Þjóðviljinn - 18.01.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.01.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miftvikudagur 18. jantíar 1#78 Alþýðubandalagið á Akureyri — Félagsfundur Félagsfundur verður miðvikudaginn 18. janiiar kl. 21 i Eiðsvallagötu 18. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Undirbúningur bæjarstjórnar- kosninga a. kosning uppstillinganefndar b. ákvörðun tekin um hvort skoðanakönnun skuli fara fram. 3. önnur mál. — Stjórnin. Fundur i miðstjórn AlþýðukawdalagMcas Fundur verður haldinn I mið- stjörn Alþýðubandalagsins dag- ana 27. og 28. janúar og hefst kl. 20.30 þann 27. janúar að Grettis- götu 3 Reykjavfk. Dagskrá: 1. Nefndakjör 2. Hvernig á að ráðast gegn verð- bólgunni? (Framsögumaður: Lúðvík Jósepsson) 3. Kosningaundirbúningur (Framsögum aður : ólafur Ragnar Grimsson) 4. Önnur mál Alþýðubandalagið Hafnarfirði Fundur verður haldinn i Gúttó, uppúmiðvikudaginn 18. janúar nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1978. Framsögu- maður Ægir Sigurgeirsson, bæjarfulltrúi. 2. Fjárlög islenska rikisins fyrir árið 1978. Framsögumaður Geir Gunnarsson, alþingismaður. 3. Kosning uppstillingarnefndar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. 4. Rætt um leigusamning vegna Skálans. 5. Onnur mál. — Stjórnin. Alþýðubandalagið á Suðurlandi Skemmtikvöld. Alþýðubandalagið á Suðurlandi heldur skemmti- kvöld i Selfossbiói laugardagskvöldið 21. Bestu fáanleg skemmtiatriði og öndvegis dansmúsik Fjölmennum og tökum með okkur gesti. _________________________Skemmtinefndin Alþýðubandalagið á Suðurnesjum Almennur félagsfundur Alþýðubandalagið á Suðurnesjum efnir til almenns félagsfundar fimmtudaginn 19. janúar kl. 20.30 i Vélstjórasalnum. Dagskrá: I. Inntaka nýrra félaga. t. Rætt um stjórnmálaviðhorfið og komandi kosningar. 3. önnur mál. Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson mæta á fundinn. Mætið vel og stundvislega. — Stjórnin. Herstöövaandstaeöingar | Herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum Fundur herstööv’aandstæðinga á Suðurnesjum verður haldinn i Vélstjórasalnum við Hafnargötu miðvikudaginn 18. janúar kl. 20.30. Fundarefni: 1 30,-mars umræður. 2. Starfið framundan. Sjálfkjörið var í Sókn A hádegi i gær rann út frestur stjórnar og trúnaöarmannaráðs tilaðskilalistum til stjórnarkjörs og var hann þvi sjálfkjörinn. i Starfsstúlknafél. Sókn, og kom i Formaöur Sóknar er Aðal- aðeins fram einn listi, listi heiöur Bjarnfreðsdóttir. Auglýsiö í Þjóðviljanum \\i ÚTBOЮ Tilboö óskast i bikaðar og vafðar stálpipur fyrir Vatns- veitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, R- Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 16. febrúar n.k. kl. 11.00 f.h. . .._ INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fnkukjuvegi 3 — Sími 2S800 Skiði óskast Vil kaupa barna, unglinga-og fuliorðins skiði og skó nr. 39 og 41. Einnig gönguskiði (fullorðins). Uppl. I slma 72465, kl. 13 — 17 í dag. Sjálfkjörið var í Iðju Þar sem aðeins einn listi kom fram tii stjórnarkjörs i Iðju, félagi verksmiðjufólks I Reykja- vik, listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs, var hann sjálfkjör- inn. Kjörtimabil stjórnar I Iðju er eitt ár, en aftur á móti er trúnaöarmannaráð kjöriö til tveggja ára i senn. Formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks I Reykjavik.er Bjarni Jakobsson, en varaformaður Guðmundur Þ Jónsson. Réttarhöld yfir Winnie Mandela: Getur búist við tnargra ára fang- elsisdómi BLOEMFONTEIN, Suður-Afrlk 17/1 Reuter — Réttarhöld yfi Winnie Mandela, einum kunnast: forustumanni bardttusamtak: blökkumanna I Suöur-Afriku fara nú fram f Bloemfontein og e sagt að senn ilði að iokum þeirra Winnie Mandela er eiginkom Nelsons Mandela, frægs forustu manns suðurafriskra blökku manna, sem sakaður var un skemmdarverk og byltingarund irbúning og dæmdur tii Ilfstiðar fangelsis. Neison Mandela, sen hafður er I haldi á fangaeynn Robben Island, var áður leiðtog Afriska þjóðarráðsins (ANC), ei Suður-Afrikustjórn hefur bannal starfsemi þess. Yfirvöld ráku frú Mandela frí heimili hennar I Soweto og ákváðu henni bústað i Brandfort afskekktum bæ í óraniu. Hún hef- ur veriö undir ýmisskonar banm stjórnarvalda allt frá árinu 1962. Hún er meðal annars ákærð fyrir „ólögleg” sambönd viö fólk. Winnie Mandela hefur lýst sig saklausa af öllum ákærum og segist ekki út á viö hafa rætt við fólk annaö en hversdagsleg atriði eins og kolakaup og aðstoð við konu, sem gift er ofdrykkju- manni, en Winnie Mandela hefur menntun sem félagsráðgjafi. Verði hún dæmd sek, getur hún átt von á allt að þriggja ára fang- elsisdómi fyrir hvert ákæruatriö- anna, sem eru alls fimm. Blökkumenn, aöallega kennar- ar og nemendur frá Bloemfontein og nágrenni, troðfylltu réttarsal- inn I dag meöan réttarhöldin stóöu yfir. Leiörétting Þau mistök urðu við samantekt undirritaðrarum framkvæmdir á sviði heilbrigðisþjónustu i Reykjavik og birt var i Þjóðvilj- anum í gær, aö framlög rikisins til bygginga heilsugæslustöðva voru margfölduö. Rétt er að á árunum 1974—1977 veitti rikiö 87,5 miljónum króna til bygginga heilsugæslustöðva á Reykjanessvæöinu, en á sama tima 791,3 miljónum til annarra landshluta. Samtals hefur þvi veriö veitt til bygginga sjúkrastofnana á þessu árabili 3.771,3 miljónum króna. Til Reykjanessvæöisins hafa af þvi fé farið 1.733.1 miljónir króna, þaraf rúmur helmingur til rlkisspitalanna, en til annarra landshluta hafa veriö veittar 2.038.6 miljónir króna. Kappræda Framhald af bls. 3 mæli Magnúsar Kjar'tanssonar og Ragnars Arnalds um æsku- lýðssamtök Alþýöubandalags- ins og stuöning æskunnar við flokkinn. Sigurður Tómasson þakkaði upplesturinn fyrir hönd rit- stjórnar Réttar og sagöi, aö I Sjálfstæðisflokknum væri mönnum skipt i stiur, æskulýðn- um I eina, konum I aðra o.s.frv. Þetta hefði Alþýðubandalagið viljað forðast. Enn var fram haldiö auglýs- ingum á málgögnum sóslalista af hálfu Heimdellinga, og tók Brynjólfur Bjarnason sér nú fyrir hendur að lesa úr Þjóðvilj- anum frá 11. janúar sl. Var nú hafin þriðja umferð kappræön- leikfélag 2i2 RFYKJAVtKUR " SKALD*RÓSA 9. sýn. I kvöld. Uppselt. 10. sýn. föstudag. Uppselt. 11. sýn. sunnudag kl. 20.30 SAUMASTOFAN V Fimmtudag. Uppselt. Þriðjudag kl. 20.30 SKJALDHAMRAR Laugardag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. Miðasala I Iðnó kl. 14-20.30 — Sími 16620 anna. Brynjólfur klykkti út með þeim vísdómsorðum, að hinn gullni meðalvegur verði ekki farinn nema meö hinu frjálsa markaðshagkerfi. Sigurður Magnússon sagöi, að fjöldahreyfingar fólksins verði alltaf andstæðingar ihaldsins og einkaframtaksins. Verkalýðsbaráttan væri söm, enda þótt hið kapltaliska þjóð- félag hafi tekiö ýmsum umbót um, enda væri þjóðfélagsgerðin i grundvallaratriðum hin sama. Það verður ekki vefengt, sagði Sigurður, að flest framfaraspor i mannréttindabaráttu á þessari öld eru tilkomin fyrir baráttu sósialismans. Eilffar tilvitnanir ihaldsins austur til Kremlar- múra væru þvi út I hött. Hálfsannlekur er góður Davið Oddsson lét sér ekki segjast, og fór beint til Moskvu i upphafi ræðu sinnar. Eftir að hafa reikað þar drykklanga stund, hóf hann að vitna I Ragn- ar I Smára. Kapitalisminn væri hálfsannleikur, sagöi Davið, en það væri samt harla gott, þvi áður en varir uppgötvum við brotalamir á sannleikanum. Sigurður Tómasson minnti á, aö nú væri verið að fram- kvæma kenningar fyrirmyndar- hagfræðings Friöriks Sophus- sonar og hans kumpána i Chile og væri verðbólgan þar 207% á ári. Hann sagði að ihalds- mennirnir ungu vildu koma hér á sama þjóöfélagsskipulagi og var á dögum Thors Jensens, sem reisti sér glæsilega hölí meðan alþýða manna bjó i hreysum og þrælaði myrkranna á milli fyrir lúsarlaun. Friðriksrimur Friðrik Sophusson hélt nú enn áfram þeim góða sið að lesa úr verkum islenskra sósialista. Las hann nú úr bréfi, er Magnús Kjartansson samdi I sinni ráðherratið. Að þvi loknu flutti Friðrik frumort ljóð um ágæti einkarekstursins. Þá vitum við hvað úthlutunar- nefnd listamannalauna fær að gera næst, varð Svavari Gests- syni á orði er hann kom I ræðu- stól eftir að hafa hlýtt á rlmur Friðriks Sophussonar. Svavar var siðasti ræðumaöur á kapp- ræðufundinum. Sósialisminn i sókn Málstaður sósialismans er i sókn, sagði Svavar. Hann taldi nokkur atriði athyglisverð i sambandi við málflutning Heimdellinga á fundinum: I fyrsta lagi hefðu þeir engu svar- að um tengsl Sjálfstæðisflokks- ins viö fjársvikamálin, og væri þeim það vorkunn. I öðru lagi ræöuþrot Friðriks Sophussonar, sem heföi þurft að lesa upp úr ritum andstæðinganna til að fullnýta tima sinn. 1 þriðja lagi brandarasafn Daviðs Odds- sonar, sem reykviskir kjós- endur fengju vonandi að heyra sem oftast I framtlðinni. Þetta er fyrsti stóri pólitiski fundurinn, sem efnt er til i Reykjavik á þessum vetri, sagði Svavar. Hér hefur skýrt komið fram grundvallarmunur á af- stöðu sósialista og ungra ihalds- manna. Viö teljum að maðurinn sjálfur sé I miðpunktinum, og frelsi mannsins verði aöeins eflt með þvi að frelsi fjármagnsins verði skert. Félagar, höldum áfram að reka flótta ihaldsins, sagði Svavar að lokum,og undir það var tekið með dynjandi og langvarandi lófaklappi áheyr- enda. —eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.