- ur tekur á sig mynd tiskufyrir- bæra: i gær hippahreyfingin, i dag innhverf ihugun, á morgun naflaskoöun. Viö komuna til íslands þótti mér áberandi, aö hér voru aö- dáendur Bandarikjanna einlæg- ari, en jafnframt einfaldari, i lofi sinu um Bandarikin en yfir- leitt þykir smekklegt þar I landi. Málgagn þessa hóps var og er Morgunblaöiö. A sama tlma og frjálslyndblööi Bandarikjunum (t.d. New York Times, Washington Post, Chicago Sun-Times) mótmæltu harölega hryöjuverkum Bandarikja- manna i Vletnam birtust i Morgunblaöinu kaldastriös- leiöarar. Þar var allt á hreinu. Annars vegarlýöræöisrikin meö Bandarikin i broddi fylkingar, hins vegar heimskommúnism- inn sem laut stjórn Kremlverja. Fölskvalaus aödáun Morgun- blaösins viröist án takmark- ana.Watergate hneyksliö var blaöinu tilefni skrifa, þar sem færö voru ,,rök” aö þeirri niöur- stööu, aö meinsemdin sannaöi enn frekar ágæti stjórnarfars i Bandarikjunum, annars heföi Watergate-máliö ekki veriö upplýst. Samkvæmt slikri rök- semdafærslu má dauövona krabbameinssjúklingur prisa sig sælan ef hann veit meö vissu aö banameiniö veröi krabba- mein. Allt er best á íslandi — eða verst Afstaöa Morgunblaösins er rifjuö upp i þessu greinarkorni vegna þess aö hún er gott dæmi um ósjálfstæöi i hugsun (hliö- stæö dæmi má finna meö lestri annarra dagblaöa — Þjóöviljinn er ekki undanskilinn). Veröld- inni er skipt niöur I svart og hvltt, siömenningu og villi- mennsku, lýöræöi og einræöi. Slikur hugsunarháttur viröist vera algengur meöal Islendinga og veldur oft hjákátlegu mati þeirra á eigin þjóöfélagi. Þar gildir örugglega ekki hinn gullni meöalvegur. Stundum rikir botnlaust vanmat: íslendingar kunna ekki að meta snillinga, skrifaöi Jónas Dagblaösrit- stjóri, námsmenn nýkomnir heim frá námi kvarta sárlega yfir þröngsýni og fávisku land- ans, sem ekki kann aö meta hæfileika þeirraog menntun, is- lenskir blaöamenn hrjá erlenda gesti með spurningum á borö viö „Eru ekki Islensku stúlkurn- ar fallegar? Vatniö tært? Loftiö hreint eöa Esjan falleg?” 1 annan staö eru tslendingar gjarnir á aö skreyta sig bjálfa- legu monti: Islendingar eru uþplýstastirallraþjóöa.hér eru allir jafnir og engin stéttaskipt- ing, lslendingar eru duglegastir — og umfram allt — gáfaöastir allra, þola brennivinsdrykkju öðrum fremur, o.s.frv. Sósialísk hreyfing Þessar lýsingar á „Is- lendingseölinu” eru nokkuö ýkt- ar, en engu aö siöur felst i þeim nokkur sannleikskjarni. Aö horfast I augu viö veruleikann, sjá sjálfan sig i spegli, er visast ekki ein af sterkustu hliöum Is- lendinga (varla er þaö tilviljun, aö á Islandi eru ekki framleidd- ar kvikmyndir um islenskt mannlif i ætt viö „Fiskimenn- ina”, sem sjónvarpiö sýndi ný- lega?). Þetta á einnig viö um is- lenska sósialista, ekki sist yngri kynslóöina, Eflaust draga þeir dám af þjóðfélagi, þar sem sleggjudómar eru almennir og einfaldanir taldar sýna staö- festu i hugsun. Hópur sósialista er, aö eigin sögn, algjörlega máttvana af angist og sorg vegna þess hve Alþýðubanda- lagiö er lélegur flokkur, sem hindri alla fjöldabaráttu verka- lýösins. Þess vegna beri aö leita leiösagnar hjá „formúlu- fræðingum” byltingarinnar, t.d. 1 Kina eöa Albaniu. Hæfileikar sérfræöinga i sósialisma og verkalýðsbaráttu eru sagöir nýtast Ula eða ekki vegna svika Álþýöubandalagsins. Stéttabar- áttan á einna helst athvarf á skemmtistööum, þar sem bar- áttuglaöir framherjar byltingarinnar „taka Vetrar- höllina i hverjum sopa”, eins og einn ágætur vinur minn komst svo snilldarlega aö oröi. Alþýöubandalagiö er ekki gallalaus stjórnmálaflokkur og sumt i starfsháttum þess er til litillar fyrirmyndar. Flokkurinn hefur t.d. ekki tekiö af nægilegri festu á þeim vandamálum, sem fylgja þátttöku sósialiskra flokka I borgaralegum rflcis- stjórnum. Hver var árangurinn af slðustu vinstri stjórn? Hvað geröi flokkurinn vel og hvaö tókst illa? Slikar spurningar hafa ekki verið ræddar af mik- illi kostgæfni innan flokksins/ Starf Alþýöubandalagsins eða starfsleysigetur hinsvegar ekki veriö nein afsökun fyrir þá fjöl- mörgu sósialista, sem eru óvirkir I baráttunni. Sósialistar veröa blátt áfram aö leggja málstaönum meira liö, en þeir gera. Sósialisminn er hugsjón um breytingu á þjóöfélaginu meö þátttöku fjöldans, en ekki afsökun fyrir leti og starfsleysi. Þeir sem ekki vilja „óhreinka” sig á starfi I Alþýðubandalaginu geta starfaö á öörum vettvangi: i verkalýösfélögum, Samtökum herstöövaandstæöinga, Rauð- sokkahreyfingunni, Baráttu- hreyfingu gegn heimsvalda- stefnu, námsmannahreyfing- unni. Hins vegar ber aö snúast af fullri einurð gegn öllum þeim öflum, sem vilja hafna þeirri reynslu og hefö, sem sósiallsk hreyfing á Islandi hefur áunniö sér. Ber þar hæst samtvinnun sjálfstæöisbaráttu og verka- lýðsbaráttu. „Aö fyrirlita upp- runa sinn”, eins og Arni Björns- son komst aö oröi i ágætri Dag- skrárgrein 14. janiiar, er jafn fáránlegtog auömjúk fylgispekt viö Flokkinn. Viöhorf Morgun- blaösins til Bandarikjanna og fordæming sumra sósialista á Alþýöubandalaginu ber hvort tveggja vitni um uppgjöf and- spænis þvi verkefni aö hugsa sjálfstætt. Ráöandi öfl þurfa ekki aö hafa áhyggjur af slikum hugsunarmáta, þvi hann er þeim til framdráttar. Hann er hins vegar sósialiskri hreyfingu til mikillar óþurftar. Kveðjuorð Sigurður Kolbeinsson stýrimaður Sist hefði mér dottið i hug, er ég hitti kæran vin minn Sigurð Kolbeinsson, stýrimann, að þetta væri okkar siðasti fundur. En skjótt skilur á milli. Hinn 8. janú- ar féll þessi góði drengur i valinn. Kynni okkar hófust þegar við vorum unglingar um borð i b/v Hilmi með hinum drenglundaða og afbragðs skipstjóra Jóni Sigurðssyni, föðurbróður Sigurð- ar. Entust þau kynni meðan hann lifði. Sigurður var gjörfulegur mað- ur að vallarsýn og sérstaklega góðum gáfum gæddur. Hef ég fá- sjonvarpið bilað?. Skjárinn Sjónvarpsv€>r)?sfe5i Begsíaáasírfflti 38 simi 2-19-40 um kynnst, sem voru jafn dreng- lundaðir og hann. Var hann einn af þeim, sem ætíð tók málstaö minnimáttar og mátti aldrei aumt sjá, eða hallað á neinn. Reis hann þá upp og tók málstað litil- magnans með þeirri reisn, að aðrir urðu smáir við hlið hans. Eins og fyrr getur, byrjaði Sigurður snemma sjómennsku, bæði með föður sinum og föður- bróður og reyndist hann með harðduglegustu sjómönnum, sem --ég hef verið samtiða. Ungur fór Sigurður i Stýrimannaskóla Is- lands og lauk prófi 1950 við góðan orðstir. Fór hann fljótlega sem stýrimaður á togara og það held ég muni hafa verið lán margra unglinga að byrja sjómennsku á skipi, sem hann var yfirmaður á. Fyrirnokkrum árum varð hann fyrir miklu áfalli, er hann missti tviburabróður sinn Gisla, sem einnig var afbragösgóður dreng- ur, og bjó yfir miklum hæfileikum sem rithöfundur ásamt fleiru, sem honum var vel til lista lagt. Fékk sá missir mikið á Sigurð og sagöi hann mér einu sinni, að þar hefði hann átt sárast um að binda. Um nokkur árabil var Siguröur á fragtskipum frá Noregi. Sigldi hann viða um heim, og var um tima staðsettur á Astraliu, en kom að lokum heim, þvi hér kunni hann best við sig. Sigurður var góðum frásagnar- gáfum gæddur og var unun að sitja meö honum og hlusta á sagnir um ferðalög hans og reynslu. Það væri hægt að segja mikið um alla mannkosti Sigurð- ar og gera að löngu máli, en það þekkti ég hann vel að ekki mundi honum hafa likað slfkt, þvi hann var hlédrægur i eðli sinu og tran- aði sér aldrei fram hvorki i orði eða verki, sem er aðalsmerki allra velgerðra manna. Seint mun gleymast okkur vinum hans mannkostir og gæði þessa göfuga Hrafnistumanns, þvi skapgerð óg drenglyndi þeirra bjó svo rikt i honum. Votta ég móður hans og aö- standendum dýpstu samúð viö fráfall sonar og bróður. Sigurður, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég biö góðan guð að blessa minningu þína, og allra okkar góöu félaga, sem fallnir eru Ivalinn, og gefi þér eilifan friö i dýrö hins mikla alveldis. Guðmundur Grettir Jósepssor Frönsk Ijósmynda- Sex listamenn eiga myndir á sýningunni, sá elsti fæddur 1899 og sá yngsti 1923 og eru myndir á sýningunni allt frá árinu 1932. Listamennirnir eru Brassai, sem hefur fengið viðurnefnið „Auga Parisar”, llenri Cartier-Bresson, Jean-Philippe Charbonnier, Ro- bert Doisneau, Izis og Mark Riboud. I x 2 — 1 x 2 20. leikvika — leikir 14. janúar 1978 Vinningsröð: 12X — 1X1 —212—121 1. vinningur: 11 réttir — kr. 30.500.- 968 7834+ 30838(1/11,1/10) 41010(1/11,4/10) 40297(1/11,4/10) 1131 30259 32008(1/11,1/10) 40118(1/11,4/10) 40431(1/11,4/10) 1361 30720 33336(2/11) 40152(1/11,4/10) 40813(1/11,4/10) 7494+ 30837 34199 40167(2/11,6/10) 41187(1/11,4/10) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 1.600. 227 5648 9212 31103 32596 34222 40347(2/10) 238 5703 9267 31157 32604 34227 40424 270 5733 9361 31158 32621 34232 40453(2/10) 354 6143 9491 31305 32663+ 34245 40492 506 6158 9504 + 31336 32698 34253+ 40532 510 6159 10141 31353 33002 34305 40575 554 6172 10310(2/10) 31429 33068 34306 40609(2/10) 1014 6203 10442 31588 33095 34398 40896+ 1973 6834 30023 31653 + 33137 34430 40937(2/10) 2063 6967 30191 31832(2/10) 33258 35090+ 40961 2401 7838 30283 31854 33383 40053 41105(2/10) 2672 7954 30347 + 31958 33675 40079(2/10) 3019 8060 30360 31965 33683 40096(2/10) 4661 8421 30388(2/10) 32005 33958 40139 4741 + 8431 30491 32042+ 33960 40140(2/10) 4931 8530 30683 32049 34008+ 40149(2/10) 5029 8564 30839 32123 34018 40155(2/10) 5114 9042 30864 32292+ 34141 40158 5123 9125 30981 + 32293 34207 40166 5229 9157 31043 32591 34212 40169 + nafnlaus Kærufrestur er til 6. febrúar kl. 12 ú hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. KærueyöublöD fást hjá umboösmönnum og aöalskrifstofunni. Vinningsupp- hæöir geta lækkað, ef kærur vcröa teknar til greina. Handhafar nafnlausra seöla verða aö framvisa stofni eöa senda stofninn og fuilar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiösludag _ vinninga. GETRAUNIR — lþróttamiöstööin — REYKJAVtK syning Þessa dagana stendur yfir frönsk Ijósmyndasýning i Fanska bókasafninu aö Laufásvegi 10, Reykjavik. Sýningin er opin frá kl. 17-22 alla daga fram til 22. janúar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.