Þjóðviljinn - 31.01.1978, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 31. janúar 1978. ,ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Flokksformenn í sjónvarpssal:
sjónvarp
Benedikt
Geir
Lúðvik
Magnús Torfi
Ólafur
Stj órnmálaviöhorf
á kosningaárínu
Kári Jónasson fréttamaður
stjórnar umræðuþætti i beinni
útsendingu i sjónvarpinu i
kvöld. Þátturinn hefst kl. 31.10
og er klukkutima langur. Spyrj-
endur með Kára eru ritstjór-
arnir Svavar Gestsson og Þor_,-
steinn Pálsson.
Formenn stjórnmálaflokk-
anna sitja fyrir svörum. Þeir
verða þarna samankomnir
Benedikt Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins, Geir
Hallgrimsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, Lúðvik Jóseps-
son, formaður Alþýðubanda-
lagsins, Magnús Torfi ólafsson,
formaður Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna og Ólafur
Jóhannesson, formaður
Framsóknarflokksins.
Aðalumræðuefnið verður
stjórnmálaviðhorfið nú um
stundir, með hliðsjón af kosn-
ingunum i vor.Ekki er að efa að
ástandið i efnahagsmálum
þjóðarinnar mun bera á góma
formannanna fimm og þá jafn-
framt gengislækkun og aðrar
þær ráðstafanir sem nú virðast
vera i bigerð.
Vonandi verða sjónvarps-
áhorfendur vitni að málefnaleg-
um umræðum i kvöld, enda ættu
þessir æfðu stjórnmálamenn að
vera farnir að „sjóast” i sjón-
varpsframkomu. Allt of oft hef-
ur það viljað brenna við að
stjórnmálamenn hafa flutt
langar ræður i slikum ,,um-
ræðuþáttum”, og hafa jafnvel
talað þar um ræður og ræðutima
annarra þátttakenda, rétt
einsog þeir væru staddir á þingi
en ekki i sjónvarpssal. Annað
hefur stundum verið hvimleitt i
slikum þáttum, en það er
feimni spyrjenda við að spyrja
beinskeyttra spurninga og ekki
hvað sist að fylgja þeim eftir,
þegar þeir sem spurðir eru fara
undan i flæmingi og tala um allt
annað en það, sem þeir voru að
spurðir.
Sém sagt i kvöld biðjum við
stjórnmálamennina að vera
stuttorða en gagnorða, en flytja
ekki fimm þingræður á þessum
klukkutima. Og spyrlarnir hafa
alla burði til að láta menn ekki
komast upp með neinn moð-
reyk, heldur svara undan-
bragðalaust þvi sem að er spurt.
—eös.
7.00 Morgunútvarp Veður-
f regnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttirkl. 7.30, 8.15(og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Þórhallur Sigurðsson
les söguna „Max bragöa-
ref” eftir Sven Wernström i
þýðingu Kristjáns Guð-
laugssonar (6). Tilkynn-
ingar kl. 9.30. Þingfréttir kl.
9.45. Létt lög milli atriða.
Aður fyrr á árunum kl.
10.25: Ágústa Björnsdóttir
sér um þáttinn. Morguntón-
leikar kl. 11.00: Pierre
Fournier og hátlðarhljóm-
sveitin i Lucerne leika
„Piéces en concert”, svitu i
fimm þáttum eftir Coup-
erin: Rudolf Baumgartner
stj./ Robert Veyron-Lacroix
og hljómsveit Tónlistar-
skólans i Paris ,leika
Sembalkonsert i G-dúr eftir
Haydn. / Filharmóniu-
sveitin i Berlin leikur
Sinfóniu nr. 33 i B-dúr
(K319) eftir Mozart: Karl
Böhm stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Starfsemi á vegum
Reykjavikurborgar. Þáttur
um málefni aldraðra og
sjúkra. Umsjón: Olafur
Geirsson.
15.00 Miðdegistónleikar Paul
Crossley leikur Pianósönötu
i fis-moll eftir Igor Strav-
inský. Narciso Yepes leikur
með spænsku útvarps-
hljómsveitinni i Madrid
Gitarkonsert i þrem þáttum
eftir Ernesto Halffter: Odón
Alonso stjórnar.
16.00 F'réttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Litli barnatiminn
Finnborg Scheving sér um
timann.
17.50 Að tafli Jón Þ. Þór flytur
skákþátt og gerir grein fyrir
lausnum á jólaskák-
þrautum. Tónleikar.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningarþ
19.35 Rannsóknir I verkfræði-
og raun visindad eild
Háskóla islands Páll
Theódórsson eðlisfræðingur
talar um arðsemi rann-
sókna.
20.00 Strengjakvartett I C-diir
op. 59 nr. 3 eftir Beethoven.
Am a deus-k var tett inn
leikur.
20.30 tltvarpssagan: „Sagan
af Dafnis og Klói” eftir
Longus Friðrik Þórðarson
þýddi. Óskar Halldórsson
21.00 Kvöldvakaa Einsöngur:
Elisabet E rlingsd ót tir
syngur islensk þjóðlög i Ut-
setningu Fjölnis Stefáns-
sonar: Kristinn Gestsson
leikur á pianó. b. Skúli
Guðjónsson skáldbóndi á
Ljótunnarstöðum Pétur
Sumarliðason les þátt úr
bók hans^ „Bréfum úr
myrkri” og endurtekiö
verður viðtal, sem Páll
Bergþórsson átti við Skúla
1964 um Stefán frá Hvitadal
og kvæði hans „Fornar
dyggðir”. Páll les einnig
kvæðið. c. „Þetta er orðiö
langt líf ” Guðrún Guðlaugs-
dóttir talar við aldraða
konu, Jóninu ólafsdóttur. d.
Haldið tíl haga Grimur M.
Helgason forstöðumaður
handritadeildar Lands-
bókasafnsins talar, e. Kór-
söngur: Arnesingakórinn
syngur islenzk lög. Söng-
stjóri: Þuriður Pálsdóttir.
22.20 Lestur Passiusálma
Ragnheiður Sverrisdóttir
nemi i guðfræðideild les 7.
sálm.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Harmónikulög Larry
Norli og Egil Myrdal leika
með félögu.m sinum.
23.00 A hljóðbergiBókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs
1978. Ingeborg Donali lektor
les úr hinni nýju verðlauna-
skáldsögu, „Dalen Port-
land”, eftir Kjartan Flög-
stad og flytur inngangsorð
um höfundinn.
23.40 Fréttir. Dagskrártok.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Handknattleikur. Lands-
leikur íslendinga og Spán-
verja I heimsmeistara-
keppninni.
21.10 Kosningar i vor (L)
Umræðuþáttur i beinni út-
sendingu. Forystumenn
stjórnmálaftokkanna sitja
fyrir svörum. Umsjónar-
maður Kári Jónasson
fréttamaður.
22.10 Sautján svipmyndir aö
vori. Sovéskur njósna-
myndaflokkur. 11. og næst-
siðasti þáttur. Efni tiunda
þáttar: Ket og Helmut flýja
inn i kjallara i rústum
Berlinar, eftir að Helmut
skaut Rolf til bana. Hann
sækir dóttur sina, sem er á
barnaheimili skammt frá,
og ætlar að flýja á náðir
móðir sinnar i Berlin. En
MUller, yfirmaður Gestapó,
kemstá slóð þeirra og þegar
Helmut sér, að þau eru um-
kringd, snýr hann til varnar
og fellur fyrir byssukúlu.
Kettekst að fela sig I neðan-
jarðargöngum, meðan leit-
að er i nágrenni barna-
heimilisins. Stierlitz, sem
kominn er i vörslu Gestapo,
vegna þess að fingraför
hans fundust á tösku með
rússneskum senditækjum,
tekst að sannfæra Möller
um, að hann hafi borið tösk-
una yfir götu fyrir konu,
sem bjargaðist I rústunum.
Þ'ýðandi Hallveig
Thorlacius.
23.15 Dagskrárlok.
AKRANES
laust er til umsóknar hálft starf gjalda-
bókara á bæjarskrifstofunni á Akranesi,
vinnutimi verður tveir til þrir heilir dagar
i senn. Umsóknarfrestur er ákveðinn til
10. febrúar n.k.-nánari upplýsingar veitir
undirritaður.
Akranesi 31.1 1978. Bæjarritari.
HELLUVER
Milliveggjaplötur, 5 og 7 centimetra.
Simi 33 5 45
Kópavsgskaivslaðiir ra
Iþróttakennara
vantar að grunnskólunum i Kópavogi
vegna forfalla. Uppl. i simum 41863 og
40269.
Skólafulltrúi.
HÚSAVIÐGERÐIR
Tökum að okkur viðhald á húseignum, svo sem járnklæön-
ingar, gluggaviðgerðir, þéttingar og viðgerðir á stein-
steyptum þakrcnnum o.fl. Erum umboðsmenn fyrir þétti-
efni á steinþök, asbest þök og þéttiefni i steinsprungur. Við
gerum bindandi tilboð i verkefnin. Hagstæðir greiðsluskil-
málar. Verkpantanir i sima 41070.
UTBOЗ
SKÓLABYGGING
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða i viðbygg-
ingu við Lækjarskóla, útboðsgögn verða
afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings,
Strandgötu 6 gegn 20 þúsund króna skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu-
daginn 16. febrúar kl. 11.
Bæ j arv erkfr æðingur.