Þjóðviljinn - 17.02.1978, Blaðsíða 24
VOÐVIUINN
Föstudagur 17. febrúar 1978
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
81333
Búist var við því, að
kjaraskerðingarf rumvarp
ríkisstjórnarinnar yrði aö
iögum seint í gærkveldi.
Önnur umræða um
frumvarpið hófst i efri
deild miðdegis i gær, en við
upphaf hennar gaf for-
sætisráðherra yfirlýsingu
þess efnis að ríkisstjórnin
hefði samþykkt að fella
brott hina alræmdu 3. gr.
frumvarpsins, en frá því
er nánar skýrt annars
staðar í blaðinu.
Stjórnarandstæðingar héldu
uppi harðri gagnrýni á frumvarp
rikisstjórnarinnar og var ekki
gertráö fyrir aö 2. og 3ju umræöu
lyki fyrr en um kvöldiö.
Eins og kunnugt er þá er búið
að samþykkja kjaraskerðingar-
frumvarp rikisstjórnarinnar i
neðri deild, en þar sem gert var
ráð fyrir, að éfri deild myndi
samþykkja breytingatillöguna
um að fella brott 3. greinina, þá
þurfti að senda frumvarpið aftur
til neðri deildar til endanlegs
samþykkis.
Fundur hafði verið boðaöur i
neðri deild kl. 21 og var stefnt að
þvi að afgreiða frumvarpið sem
lög frá Alþingi á þeim fundi.
Guösteini Þengilssyni var veitt fé til að
standa straum af VL-málaferlum
I gær var úthlutað úr
Málfrelsissjóði í fyrsta
sinn. Guðsteinn Þengilsson
læknir hlaut kr. 321.550 til
að standa straum af kostn-
aði vegna málaferla VL-
inga á hendur honum, nán-
ar tiltekið vegna Hæsta-
réttarmálsins nr. 109/1975:
Bjarni Helgason o.fl. gegn
Guðsteini Þengilssyni.
Blöðin
stöðvast
Boðaö verkfall Blaða-
mannafélags íslands kom tii
framkvæmda á miðnætti f
nótt, Dagblöðin koma út i
dag, en ekki um helgina.
Verkfalliö nær til eftirtalinna
blaða: Alþýöublaðsins,
Morgunblaðsins, Timans,
Vísis, Þjóðviljans, Vikunnar,
Æskunnar, Dags, Norður-
lands, Alþýðumannsins, ts-
lendings og blaða Frjáls
framtaks.
Verkfallsnefnd Bl. ákvað i
gær að öll vinna félags-
manna i verkfallinu við
bverskonar fjölmiðlun sé ó-
heimil. Verkfallsnefndin hef-
ur aðsetur að Skólavörðustig
12. Simi 15154.
Málshöfðun
út af OA-bók
WASHINGTON 15/2 Reuter —
Bandarikjastjórn hefur höfðað
mál á hendur Frank Snepp, fyrr-
verandi CIA-njósnara, og vill
hafa af honum tekjur af sölu bók-
ar, sem hann hefur sent frá sér og
fjallar um athafnir CIA i Viet-
nam. Stjórnin segir að Snepp hafi
undirritað samning um að lofa
CIA að lesa bókina yfir, áður en
hún var gefin út, en ekki farið að
þeirriskuldbindingu. Bókin hefur
titilinn „Decent Interval.”
Herstöðvaandstæðingar í
Kópavogi hafa ákveðið að
koma saman við Alfhólsveg
95, Kópavogi, klukkan 10 á
mánudagsmorguninn. Þar á
að fara fram siöari hluti
nauðungaruppboðs á ibúð
Guðsteins Þengilssonar,
læknis, að kröfu þeirra VL-
manna.
Guðsteinn skrifaði grein i Þjóð-
viljann hinn 29. janúar 1974, sem
bar yfirskriftina VL-fólk og vest-
ræn samvinna. I greininni var
rætt um undirskriftasöfnun Var-
ins lands og ástæður þeirrar
framtakssemi.
Tólf menn stefndu Guðsteini
fyrir meiðyrði og höfðu uppi
þyngstu kröfur um refsingu og
greiðslu miskabóta. Héraösdóm-
ur taldi 2 af umstefndum 5 um-
mælum dauð og ómerk og til-
dæmdi stefnendum kr. 25.000 i
málskostnaö. Hins vegar var
hrundið bæði refsikröfu og miska-
bótakröfu.
Héraðsdómi þessum var áfrýj-
að og taldi Hæstiréttur i dómi sin-
um 20. april 1977 3 af 5 ummælum
dauð og ómerk, dæmdi Guðstein
til að greiða kr. 10.000 i sekt til
ríkissjóðs og i tveggja daga varð-
hald sem vararefsingu, en hratt
miskabótakröfunni. 1 Hæstarétti
var Guðsteini gert að greiða á-
frýjendum kr. 20.000 i birtingar-
kostnað og kr. 140.000 I máls-
kostnað fyrir báðum réttum.
Guðsteinn ieitaði til Málfrelsis-
sjóðs um aðstoð. Stjórn sjóðsins
fjallaði um málaleitan hans og
gerði ályktun, þar sem segir
m.a.:
„Sjóðstjórnin litur svo á, að i
túlkun á grundvallarákvæði 72.
greinar stjórnarskrárinnar um
tjáningarfrelsi beri jafnan að
gæta þess, að almennum umræð-
um um opinber málefni séu ekki
settar of þröngar skorður og að
tekið sé tillit til þess hverju sinni
hvernig skoðanir skiptast og
hvaða umræðuvenjur tiðkast.
Það er álit sjóðstjórnar að
málalok þau sem orðið hafa i máli
Guðsteins séu til þess fallin að
letja menn að taka þátt i umræð-
um um alvarleg deilumál er hafa
almenna samfélagslega skirskot-
un og að sú aðstoð af hendi Mál-
frelsissjóðs sem Guðsteinn leitar
eftir falli þvi undir það hlutverk
sem sjóðnum er ætlað.”
Guðsteinn sagði i gær, er hann
hafði tekið við styrknum úr hendi
Jóhanns S. Hannessonar, að hann
mundi sitja af sér 10 þús. króna
sektina, en það mun þýða tveggja
daga varðhald. Helst hefði hann
viljað sitja málskostnaðinn af sér
lika, en það væri ekki leyfilegt.
Thor Vilhjálmsson rithöfundur,
einn stjórnarmanna Málfrelsis-
sjóðs, sagði við þetta tækifæri að
Málfrelsissjóður hefði verið
stofnaður til þess, að menn sem
hafi sannfæringu þurfi ekki að
A fundi borgarstjórnar I gær-
kvöldi var samþykkt sú tillaga
sem felur I sér niöurrif 10 húsa
austan Aðalstrætis. Um ræður
stóðu á 5ta tima og reyndu full-
trúar Alþýðubandalagsins án
árangurs að fá málinu frestaö.
Svipuð tilmæli höfðu borist frá 40
Guðsteinn Þengilsson.
byrgja hana inni með sér af ótta
við póliti eða rukkara. ,,Við kepp-
um að þvi, að sannfæringin sé
ekki bara skrautblóm sem rækta
má innra með sér, ef maður lætur
engan sjá það,” sagði Thor. Jó-
hann S. Hannesson menntaskóla-
kennari, sem einnig á sæti I stjórn
sjóðsins, tók I sama streng og
sagði nauðsyn á slikum sjóði, svo
að það verði ekki forréttindi
þeirra sem eiga peninga að segja
hug sinn.
—eös
arkitektum og þjóðminjaverði.
Niu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
voru með.en fulltrúar minnihluta-
flokkanna á móti. Fjöldi áhorf-
enda á pöllum lét óánægju sina
óspart i Ijós með þessa afgreiöslu.
—GFr
Alls hafa nú safnast 2 miljónir króna í Málfrelsissjóð
á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru frá stofnun sjóðsins,
en hann var stofnaður i október s.l. Á sunnudaginn kl. 2
verður skemmtun í Háskólabíói á vegum sjóðsins, og
sögðust forsvarsmenn hans vonasttil,aðþá safnaðistvel
í viðbót, enda mun ekki af veita að efla sjóðinn sem
mest, meðan ærusjúkir menn vaða uppi með f járkröfur
og lögtakshótanir á þá sem hafa gerst svo djarfir að
segja það sem þeim býr í brjósti.
—eös
Niðurrif samþykkt
Einnig skal bent á heima-
sfma starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans I slma-
skrá.
.. — --——.....- » "
Yfirlýsing
forsætisráðherra:
Obeinir
að
sinni
A fundiefrideildar Alþingis I
gær fiutti Geir Hallgrimsson
forsætisráðherra yfirlýsingu
um að rikisstjórnin hefði á-
kveðið að falla frá 3. grein
þvingunarlagafrumvarps*
en f greininni er gert ráð
fyrir þvl að taka óbeina
skatta út úr visitölunni.
Grcin þessi átti ekki aðkoma
til framkvæmda fyrr en 1.
janúar 1979, eftir að timabil
gildandi kjarasamninga er
útrunniö. Þess vegna hefur
greinin sem slík ekki áhrif á
þær ráöstafanir sem eiga að
taka gildi 1. mars sem fela i
sér skerðingu visitölubóta
um helming. Engu að siður
er yfirlýsing forsætisráð-
herra til marks um að rikis-
stjórnin er á undanhaldi.
Yfirlýsingin er á þessa
leið:
Miklar umræður hafa
spunnistum 3. gr. i frv. rikis-
stjórnarinnar um ráðstafan-
ir i efnahgsmálum, en þar er
lagt til, að frá og meö 1.
janúar 1979 skuli óbeinir
skattar ekki hafa áhrif á
verðbótavisitölu eða verð-
bótaákvæði i kjarasamning-
um. Fulltrúar launþegasam-
taka hafa af ýmsum ástæð-
um lýst ákveðinni andstöðu
sinni við þetta ákvæði.
Skoðun og rök rikisstjórn-
arinnar fyrir þessari tillögu
eru skýr.og þarf ekki að end-
urtaka þau. Núverandi visi-
töluákvæði hafa óæskileg á-
hrif á steframa f skattamál-
um, auk þeirrar hættu á vixl-
hækkun kaupgjalds og verð-
lags, sem þau fela f sér. Það
er athyglisvert, að nær allir,
sem til máls hafa tekið i um-
ræðu um þetta mál, telja
visitölukerfið meingallað.
Rikisstjórnin telur þvf rétt
að taka veröbótaákvæði f
kjarasamningum til alls-
herjarendurskoðunar og þar
með visitölugrundvöllinn og
vill vinna að þessu máli i
samráði við samtökin á
vinnumarkaðnum, þannig að
ný skipan geti komið til
framkvæmda frá upphafi
næsta árs. í samráöi við rik-
isstjórnina hefur meirihluti
fjárhags- og viðskiptanefnd-
ar lagt til aö 3. gr. frv. um
efnahagsmá! verði felld burt
og vill rikisstjórnin með þvi
sýna, að hún er rciðubúin tU
samráðs um framtiðarskip-
an þessa mikilvæga þáttar i
ákvörðun launa.